Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Side 15
Helgarblað 1.–3. febrúar 2013 Fréttir 15
n Þögnin braut niður sjálfstraust og sjálfsvirðingu n Upplifði sigurtilfinningu
E
inar Gunnar Guðmundsson
var einn af pikkoló-strákunum
á Hótel Sögu þegar Karl Vignir
Þorsteinsson var að vinna þar
og vissi vel hvernig hann var,
enda lenti hann líka í honum. Einar
Gunnar var þá tólf ára gamall.
Altalað í vinahópnum
„Þetta með Kalla og strákana var vel
þekkt á Hótel Sögu. Eldri starfsmenn
sögðu okkur það undir rós en óharðn-
aðir einstaklingar þurfa bein skila-
boð. Við strákarnir töluðum opin-
skátt um þetta káf hans, blótuðum því
og hristum hausinn yfir þessu rugli.
Ég get nafngreint upp undir fimmtán
einstaklinga sem unnu með mér og
lentu í honum.“
Einar Gunnar var á þessum árum
hluti af stærri vinahópi. Innan hópsins
voru tveir sem störfuðu sem pikkoló-
strákar á Hótel Sögu á þessum tíma.
Þeir þögðu aldrei yfir því sem var í
gangi þar þannig að það vissu það all-
ir í hópnum. „Mjög stór hópur í hverf-
inu vissi hvernig Karl Vignir var. Ég var
aldrei viðkvæmur fyrir því, ég var bara
starfsmaður þarna og það var perri á
staðnum. Það hjálpaði mér að takast á
við þetta. Ef þetta hefði verið eitthvað
„höss höss“ þá hefði ég mögulega bor-
ið þetta meira inni í mér og liðið illa.
En ég var hluti af stórum og sterkum
vinahópi sem stóð saman. Ég deildi
öllu með vinunum og þar voru málin
leyst að mörgu leyti.“
Treysti á þögnina
Foreldrar Einars Gunnars fengu þó
aldrei að heyra af þessu; ekki fyrr en
nú. „Ég sagði aldrei frá þessu heima.
Kannski af því að ég hef aldrei borið sár
á sálinni vegna þess sem hann gerði.
Ég valdi auðvitað úr því sem ég ræddi
við foreldra mína, ég ræddi margt við
þá, en ekki allt. Sumt kaus ég að takast
á við með vinum mínum og það var
ómetanlegt að geta gert það. Ég vissi
samt að ég gæti alltaf leitað til foreldra
minna og hugsa að ég hefði sagt þeim
frá því ef þetta hefði verið alvarlegra.
Mér fannst þetta ekki snerta þá af því
að ég tók þetta ekki inn á mig, þannig
séð. Þetta var óþægilegt en lagðist ekki
á sálina á mér. Ég vissi alltaf að þetta
hafði ekkert með mig að gera.
En það er merkilegt að hugsa til þess
að Karl Vignir reyndi aldrei að beita
okkur brögðum til þess að þagga nið-
ur í okkur eða tryggja það að við segð-
um ekki frá. Ætli hann hafi ekki treyst
á skömmina og þögnina, að við mynd-
um þagga þetta í hel.“
Kunnáttan var engin
Þegar hann lítur til baka útilokar Einar
Gunnar ekki að með því að þegja um
þetta gagnvart foreldrum sínum hafi
hann verið að verja þau fyrir áhyggj-
um. „Mögulega var það ástæðan. Þessi
mál voru heldur aldrei rædd í samfé-
laginu. Það hvernig Karl Vignir sigldi
í gegnum kerfið einkennir þetta úr-
ræðaleysi.
Mögulega fylgdi því skömm að viður-
kenna að einstaklingurinn hafi starfað
inni í umhverfinu í svo og svo mörg ár
án þess að nokkur hafi aðhafst í mál-
inu. Þá þótti kannski skárra að sópa
vandamálinu undir teppið og þá var
málið frá, fluttist á milli staða, því mið-
ur. Þetta var bara svona. Umræðan var
ekki til staðar, kunnáttan var engin og
úrræðin ekki heldur.
