Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 8
É g er ekki að berjast upp á líf og dauða fyrir því að dóttir mín eigi rétt á skaðabótum, það er komið í hús. Ég er bara að berjast fyrir bættum vinnu­ brögðum í heilbrigðisgeiranum. Þetta má bara ekki líðast,“ segir Hlé­ dís Sveinsdóttir, móðir tveggja ára stúlku, Sveindísar Helgu, sem hlaut mikinn heilaskaða í fæðingu vegna mistaka og gáleysis starfsmanna á heilbrigðistofnun Vesturlands á Akranesi. Þá var umönnun Svein­ dísar eftir fæðinguna einnig ábóta­ vant. Hlédís steig fram í Kastljósi fyrir skömmu og sagði sögu þeirra mæðgna. Ekki uppfull af reiði Það er óhætt að segja að Sveindís sé gangandi kraftaverk en, en þrátt fyrir að hafa hlotið mikinn heilaskaða við fæðingu virðist hún þroskast og dafna á svipaðan hátt og jafnaldrar hennar. Erfitt er þó að segja til um það strax hvort eða með hvaða hætti áhrif skaðans muni koma í ljós þegar hún eldist. Það þykir hins vegar kraftaverki líkast að hún sé ekki spastísk, blind eða heyrnalaus. Þrátt fyrir skelfilega lífsreynslu er Hlédís þó ekki uppfull af reiði yfir þeim mannlegu mistökum sem áttu sér stað við fæðingu dóttur sinnar. Hún er reið yfir þeim vinnubrögð­ um sem voru viðhöfð af hálfu starfs­ manna á sjúkrahúsinu í kjölfarið. Fjölmargar rangfærslur eru í lækna­ skýrslum, greinargerðum og bréfum sem Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur látið frá sér vegna málsins. Þar á meðal til landlæknisembættisins. Mikið ósamræmi í skýrslum „Alveg frá byrjun, þá hefur mér sem betur fer borið gæfa til þess að líta á þetta sem slys. Það ætlaði sér enginn að valda barninu mínu neinum skaða og ég hef ekki verið reið yfir því. Ég er hins vegar reið yfir meðferðinni eftir á. Ég væri bara eitthvað skrýtin ef ég væri það ekki.“ Ósamræmis gætti meðal annars í fæðingarskýrsl­ unni sem var ljósrituð og því tvö ein­ tök af henni í umferð. Unnið var með bæði eintökin en þau eru töluvert ólík. Inn á annað þeirra vantar til að mynda heilmikinn texta og var sú út­ gáfa send landlæknisembættinu sem fór yfir mál Sveindísar. Hlédís segir að misræmið sé það mikið og rangfærslurnar það margar að það geti ekki verið að um mann­ leg mistök hafi verið að ræða þegar gengið var frá gögnum í máli hennar. „Getur verið að um tilviljun sé að ræða þegar öll atriðin miða í þá átt að fegra málið, fría einstaka starfsmenn og sjúkrahúsið?“ Myndbandið skipti sköpum „Landlæknir er búinn að álykta okkur í hag, að þetta hafi verið van­ ræksla og gáleysi, en það álit byggir hann ekki á skýrslum frá Heilbrigðis­ stofnun Vesturlands heldur á álits­ gerð Ragnheiðar I. Bjarnadóttur, sérfræðings í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á Landspítalanum,“ segir Hlédís. Ragnheiður byggði álit sitt á myndbandi sem Hlédís átti af fæðingunni og öðrum gögnum sem hún var með. „Hefði ég ekki haft þetta undir höndum þá hefði land­ læknir þurft að byggja sitt álit á gögn­ unum frá Akranesi og þá hefði hann ekki endilega getað úrskurðað um vanrækslu og gáleysi. Ekki miðað við á hvaða þáttum hann byggði mat sitt.