Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Qupperneq 12
12 Erlent 25. febrúar 2013 Mánudagur
Berjast gegn þróun tortímenda
n Noel Sharkey er í baráttuhópi sem telur vélmenni geta ógnað öryggi mannkyns
B
aráttuhópur gegn vígavél-
mennum hefur kallað eftir því
að gerður verði sáttmáli sem
kemur í veg fyrir frekar þróun
á vélmennum sem hönnuð eru fyrir
hernað.
Dr. Noel Sharkey er einn þeirra
sem skipa þennan baráttuhóp sem
rekur herferð sem nefnist Stop The
Killer Robots. Sharkey hefur sér-
hæft sig í gervigreind og hönnun
vélmenna og kennir við Sheffield-
háskólann í Bretlandi. Hann seg-
ir þróunina á bak við þessi vígavél-
menni vera langt komna og að þau
verði komin í notkun innan áratugar.
Hann telur að þróun þessara
vopna eigi sér stað án alls eftirlits og
ekki sé litið til siðferðislegra álita-
mála og alþjóðlegra laga þegar kem-
ur að framleiðslu þessara véla.
Hann er einn af þeim sem mynda
baráttuhópinn sem ætlar að reka
herferðina Stop The Killer Robots.
Í samtali við breska dagblaðið
The Observer sagði Sharkey að víga-
vélmennin sem um ræðir séu ekki
bara til í vísindaskáldskap. „Innan
Pentagon í Bandaríkjunum er verið
að vinna að mannlausri flugvél sem
nefnist X47B sem getur snúið sér
á hljóðhraða og gæti enginn mað-
ur flogið þessari vél sem er hægt
að fara með hvert sem er á plánet-
unni í hernaðarlegum tilgangi,“ seg-
ir Sharkey sem segir Bandaríkjaher
þjálfa fleiri til að stjórna ómönnuð-
um flugvélum en alvöru flugmenn.
Sharkey er á móti þeim rökum
að vélmenni verði notuð til að hlífa
mannfólki við hernaði. Hann seg-
ir engan búnað geta gert vélmenni
kleift að greina á milli barns með leik-
fang og fullorðnum einstaklingi með
byssu. Í nóvember síðastliðnum var
greint frá því að opnuð verður mið-
stöð sem nefnist Terminator Cent-
er sem ætlað er að vera vettvangur
fyrir fræðimenn til að rannsaka þá
hættu sem mannkyninu stafar af vél-
mennum. Verður miðstöðin rekin í
Cambridge-háskólanum.
Er talið að mannkyninu stafi
gríðarleg hætta af fjórum þáttum:
gervigreind, loftlagsbreytingum,
kjarnorkustríði og líftæknihernaði. n
n Laura Willmott, 18 ára, lést eftir fimm ára baráttu við anorexíu
Á
tján ára stúlka, Laura Will-
mott, lést eftir langa og erf-
iða baráttu við anorexíu eft-
ir að hún ákvað að hætta
í meðferð við sjúkdómn-
um. Willmott, sem fæddist í Bristol
á Englandi, ákvað stuttu eftir að hún
varð 18 ára og sjálfráða að freista þess
að takast sjálf á við sjúkdóminn, en
það reyndist henni ofviða. Hún hafði
barist við sjúkdóminn í fimm ár, eða
frá 13 ára aldri, og var banamein
hennar hjartaáfall. Þegar hún lést vó
hún einungis rétt um 30 kíló. Breska
blaðið Daily Mail fjallaði um sögu
stúlkunnar á dögunum.
Útskrifuð af sjúkrahúsi
Foreldrar stúlkunnar eru óánægðir
með þá staðreynd að dóttir þeirra
hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsi þrátt
fyrir að hún glímdi við erfið veikindi.
Hún var flutt á sjúkrahús þegar
ástand hennar var orðið það slæmt
að hún gat ekki lengur gengið. Aðeins
ellefu dögum síðar var hún útskrifuð
og mátu læknar það svo að hún væri
„líkamlega reiðubúin“ til að snúa
aftur heim. Það reyndist foreldrum
hennar ómögulegt að berjast gegn
þeirri ákvörðun enda var Willmott
orðin 18 ára og sjálfráða og vildi sjálf
fara heim. Áður en hún yfirgaf sjúkra-
húsið fékk hún mataráætlun sem hún
lofaði að fylgja í einu og öllu. En sjúk-
dómurinn hafði öll tök á Wilmott og
fljótlega eftir að hún kom heim af
sjúkrahúsinu fór hún aftur í sama
farið og léttist mikið. Aðeins tveimur
vikum eftir að hún var útskrifuð, í
desember 2011, hneig hún niður á
heimili sínu af völdum hjartaáfalls.
Hún var flutt á sjúkrahús en læknum
tókst ekki að bjarga lífi hennar.
Var dauðadæmd
„Miðað við ástand hennar var hún
ekki fær um að taka þessa ákvörðun,“
sagði móðir stúlkunnar, Vicky Towns-
end, í yfirlýsingu sem var lesin upp
þegar niðurstaða réttarrannsóknar lá
fyrir. „Ég á erfitt með að sjá að dóttir
mín hafi verið eitthvað öðruvísi þegar
hún var 17 ára og 364 daga gömul
en þegar hún var 18 ára og eins dags
gömul,“ sagði hún en það var þá sem
hún ákvað að hætta í meðferðinni.
