Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 15
Auðvitað var þetta óþægilegt Mamma er alltaf mamma Páll Magnússon vildi ekkert af því vita þegar tekið var á máli Eddu Sifjar og Hjartar Júlíusar. – DVRegína Ósk fær blússandi samviskubit vegna vinnunnar. – DV Höfundaréttarlögin eru úrelt Spurningin „Nei, ég myndi ekki treysta mér í það. Ég er bara smá hrædd við það, verð að viðurkenna það.“ Gréta Morthens 20 ára þjónn og söngkona „Hugsanlega ekki. Það væri svo kalt og einmanalegt.“ Svava Anne Sveinsdóttir 28 ára vinnur fyrir Hitt húsið og Ölgerðina „Með góðum undirbúningi þá kannski, já.“ Nanna María Björk Snorradóttir 20 ára vinnur á leikskóla „Nei, mér er frekar illa við kulda.“ Hörður Jóhannes Friðriksson 19 ára vinnur á Hamborgarabúllunni „Nei, ég myndi ekki nenna því.“ Embla Örk Hölludóttir 20 ára þjónustu- og sölufulltrúi hjá Nova Myndir þú ganga á suðurpólinn? 1 Einmana eftir sambandsslit Söngkonan Regína Ósk fannst erfitt að vera einstæð móðir. 2 Disney-stúlkur í slagtogi með eiturlyfjasala Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Spring Breakers hefur nú verið gefin út á netinu. 3 Byssan reyndist vera gas-byssa Búlgarskur maður verður ekki ákærður fyrir morðtilraun. 4 Norskir karlmenn of kvenlegir Rannsókn leiðir í ljós að norskar konur telja þarlenda karlmenn of mjúka og kvenlega. 5 Þakklát fyrir að vera á lífi Bergljót Arnalds er komin á fullt eftir alvarlegt slys þar sem hún hryggbrotnaði. 6 Jón Ásgeir telur sig vera fórnarlamb nornaveiða Kaupsýslumaðurinn var opinskár í viðtali við Sunday Times. 7 Heyir stríð á hverjum degi Páll Magnússon útvarpsstjóri tjáði sig um glímuna við reiðina í helgarblaði DV. Mest lesið á DV.is M argir halda að Píratar og flest- ir netverjar vilji fá allt ókeypis og séu upp til hópa talsmenn þjófnaðar á hugverkum. Það er byggt á miklum misskilningi. Ég ætla að leitast við að útskýra af hverju við þurfum að endurskoða höfunda- réttarlög út frá þeim veruleika sem við lifum við í dag. Ef ég kaupi t.d. raunheimabók í dag, þá hef ég fullan rétt og getu til að lána eins mörgum þessa bók og ég vil án þess að ég þurfi að biðja útgefanda um heimild eða að ég sé markeruð sem glæpamaður, ég hef meira að segja tekið þátt í alþjóðaverkefnum þar sem bækur eru skildar eftir á vergangi og sá sem finnur hana hvattur til að lesa hana og skilja hana svo eftir til að aðr- ir geti notið hennar. Markmiðið er að fá sem flesta til að lesa. Ég má líka lána geisladiskana mína, og jafnvel gefa þá og þarf ekki að fá heimildir til þess, sennilega vegna þess að það er ekki hægt að stoppa það í raunheimum. Glæpavæðingin í netheimum Eftir tilkomu internetsins þá hef- ur sú menning að deila meðal vina og vandamanna hugverkum færst yfir á annað stig og auðveldara er að deila hugverkum en áður. En vegna þess hvernig netið er uppbyggt þá er jafnframt miklu auðveldara að fylgj- ast með því hverjir deila og hvernig, setja því skorður og glæpavæða það. Píratar hafa áhyggjur af þessari þróun því að þeir sem hafa náð hve mest- um árangri í glæpavæðingu á deil- ingu eru valdamiklir og hafa ann- an fótinn á skrifstofum þingmanna vestanhafs og taka mjög virkan þátt í stefnumótunarvinnu löggjafarvalds- ins. Þau lagalegu skrímsli sem hafa komið út úr þeirri vinnu hafa stefnt því frjálsa neti sem við eigum að venj- ast í hættu og nú þegar eyðilagt frjálst flæði upplýsinga. Margt ungt fólk hefur fengið yfir sig fáránlega þunga dóma fyrir að deila menningu, skjölum og upplýsingum. Réttarhafar, sem nota bene eru ekki listamennirnir held- ur milligöngumenn sem hirða til sín gróðann byggðan á hugverkum þeim sem listamennirnir hafa skapað, bera þar mikla