Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 4
FRIÐUR Á MILLI SIGUR-
JÓNS OG FORSTJÓRANS
D
V greindi frá því í síðustu
viku að mikil átök væru inn
an raða fataframleiðandans
66° Norður. Óánægja væri
með störf Helga Rúnars Ósk
arssonar, sem tók við sem forstjóri
fyrirtækisins í upphafi árs 2011. Fjöldi
starfsmanna hefur verið sagt upp eða
hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu,
vegna óánægju með stjórnarhætti
Helga Rúnars. Margir þeirra gegndu
stjórnunarstörfum hjá fyrir tækinu
og má þar nefna framkvæmdastjóra
verslunarsviðs, útflutningsstjóra, inn
kaupastjóra og fjármálastjóra. Fjórir
starfsmenn í markaðsmálum létu
einnig af störfum. Samkvæmt heim
ildum DV sagði yfirmaður heildsölu
síðan upp störfum nú í vikunni. Þá
vék Halldór Gunnar Eyjólfsson, sem
var forstjóri þegar Helgi Rúnar tók við.
Þannig virðast sex af æðstu stjórn
endum 66°Norður hafa hætt störfum
á undanförnum tveimur árum.
Vildi lögbann
Starfsmenn 66°Norður hafa einn ig
verið óánægðir með að komu Bjarn
eyjar Harðar dóttur, sam býlis konu
Helga Rúnars, að rekstri 66° Norður.
Starfs menn hafi upp lifað hana sem
hálf gerðan skugga stjórnanda fyrir
tækisins. Kvikmynda framleið and
inn Sigur jón Sighvatsson, sem fer
fyrir 49 prósenta hlut í fyrirtæk
inu, óskaði eftir því að sett yrði lög
bann á aðkomu Bjarneyjar að rekstri
66°Norður. Var málið tekið fyrir af
Héraðsdómi Reykjaness sem hafn
aði lögbannskröfu Sigurjóns síðasta
haust.
Þá greindi DV einnig frá því að
Sigurjón Sighvatsson hefði verið
að reyna að selja 49 prósenta hlut
sinn í fyrirtækinu en ekki hefði
enn fundist kaupandi að hlutn
um. Sá hlutur er skráður á félagið
Egus Inc. sem skráð er á Tortola á
Bresku Jómfrúaeyjunum. Kaup
þing í Lúxemborg stofnaði félag
ið árið 2003. Nokkrir aðilar sem
DV ræddi við töldu að hlutur Sig
urjóns væri til sölu á um 750 millj
ónir króna. Því vísar Sigurjón hins
vegar á bug.
Sigurjón þvertekur fyrir átök
„Það er ekki rétt að ágreiningur sé á
milli mín og Helga Rúnars Óskars
sonar, forstjóra 66°Norður. Það mál
var leyst fyrir dómstólum í fyrra og
frá þeim tíma hefur samstarfið á
milli okkar verið með ágætum,“ segir
Sigur jón Sighvatsson í samtali við DV.
Sigurjón áréttar að það sé ekki
rétt að 49 prósenta hlutur Egus Inc.
í 66°Norður sé til sölu eða verið sé að
leita að kaupanda. Hann tekur einnig
fram að aðrir aðilar eigi einnig hlut í
Egus Inc. þótt hann hafi tekið að sér
að fara fyrir hlutnum í 66°Norður.
Sigurjón segist reglulega fá fyrir
spurnir frá fjárfestum um hlutinn
í 66°Norður. Þannig hafi það lengi
verið enda 66°Norður áhugavert fé
lag. Engin áform séu hins vegar uppi
um að selja hlutinn og viðræður um
slíkt hafi ekki farið fram við neinn að
ila. Þá hafi 2012 verið besta söluár í
sögu 66°Norður. n
n Sigurjón segir engin átök lengur á milli hans og forstjóra 66°Norður
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
„Frá þeim tíma
hefur samstarfið
á milli okkar verið með
ágætum.
Orðinn sáttur við forstjórann
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón
Sighvatsson segist hafa náð sáttum
við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra
66°Norður eftir að deila þeirra var
útkljáð fyrir dómstólum.
4 Fréttir 25. febrúar 2013 Mánudagur
Þrjú vopnuð rán í röð
n Hrina vopnaðra rána á höfuðborgarsvæðinu um helgina
Þ
rjú vopnuð rán voru framin
í verslunum á höfuðborgar
svæðinu um helgina og eru þau
óupplýst. Þrír menn hafa verið
handteknir í tengslum við eitt þeirra.
