Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 45
Súrmeti, rauðvín
og veðbanki
44 Fólk
K
atrín Jakobsdóttir fagnar 37
ára afmæli sínu í dag, föstu-
daginn 1. febrúar og segist
færast nær langþráðu fertugs-
afmæli sínu. „Aldurinn leggst mjög
vel í mig – minnir að ég sé að verða
37 ára þannig að ég færist nær lang-
þráðu fertugsafmæli sem ég hlakka
mjög til. Ég ætla að mæta í vinnuna
í tilefni dagsins og vera þar eitthvað
frameftir en síðan er ætlunin að
eyða kvöldinu í faðmi fjölskyldunn-
ar – þriggja sona og eins eiginmanns.
Svo er ég að gera átak í að hitta vini
mína og fjölskyldu dagana í kringum
afmælisdaginn, aðallega af því að
það er svo gefandi að hitta gott fólk
og það hefur maður mikla þörf fyrir
þegar aldurinn færist yfir!
Katrín fæddist í Reykjavík 1.2.
1976 og ólst þar upp. Hún lauk
stúdentsprófi frá MS 1996, BA-prófi
í íslensku frá HÍ með frönsku sem
aukagrein 1999 og MA-prófi í ís-
lenskum bókmenntun 2004.
Fjölskylda Katrínar
Maður Katrínar er Gunnar Örn Sig-
valdason, f. 13.3. 1978, framhalds-
nemi í heimspeki. Hann er sonur
Sigvalda Ingimundarsonar og konu
hans Sigurrósar Gunnarsdóttur.
Synir Katrínar og Gunnars eru
Jakob Gunnarsson, f. 3.12. 2005;
Illugi Gunnarsson, f. 31.12. 2007
og Ármann Áki Gunnarsson
f. 10.6. 2011.
É
g ætla að vera með smá teiti í
tilefni dagsins,“ segir Inga Birna
Kristinsdóttir í Reykjanesbæ
sem heldur upp á fertugsaf-
mælið sitt í dag, föstudag.
Inga Birna ætlar að vera með
veislu handa vinum og fjölskyldu.
Hún viðurkennir að hafa gaman af
því að halda upp á tímamót eins og
afmæli. „Ég er mikið afmælisbarn
og held sérstaklega upp á daginn
þegar um stórafmæli er að ræða,“
segir hún og bætir við að á gesta-
listanum sé um 60 manns.
Aðspurð segist hún ekki ætla
út á lífið eftir partíið. „Nei, ætli við
verðum ekki bara heima og höfum
það gaman. Ég er frekar heimakær
og kýs frekar að vera í heimahúsi.“
Inga Birna, sem er heimavinn-
andi húsmóðir á þrjú börn og eig-
inmann. Hún segist ekki hræðast
hækkandi aldur enda fái ekki allir
að upplifa fertugsafmælið sitt. „Mér
finnst þetta bara frábært. Það eru
forréttindi að komast á fimmtugs-
aldurinn,“ segir hún og bætir að-
spurð við að það sé ekkert sérstakt
á óskagjafalistanum. „Bara að vera
með vinum og hafa það gaman.“
Hlakkar til fer-
tugsafmælisins
Heimakært
afmælisbarn
Katrín Jakobsdóttir ráðherra 37 ára 1. febrúar
Inga Birna er fertug föstudaginn 1. febrúar
Fólk 45Helgarblað 1.–3. febrúar 2013
Tobba Marinósdóttir
Gúmmelaði og
gott rauðvín
É
g ætla að horfa á keppnina í góðum
hópi. Er að vinna í partí-undirbún-
ingi. Uppskriftin er einföld; bestu
vinir, ostar og allskonar gúmmelaði
og gott rauðvín.“
„Við höfum ekki verið með leiki
hingað til,“ segir Tobba aðspurð.
„en í ár ætla ég að leggja til að all-
ir veðji rauðvínsflösku á það lag
sem viðkomandi heldur að vinni.
Sá sem veðjar rétt fær allar flösk-
urnar. Ef enginn vinnur verðum
við bara að drekka þær!“
Ég er fjarri góðu gamni þetta árið – verð í Köben og Herning að versla inn fyrir Púkó og Smart.
En ætli ég reyni ekki að ná í hús áður
en þetta byrjar og horfi á netinu í
hópi danskra og íslenskra vina og
þá er ekki spurning að það verður
poppað og pressaður smá greipsafi í
glas,“ segir söngfuglinn og kaupkon-
an Hera Björk þegar hún var spurð
hvort hún ætli sér að horfa á keppn-
ina á laugardag.
Grétar Örvarsson
Súrmeti og skotsilfur
Hera Björk
Fjarri
góðu
gamni
Einar Bárðarson
Fylgist með í Hörpu
Ég hef alltaf haft gaman af Eurovision bæði forkeppnunum, aðalkeppnum og öllu heila galleríinu. Þetta er náttúru-lega allt meira og minna einhverjir vinir manns og kunn-
ingjar sem eru að semja og flytja þannig að þetta er margþætt
hjá manni. Nú er svo komið að dóttir okkar, sem er á sjöunda
aldursári, er komin með júró-æðið. Það er voðalega gaman að
fylgjast með henni uppgötva Birgittu, Magna og Klöru og fullt
af keppendum sem maður var að vinna með í gamla daga,“
segir Einar Bárðarson um áhuga sinn á söngvakeppni sjón-
varpsstöðvanna, en hann er reynslubolti í heimi tónlistar og
skemmtibransanum eins og flestum er kunnugt um.
„Við fylgdumst af áhuga með forvalinu um síðustu helgi
og svo ætlum við að vera í Hörpu á laugardagskvöldið og taka
þetta bara alla leið. Ég myndi segja að það væri alveg hið full-
komna Eurovision-kvöld. En auðvitað er líka gaman að fylgj-
ast með heima í góðra vina hópi,“ segir Einar aðspurður um
hið fullkomna Eurovision-kvöld.