Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Síða 2
Ólga VEgNa ÁrNa PÁlS 2 Fréttir 6. febrúar 2013 Miðvikudagur Tvær hóp- uppsagnir í janúarmánuði Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í nýliðnum janúarmánuði. Þrjá­ tíu og þrír einstaklingar misstu vinnuna í þessum tveimur hóp­ uppsögnum sem báðar voru í byggingarstarfsemi. Nokkuð hefur borið á hóp­ uppsögnum í haust og í vetur en Greining Íslandsbanka tók á þriðjudag saman tölur yfir þær og birti á vef sínum. Þar kemur fram að í haust hafi samtals 192 einstaklingar misst vinnuna í sex hópuppsögnum. Hópuppsagnir hafa því verið að skjóta upp kollin­ um á nýjan leik eftir að hafa verið á undanhaldi um nokkurt skeið. Tilkynnt var um níu hópuppsagnir allt síðasta ár þar sem 293 einstak­ lingum var sagt upp störfum. Þrjá­ tíu og sjö prósent störfuðu við samgöngur og flutninga, tuttugu og þrjú prósent í sérfræðiþjónustu og sextán prósent í fiskveiðum og fiskvinnslu. Þá voru tíu prósent uppsagnanna í verslun og sjö pró­ sent í byggingariðnaði. „Hópuppsagnir voru mun færri á árinu 2012 en verið hef­ ur undanfarin ár, en á árunum 2010 og 2011 var tilkynnt um að meðal tali 26 hópuppsagnir hvort ár. Þá var tilkynnt um 103 uppsagnir árið 2008 en hópupp­ sagnir jukust gríðarlega í að­ draganda og kjölfar hrunsins. Frá ársbyrjun 2008 og til dagsins í dag hafa samtals 8.679 störf ver­ ið lögð niður með hópuppsögn­ um,“ segir í frétt Greiningar Ís­ landsbanka. Gistinóttum fjölgar verulega Gistinætur á hótelum í desember voru 88.700 samanborið við 69.300 í desember 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á þriðjudag. Gistinæt­ ur erlendra gesta voru um 78 pró­ sent af heildarfjölda gistinátta í desember en gistinóttum þeirra fjölgaði um 30 prósent saman­ borið við desember 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 21 prósenti fleiri en árið áður. Á vef Hagstofunnar kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað í öll­ um landshlutum; á höfuðborgar­ svæðinu voru gistinætur 73.400, eða um 29 prósentum fleiri en í desember 2011, á Norðurlandi fjölgaði þeim um 58 prósent, á Suðurnesjum um 35 prósent, á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 9 prósent og á Suðurlandi fjölgaði þeim um 5 prósent samanborið við fyrra ár. Þegar litið er á árið í heild kem­ ur í ljós að gistinóttum á hótelum árið 2012 fjölgaði um 20 prósent miðað við árið 2011. Í fyrra voru þær 1.786.000 samanborið við 1.486.100 árið 2011. n Stefnuræðan mælist misvel fyrir n Litlar líkur á ráðherrastóli strax Ó lgu gætir innan Sam­ fylkingarinnar eftir sigur Árna Páls Árnasonar í for­ mannskjöri flokksins. Flokksfélagar eru ekki all­ ir sammála þeirri mynd sem Árni Páll dregur upp af vinnubrögð­ um Jóhönnu og ríkisstjórnar­ meirihlutans en hann hafnar áfram­ haldandi stríðsrekstri í stjórnmálum. „Við höfum háð of mörg stríð án ár­ angurs á þessu kjörtímabili og verð­ um að læra af þeirri reynslu,“ sagði hann í þakkarræðu sinni á lands­ fundinum um helgina. Friðarpípan sem Árni Páll kveikti upp í gæti haft þveröfug áhrif að mati margra flokksmanna sem blaða­ maður hefur rætt við frá því að stefnuræðan var flutt. Ekki eru allir á eitt sáttir við það hvernig formað­ urinn hafnaði vinnubrögðum sem stunduð hafa verið á kjörtímabilinu sem nú er að klárast og ganga sum­ ir svo langt að segja að hann hafi þar með gefið skotleyfi á fráfarandi leið­ toga flokksins. Vill ekki hafna Sjálfstæðisflokknum Þá hefur ekki mælst vel fyrir hjá öll­ um, síst á meðal stuðningsmanna Jó­ hönnu, að Árni Páll hefur ekki fetað í fótspor Jóhönnu og talað fyrir því að ekki verði gengið til stjórnarmynd­ unarviðræðna við Sjálfstæðisflokk­ inn. Árni Páll talaði í ræðu sinni bæði sem nýr formaður og í stefnuræðu í lok landsfundarins um að hætta þurfi stríðsrekstri í stjórnmálum, í raun strax eftir að Jóhanna boðaði áframhaldandi átök við Sjálfstæðis­ flokkinn. Aðrir segja að mikilvægt sé að ganga ekki bundnir til kosninga til að tryggja að hægt sé að gera kröfu um áframhaldandi viðræður við Evrópu­ sambandið og benda á að í stjórnar­ myndunarviðræðum við Vinstri­ græna hafi það líklega skipt sköpum að ekki hafi