Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 21. janúar 2013 Mánudagur
Lúsafaraldur
geisar í skólum
n Kemur í bylgjum á nokkurra ára fresti n Svona smitast börnin af lús
Á
yfirstandandi skólaári sem
hófst í haust og er nú hálfn
að hafa skólahjúkrunar
fræðingar á höfuðborgar
svæðinu skráð 106 lúsatilfelli
meðal skólabarna en sambærileg
tala fyrir skólaárið 2011–2012 var 70
tilfelli og skólaárið 2010–2011 voru
skráð 66 tilfelli. Sölutölur yfir lúsa
drepandi lyf fyrir allt landið sýna
að það hefur orðið mikil aukning í
sölu, allt að þriðjungi fleiri skammt
ar seldust árið 2012 en árið á und
an eða rúmlega 6.000 skammtar.
Miðað við að hver og einn noti tvo
skammta, því mælt er með að með
ferð sé endurtekin, þá má ætla að
rúmlega 3.000 einstaklingar hafi
haft höfuðlús á síðastliðnu einu ári,“
segir Ása Steinunn Atladóttir, hjúkr
unarfræðingur á sóttvarnarsviði
Landlæknisembættisins, en sann
kallaður lúsafaraldur er á höfuð
borgarsvæðinu.
Ása segir fjölda höfuðlúsasmits
virðast koma í sveiflum. „Þetta er
ekkert ólíkt því sem gerist með
rjúpnastofninn. Þar eru talað um
sveiflur á sjö ára fresti. Lúsafaraldur
kemur í bylgjum á sirka fjögurra eða
fimm ára fresti. Í Danmörku er ver
ið að gera rannsóknir í sambandi við
fylgni við veðurfar, til dæmis hvort
mikil rigningartíð geti leitt til fleiri
höfuðlúsartilfella því þá eru börn
in frekar inni við að grúfa sig saman
yfir leikjum en það er ýmislegt við
lúsina sem erfitt er að skýra.“
Ása segir vísindamenn sammála
um að lúsin smitist aðallega við
beina snertingu. „Kollur við koll er
smitleiðin. En svo er alltaf einn og
einn vísindamaður sem segir að
það sé ekki hægt að útloka að lús
geti krækst í húfu og komist þannig
á milli kolla. Lús sem dettur úr hári
verður hins vegar fljótt löskuð því
höfuðlúsin þarf að sjúga blóð fjór
um, fimm sinnum á dag. Án blóðs
ins verður hún fljótt lerkuð og ekki
til neinna átaka,“ segir Ása og bætir
við að miðað við líkamslús og flat
lús þurfi höfuðlúsin að nærast mun
oftar.
Ása segir ríka ástæðu til að minna
foreldra á að það þurfi að bregðast
við af samviskusemi þegar lús kem
ur upp í skólum. „Ef til vill þyrfti gera
átak til að hjálpa fólki með þetta og
ég sé fyrir mér einhvers konar mið
stöð þar sem hægt væri að bjóða al
menningi upp á kennslu í kemb
ingu og aðstoð við meðhöndlun
lúsasmits. Slíkt kostar náttúrulega
peninga og þar sem ekki er hægt að
sýna fram á alvarlegar heilsufars
afleiðingar af lúsinni hefur ekki
verið lagt í slíka fjárfestingu. Við höf
um heyrt skólahjúkrunarfræðinga
tala um að þeir foreldrar sem hafa
dvalið í löndum þar sem lúsin er
viðvarandi vandamál, líkt og í Dan
mörku og Þýskalandi, séu margir
orðnir frjálslegri í sambandi við lús
ina og kippi sér oft ekki upp við þó
lúsa verði vart. Það er hins vegar
ekki skemmtilegt að hafa eytt pen
ingum og tíma í að losna við lús til
þess eins að láta barnið smitast aft
ur í leikskólanum eða skólanum af
því að einhver annar var kærulaus.
Þessi keðja verður aldrei sterkari en
veikasti hlekkurinn.“ n indiana@dv.is
Smitleiðir
n Lúsin getur farið á milli höfða ef bein
snerting verður frá hári til hárs en hún
getur hvorki stokkið, flogið né synt.
n Höfuðlús sem fallið hefur út í um-
hverfi verður strax löskuð og veikburða.
Þess vegna er talið að smit með fatnaði
og innanstokksmunum sé afar ólíklegt.
Einkenni smits
n Tveir af hverjum þremur sem smitaðir
eru af höfuðlús hafa engin einkenni.
n Einn af hverjum þremur fær kláða.
Kláðinn stafar af ofnæmi.
Greining
n Leita þarf lúsa í höfuðhárinu með ná-
kvæmri skoðun, en það er best gert með
kembingu með lúsakambi yfir hvítum
fleti eða spegli og við góða birtu.
n Mörgum finnst þægilegra að kemba
blautt hár sem í er hárnæring.
n Finnist lús, jafnvel bara ein, er það
merki um að viðkomandi sé með höfuð-
lús og þurfi meðferð með lúsadrepandi
efni.
n Nit lítur í fljótu bragði út eins og flasa,
en ólíkt flösu er hún föst við hárið og
er helst að finna ofan við eyrun og við
hárlínu aftan á hálsi.
Heimild: landlaeknir.is
„Margir
orðnir
frjálslegri í
sambandi
við lúsina
Sníkjudýr Höfuðlúsin er sníkjudýr sem lifir í hársverði manna.
Fjögur heilsu-
ráð að vetri
Sjónvarpslæknirinn dr. Oz segir
okkur geta haft mikil áhrif á heils
una með örfáum varúðarráðstöf
unum.
Hjartaáfall
Samkvæmt rannsóknum er 53%
líklegra að þú fáir hjartaáfall um
vetur en sumar. Líkurnar eru
mestar í janúar. Settu trefil um
vitin áður en þú ferð út í kuldann.
Stirð liðamót
Margir sem þjást af stirðleika í lið
um kvarta undan verri verkjum
þegar kalt er í veðri. Sumir vís
indamenn útskýra það með því
að vökvinn í kringum liðina verði
þykkari í kulda. Regluleg hreyfing
er besta leiðin til bóta.
Brjóstsviði
Örfá aukakíló eru ekki eina af
leiðing alls átsins yfir hátíðarnar.
Fitan hægir á meltingunni sem
getur leitt til brjóstsviða. Ef þú
finnur fyrir síendurteknum brjóst
sviða skaltu leita læknis.
Þurr húð
Kuldi, minni raki og heitir ofn
ar geta þurrkað húðina svo hún
flagnar og skorpnar. Ysta lag
húðarinnar hjálpar okkur að halda
bakteríum í burtu en ef húðin spr
ingur ertu viðkvæmari fyrir sýk
ingum. Notaðu góð rakakrem.