Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 10
R annsókn sérstaks sak­ sóknara á viðskiptum Bjarna Ármannssonar, þáverandi bankastjóra Íslandsbanka, og eignarhaldsfélaginu Milestone frá árinu 2005 var hætt sökum þess að málið var fyrnt sam­ kvæmt heimildum DV. Rannsóknin snérist um fjármögnun Mile stone á hlutabréfakaupum Bjarna, og annarra háttsettra stjórnenda Ís­ landsbanka, í bankanum í lok maí 2005, um sama leyti og Íslandsbanki seldi tryggingafélagið Sjóvá til Mile­ stone með fjögurra milljarða króna hagnaði. Fjallað er um málið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og er sú umfjöllun nokkuð harðorð. Þá hef­ ur DV gögn um lánaviðskiptin undir höndum. Ekki hefur áður verið greint frá fyrningunni á málinu. Ástæðan fyrir fyrningunni er að þeim lagagreinum sem rannsóknin á málinu snérist helst um, meintum innherjaviðskiptum, var breytt árið 2007. Fyrir lagabreytinguna var fyrn­ ingartími brota vegna innherjasvika fimm ár en eftir hana var fyrningar­ tími brota um innherjasvik varð tíu ár. Fyrningartími lögbrota byggir á því hversu ströng viðurlög eru við hinum meintu brotum. Heimild­ ir DV herma að þegar kæran barst til sérstaks saksóknara frá slitastjórn Glitnis hafi mjög stuttur tími verið eftir af fyrningartíma brotanna sem kærð voru. Málið barst sem sagt ekki fyrr en of seint til embættis sérstaks saksóknara. Ekkert var hins vegar hægt að gera þar sem málið var fyrnt. Fengu 2,5 milljarða lán Lánveitingarnar frá Milestone til stjórnenda Íslandsbanka námu 500 milljónum króna en Kaupþing lán­ aði tvo milljarða í viðskiptunum. Heildarupphæð viðskipta stjórn­ endanna með bréfin í bankanum sem þeir stýrðu nam því 2,5 milljörð­ um króna – Milestone lánaði 80 pró­ sent af kaupverðinu og Milestone 20 prósent. Stjórnendurnir í bankan­ um áttu bréfin í Íslandsbanka þar til í byrjun september 2005 og hækkuðu bréfin úr 13,41 á hlut og upp í 15,25 á þessu þriggja mánaða tímabili. Aðal­ ástæðan fyrir þessari hækkun bréf­ anna var sala Íslandsbanka á Sjóvá til Milestone. Stjórnendurnir högn­ uðust því á bréfum í Íslandsbanka vegna ákvörðunar sem þeir komu sjálfir að og byggði meðal annars á lánveitingum frá fjárfestingarfé­ laginu sem keypti tryggingafélagið af bankanum. Tólf dögum áður Gagnrýni rannsóknarnefndar Al­ þingis um málið í skýrslunni snérist um það að tólf dögum áður en til­ kynnt var um að helstu stjórnend­ ur Glitnis, meðal annars Bjarni Ármannsson, hefðu keypt hlutabréf­ in í Íslandsbanka með lánveitingum frá dótturfélagi Mile stone og Kaup­ þingi seldi bankinn 66 prósenta hlut sinn í Sjóvá til Milestone. Íslands­ banki ákvað að lána Milestone fyr­ ir rúmlega 50 prósentum af kaup­ verðinu. Í skýrslunni er þetta gagnrýnt harkalega: „Í ljósi lánveitinga Mile­ stone Import Export til stjórnenda Ís­ landsbanka er vert að huga að hags­ munum eigenda Milestone hf. árið 2005 gagnvart bankanum og hugs­ anlegum hagsmunaárekstrum sem orðið gátu á milli Milestone hf. og yf­ irstjórnar bankans.“ Með öðrum orðum: Stjórnendur Íslandsbanka vissu að hlutabréf bankans myndu hækka umtalsvert út af bókfærðum hagnaði í árshluta­ uppgjöri bankans vegna sölunnar á Sjóvá til Milestone. Á sama tíma keyptu þeir hlutabréf í bankanum. Félag Bjarna græddi 453 milljónir Í kvittunum um viðskipti eignarhaldsfélags Bjarna Ármanns­ sonar, Sjávarsýnar ehf., með hluta­ bréfin kemur fram að hann hafi keypt hlutabréfin þann 30. maí 2005 fyrir rúmlega 1.340 milljónir króna, samtals 100 milljónir hluta. Þann 1. september 2005 seldi eignarhaldsfé­ lag Bjarna hlutabréfin fyrir rúmlega 1.794 milljónir króna, eða alls 118 milljónir hluta. Bjarni seldi því fleiri bréf í byrjun september en hann hafði keypt í lok maí enda voru að­ stæður til sölu góðar eftir að bankinn hafði selt Sjóvá með miklum hagn­ aði. Hagnaður félags Bjarna af við­ skiptunum nam því 453 millj­ ónum króna samkvæmt kvitt­ ununum. Sé bara tekið tillit til hagnaðarins af þeim 100 milljónum hluta sem Bjarni keypti í lok maí var um að ræða hagnað upp á 184 millj­ ónir króna. Svo segir í skýrslunni: „Ef einungis er tekið tillit til þess fjölda hluta sem keyptur var þann 31. maí 2005 hefur félag forstjóra bankans, Bjarna Ármannssonar, hagnast um 184 milljónir króna. Eins hafa félög framkvæmdastjóra bankans hagn­ ast um um 31,3 milljónir króna.