Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Page 16
Er krafsað í vEggi? 16 Neytendur 25. febrúar 2013 Mánudagur Íþróttaviðburðir banvænir fyrir símann n „Það kom okkur verulega á óvart hversu margir skemmdu símann í æsingi sínum“ Þ að er stórhættulegt að vera með farsímann í hönd þegar horft er á íþróttaviðburði, að minnsta kosti ef marka má nýjustu rannsókn Square­ Trade­tryggingafyrirtækisins. Sam­ kvæmt rannsókninni hafa 23 millj­ ónir Bandaríkjamanna lent í því að skemma farsíma sinn á meðan þeir fylgdust með íþróttaviðburði. Áhugaverð tölfræði fylgir rann­ sókninni en þar sést að rúmlega 2,7 milljónir Bandaríkjamanna hafa skemmt símann sinn í reiði eða annars konar spenningi í tengslum við íþróttaviðburð. Þetta eru alls 12 prósent atvika. „Miðað við hversu margir tísta, senda sms eða taka myndir á leik­ vöngum, í stofum og á sportbör­ um um land allt þá kom það okkur ekki á óvart að einn af hverjum tíu Bandaríkjamönnum hafi skemmt síma sinn meðan á leik stóð,“ segir Ty Shay yfir maður á markaðssviði hjá Square Trade. „En það sem kom okk­ ur verulega á óvart var hversu margir misstu bjór yfir símann eða einfald­ lega skemmdu hann í æsingi sínum – það segir mikið um ástríðu margra Bandaríkjamanna fyrir íþróttum.“ Flestir misstu þó símann óvart, um 33 prósent. Næst flestir, eða 18 prósent, misstu símann í vatn – til dæmis í klósettvatn – eða misstu vatn yfir símann. Þrettán prósent misstu bjór yfir símann sinn, eða tæp­ ar 3 milljónir Bandaríkjamanna. Þá misstu átta prósent aðspurðra sím­ ann sinn niður af barborði með þeim afleiðingum að hann skemmdist. Til þess að koma í veg fyrir ótímabæran dauða farsímans gefur Square Trade nokkur ráð sem gott er að fylgja: 1) Hafðu símann nærri en ekki halda á honum, settu hann ein­ hvers staðar nálægt sófanum þar sem þú getur fundið hann auðveldlega. 2) Teldu rólega upp að tíu eftir alla vafa­ sama dóma og leikmannamistök. 3) Taktu aldrei símann með þér inn á baðherbergi. 4) Íhugaðu að nota handfrjálsan bjórdrykkjubúnað. 5) Notaðu sérhannaðar símahlífar. simon@dv.is Algengt verð 264,7 kr. 262,7 kr. Höfuðborgarsvæðið 264,6 kr. 262,5 kr. Reykjavík 264,4 kr. 262,4 kr. Algengt verð 264,9 kr. 262,7 kr. Algengt verð 266,9 kr. 262,7 kr. Höfuðborgarsvæðið 264,5 kr. 262,5 kr. Eldsneytisverð 24. feb. Bensín Dísilolía Á kaf Fjölmargir Bandaríkjamenn hafa lent í því að missa bjór yfir símann, eða missa símann í bjór, meðan á íþróttavið- burði stendur. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum tryggingafyrirtækisins SquareTrade sem framkvæmd var í janúar. Byggingar- kostnaður eykst Byggingarkostnaður jókst veru­ lega í mánuðinum. Samkvæmt nýjum tölum var kostnaðaraukn­ ingin frá janúar til febrúar í ár um 2,3 prósent. Síðustu tólf mánuði hefur hækkunin verið alls 5,1 prósent. Vélar, flutningur og orkunotk­ un hækkaði um 6 prósent í verði. Verð á innlendu efni hækkaði um 2,2 prósent og er það nokkru meira en verðhækkun á innfluttu efni, sem var 0,8 prósent. Þá hækkaði kostnaður vegna vinnu­ liða um 2,9 prósent vegna samn­ ingsbundinna hækkana í laun­ um sem tóku gildi fyrsta febrúar. M aður fyrirbyggir sjaldan að þetta berist með matvæl­ um. En það er náttúrulega mjög góð regla að geyma mjölvöru og slíkt alltaf í lokuðum ílátum. Ef það skyldi eitt­ hvað leynast í þeim er best að gefa því ekki færi á að fara út,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Nátt­ úrufræðistofnun um þau skordýr sem leggjast gjarnan á matvæli í híbýlum manna. Étur frá þér húsið Ýmsir skaðvaldar eru í skordýraheim­ inum og leggjast þeir ýmist á föt, áklæði, mat eða við. Flestir þeir sem hér eru útlistaðar eru illviðráðanlegir ef þeir ná bólfestu. Það er þó mismik­ ill skaðinn sem þær geta valdið. Spillt matvæli er eitt – en það er einungis ein tegund á Íslandi sem getur étið undan þér húsið. „Veggjatítlan er án efa mesti skað­ valdurinn – sá eini sem getur étið frá manni húsið,“ segir Erling. Berst með korni Erling segir það góða reglu að frysta korn áður en það er tekið í notkun. Það drepur þau skordýr sem kunna að leynast í pakkningunum. Sérstaklega mikilvægt er að gera þetta þegar um gæludýramat er að