Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 22
22 Menning 21. janúar 2013 Mánudagur
Vekur lukku
með La Bohème
n Leðurblakan storkaði þýsku leikhúspúristunum
L
eikstjórinn ungi Þorleifur
Örn Arnarsson frumsýndi La
Bohème í Augsborgar-leik-
húsinu í gær og vakti uppsetn-
ingin gríðarlega lukku með-
al áhorfenda. Þorleifur hefur starfað
sem leikstjóri á Íslandi, í Finnlandi,
Ástralíu, Sviss og Þýskalandi. Þess má
geta að uppsetning hans á Ibsen-leik-
ritinu Peer Gynt í Lucerne í Sviss var
kosin besta uppsetning leikhúsársins
2010–2011 af vefsíðunni nachtkritik.
de.
Á vefsíðu Augsborgar-leikhússins
er Þorleifur sagður vera „einn eft-
irsóttasti ungi leikstjórinn“. Að eig-
in sögn er þessi túlkun hans á La
Bohème afar litrík og mystísk en
hann sneri verkinu frá 19. aldar real-
isma og gaf því bakland í fantasíu og
draumaheimi listamannanna, sem
eru aðalpersónur í verkinu. „Verkið
gerist í París á 19. öld og ég færði þetta
í raun yfir í svona fantasíuheim sem
byggir að mörgu leyti á samblandi af
þýskum og íslenskum ævintýraminn-
um,“ segir hann.
Uppsetningin er heljarinnar verk
en þar er allt ansi stórt og skemmti-
legt í sniðum. Tæplega 140 manns
eru á sviðinu og 100 manna hljóm-
sveit; 85 manna kór, 30 barna barna-
kór og 25 manna lúðrasveit. Síðan eru
12 statistar sem leika dauðaenglana,
að ógleymdum hópi loftfimleika-
manna. Leiksviðið er hannað af Jósef
Halldórssyni og búningagerðina sér
Filippía Elísdóttir um.
Frumraunin í Augsborg
„leikskandall ársins“
Þorleifur segir að af frumsýningunni
að dæma hafi gengið gríðarlega vel
en hann undirstrikar þó að leik-
stjórinn sé alltaf hlutdrægur. „Í lok-
in voru bara tár á hvörmum og síðan
ætlaði allt um koll að keyra í upp-
þotinu. Þannig að maður getur ekki
beðið um mikið meira,“ segir hann.
„Söngvararnir vissu að ég væri leik-
stjóri sem krefðist mikils af leiknum
frá þeim og að ég færi mínar eigin
leiðir með þetta. Þannig að við upp-
setninguna myndaðist rosalega mik-
il stemning og eftirvænting. Söng-
konan sem syngur aðalhlutverkið,
Sophia Christine Brommer, er í raun
að syngja sína stærstu rullu hingað
til. Það vita allir að allt stefnir í að hún
verði mjög stór stjarna. Það var mjög
gaman að geta gefið henni algjörlega
nýja túlkun á þessu hlutverki til að ýta
henni af stað.“
Þorleifur þreytti frumraun sína í
Augsborgar-leikhúsinu í fyrra með
uppsetningu sinni á Leðurblökunni
(þ. Die Fledermaus) sem hann lýsti
sjálfur sem „leikskandal ársins“ en
frjálsleg túlkun Þorleifs storkaði svo
sannarlega þýsku leikhúspúristun-
um. Þorleifur kallar Leðurblökuna
„hina heilögu belju þýskra óperetta“.
„Það héldu allir að ég ætlaði að koma
og gera skandal úr La Bohème eins og
ég væri bara svona maður sem hefði
ekki áhuga á neinu nema að sjokkera
fólk,“ segir hann.
„Leðurblakan er í rauninni mjög
krítískt verk en á nasistatímanum
þurfti að upphefja þýskan kúltúr og
í gegnum þessa hreinsun hinnar
þýsku menningar er öll krítík fjarlægð
úr túlkun á verkinu. Þetta er gert að
svona heldri borgara brandaraverki
þar sem feitir miðaldra karlmenn
geta gripið í brjóstið á konum og það
á að vera rosalega fyndið. Þannig vilja
þeir sjá verkið, sem eru vanir hefð-
bundinni túlkun á því. En fyrir mér
var þetta verk í rauninni gríðarleg
samfélagsádeila, bæði ádeila á karla-
samfélagið og á ofbeldis- og lyga-
samfélagið. Þannig setti ég það upp;
ég setti hljómsveitina upp á svið, var
með 16 metra háa leikmynd sem allt í
einu flaug upp í loftið. Við tókum tón-
list úr Batman-myndinni og settum
inn í Leðurblökuna. Í fyrstu aríunni
þá gengu tveir leikarar á sviðið og
stoppuðu aríuna til að útskýra leik-
reglur kvöldsins fyrir áhorfendum.