Fyrsta ránið var framið í versl
un 10–11 í Þverbrekku í Kópavogi
rétt upp úr miðnætti á föstudag. Þar
komu inn menn og hótuðu starfs
stúlku, tóku hana hálstaki og neyddu
hana til þess að opna sjóðvél. Þaðan
tóku þeir peninga og höfðu lítilræði
upp úr krafsinu. Þeir komust und
an. Starfsstúlkuna sakaði ekki en var
skiljanlega talsvert brugðið.
Á svipuðum tíma og ránið í Þver
brekku átti sér stað fór maður inn í
Pétursbúð í Vesturbænum og hót
aði þar starfsmanni með einhverju
sem virtist vera hnífur. Maðurinn
var grímuklæddur og skipaði starfs
manninum að opna peningakassann
sem og hann gerði. Þjófurinn hafði
um fimmtán þúsund krónur upp úr
ráninu og hvarf síðan út í myrkrið.
Starfsmaðurinn slapp ómeiddur en
var töluvert brugðið.
Þriðja ránið var svo framið um
hádegi á laugardag í verslun 10–11
við Seljaveg í Reykjavík. Þar ruddist
inn grímuklæddur maður og ógn
aði starfsmanni með glerbroti. Hann
náði smávegis af peningum úr pen
ingakassanum og komst undan á
hlaupum. Engann sakaði í ráninu
en þrír menn voru handteknir stuttu
síðar í tengslum við það. Ekki er vit
að hvort fleiri hafi verið handteknir
vegna ránanna en óvenjulegt verð
ur að teljast að svo mörg vopnuð rán
séu framin á jafn mörgum stöðum á
svona stuttum tíma. n
Mikil starfsmannavelta Margir af
helstu stjórnendum 66°Norður hafa látið af
störfum hjá fyrirtækinu eftir að Helgi Rúnar
Óskarsson tók þar við sem forstjóri.
10–11 og Pétursbúð Vopnað rán var
framið í verslunum 10–11 í Þverbrekku í
Kópavogi og á Seljavegi í Reykjavík. Auk
þess var framið vopnað rán í Pétursbúð í
Reykjavík.
Tvær líkams-
árásir
Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu fékk tilkynningar um tvær lík
amsárásir aðfaranótt sunnudags.
Klukkan 5.39 barst tilkynning um
líkamsárás við Hringbraut. Þar
var ráðist á mann en vegfarandi
stöðvaði árásina og létu árásar
mennirnir tveir sig hverfa. Sá sem
ráðist var á var fluttur á slysa
deild. Rétt fyrir sjö um morguninn
barst tilkynning um líkamsárás á
veitingastað í Kópavogi. Árásar
aðilinn var farinn af vettvangi
þegar lögreglu bar að garði, en
áverkar brotaþola voru ekki miklir
og lögregla leiðbeindi honum um
framhald málsins.
Slasaður vél-
sleðamaður
Björgunarsveit Slysavarna
félagsins Landsbjargar var
kölluð út á sjötta tímanum
á laugardag vegna vélsleða
manns sem hafði slasast við
Heiðarhús í Flateyjardal.
Hjúkrunarfræðingur fór með
vélsleðamönnum björgunar
sveitarinnar á slysstað og var
hinum slasaða gefið verkja
stillandi. Hann var svo fluttur
með jeppa sveitarinnar niður á
þjóðveg og þaðan á slysadeild
spítalans á Akureyri á tíunda
tímanum. Meiðsl mannsins
voru ekki talin alvarleg.
Vann 48
milljónir
Einn heppinn lottóspilari var með
allar tölurnar réttar í útdrætti
laugardagsins. Lottóspilarinn
heppni hlaut rúmar 48 milljón
ir óskiptar í sinn hlut. Miðinn var
seldur í áskrift samkvæmt tilkynn
ingu frá Íslenskri getspá en ekki er
vitað hvort lottóeigandinn viti af
vinningnum.
Einn fékk bónusvinninginn
í sinn hlut sem var 633 þúsund
krónur. Miðinn var einnig keyptur
í áskrift. Þá hlutu tveir Jókervinn
ing upp á 100 þúsund krón
ur. Miðarnir voru seldir í Jolla í
Hafnarfirði og Olís við Gullinbrú.