Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Side 13
Helgarblað 1.–3. febrúar 2013 Fréttir 13
Ofbeldið sem
aldrei er talað um
„Nánast óbærileg þjáning“, er lýs
ing sem notuð er um afleiðingar
kynferðisofbeldis á karlmenn
í rannsókn Sigrúnar Sigurðar
dóttir, doktorsnema í Lýðheilsu
vísindum við HÍ. Sigrún hefur
rannsakað afleiðingar kynferðis
ofbeldis á karlmenn en í samtali
við RÚV hafði hún þetta að segja
um málið: „Umræðan [um kyn
ferðisbrot gegn körlum] er mörg
um áratugum á eftir umræðunni
um kynferðisbrot gegn stúlkum.
Það er einhvern veginn einblínt
á stelpur sem þolendur – það
er eins og drengirnir hafi bara
gleymst.“
Fordómar tryggðu þögn
Samkvæmt nýjustu ársskýrslu
Stígamóta, sem er fyrir árið 2011,
voru einungis 11,5 prósent þeirra
sem leituðu til samtakanna karl
menn. Það þarf auðvitað ekki að
endurspegla raunverulegan hluta
brota og raunar eru vísbendingar
um að karlmenn séu ekki eins
gjarnir og konur á að leita til
Stígamóta eða annarra hjálpar
samtaka eftir að hafa orðið fyr
ir kynferðisofbeldi. Sigrún nefn
ir sérstaklega í rannsókn sinni að
þrálát mýta eigi sinn þátt í þessari
tölfræði.
„Fordómar tryggðu þögn
[fórnarlambanna] – mýtan um
að drengir sem verða fyrir kyn
ferðislegu ofbeldi til lengri tíma
í æsku muni sjálfir misnota börn
þegar þeir vaxa úr grasi lifir enn
góðu lífi. Það er helsta ástæðan
sem þeir nefndu fyrir þögn sinni
og það síðasta sem þeir vilja er að
verða brennimerktir á þann hátt,“
segir í skýrslu um rannsókn Sig
ríðar, sem birt var í Scandinavian
Journal of Caring Sciences.
Ólíklegri til að kæra
Einnig er sennilegt að drengir
verði síður fyrir kynferðisof
beldi, en víðfeðm rannsókn á
10.500 framhaldsskólanemum
árið 2004 sýndi fram á að 2,4 pró
sent drengja sögðust hafa verið
neyddir til kynferðislegra athafna
fyrir átján ára aldur, 2,8 prósent
þeirra voru misnotaðir. Þetta að
um 4.200 karlmenn hafa ver
ið misnotaðir hér á landi, sé töl
fræðin yfirfærð á nýjustu mann
fjöldatölur. 32 karlmenn leituðu
til Stígamóta árið 2011.
Karlmenn eru einnig ólíklegir
til þess að kæra nauðganir – önn
ur erlend rannsókn sýndi fram á
að einungis 10–33 prósent karla
sem er nauðgað kæra brotið. Þá
eru vísbendingar um að kynferð
isofbeldi gegn drengjum sé enn
kyrfilega falið í samfélaginu, í BA
ritgerð Ásrúnar Evu Harðardótt
ir við HR, frá árinu 2010, kemur
þetta meðal annars fram: „Niður
stöðurnar í heild sinni benda til
þess að kynferðisofbeldi gegn
drengjum sé falið. Það er því ljóst
að þennan málaflokk þarf að taka
til opinskárrar umræðu.“
Orsök þunglyndis
Algengasta orsök þunglyndis
hjá börnum er kynferðisleg mis
notkun og það getur haft slæm
ar afleiðingar að byrgja slíkt inni.
