Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Qupperneq 11
NEYÐAST TIL AÐ fLYTjA í húSbíL Fréttir 11Mánudagur 25. febrúar 2013 Þ etta er bara ömurlegt. Mann langar bara að leggjast und­ ir sæng og liggja þar í nokkra mánuði. Mann langar ekk­ ert að vera til. Mér líður eins og ég sé algjörlega hjálparlaus og geti ekkert gert,“ segir María Ósk Jónasdóttir, rúmlega þrítug þriggja barna móðir í Þorlákshöfn. María Ósk sér fram á að þurfa ásamt eigin­ manni sínum, þremur börnum og stjúpbarni sínu, sem er hjá þeim aðra hverja helgi, að lýsa sig gjald­ þrota og flytja í rútu, sem þau hafa innréttað sem húsbíl. Vandræði fjölskyldunnar hafa undið upp á sig undanfarin ár og nú er svo komið að þau eru orðin ráðalaus. María segir þau eiga undir þúsund krónum til að lifa út mánuðinn en sárast þykir henni að sjá fram á að geta ekki séð fyrir börnunum sínum. Lenti í alvarlegu slysi Eiginmaður Maríu lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir um fimm árum. Hann var á mótorhjóli þegar ungur maður, undir áhrifum fíkniefna, ók framan á hann. Hann varð óvinnufær í kjölfarið. „Hann slasaðist mjög illa og er í raun heppinn að vera á lífi. Hann brotnaði á sjö stöðum, frá mjöðm og niður, á einum fæti en hann lenti á ljósastaur,“ segir María. Eiginmaður hennar fékk bætur eftir slysið sem þau notuðu upp í hús og til að borga skuldir meðal annars. „Við notuðum 10 milljónir til þess að kaupa húsið og einhver húsgögn, borguðum upp skuldir, héldum brúð­ kaup og keyptum okkur bíl,“ segir hún. Bílinn seldu þau svo síðar og skiptu upp í rútu. „Við áttum stóran Ford­ jeppa sem var ekki auðvelt að selja en þegar okkur bauðst þessi rúta upp í þá ákváðum við að prófa það og innrétt­ uðum hana sem húsbíl,“ segir hún. Mikil veikindi Fyrir ári eignuðust þau hjónin yngsta son sinn. Meðgangan var Maríu erf­ ið og drengurinn fæddist með skarð í vör og góm. „Ég varð mjög veik á meðgöngunni, fékk nánast alla meðgöngukvilla sem hægt er að fá. Ég varð að hætta að vinna eftir þrjá mánuði. Hann hefur verið mjög veikur síðan hann fæddist og virðist fá allar pestir. Ég fór á sjúkradag­ peninga, það er auðvitað ekki há upphæð en við komumst af. Þegar strákurinn fæddist var okkur sagt að við gætum sótt um framlengingu á fæðingarorlofi vegna aðgerðanna sem hann þurfti að fara og var talað um við okkur að framlengingin yrði um þrjár mánuðir til viðbótar. Það tók langan tíma að fá vottorð til að sækja um framlengingu en þegar það loks kom og úrskurðurinn var tilbúinn þá kom í ljós að ég fékk bara fæðingarorlofið framlengt um tvær vikur. Ég var búin með orlofið í ágúst, úrskurðurinn kom í október og þá fór ég og sótti um sjúkradagpeninga vegna þess hversu veikur hann var alltaf og ég gat ekki farið að vinna frá honum. Þar sem ég fékk sjúkradag­ peninga á meðgöngu átti ég bara 40 daga inni. Ég fékk þá upphæð og það var í nóvember. Síðan þá hef ég verið launalaus,“ segir María og tekur fram að það sé fyrst núna sem hún treysti sér að fara frá barninu sem hafi verið óvært og mikið veikt frá fæðingu. Nú hafi hann fengið rör í eyrun og eftir það hafi heilsa hans batnað töluvert. Of tekjulág fyrir frystingu María hefur lengi þjáðst af þunglyndi en er nú byrjuð í endurhæfingu sem snýst um það að styrkja hana þannig að hún geti farið út á vinnumarkaðinn á ný. „Ég hef hins vegar ekki enn feng­ ið að vita hvort ég fái endurhæfingar­ lífeyri og því eru einu tekjurnar sem við erum með örorkubætur mannsins míns. Síðustu mánuði höfum við ekki getað greitt af húsinu eða borgað leik­ skólagjöld og mat í skólanum.