Það er ekki fyrr en núna nýlega sem
það var fyrst farið að tala um kynferð-
isofbeldi gagnvart strákum. Fram til
þessa hefur umræðan verið að opnast
varðandi kynferðisofbeldi gegn stelp-
um en strákarnir hafa orðið eftir. Það
er hins vegar sláandi að sjá hvað þetta
er algengt og þess vegna verðum við að
tala um þetta.“
„Skömmin er ekki okkar“
„Því fleiri sem koma fram og segja
sína sögu gerir það að verkum að fólk
verður meðvitaðra um umhverfi sitt.
Þess vegna er ég að þessu.“
Þegar Kastljósið greindi frá kyn-
ferðisbrotum Karl Vignis nú í byrjun
árs kom félagi Einars Gunnars fram og
sagði frá reynslu sinni af Karli Vigni. Í
kjölfarið hafði Einar Gunnar samband
við Kastljósið til þess að staðfesta allt
sem félagi hans hafði sagt og segja frá
vaktinni þar sem Karl Vignir var gó-
maður. En það var ekki eina ástæð-
an fyrir því að Einar Gunnar ákvað að
stíga fram. Hann vildi líka leggja lóð
sitt á vogarskálarnar og hjálpa öðrum
sem enn þjást í þögninni. „Mér finnst
mjög mikilvægt að menn stígi fram því
skömmin er ekki okkar, þolendanna,
engan veginn. Ég hef aldrei litið á mig
sem fórnarlamb. Ef það að fleiri koma
fram og ræða málin opinskátt verður
til þess að bjarga þó ekki nema einni
sál þá er tilganginum náð.
Við höfum séð hvílík ormagryfja
þetta er og hvernig umfjöllunin hefur
opnað á umræðuna í samfélaginu. En
það er mikilvægt að umræðan eigi sér
stað með yfirveguðum hætti, dómstóll
götunnar fari ekki af stað og umræðan
sé heiðarleg í alla staði.“
Umræða án upphrópana
Einar Gunnar bendir á að barnaníð-
ingar séu veikir menn sem þurfi hjálp.
„Þetta er veikleiki, ákveðið stjórnleysi.
Það þarf enginn að segja mér að þess-
um mönnum líði vel með sjálfa sig.
Einhverjir eru kannski meðvitaðir um
eigin veikleika en ná ekki að gera neitt í
því. Úrræðaleysið er líka algjört þar. Ef
við ætlum að takast á við þetta þá þurf-
um við að hafa úrræðin til þess.“
Hann segir að þöggun hjálpi eng-
um og hatursfull umræða ekki held-
ur. „Því þá er umhverfið farið að segja
börnum að pabbi þeirra, stjúppabbi,
afi þeirra eða frændi verði brenni-
merktur fyrir lífstíð og það er ekki hægt
að setja þessa ábyrgð á börn. Umræð-
an þarf að vera yfirveguð, án upp-
hrópana og niðurrifs.
Ég held að það verði alltaf jafn erfitt
fyrir börn að segja frá svona hlutum,
og því nær sem þetta stendur fjöl-
skyldunni því erfiðara verður það, en
foreldrar eru í það minnsta upplýst-
ari í dag en áður og úrræðin eru fleiri.
Vonandi verður umræða síðustu vikna
til þess að fleiri börn treysti sér betur
til þess að segja frá atburðum sem þau
kunna að hafa lent í.“ n
Vinirnir tókust
á við ofbeldið
n „Þetta var okkar veruleiki“ n Yfirveguð umræða hjálpar þeim sem þjást
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Mér finnst mjög
mikilvægt að menn
stígi fram því skömmin er
ekki okkar, þolendanna,
engan veginn. Ég hef aldrei
litið á mig sem fórnarlamb.
Kynferðisofbeldi
gegn drengjum
n Árið 2002 sendi Hrefna Ólafsdóttir
félagsráðgjafi spurningalista til 1.500
manna úrtaks á aldrinum 18–60 ára.
Helmingurinn svaraði og niðurstaðan
samsvaraði því að fimmta hver stúlka á
Íslandi hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi
fyrir 18 ára aldur og tíundi hver drengur.
n Samkvæmt nýjustu rannsóknum
eiga tæplega 2,8 prósent drengja undir
átján ára aldri hættu á að verða fyrir
kynferðisofbeldi.
Einar Gunnar Vissi alltaf
að ofbeldið væri ekki honum
að kenna. Hann var bara
óheppinn að kynnast manni
með þessar kenndir. mynd Eyþór
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað