Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Side 2
2 Fréttir 25. febrúar 2013 Mánudagur B jarni Benediktsson er ekki sammála því að stefna flokksins um að lækka skatta en auka þjónustu séu töfra- lausnir sem engin innistæða sé fyrir. Hann er sannfærður um að lægri skattar skili auknum tekjum hjá ríkissjóði. „Við horfum á það þannig að einfalt sanngjarnt skattkerfi með hóflegum sköttum sé besta leiðin til að auka umsvifin í samfélaginu og aukin umsvif munu skila sér í aukn- um tekjum í ríkissjóð,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta gengur hönd í hönd, að vera með einfalt sanngjarnt skattkerfi og treysta stöðu ríkissjóðs til að standa undir velferðarkerfinu.“ Skattar háir með tilliti til lífeyris Bjarni segir skatta vera háa ef litið sé til þess sem launþegar borga í lífeyr- issjóði. „Það er nauðsynlegt að taka með það sem rennur beint frá laun- þegum til lífeyrissparnaðar. Vegna þess að í öðrum löndum þá er það víðast hvar þannig, í þeim löndum sem við berum okkur saman við, að ríkissjóður stendur sjálfur undir því að tryggja lífeyrisréttindi. Þegar þetta hefur verið tekið með í reikninginn, að skattarnir í öðrum löndum er til að standa undir lífeyrisréttindum, þá eru skattar á Íslandi mjög háir.“ Bjarni segir að skattalækkanir séu mikilvægar og að draga þurfi úr þeim tekjutengingum sem eru til stað- ar í dag. „Þetta er stefna sem gengur upp því menn verða að skoða hana í þessu heildarsamhengi. Ég til dæmis lít ekki þannig á að í dag sé ríkissjóð- ur rekinn með halla vegna þess að skattar hér séu ekki nógu háir,“ segir hann og bætir við að þeir sem trúa því ekki að ekki sé hægt að loka fjár- lagagatinu án þess að halda áfram að hækka skattana séu talsmenn úr- eltra hugmynda. „Við eigum ofboðslega mik- ið undir því, til að geta treyst vel- ferðina í landinu, haldið áfram að styrkja heilbrigðiskerfið, almanna- tryggingakerfið, menntamálin og samgöngumálin, að okkur takist að auka hagvöxt,“ en það telur Bjarni hægt að gera með skattalækkunum. Stefnir með flokkinn hærra Flokkurinn mælist með sambærilegt fylgi og hann mældist með fyrir hrun. Í kosningunum 2009 beið flokkurinn hinsvegar afhroð og tapaði miklu fylgi til annarra flokka. Þrátt fyrir að mikið fylgi hafi endurunnist hefur Bjarni og aðrir í forystusveitinni ver- ið gagnrýndir og því haldið fram að með jafn óvinsæla ríkisstjórn og þá sem nú er við völd ætti flokkurinn að vera að mælast með talsvert meira fylgi en raun ber vitni. Þetta segir Bjarni ekki vera rétt og segist hann ánægður með fylgi flokksins þó hann stefni hærra. „Það þarf að hafa fyrir hverju ein- asta atkvæði og ég hef ávallt kos- ið að líta þannig á það að það ætti enginn neitt,“ segir Bjarni. „Mér finnst ekki sjálfgefið að flokkurinn hafi náð fyrri stuðn- ingi á þessu kjörtímabili þrátt fyr- ir ríkisstjórnina. Það hefur bara verið í mínum huga árangur sem raunhæft var að ná með því að leggja mikið á sig og ég er bjart- sýnn um það að framundan, eftir þennan landsfund, séu mjög mik- il sóknarfæri sem við ætlum að nýta okkur og þegar þau hafa ver- ið nýtt, takist okkur að koma vel til skila þeim áherslumálum sem við erum hérna að koma okkur saman um, þá er ég sannfærður um að við munum ekki bara ná sögulegu fylgi heldur getum gert enn betur,“ segir hann og bætir við: „Við ætlum að sækja fram alveg fram á síðasta dag.“ n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is LÆKKUN SKATTA ER RÉTTA LEIÐIN „Það þarf að hafa fyrir hverju einasta atkvæði n Bjarni ætlar að einfalda skattkerfið og draga úr tekjutengingu Afgerandi stuðningur Þ að er mjög ánægjulegt, þetta er afgerandi stuðn- ingur. Allir þeir sem voru í kjöri til forystu fyrir flokk- inn fengu góða kosningu. Þannig að við förum með mjög samhenta forystu inn í kosningabaráttuna, með traust umboð,“ sagði Bjarni en hann hefur aldrei áður fengið jafn góða kosningu í embætti for- manns. Bjarni fékk 78,9 prósent gildra atkvæða. Bjarni var fyrst kjörinn formað- ur flokksins árið 2009 en þá fékk hann 58 prósent gildra atkvæða gegn 40 prósentum Kristjáns Þórs Júlíussonar. Ári síðar var aftur kos- ið til formanns en þá sigraði Bjarni Pétur Blöndal með 65 prósentum gildra atkvæða gegn 32 prósentum. Á síðasta landsfundi, árið 2011, var þó minnstur munurinn en þá bauð Hanna Birna Kristjánsdótt- ir sig fram gegn Bjarna. Sá slagur endaði með því að Bjarni fékk 55 prósent og Hanna Birna 44 pró- sent. Í formannskjörinu á lands- fundinum um helgina fékk Hanna Birna 18,8 prósent atkvæða án þess þó að gefa kost á sér. Sækja fram „Við ætlum að sækja fram alveg fram á síð- asta dag,“ segir Bjarni en hann stefnir talsvert hærra með flokkinn sem þó mælist með mikið fylgi í dag. MYND SIGTRYGGUR ARI Tókust á um kristileg gildi Sjálfstæðismenn tókust á um kristileg gildi á landsfundi flokks- ins en á laugardag var samþykkt ályktun þar sem sagði að við alla lagasetningu ætti að taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það ætti við. Tillagan var afgreidd síðdegis á laugardag þegar fá- mennt var í fundarsalnum sem jafnan var þétt setinn um helgina. Mikil óánægja reyndist vera með ályktunina og var hún harðlega gagnrýnd af flokksmönnum á laugardagskvöld. Því ákvað sam- ræmingarnefnd flokksins að leggja það til að umræða yrði að nýju um þessa tilteknu setningu í ályktun- inni á sunnudag. Það var gert og fór það svo að setningin í ályktun- inni var felld út með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Vilja láta loka Evrópustofu Sjálfstæðismenn voru nokkuð af- gerandi í ályktun sinni um utan- ríkismál. Á landsfundi flokksins var áréttuð sú afstaða að hætta eigi aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið og þær ekki teknar upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrir fund- inum lá tillaga þess efnis að að- ildarviðræðurnar yrðu áfram á ís en þeirri tillögu var hafnað. Flokk- urinn samþykkti hinsvegar líka að Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu sinni hér á landi, sem er Evrópustofa. „Lands- fundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambands- ins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starf- semi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðr- um,“ segir í ályktuninni. Lögðu með óhefðbundn- um hætti Lögreglan mætti á landsfund Sjálf- stæðismanna til að sekta þá sem lagt höfðu ólöglega við Laugar- dalshöllina þar sem fundurinn fór fram. Tilkynnt var um þetta nokkrum sinnum í fundarsaln- um og í eitt skiptið var talað um að þeir sem hefðu lagt með óhefð- bundnum hætti ættu að huga að því að færa bíla sína. „Okkur hafa borist ábendingar, allnokkrar, um það að margir landsfundar- fulltrúar hafi lagt bifreiðum sín- um með óhefðbundnum hætti,“ sagði fundarstjóri og hvatti fólk til að bjarga sér frá sektum lögreglu. „Það væri auðvitað best ef lands- fundarfulltrúar gætu brugðist við þessu og láta auðvitað flokkinn sinn frekar njóta fjárins en tóman ríkissjóðinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.