Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Side 8
8 Fréttir 6. febrúar 2013 Miðvikudagur
S
kattrannsóknarstjóri hefur
enn ekki lokið rannsókn á
meintum skattalagabrotum
Jens Kjartanssonar lýta-
læknis. Málið hefur verið
til rannsóknar í tólf mánuði en fyrst
var greint frá rannsókninni í febrúar
í fyrra. Skattrannsóknarstjóri rann-
sakar hvort Jens hafi þegið greiðslur
undir borðið vegna brjóstaaðgerða
sem hann framkvæmdi á einkastofu
sinni um nokkurt skeið. Ekki liggur
fyrir hversu háar upphæðir grunur
leikur á að hafi verið vantaldar. Sjálf-
ur hefur Jens ávallt neitað sök í mál-
inu og þvertekið fyrir að hafa svikið
undan skatti.
Angi af PIP-málinu
Málið er einn angi PIP-brjóstapúða-
málsins svokallaða sem kom upp
árið 2011 þegar í ljós kom að gall-
aðir brjóstapúðar sem innhéldu
iðnaðarsilíkon höfðu verið grædd-
ir í fjölda kvenna. Jens var sá lækn-
ir sem framkvæmt hafði flestar
aðgerðanna en hann var einnig
sá sem flutti inn þessa gölluðu
brjóstapúða. Um fjögur hundruð
konur fengu púðana grædda í sig
en margar þeirra reyndust vera
með ónýta brjóstapúða þegar það
var kannað í kjölfar þess að upp
komst um vörusvikin.
DV greindi frá því 13. janúar
árið 2012 að grunur léki á að Jens
hefði fengið viðskiptavini sína til
að greiða fyrir brjóstaaðgerðir í
reiðufé gegn því að fá afslátt. Í við-
tali við Kastljós síðar í mánuðinum
þvertók hann hins vegar fyrir að
hafa þegið greiðslur undir borðið.
Í viðtalinu sagðist hann hafa
fengið greitt með ýmsum hætti fyr-
ir aðgerðirnar, líka í reiðufé. „En
allar þessar konur fengu kvittun og
ég veitti aldrei neinn afslátt,“ sagði
hann.
Í skoðun hjá ráðuneytinu
Velferðarráðuneytið hafði PIP-
málið til umfjöllunar þegar grun-
ur kom upp um að ekki hefðu all-
ar greiðslur fyrir ígræðslur verið
gefnar upp til skatts. Rannsókn
skattrannsóknarstjóra á meint-
um brotum Jens eiga sér því í raun
rætur að rekja til skoðunar ráðu-
neytisins. Vegna orðrómsins um
greiðslur undir borðið og frétta af
málinu ákvað ráðuneytið að senda
fjármálaráðuneytinu erindi til að
meta hvort málið yrði rannsakað
sérstaklega. Það fór svo áfram til
embættis skattrannsóknarstjóra.
Rannsóknin langt komin
Þrátt fyrir langan rannsóknartíma
virðist málið þokast eitthvað áfram
þó að DV hafi ekki upplýsingar um
hvenær gert er ráð fyrir að því ljúki.
Í svari sem Bryndís Kristjánsdóttir
skattrannsóknarstjóri sendi við
skriflegri fyrirspurn DV um mál-
ið sagði hún að málið væri enn til
rannsóknar. „Hún er langt komin,“
sagði hún svo aðspurð um hvernig
rannsóknin stæði.
Eftir að brjóstapúðamálið sjálft
komst í hámæli tók Jens sér veik-
indaleyfi frá störfum, eða í jan-
úar árið 2012. Hann er þó löngu
snúinn aftur til starfa en greint var
frá því í fréttum Stöðvar 2 í nóvem-
ber síðastliðnum. Jens gegnir
stöðu yfirlæknis lýtalækninga á
skurðlækningasviði Landspítalans
og meðfram þeim störfum er hann
með í einkarekna stofu á Domus
Medica.
Ekki náðist í Jens við vinnslu
fréttarinnar. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Varðar meint skattalagabrot n Rannsóknin er sögð langt komin
Árslangri rannsókn
Á Jens ekki enn lokið
Löng rannsókn
Rannsókn skattrann-
sóknarstjóra hefur tekið
um tólf mánuði. Hún er
langt komin, samkvæmt
svari við fyrirspurn DV.
Mynd MoRgunbLAðIð/ÞÖK
Olli árekstri
en stakk af
Lögreglunni á Suðurnesjum
barst á sunnudag tilkynning frá
manni sem kvaðst hafa lent í
árekstri. Maðurinn sagði að ök-
umaður hinnar bifreiðarinnar
hefði stungið af frá vettvangi. Í
tilkynningu frá lögreglu kemur
fram að grunur hafi beinst að
rúmlega tvítugum manni. Þegar
lögreglan hafði samband við
hann neitaði hann að hafa ekið
bifreiðinni og í kjölfarið gaf far-
þegi í bifreið hans sig fram við
lögreglu. Kvaðst hann hafa ekið
bílnum og misst stjórn á hon-
um þegar óhappið varð. Við það
hefði hann reiðst mjög, kýlt í
tvær hliðarrúður bifreiðarinnar
og brotið þær. Kvartaði ökumað-
urinn undan miklum verkjum í
handlegg og var hann fluttur til
skoðunar á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Fleiri rúður
brotnar
Það voru ekki bara reiðir öku-
menn sem brutu bílrúður á
Suðurnesjum um helgina. Í til-
kynningu frá lögreglu kemur
fram að bjórflösku hafi verið
kastað í gegnum hliðarrúðu
bifreiðar í Reykjanesbæ um
helgina. Þá voru tvær rúður
brotnar í annarri bifreið, einnig
í Reykjanesbæ. Lögregla hefur
ekki upplýsingar um hver eða
hverjir voru þar að verki en
bæði málin voru tilkynnt til lög-
reglu. Loks bakkaði ökumaður
á bifreið sem stóð við Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Ökumaðurinn
lét sig síðan hverfa af vettvangi.
Málin eru í rannsókn hjá lög-
reglu.