“ Hlédís bendir á að ef það hefði verið raunin þá hefði rétti dóttur hennar til að geta sótt skaðabætur verið fyrirgert af sömu aðilum og öllu henni tjóni. Skylda að gera gögnin opinber Í ljósi þess að landlæknir er búinn að álykta í málinu hafa hvorki Hlédís né dóttir hennar persónulegan hag af því að hún stígi fram með sögu þeirra. Umfjöllunin bætir dóttur hennar ekki skaðann, líkt og hún bendir sjálf á. Hlédísi fannst það einfaldlega sið­ ferðisleg skylda sín að gera gögnin opinber. Hún vonast til að fleiri leggi henni lið í kjölfarið í baráttunni við að ná fram bættum vinnubrögðum í heilbrigðisgeiranum. „Ég er að vona að með því að koma fram þá muni einhver nálgast þetta af einlægni. Ég myndi vilja sjá forsvarsmenn heilbrigðisþjónustu á Íslandi standa upp núna og ræða þetta opinskátt. Hversu mikilvægt það er að sjúkraskrár séu rétt útfylltar þannig að bótaréttur sjúklinga sé al­ veg klár. Það er ljótt að valda einstak­ lingi skaða og svipta hann svo bótum í ofanálag. “ Þurfa að geta viðurkennt mistök Þá finnst Hlédísi einnig mega skoða hvort það séu gerðar óeðlilegar væntingar til heilbrigðisstarfsfólks. Og hvort það sé ástæðan fyrir því að brugðist sé við á þann hátt sem gert var í hennar máli. „Við þurfum að gefa læknum og öðru heilbrigðis­ starfsfólki rými til að geta komið fram af heilindum og viðurkennt mistök. Það er ekki eðlilegt að fyrstu viðbrögðin séu að reyna að firra sig ábyrgð.“ Hlédís vill fá yfirmenn heil­ brigðisstofnana með sér í lið til að breyta þessu. Takist henni að vekja umræðu hjá þeim sem geta virkilega haft áhrif og stuðlað að breytingum, er takmarki hennar náð. Gott fólk gerir líka mistök Fjölmargir hafa sett sig í samband við Hlédísi eftir að hún kom fram í Kastljósi og hrósað henni fyrir að segja sögu sína opinberlega. Svo margir að hún hefur ekki haft undan að svara símtölum, Facbook­skila­ boðum og tölvupóstum. Hún segist þakklát vegna viðbragðanna. Sum­ ir hafa deilt með henni sinni eigin reynslu af læknamistökum, en Hlé­ dís hefur fullan skilning á mann­ legum mistökum heilbrigðisstarfs­ manna. „Ég er ekki hissa á að það verði mistök inni á sjúkrastofnunum, þar er fólk undir miklu álagi. Það er ekki það sem málið snýst um, það eru vinnubrögðin eftir á sem mér svíður. Það er gott fólk í heilbrigðis­ geiranum, alveg út í gegn, og ég er ákaflega þakklát öllu því góða fólki. En gott fólk gerir líka mistök og rang­ færslur eru rangfærslur, jafnvel þó að gott fólk standi á bak við þær.“ Hringdi í ljósmóðurina Hlédís tekur það fram að hún hafi tvisvar hringt í ljósmóðurina þegar hún sat með Sveindísi á vöku­ deildinni því hún fann svo til með henni að hafa orðið þess valdandi að dóttir hennar hlaut skaða. „Ég var svo gjörsamlega meðvituð um, og er það ennþá, að auðvitað þykir öllum þetta ofsalega leiðinlegt. Enda er ég ekki að tala um mistökin og gáleysið ég er bara að tala um skýrslurnar á eftir að það að þau hafi mögulega ætlað að svipta dóttur mína bótarétti.“ Fjallað verður frekar um mál þeirra mæðgna í miðvikudagsblaði DV. n 8 Fréttir 25. febrúar 2013 Mánudagur n Sveindís varð fyrir miklum heilaskaða í fæðingu vegna mistaka og gáleysis Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Þetta má bara ekki líðast” „Getur verið að um tilviljun sé að ræða þegar öll atriðin miða í þá átt að fegra málið, fría einstaka starfsmenn og sjúkrahúsið? Þroskast og dafnar Erfitt er að segja til um það strax hvernig áhrif skaðans birtast þegar hún eldist. Sveindís hlaut heilaskaða við fæðingu Hlédís er reið vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru af hálfu starfsmanna á sjúkrahúsinu. „Alveg frá byrjun, þá hefur mér sem betur fer borið gæfa til þess að líta á þetta sem slys.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.