Á meðal sálrænna afleiðinga
slíks ofbeldis eru sjálfsvígshug
leiðingar, reiði, gífurlega slæm
sjálfsmynd – viðkomandi lítur á
sjálfan sig sem verðlausan, tilf
inningadoði og erfiðleikar við að
mynda sambönd við fólk.
simon@dv.is
Lærði að þegja
n Georg Viðar reyndi ítrekað að segja frá ofbeldinu n Viðurkenningin breytti öllu
Leiðir til að lifa af
Þegar málið kom upp árið 2007 þá
var Breiðavíkurdrengjum boðið
í tíu tíma sálfræðimeðferð sér að
kostnaðarlausu. „Þetta var fimm
tíu árum eftir skaðann. Ég veit
ekki hvernig það á að vinna úr
því. Bæði hugur manns og upplif
un breytist á þessum tíma, mað
ur mokar alltaf smávegis yfir för
in. Eftir fimmtíu ár er ég farinn að
geta talað um þetta án þess að fara
að grenja en það komust ekki allir
þangað. Fjöldinn allur af strákum
sem hafa tekið sitt líf.
Þegar maður lendir í þessu sem
krakki og það á að fara að teyma
þetta út úr manni þegar það er far
ið að síga á seinni hálfleikinn þá
reynir maður að komast sem auð
veldast frá því. Maður þarf að lifa af
og finnur allskonar leiðir til þess.“
Viðurkenningin breytti öllu
Fyrir fjörutíu árum stofnaði Georg
Viðar Samhjálp til þess að hjálpa
öðrum sem áttu um sárt að binda.
Hann hafði þá náð sér á strik en
datt svo í það og hélt utan. Í Sví
þjóð bjó hann í 25 ár áður en hann
kom aftur heim. Hann starfar nú á
áfangaheimilinu Krossgötum, hef
ur verið án áfengis í 35 ár og segir
að það sé „góð byrjun“.
Það var honum mikils virði
þegar samfélagið lagði loks við
hlustir þegar Breiðavíkurdrengirn
ir sögðu sögu sína og viðurkenndu
raunir þeirra. „Það er svo týpískt
fyrir þessa umræðu að það vissu
allir að það væri eitthvað í gangi
þarna en enginn sagði neitt. Ég er
alveg hissa á að enginn skuli hafa
gripið inn í því það hlýtur að vera
til fólk sem er sæmilega greint og
með samvisku. En það er eins og
það sé alltaf erfitt að fara á móti
straumnum og blanda sér í svona
óþægindi.
Þegar strákarnir lentu á Hraun
inu í gamla daga þá jók það á
virðingu þeirra á götunni en ef
einhver sagði að hann hefði ver
ið á Breiðavík þá mátti ekki að tala
um það. Þessi staður var mjög illa
rómaður og hafði það orðspor að
vera pyntingarstaður sem barna
verndarnefnd hefði til að taka
svona hvolpa úr umferð. Ég lærði
að þegja. Þegar enginn trúði mér
þá lærði ég að halda kjafti og vinna
úr þeim spilum sem mér voru gef
in. Í gegnum tíðina hef ég sagt alls
konar fólki frá þessu og það hefur
nánast undantekningarlaust spurt
hvort ég sé viss um að þetta hafi
raunverulega verið svona slæmt.
Það skipti öllu máli að fá
þessa viðurkenningu. Það trúði
mér enginn fram að því. Núna er
viðhorfið að lagast. Börnum er
trúað í dag og við erum ekki alveg
jafn miklir sveitalúðar og við vor
um. Engu að síður eru enn ein
hvers staðar börn sem líður illa
og kannski verst heima hjá sér.
Það þarf meira en nokkrar blaða
greinar til þess að breyta því, heilt
þjóðfélag þarf að fá annan og
heiðarlegri móral. Kærleikur sem
sýndur er í verki dugar lengst og
getur brætt hörðustu hjörtu. Það
er ekki til neitt betra afl.“ n
„Eftir fimmtíu ár er
ég farinn að geta
talað um þetta án þess
að fara að grenja en það
komust ekki allir þangað.
Eiríkur Guðberg Þarf ekki
vorkunn þar sem hann er á góðum
stað í lífinu í dag. mynd siGtryGGur ari
É
g vildi verða frjáls. Ég var sak
aður um morð og var búinn
að sitja lengur í tilfinninga
fangelsi heldur en morðingj
ar sitja inni fyrir morð. Þetta
segir Eiríkur Guðberg Guðmunds
son um ástæðu þess að hann ákvað
að stíga fram og segja sögu sína op
inberlega.