ræða. „Varðandi fugla­ og hamstrakorn og slíkt, það er nokkuð algengt að því fylgi óværa. Þess vegna er gott að setja það í fryst­ inn á undan, það ætti eiginlega að vera regla,“ segir Erling. DV tók saman tíu skaðvalda úr skordýraheiminum hér á landi en stuðst er að fullu við upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Á vef stofnunarinnar má lesa frekar um þær tegundir sem hér eru útlistaðar. Mynd­ irnar af skordýrunum eru allar teknar af Erling Ólafssyni. Fúll gulur vökvi spillir mat Hveitibjallan er sérstaklega hvimleitt kvikindi enda spillir hún öllum mat sem hún kemst í. Hún gefur frá sér illa lyktandi gulan vökva í varnarskyni og lyktin er sérlega áleitin. Hún getur loðað við fingur í nokkurn tíma eftir á og spillir strax matvörum, en hveiti­ bjallan sækir fyrst og fremst í mjöl. Það sem meira er, hún getur lifað í allt að þrjú ár og kemst af svo mánuðum skiptir án þess að fá næringu. Hún fyrirfinnst alls staðar nema á suð­ austanverðu landinu. lífseig kryddæta Tóbaksbjallan sækist sérstaklega eftir tóbaki, kaffi­ og kakóbaunum, kryddi og þurrkuðum ávöxtum og grænmeti. Þá leggur hún sér einnig til munns þurrkuð skordýr, plöntur, leður og vax. Skaðvaldurinn á einnig til að leggjast á textílvörur, bækur og stoppuð húsgögn. Hún er einstaklega lífseig og þol­ ir jafnvel skordýraeitur ágætlega og étur raunar ýmis lyf og eiturefni. Erling segir að hún geti náð sér vel á strik komi hún upp í eldhússkápum – hún er snögg og vel fleyg og fljót að þefa uppi krydd. Erling mælir með því að nota kælingu og þurrkun gegn bjöllunni frekar en eitur. sýgur blóð í skjóli nætur Veggjalúsin lifir alfarið á blóði og leggst því oftar en ekki á menn. „Hún er viðloðandi hér á landi og berst oft með ferðamönnum, hún berst auð­ veldlega í ferðatöskum,“ segir Erling. Kvikindið lifir í glufum og sprung­ um í tréverki – oft nálægt svefnstöð­ um, kemur sér fyrir í rúmdýnum og á öðrum myrkum stöðum. Svo þegar hungrið leitar á lúsina skríður hún úr fylgsni sínu og sýgur allt að sjöfalda þyngd sína af blóði. Eftir það fer hún í skjól aftur. Það er erfitt að losna við lúsina úr húsinu, hafi hún kom­ ið sér fyrir. „Það er heilmikið vesen að losna við hana,“ segir Erling. „Ég get ekki sagt hvað á að gera, það þarf að meta. Hvert tilfelli er styrjöld út af fyrir sig – það þarf að gera hernað­ aráætlun.“ Meta þarf aðstæður og best er að leita til kunnáttumanns í þeim efn­ um. En eitt húsráð er sagt virka. Inn­ byrði maður svefnlyf áður en lýsnar láta til skarar skríða sofna þær, sam­ kvæmt þessu ráði, og um morgun­ n Heimilið getur hýst ýmsar tegundir skordýra n Tíu tegundir óværu í skordýraheiminum og ráð gegn þeim n Veggjatítlan verst Borholur Veggjatítlan skilur eftir sig borholur þegar fullvaxin bjallan borar sig út úr við. Þetta getur veikt burðarvirki húsa til muna. MynDir erling ÓlaFsson Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Góðir öku- menn borga mun meira Bandarísku neytendasamtök­ in hafa birt niðurstöður athyglis­ verðrar rannsóknar á vinnubrögð­ um tryggingafyrirtækja þar í landi. Í ljós kemur að við mat á trygg­ ing um nota trygginga fyrirtækin við mið sem mismuna fólki eftir stétt og stöðu og það sem meira er, öruggir og góðir öku menn með háar trygg ingar eru oft með lág laun. Neytendasamtökin segja þetta gefa til kynna að tryggingafyrir­ tæki notist við viðmið sem mis­ muni fólki við útreikninga sína. Menntun og laun hafa því meira að segja en ökuhæfni þegar kemur að bílatryggingum. Tekin voru tvö fræðileg dæmi: ritari með stúdentspróf og stjórn­ andi með háskólagráðu. Báðar konurnar voru 30 ára, höfðu keyrt í 10 ár og bjuggu í sömu götu. En tvennt var ólíkt með þeim, rit­ arinn var með sína íbúð á leigu meðan stjórnandinn átti sína. Þess utan var ritarinn einstæð á meðan stjórnandinn var giftur. Þá hafði stjórnandinn með há­ skólagráðuna orðið valdur að slysi á eigin ábyrgð á síðustu þremur árum. Niðurstaðan? Tveir þriðju tryggingatilboða voru lægri til stjórnandans. Oft munaði meira en 25 prósentum á tilboðunum en neytendasamtök­ in leituðu 60 tilboða í 12 mismun­ andi borgum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.