Við æfðum „pú!“ og „bravó!“ með
áhorfendum og við buðum að hljóm-
sveitin gæti virkað sem karókíma-
skína í hléum. En á frumsýningunni
var aftur á móti publikum sem vildi
sjá „sína“ Leðurblöku, það stóð upp
og púaði í miðri sýningu. Þá stóðu
aðrir upp og öskruðu „bravó!“ og
það varð bara hörkurifrildi meðan á
sýningunni stóð. Ég sat bara hvítur í
framan í sjokki yfir því hvað væri að
gerast!“
Heiðarlegur gagnvart verkinu
Þorleifur segist hafa séð framan í
suma þeirra sem mislíkaði Leður-
blakan á frumsýningu La Bohème.
„Þeir voru ógeðslega fúlir því þeir
höfðu í raun ekkert á mig. Ég hafði
farið í viðtal eftir viðtal og það voru
allir að spyrja mig hvort ég ætlaði að
gera annan skandal. Og ég var alltaf
að útskýra að ég hafi verið alveg jafn
heiðarlegur gagnvart þessu verki og
ég var gagnvart síðasta verki. Það er
alveg jafn heiðarlegt fyrir La Bohème
að fá alla til að gráta í lokin eins og þú
átt að gera alla brjálaða með Leður-
blökunni. Og ég held að það hafi tek-
ist,“ segir hann.
„Þegar ég fór upp á svið eftir Leð-
urblökuna þá stóð hálfur salurinn
upp og öskraði „pú!“ og hinn helm-
ingurinn stóð upp og öskraði „bravó!“.
Þá var þetta bara eins og borgarastyrj-
öld. Í gær var hins vegar bara hrópað
„bravó!“ Ég var meira að segja spurð-
ur af blaðamönnum eftir á hvort ég
hafi verið að reyna að sættast við
Augsborgar-publikumið með þessari
nálgun!“ segir Þorleifur og hlær. n
Þórður Ingi Jónsson
thordur@dv.is
Viðtal
„Þegar ég fór
upp á svið
eftir Leðurblök-
una þá stóð hálf-
ur salurinn upp og
öskraði „pú!“
Mikið sjónarspil Túlkun Þorleifs á La Bohème er afar litrík og mystísk.
La Bohème vakti
lukku Að sögn Þorleifs er
Sophia Christine Brommer
rísandi stjarna.
Disney-stúlkur
í slagtogi við
eiturlyfjasala
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni
Spring Breakers hefur nú verið
gefin út á netinu. Myndin hefur
vakið mikla eftirvæntingu með-
al kvikmyndaáhugamanna enda
er þetta nýjasta mynd leikstjór-
ans fjölhæfa Harmony Korine.
Korine er þekktur fyrir frumlegar
og einkar undarlegar myndir s.s.
Gummo, Julien Donkey-Boy og
seinast Trash Humpers.
Tvær af aðalleikonunum, Sel-
ena Gomez og Vanessa Hudg-
ens, eru helst þekktar fyrir að hafa
starfað með Disney og hefur því
leikaravalið vakið mikla athygli,
enda er Korine ekki beint þekktur
fyrir mjög barnvænar kvikmynd-
ir. Aðrir leikarar eru m.a. James
Franco, Ashley Benson, Rachel
Korine og rapparinn Gucci Mane.
Myndin fjallar um fjórar
menntaskólastúlkur sem lenda
í fangelsi eftir að hafa rænt
veitingastað til að fjármagna
fjörugt vorfrí. Eiturlyfja- og byssu-
sali, sem leikinn er af Franco,
fær þær lausar úr varðhaldi gegn
tryggingu og vill síðan að þær
starfi fyrir sig. Af stiklunni að
dæma verður Spring Breakers
vafalaust með athyglisverðari
myndum ársins.
Tobba og
Linda P báð-
ar með bók
Jólabókaflóðið verður fjörlegt
næstu jól. Linda Pétursdóttir
hefur sagt frá því að hún leggi
nú drög að bók um heilsu, ham-
ingju og fegurð og spyr vini sína á
Facebook hvað þeir vilji helst sjá
í slíkri bók. Þá er Tobba Marin-
ósdóttir sest við bókarskrif. Síð-
asta bók Tobbu vakti mikla athygli
og þótti fréttnæmur dómur Páls
Baldvins Baldvinssonar, fyrrver-
andi gagnrýnanda. Í honum var
að finna nokkuð berorða lýsingu
á Tobbu sem konur myndu nú
margar hverjar verða hvekktar
vegna. „Tobba er ekki einföld þótt
hún láti mynda sig á hlið svo hún
sýnist þunn, reki fram
barminn og standi
á pumpum,“ segir
Páll í dómnum og
einnig segir hann
hana vera gróf-
yrta og dregur þá
ályktun að líkast
til komi það
til vegna
þess að
hún sé á
„fengi-
aldri“.