Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 17
Ódýrast að borða í Prag Mikill verðmunur á rúðuvökva n Félag íslenskra bifreiðaeigenda framkvæmdi verðkönnun Þ að er 108 prósenta verð- munur á rúðuvökva sam- kvæmt verðkönnun sem Félag íslenskra bifreiða- eigenda gerði en ódýrasti rúðu- vökvinn fæst í Múrbúðinni. Fjallað er um könnunina á fib.is. Þar er útskýrt að meginefnin í rúðuvökva séu vatn og spíri en blönduhlutfall þessara meginefna sé nokkuð mismunandi frá ein- um framleiðanda til annars. Því sé frostþolið að sama skapi mismun- andi. Samkvæmt upplýsingum sem FÍB aflaði hjá efnafræðingi þarf að vita eðlisþyngd blöndunn- ar til að geta glöggvað sig á hlut- falli spíra og vatns í rúðuvökva og þar með frostþoli vökvans. Sjá má nánari útskýringu á hvernig það er reiknað út á fib.is. Út frá þeim forsendum var reiknað verð rúðuvökvans til að neytendur fengju skýran verð- samanburð út frá einni og sömu forsendunni. Samkvæmt samanburði FÍB var það rúðuvökvinn frá Múr- búðinni sem reyndist á hagstæð- asta verðinu miðað við frostþol. Hann fæst í fjögurra lítra brúsum sem kosta 690 krónur. Frostþol vökvans í brúsunum er -18 gráð- ur en það jafngildir því að miðað við -9 gráðu frostþol sé lítraverðið 86,30 krónur. Dýrasta rúðuvökvann miðað við – 9 gráðu frostþol var að fá hjá Olís en lítraverðið þar er 179,50 krónur. Verðmunurinn á þeim dýrasta og ódýrasta er því 108 prósent. gunnhildur@dv.is Algengt verð 249,7 kr. 258,5 kr. Algengt verð 249,5 kr. 258,3 kr. Höfuðborgarsvæðið 249,4 kr. 258,2 kr. Algengt verð 249,7 kr. 258,5 kr. Algengt verð 251,9 kr. 258,5 kr. Melabraut 249,5 kr. 258,3 kr. Eldsneytisverð 20. jan. Bensín Dísilolía Fékk köku í til- efni dagsins n Lofið fær nepalski veitingastað- inn Kitchen á Laugavegi en mað- ur einn bauð konu sinni þangað í tilefni afmælis hennar. „Eig- andinn sem var einn í eldhúsinu gerði allt til að gera afmælið sér- stakt. Maturinn var frábær, hann hafði bakað eða keypt köku handa henni sem var ekki á matseðlinum og gaf henni í tilefni að af- mælinu auk þess sem við fengum 25 prósenta afslátt af öllu sem við pöntuðum. Al- gjörlega frábær þjónusta og það er skemmtilegt við staðinn að maturinn hefur karakter. Ég fer oft þangað og alltaf er maturinn góður en hann er ekki fjöldaframleiddur og því ekki alltaf nákvæmlega eins,“ segir við- skiptavinurinn ánægði. Steinn í baunadós n Lastið fær Ora en DV fékk eft- irfarandi sent: „Ég fékk grjót í baunadós frá Ora, beit í það og var heppinn að brjóta ekki tönn. Ég hringdi í þá þann 4. janúar og lét þá vita, símastúlka sagði mér að starfsmaður gæðaeftirlits væri far- inn þann daginn en hún tók niður nafn mitt og símanúmer og sagði mér að það yrði haft samband eft- ir helgi. Nú eru liðnar tvær vikur og ekkert hefur heyrst frá þeim. Ég reyndi að senda mynd með en hún hefur sennilega ekki farið.“ DV hafði samband við Leif Þórs- son, framkvæmdastjóra og bar lastið undir hann. „Það er greinilegt að þetta hefur misfarist hjá okkar fólki og vil ég fyrir hönd Ora biðja þennan viðskiptavin afsök- unar á því og mun gæðastjóri okkar hafa samband við hann hið fyrsta,“ sagði hann. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Neytendur 17Mánudagur 21. janúar 2013 Hreinar bílrúður Mikilvægt er að hafa bílrúðurnar alltaf hreinar. n Könnun á verði á veitingastöðum á vinsælum ferðamannastöðum Bodrum Tyrklandi Bjór á veitingastað (0,5 l): 440kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 141 kr. Cappuccino: 297kr. Vatnsflaska (0,33 l): 69kr. Máltíð á McDonald‘s: 658 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 447 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 5.495 kr. Matur og drykkur samtals: 7.547 Alicante, Spánn Bjór á veitingastað (0,5 l): 266 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 228 kr. Cappuccino: 232 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 172 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.246 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 1.547 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 5.157 kr. Matur og drykkur samtals: 8.848 kr. Tenerife, Spánn Bjór á veitingastað (0,5 l): 244kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 215 kr. Cappuccino: 284 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 172 kr. Máltíð á McDonald‘s: 988 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 1.547 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 5.157 kr. Matur og drykkur samtals: 8.607 kr. Grikkland (meðalverð) Bjór á veitingastað (0,5 l): 687 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 258 kr. Cappuccino: 567 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 86 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.031kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 