verið búið að lofa stuðn­ ingi við þá fyrirfram. Það sé í raun ástæða þess að hægt var að krefjast þess að flokkurinn styddi hugmynd­ ir Samfylkingarinnar um umsókn að sambandinu. Árni Páll hefur sagst vilja leita stuðnings allra og meðal annars nefnt þá óánægðu sjálfstæðismenn sem greiddu flokknum atkvæði í síð­ ustu kosningum. Sú staðreynd hefur gefið andstæðingum hans færi á að mála hann sem hægrimann og halda því fram að hann muni leiða flokk­ inn beint í sæng með Sjálfstæðis­ flokknum, líkt og fyrir hrun. Sjálfur gaf hann þó lítið fyrir þá gagnrýni í viðtali við DV sem birtist á mánu­ dag en þar sagði hann margar hug­ myndir sínar séu í grunninn strang­ marxískar. „Ég tala hér um arðrán á íslensku launafólki og meina það frá dýpstu hjartarótum og ókláraða verkalýðsbaráttu íslensks launafólks í hundrað ár, sem felst í því að búa við þetta hræðilega rótarmein sem það er að skulda í öðrum gjaldmiðli en við fáum borgað í. Allar þær hug­ myndir sem ég er að tala hér fyrir eru í grunninn strangmarxískar ef út í það er farið,“ sagði hann í viðtalinu Verður ekki ráðherra Umræða um möguleg ráðherra­ skipti í kjölfar kjörs Árna Páls hefur farið hátt undanfarna daga. Það verður þó að teljast mjög ólíklegt að af slíkum kapal verði. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru til kosninga og er hægt að slá því nær föstu að sam­ starfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstri­grænir, muni ekki samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að skipt sé um leiðtoga ríkisstjórnarinnar svo stuttu fyrir kosningar. Ef lagt væri af stað í upp­ stokkun mætti líka búast við að krafa yrði gerð um að Steingrímur J. Sig­ fússon, formaður Vinstri­grænna, yrði forsætisráðherra en ekki Árni Páll. Þá á Jóhanna líka sína dyggu stuðningsmenn innan þingflokksins og eftir að Árni Páll hafnaði í raun hugmyndum hennar um helgina verður að teljast ólíklegt að þeir fylki sér á bak við hann og styðji þá kröfu að Jóhanna víki. Fjarlægir sig óvinsældum Viðmælendum ber heldur ekki saman um það hvort heillavænlegt væri fyrir Árna Pál að fara í ríkis­ stjórn á þessum tímapunkti. Mat margra er að það besta sem Árni Páll gæti gert fyrir sig og flokkinn væri að fjarlægja sig sem mest ríkisstjórn­ inni og óvinsældum hennar. Aðrir eru á því að Árni Páll megi ekki gefa of mikið færi fyrir stjórnarandstöðu­ flokkana að ráðast á ríkisstjórnina. Það er því fín lína sem formaðurinn þarf að dansa á því halda þarf flokks­ félögum ánægðum, endurheimta tapað fylgi og sækja nýtt fylgi. Breiður stuðningur þrátt fyrir ólgu Þrátt fyrir ólguna sigraði Árni Páll með nokkuð öruggum hætti og á sína dyggu stuðningsmenn innan flokksins. Hann sigraði Guðbjart Hannesson velferðarráðherra með ríflega sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Ræða Árna Páls kom hins vegar einhverjum stuðnings­ mönnum hans í opna skjöldu, sam­ kvæmt heimildum DV. Aðrir, sem jafnvel tilheyra ekki stuðningshópi Árna Páls, virðast hins vegar vera ánægðir með áhersluna sem hann setur á aðildarviðræður við Evrópu­ sambandið en það mál skapar Sam­ fylkingunni algjöra sérstöðu í ís­ lenskum stjórnmálum. Samfylkingarfólk skerpti á áherslu sinni á mikilvægi Evrópu­ sambandsaðildar í málefnavinnu sinni á landsfundinum og talaði Árni Páll í takt við það í stefnuræðu sinni. Efasemdir um endingu EES­ samningsins og mikilvægi þess fyrir íslenskan almenning að fá stöðugan gjaldmiðil var grunnstefið í stefnu­ ræðunni og málefnastarfinu. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Kostur að fjarlægja sig stjórninni Hluti þeirra sem DV ræddi við bæði á og eftir landsfund Samfylkingarinnar sögðu að vænlegast væri fyrir Árna Pál að fjarlægja sig óvinsæld- um ríkisstjórnarinnar. Aðrir telja hættu á að þannig gefi hann hins vegar of mikið færi á árásum á stjórnina. Mynd Sigtryggur Ari Á breiðan stuðning Þrátt fyrir að ólgu gæti innan flokksins á Árni Páll breiðan stuðning. Hann sigraði Guðbjart með sannfærandi hætti í allsherjarkosningu og þykir sterkur talsmað- ur Evrópusambandsaðildar, sem er eitt af því sem sker flokkinn frá öðrum. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.