Óttaðist þennan stimpil
Eiríkur er annar tveggja sem kærðu
Gísla Hjartarson fyrir langvarandi
og ítrekuð kynferðisbrot í desem
ber 2005. Í janúar greindi DV frá
ásökunum á hendur Gísla í forsíð
ufrétt en hann svipti sig lífi sama
dag. Samfélagið snerist gegn strák
unum og þeir þurftu að sitja und
ir svívirðingum og ásökunum um
að vera morðingjar. Umræðan um
kynferðisbrot Gísla þagnaði alveg
en árið 2008 fengu strákarnir lang
þráða viðurkenningu á ofbeldinu
þegar þeim voru dæmdar hámarks
bætur frá bótasjóði ríkisins. Engu
að síður var það ekki fyrr en nú, sjö
árum síðar, að þeir rufu þagnar
múrinn og sögðu sögu sína í Kast
ljósi.
Ofbeldið hófst eftir fimmtán ára
afmæli Eiríks. Þá hafði Gísli komið
sér í mjúkinn hjá fjölskyldunni og
byggt upp traust. Hann var líka far
inn að gefa Eiríki gjafir. Það var ein
aðferðin sem hann notaði, að gefa
peninga og gjafir til að tryggja þögn.
„Það gerði þetta vandræðalegra,“
segir Eiríkur. Hótanir voru önn
ur aðferð. „Hann sagði að það gæti
enginn snert hann því hann þekkti
svo marga.“
Eiríkur er ekki viss um að þessar
aðferðir hafi skipt sköpum varðandi
þögnina. „Ég var svo heilaþveg
inn þegar ég var að ganga í gegnum
þetta. Að vera strákur sem lendir í
þessu er tíu sinnum verra en að vera
stelpa sem lendir í því sama. Af því
að ég ber ekki hug til karla og óttað
ist þennan stimpil. Ég held að það
sé ein ástæðan fyrir því að strákar
eru ekkert að ræða þetta.“
Fengið fjölda bréfa
„Kynferðisofbeldi gegn strákum er
mun algengara en fólk heldur,“ segir
Eiríkur. „Eftir að ég kom fram í Kast
ljósi hef ég fengið fjölda skilaboða
frá fólki sem hefur lent í þessu, aðal
lega strákum. Sumir hafa aldrei sagt
frá þessu áður en treysta mér fyrir
sögu sinni. Það er sjúklega mikið af
fólki sem hefur lent í þessu.“
Foreldrum sínum hefði hann
ekki getað sagt frá þessu. Ekki fyrr
en hann gat ekki setið lengur á sér
vegna ótta um afdrif bróður síns.
„Ég var á viðkvæmum aldri og vissi
ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja,
hvað ég ætti að segja. Þetta var svo
alvarlegt af því að hann var ekki
að brjóta á okkur í eitt skipti held
ur hélt hann okkur í heljargreipum,
jafnvel í áraraðir.“
Verst þótti honum þó að fá
engan stuðning þegar hann sagði
fyrst frá ofbeldinu. „Það var ekkert
gert. Þessu fylgdi svo mikil skömm
að það átti að þagga allt niður. Ég
hefði orðið allt annar maður ef ég
hefði komið fram núna en ekki fyrir
sjö árum síðan. Viðhorfið hefur sem
betur fer breyst.“
Forvarnir og fræðsla
Núna er tíminn til að gera eitthvað.
„Við þurfum að tala um þetta og
taka kynferðisofbeldi alvarlega sem
samfélagsmeini. Það þarf að halda
umfjölluninni áfram. Það þarf líka
að fara í skóla og fræða börn um of
beldi og úrræði gegn því. Við erum
alltaf með forvarnir gegn vímu
efnaneyslu en það talar enginn um
þetta. Það þarf að breyta því.