ábyrgð. Hafa ber í huga að það eru afar fáir listamenn sem geta lifað af list sinni, hvað þá tekið þátt í ljósadýrð Hollywood-væðingar af- þreyingar. Stóru hagsmunaaðilarnir hafa haft frumkvæði að því að reisa múra í netheimum, sem margir hér- lendis hafa upplifað með því að geta ekki á löglegan máta keypt tónlist í gegnum iTunes eða sjónvarpsþætti og kvikmyndir í gegnum Netflix eða Amazon. Þessir múrar hafa síðan ver- ið fyrirmynd að sambærilegum múr- um sem ríkisstjórnir hafa notað til að hindra frjálst flæði upplýsinga, eins og t.d. þegar Amazon sparkaði WikiLeaks með sitt efni út úr stafræna skýinu vegna pólitísks þrýstings í Bandaríkj- unum. Mörg fleiri lönd gerðu tilraunir til hins sama með misjöfnum árangri. Þá reyndi á netsamfélagið sem endur- ritaði vefinn og kom honum á það sem kallað er speglar víðsvegar um heim, þar sem menning og lagahefð lætur rétt almennings til upplýsinga njóta vafans. Slíðrum sverðin Margir listamenn hafa gert tilraunir með óheft aðgengi að hugverkum sínum og tekið þátt í þeirri merki- legu þróun sem á sér stað í að finna ný módel að hugverkarétti og af- glæpavæðingu þess að deila gögn- um. Má þar nefna t.d. Neil Gaiman, Paulo Coelho og Cory Doctorow. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum hafa skilið að með því að veita sem flest- um aðgengi að hugverkum þeirra í netheimum, þá einfaldlega seljast þau betur í raunheimum. Metsala hefur verið á íslenskri tónlist undan- farið ár, kannski má rekja það til þess að sjaldan hefur verið eins mikið af gæðatónlist í boði hérlendis og að mun fleiri geta kynnt sér tónlist við- komandi listamanna með tilkomu netsins. Það er tímabært að höf- undarétthafar slíðri sverðin gagn- vart netverjum og við finnum sam- eiginlegar og sanngjarnar lausnir saman. Græni hópur Evrópuþings- ins gaf nýverið út bók eftir Falkvinge (upphafsmann Pírata í Svíþjóð) og Engstöm (fyrsta Evrópuþingmann Pírata) um heildarendurskoðun á höfundaréttarlögum. Við sem stönd- um að Pírata flokkum hérlendis munum styðjast við þær tillögur sem þar má finna og koma með fram- bærilega stefnu í anda 21. aldarinnar á höfundaréttarlögum. Það er löngu tímabært. Það er ekki hægt að slíta í sundur þær hefðir sem hafa myndast með- al netverja um heim allan og hólfa niður í einsleita stefnu um höfunda- rétt, allt of mikið er í húfi til þess að þær leikreglur sem tíðkuðust séu einfaldlega yfirfærðar á þann heim sem við búum í núna. Flestir undir þrítugu þekkja aðeins veruleika þar sem frjálst flæði upplýsinga, sam- skipta, menningar og samfélags er normið. Landamæralausi heimur- inn sem netið hefur mótað hefur orðið til framþróunar í heiminum okkar sem erfitt er að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa hlutdeild að þessum heimi. Friðhelgi einkalífs er eitthvað sem flestir halda í hávegum sem ein af grundvallarstoðum mannréttinda í þroskuðum lýðræðisríkjum. Því miður er það svo að þessi friðhelgi er að engu höfð í netheimum, flest lög sem eiga að vernda okkur gagn- vart ágangi fyrirtækja og stjórn- valda í að hnýsast í okkar einkaupp- lýsingar eru algerlega úrelt þegar kemur að netheimum. Úrbætur þar eiga að haldast í hendur við heild- ræna endurskoðun á höfundaréttar- lögum. Ljósahátíð Krakkarnir á leikskólanum Laufásborg héldu ljósahátíð á dögunum og buðu foreldrum til skemmtunar. Þar sungu börnin og eldgleypir sýndi listir sínar. Góð skemmt- un í skammdeginu. Mynd SiGtryGGur ariMyndin Umræða 15Mánudagur 21. janúar 2013 Við lifum ekki án vatns Bergljót Arnalds safnar hljóðum íss og vatns til að vekja athygli á bráðnun jökla. – DV Kjallari Birgitta Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.