“ María segir þau hafa leitað hjálp­ ar hjá bæjarfélaginu en þar fáist þau svör að þau séu of tekjuhá og þá sé miðað við bætur mannsins hennar. „Við verðum í mjög djúpum skít um næstu mánaðamót. Við erum hætt að borga af húsinu og það er eini peningurinn sem við höfum til að lifa af næsta mánuð, 90 þúsund krónur. Þá getum við ekki borgað leikskól­ ann og ekki skólamatinn. Við skuld­ um orðið um þrjá mánuði. Við sótt­ um um frystingu en fengum hana ekki vegna þess að við erum of tekju­ lág, eins fáránlegt og það hljómar. Þeir vilja ekki láta okkur fá frystingu því þeir sjá ekki fram á að við getum borgað af láninu þegar frystingin er búin,“ segir hún og heldur áfram. „Maðurinn minn hringdi í íbúða­ lánasjóð og reyndi að útskýra fyrir þeim að ein meginástæðan fyrir því að við værum í svona rosalega slæm­ um málum væri að ég væri launalaus og hefði verið það í nokkra mánuði. Hann reyndi að útskýra fyrir þeim að ég færi að fara fá laun en það var al­ veg sama,“ segir María sem upplifir mikið vonleysi í þessum aðstæðum og veit ekki hvað muni taka við. Hafa ekki efni á mat Nú er staðan sú hjónin sjá ekki fram á að hafa efni á mat fyrir börn­ in sín. Föt og annað er eitthvað sem þau hafa ekki getað keypt í marga mánuði. „Það ömurlegasta við þetta allt saman er að geta ekki gefið börn­ unum sínum að borða, keypt föt á þau, skó og það sem þau vantar,“ seg­ ir María en börn þeirra eru 1, 5, 10 og 12 ára. Eitt þeirra dvelur hjá þeim aðra hverja helgi. „Ömmurnar og af­ arnir hafa hjálpað okkur mikið og komið færandi hendi með föt, skó og það sem hefur vantað. Það hefur bjargað okkur en auðvitað er vont að þurfa treysta á það og við erum búin að fá það mikið lánað hjá ættingjum að við getum ekkert fengið meira. Við skuldum þeim um 250 þúsund krón­ ur sem við höfum verið að fá lánað fyrir reddingum,“ segir María. Þau hafa einnig selt hluti af heim­ ilinu til þess að fá pening auk þess sem þau fengu gefins fisk sem hún segir að komi að góðum notum auk þess sem ættingi þeirra færði þeim peningagjöf. Þetta séu þó allt skammtímalausnir og nokkuð sem gengur ekki endalaust. Sjá fram á að flytja í bílinn „Við erum hætt að geta borgað af húsinu. Við erum að fara setja það á sölu en auðvitað vitum við að það selst ekkert strax. Hér er lítil hreyf­ ing á svona stórum húsum. Við sjá­ um fram á að þurfa fara í gjaldþrot og búa bara í húsbílnum,“ segir María og segist ekkert vilja fremur en að fara út á vinnumarkaðinn á ný. „Ég ætla ekki að vera launalaus endalaust, mér finnst ekkert gaman að sitja heima hjá mér og gera ekki neitt. Mig langar að fara að vinna og leggja mitt af mörkum og allt það.“ María viðurkennir að ástandið hafi mikil áhrif á sálarlíf fjölskyldunnar og henni finnst erfitt að stíga fram og segja frá þessu. „Þetta reynir mik­ ið á sambandið, fjölskyldulífið og allt í kringum mann. Maður er ekkert mjög góður félagsskapur þessa dag­ ana. Svo þegar vinir manns eru að reyna að fá mann til þess að gera eitt­ hvað þá er maður alltaf að reyna að finna afsakanir því maður hefur ekki efni á að gera neitt.“ María segist hafa ákveðið að tala um ástandið vegna þess að engir aðrir kostir séu í stöðunni. „Ég er viss um að það er fjöldi fólks í sömu stöðu og við erum í. Það er fólk úti um allt land að missa húsin sín og hefur ekki í sig og á og öllum virðist vera sama. Við erum örugglega ekki eina fólkið í þessari stöðu. Það eru mjög margir sem hafa misst allt sitt og ég vona að stjórnvöld og bæjar­ félögin fari að endurskoða aðeins sína forgangsröðun og fari að hjálpa fólkinu í landinu í stað þess að lofa endalaust og horfa svo á fólk missa allt sitt.“ n n Sex manna fjölskylda sér fram á að missa hús sitt n Þarf að flytja inn í húsbíl Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Flytja í rútuna María sér fram á að fjöl­ skyldan þurfi að flytja í rútuna sem hefur verið innréttuð sem húsbíll. Mynd davíð þór guðLaugSSOn Mikið veikur Yngsti sonur Maríu fæddist með skarð í vör og hefur verið mikið veikur frá fæðingu. Hér er hann fyrir aðgerðina sem hann fór í til að laga skarðið. „Við erum hætt að borga af húsinu og það er eini peningurinn sem við höfum til að lifa af næsta mánuð, 90 þús- und krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.