“ Tek­ ið er fram sérstaklega í skýrslunni að „engar sérstakar tryggingar hafi verið fyrir lánveitingunni“. Lánun­ um fylgdi því ekki nein áhætta fyrir Bjarna Ármannsson og aðra stjórn­ endur Glitnis. Vændir um óeðlileg viðskipti Í rannsóknarskýrslunni er ýjað að því að óeðlilega hafi verið staðið að viðskiptunum og segir í henni að þó þurfi að líta á hverjir það voru innan bankans sem hlynntir voru sölunni á Sjóvá til Milestone. Á það er bent að nokkrar deilur urðu um söluna á Sjóvá til Milestone í bankaráði Glitn­ is. Samkvæmt skýrslunni virðist sem bankinn hafi ekki leitað annarra til­ boða í tryggingafélagið áður en ákveðið var að selja það til Milesto­ ne. Bankinn lét Morgan Stanley gera verðmat á tryggingafélaginu og var tilboð Milestone, 26 milljarðar króna, hærra en verðmat bandaríska bank­ ans. Tilboðið var því talið hagstætt. Í fundargerð frá bankanum sem vísað er til í skýrslunni kemur fram að Straumur­Burðarás hafi lýst yfir áhuga á að koma að sölunni á Sjóvá. Stjórnin svaraði þessu hins vegar neitandi, samkvæmt skýrslunni, þar sem þeir Einar Sveinsson og Bjarni Ármannsson hafi lýst þeirri „... af­ stöðu sinni að það væri ekki heppi­ legt í ljósi þess að um samkeppnisað­ ila væri að ræða og að stefna bankans væri að eiga áfram hlut í félaginu.“ Sama dag var gengið frá sölunni til Milestone. Málið sent til FME Úlfar Steindórsson, sem sat í banka­ ráðinu, óskaði hins vegar eftir því að bókað væri í fundargerðina „... að ferlið væri búið að standa yfir í fjór­ ar vikur og að ekki hefði verið reynt að ræða við aðra aðila en Karl [Karl Wernersson aðal eiganda Milesto­ ne, innsk. blm.]“ og því væri stjórnin að kalla yfir sig óánægju hluthafa ef ekki yrði kannað til hlítar hvort hægt væri að fá hærra verð fyrir hlutinn í Sjóvá. Eins gagnrýndi Úlfar að bank­ inn væri að taka áhættu með því að fjármagna sjálfur um 50 prósent af kaupverðinu. Í kjölfar sölunnar til Milestone sendi Straumur­Burðarás erindi til Fjármálaeftirlitsins þar sem bent var á að óeðlilega hefði verið staðið að sölunni. Fjármálaeftirlitið virðist hins vegar ekki hafa talið tilefni til að skoða málið sérstaklega. DV náði ekki í Bjarna Ármanns­ son við vinnslu fréttarinnar. Ljóst er hins vegar, að Bjarni og aðrir stjórnendur Íslandsbanka, sluppu með skrekkinn í málinu út af fyrn­ ingu hinna meintu innherjasvika­ brota. n 10 Fréttir 25. febrúar 2013 Mánudagur n Meint innherjasvik vegna lánveitinga frá Milestone og Kaupþingi voru rannsökuð Bjarni slapp út af fyrningu máls Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sluppu með skrekkinn Sérstakur saksóknari rannsak- aði kæru frá slitastjórn Glitnis vegna meintra innherjaviðskipta í Íslandsbanka árið 2005. Málið var hins vegar fyrnt. Hér sést þáverandi stjórn Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson er hér lengst til vinstri og ræðir við Einar Sveins- son. Sá fjórði frá vinstri er svo Karl Wernersson. „ Í ljósi lánveitinga Milestone Import Export til stjórnenda Ís- landsbanka er vert að huga að hagsmunum eigenda Milestone hf. árið 2005 gagnvart bankanum. Þau félög sem keyptu í Glitni með lánum frá Milestone og Kaupþingi og eigendur þeirra: Sjávarsýn Bjarni Ármannsson (Forstjóri Glitnis) Coot ehf. Þorgils Óttar Mathiesen (Framkvæmdastjóri Sjóvár) Gani ehf. Tómas Kristjánsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) Snæból ehf. Finnur Reyr Stefánsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) Eignarhalds- félagið Teitur ehf. Haukur Oddsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) ÞJDJ ehf. Jón Diðrik Jónsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) Fausken ehf. Frank Ove Reite (Framkvæmdastóri Íslandsbanka í Noregi) Hrómundur ehf. Einar Sveinsson (Formaður bankaráðs) Bankareikningur Sjávarsýnar Millifærslan með 268 milljóna láninu frá Milestone sést hér á bankayfirliti eigarhaldsfélags Bjarna Ármannssonar, Sjávarsýnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.