Draumurinn er sá að það verði
til einhvers konar úrræði fyrir
stráka svo hverjum þeirra líði ekki
eins og hann sé eini maðurinn sem
hefur orðinn fyrir kynferðisofbeldi.
Það þarf enginn að tala við mig eins
og hann vorkenni mér, ég þarf enga
vorkunn. Það eru sjö ár síðan ég
sagði fyrst frá þessu og er búinn að
vinna vel úr mínum málum. Ég er
kominn á stað þar sem mér finnst
þægilegt að lifa lífinu og í raun hef
ur mér ekki liðið betur síðan ég
var fimmtán ára. Enda ákvað ég að
segja frá þessu núna til að sýna ég
skammast mín ekkert.“ n
n Sagði sögu sína til þess að öðlast frelsi
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Ég hefði orðið allt
annar maður ef ég
hefði komið fram núna
en ekki fyrir sjö árum síð-
an. Viðhorfið hefur sem
betur fer breyst.
Goðsagnir um
kynferðisofbeldi
n Karlmenn sem verða fyrir kyn-
ferðisofbeldi í æsku eru gjarnari til
þess að verða kynferðisbrotamenn
sjálfir.
Þessi þráláta mýta á sinn þátt í því að
drengir eru tregari til að segja frá misnotk-
uninni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að
þótt flestir kynferðisbrotamenn hafi verið
misnotaðir í æsku, þá sé það ekki rétt að
flestir þeirra sem hafi verið misnotaðir í
æsku verði kynferðisbrotamenn. Lítill hluti
fórnarlambanna verður að kynferðis-
brotamönnum á fullorðinsárunum, og
það er oftast ekki raunin fái viðkomandi
hjálp í æsku. Meðal veigamikilla þátta í
þessu samhengi er að barninu sé trúað af
nánustu ástvinum og það stutt af þeim.
n Fórnarlamb kynferðisbrota berst
á móti eða segir skýrum orðum
„nei“.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að fórnarlömb
kynferðisbrota streitast ekki alltaf á móti
glæpnum, og raunar sjaldan. Þórdís Elva
Þorvaldsóttir fjallar um eina mýtu í bókinni
Ofbeldi á Íslandi, en í henni kemur fram
að 88 prósent barna streitist ekki á móti
ofbeldismanninum samkvæmt tölfræði frá
Samtökum um eflingu atferlismeðferðar.
Þetta er fyrirbæri sem nefnist áfallastjarfi.
Það er algengt í dýraríkinu og er einnig
þekkt viðbragð við hættu hjá mannskepn-
unni. Þegar það gerist frýs viðkomandi;
verður stjarfur og kyrr, en streitist ekki á
móti líkt og almennt er talið. Fórnarlambið
fer oft ekki að streitast á móti fyrr en líkam-
legt ofbeldi hefur átt sér stað.
n Drengir sem eru misnotaðir
verða samkynhneigðir.
Þetta hljómar kannski líkt og helber
vitleysa, en þetta er spurning sem drengir
spyrja sig að: „Er ég nú samkynhneigður
fyrst ég var misnotaður af karlmanni?“
Þetta getur haft áhrif á það hvort sagt sé
frá misnotkuninni, sérstaklega í homma-
fælnum samfélögum. „Börn, á aldrinum
8–10 ára, spyrja oft að þessu í sálfræðivið-
tölum, og drengir á táningsaldri velja oft að
þjást í þögn vegna þessa ótta: „Munu vinir
mínir telja mig samkynhneigðan ef ég segi
frá þessu?“ Skrifar sálfræðingurinn Karyl
McBride um málið. Það sem getur sérstak-
lega valdið þessum ranghugmyndum er sú
staðreynd að karlmenn geta örvast kyn-
ferðislega með líkamlegri snertingu einni
saman – þótt viðkomandi sé nauðgað.
„Snertingar geta valdið líkamlegri ánægju
hjá bæði drengjum og stúlkum og það get-
ur valdið miklum ruglingi: „Vildi ég þetta?“
spyrja þau sig,“ skrifar McBride.
„Ég skammast
mín ekkert“