Hún segir að á þessum tímapunkti
hafi dóttir hennar í raun verið dauða-
dæmd. „Leiðin lá aftur niður á við.
Hún var áhyggjufull og sagði við mig
að hún óttaðist um líf sitt. Hún reyndi
allt sem hún gat til að fá enga nær-
ingu og blekkingarnar sem hún beitti
voru ótrúlegar.“
„Róttæk aðgerð“
Það var árið 2007 sem Laura fór fyrst
til læknis vegna sjúkdómsins. Í með-
ferðinni náði hún hægum bata og
stuttu eftir 17 ára afmæli hennar hafði
ástand hennar batnað töluvert þó lík-
amsþyngdin væri enn of lítil. Sem
fyrr segir ákvað hún þó að hætta allri
meðferð eftir að hún varð átján ára
og varð þeirri ákvörðun ekki haggað.
Móðir hennar vill þó meina að dóttir
hennar hafi ekki verið fær um að taka
upplýsta ákvörðun og ábyrgðin liggi
hjá heilbrigðiskerfinu. Geðlæknirinn
Hugh Herzig er einn þeirra sem kom
að meðferð Willmotts. Hann segir að
hann hafi verið tregur til að meina
Willmott að taka eigin ákvarðanir.
„Ég vissi ekki hvernig það myndi fara
með hana að senda hana heim. En að
svipta sjúkling sjálfræði er mjög rót-
tæk aðgerð,“ segir Herzig.
Vicky segir að dóttir sín hafi verið
„indæl og hæfileikarík stúlka“ og
hana hafi langað að starfa við hjúkr-
un. Hún segist þess fullviss að ef dótt-
ir hennar væri á lífi þá myndi hún
vilja sjá breytingar til að aðrar stúlk-
ur lendi ekki í sömu sporum og hún.
Í heilbrigðiskerfinu sé pottur brot-
inn í meðferð anorexíusjúklinga. „Ég
er ekki að ásaka einn eða neinn en
það er alveg ljóst að kerfið er ekki að
virka.“ n
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Ég er ekki
að ásaka
einn eða neinn
en það er alveg
ljóst að kerfið
er ekki að virka
HÆTTI Í MEÐFERÐ
EN DÓ Í KJÖLFARIÐ
Erfið barátta Laura
Willmott lést af völd
um anorexíu stuttu
eftir 18 ára afmælis
daginn sinn.
Berbrjósta á
kjörstað
Óvænt uppákoma átti sér stað
á kjörstað á Ítalíu í gær, sunnu-
dag, þegar gamli refurinn, Silvio
Berlusconi, mætti til að greiða at-
kvæði. Þá reyndu þrjár berbrjósta
konur að stökkva á forsætisráð-
herrann fyrrverandi. Þeim virtist
mislíka að karlinn væri í fram-
boði því þær voru með áletrunina
„Basta Berlusconi“ ritaða á bak
sér, eða „Ekki meira af Berlusconi“
eins og það gæti hljómað á ís-
lensku.
Konurnar, sem tilheyra hreyf-
ingu femínista á Ítalíu, voru hand-
járnaðar og dregnar af kjörstað
– á meðan reynt var að hylja nekt
þeirra.
Límdi fyrir
munn og augu
sonar síns
Bandaríkjakonan Tiffany Ennis,
31 árs frá Ohio-fylki, verður seint
valin móðir ársins. Hún hefur ver-
ið ákærð fyrir að vefja höfuð son-
ar síns með sterku límbandi. Hún
límdi fyrir augu, enni og munn
barnsins en neitar þrátt fyrir það
að hafa gert nokkuð rangt.
Upp um ofbeldið komst þegar
hún tók mynd af syni sínum og
sendi barnsföðurnum. Honum var
ekki skemmt og hafði samband
við lögregluna.
Tiffany mun einnig hafa not-
að límband á höfuð annars barns.
Konan segir þó að þetta hafi allt ver-
ið í gríni og börnin ekki boðið skaða
af. Hún var þó engu að síður hand-
tekin, yfirheyrð og að lokum ákærð.
Guð hrakti
Benedikt 16.
úr embætti
Guð, en ekki hver, sagði Benedikt
páfa 16. að hætta í embætti, að því
er fram kom í síðustu messu hans
í embætti á Péturstorgi á sunnu-
dag. Hann sagðist ekki ætla að yf-
irgefa kirkjuna en tugir þúsunda
hlýddu á hann flytja sín síðustu
orð í embætti páfa.
Benedikt 16. sagðist ætla að
setjast í helgan stein en að drott-
inn hafi hvatt hann til að helga sig
enn frekar bænum og hugleiðslu.
Mörg af stærstu blöðum heims,
þar á meðal Guardian, hafa greint
frá því að afsögn páfa tengist með
einhverjum hætti hópi samkyn-
hneigðra hefðaklerka sem af-
hjúpaðir hafa verið í Vatíkaninu.
Talsmaður Benedikts páfa hefur
hvorki viljað staðfesta né neita að
uppsögnina megi rekja til þessa.
Stop The Killer Robots
Noel Sharkey beitir sér gegn
vígavélmennum.