2.062 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 6.876 kr. Matur og drykkur samtals: 11.567 kr. Berlín, Þýskaland Bjór á veitingastað (0,5 l): 481kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 344 kr. Cappuccino: 344 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 344 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.117kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 1.031kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 6.876 kr. Matur og drykkur samtals: 10.573 kr. Dublin, Írland Bjór á veitingastað (0,5 l): 794 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 275 kr. Cappuccino: 498 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 223 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.203kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 2.404 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 10.744 kr. Matur og drykkur samtals: 16.141 kr. Kaupmannahöfn, Danmörk Bjór á veitingastað (0,5 l): 1.036 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 506 kr. Cappuccino: 806 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 380 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.612kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 2.628 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 13.823kr. Matur og drykkur samtals: 20.791 kr. Brighton, England Bjór á veitingastað (0,5 l): 718kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 308 kr. Cappuccino: 513 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 225 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.108 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 1.643 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 7.702 kr. Matur og drykkur samtals: 11.217 kr. London Bjór á veitingastað (0,5 l): 794 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 275 kr. Cappuccino: 498 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 205 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.026 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 2.053kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 10.744 kr. Matur og drykkur samtals: 15.595 kr. París, Frakkland Bjór á veitingastað (0,5 l): 1.031 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 516 kr. Cappuccino: 516 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 344 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.203 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 2.579 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 9.455 kr. Matur og drykkur samtals: 15.644 kr. Prag, Tékkland Bjór á veitingastað (0,5 l): 202 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 185 kr. Cappuccino: 269 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 135 kr. Máltíð á McDonald‘s: 807 kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 673 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 4.036kr. Matur og drykkur samtals: 6.307 kr. Amsterdam, Holland Bjór á veitingastað (0,5 l): 704 kr. Kók á veitingastað (0,33 l): 386 kr. Cappuccino: 407 kr. Vatnsflaska (0,33 l): 344 kr. Máltíð á McDonald‘s: 1.125kr. Máltíð á ódýrum veitingastað: 2.579 kr. Máltíð fyrir 2 á miðlungsveitingastað (3 rétta): 10. 314kr. Matur og drykkur samtals: 15.859 kr. Þ að munar um 70 prósentum á því að borða á veitingastað í Prag og í Kaupmannahöfn og yfirleitt er ódýrara að borða úti á sólarströnd en í borgum. Þetta sýnir samantekt á meðalverði veitingastaða á nokkrum stöðum í Evrópu sem Íslendingar eru duglegir að heimsækja. Þótt enn sé hávetur og langt í sum- arið þá eru margir farnir að huga að sumarfríinu og þeim ferðalögum sem fara á í. Ferðaskrifstofur eru nú í óða önn að útbúa sumarbæklingana sem koma út á næstunni. Vinsælir ferðamannastaðir Margir vilja skella sér í sólina í sumar á meðan aðrir sjá borgarferðir fyrir sér í hillingum en hvort sem farið er á sól- arströnd eða í borgarferð þá er ávallt hluti af fríinu að fara út að borða. DV hefur tekið hér saman verð á veitinga- stöðum í nokkrum borgum og á sólar- stöðum sem hafa verið vinsælir hjá Ís- lendingum síðustu árin. Á síðunni numbeo.com er hægt að bera saman kostnað á ýmsum vörum og þjónustu á milli landa og borga. Hér er birt meðalverð á vörunum og er ætlað til viðmiðunar en að sjálfsögðu er hægt að finna hærra eða lægra verð. Samkvæmt upplýsingum af Num- beo er ódýrara að borða úti á sól- arstrandarstöðum en í borgum. Ódýrasta borgin af þeim sem hér eru er Prag en Kaupmannahöfn dýrust. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Þetta kostar að fara út að borða í útlöndum Dýrust Það er dýrt að borða á veitingastöðum í Kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.