Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Qupperneq 17
Er krafsað í vEggi?
Neytendur 17Mánudagur 25. febrúar 2013
Gerðu „græna“ vorhreingerningu
n Gefðu fötin sem þú notar ekki n Sparaðu þurrkarann og settu upp útisnúrur
V
orhreingerning þarf ekki að
vera sóðaleg vinna. Ef þú
leggur smá græna hugsun
í verkið getur framkvæmd-
in komið þér, húsinu og plánetunni
allri til góða. Flest af þessum ráðum
eru auðveld í framkvæmd en hafa
mikil og jákvæð áhrif á heilsu þína
og umhverfið til langs tíma litið.
Hengdu upp þvottinn
Það fer ekki bara
illa með fötin þín
að henda þeim í
þurrkarann held-
ur fær umhverfið
að kenna á því líka.
Kauptu náttúruvænt
þvottaefni og komdu
snúrustaurnum í garðinum í notk-
un. Ef plássleysi er vandamál getur
þú fjárfest í þvottasnúru sem hægt
er að draga út. Með þessu sparar
þú rafmagn, dregur úr mengun og
hreyfir þig meira. Svo jafnast ekkert
á við ferska ilminn af þvotti sem er
nýkominn af snúrunni.
Bættu smá
grænu við
Nældu þér í lif-
andi loftræsti-
kerfi – plöntur!
Gúmmíplant-
an er til að mynda
ákaflega hentug til loft-
hreinsunar. Komdu nokkrum slík-
um fyrir í stofunni og þú munt
finna muninn.
Grynnkaðu á draslinu
Gefðu þau föt sem eru ekki notuð
lengur og breyttu þeim
blettóttu og slitnu í
borðtuskur. Ef lykt-
in í fataskápnum er
ekki upp á marga
fiska getur þú auð-
veldlega gert hana
ferska með því að setja
kanilstangir og lárviðar-
lauf í sokk og bundið fyrir.
Málaðu veggina græna
Ef vorhreingern-
ing þín þýðir ein
umferð af máln-
ingu á veggina
skaltu velja vel.
Leitaðu að um-
hverfisvænni
málningu.
Skiptu út moppunni
Í stað þess að fjárfesta stöðugt í fok-
dýrum einnota klútum á mopp-
una skaltu kaupa einn góðan
margnota klút sem þú getur hent
í þvottavélina þegar þarf.
Losaðu þig við bréfþurrkur
Verndaðu tré og
sparaðu pening.
Þú getur fjárfest í
margnota hrein-
gerningarklút-
um sem mega
fara í þvottavélina
eða, það sem er enn
betra, fundið eitthvað í fataskápn-
um sem hægt er að nota. Þú gætir
þurft að sikksakka endana í sauma-
vél.
inn má fjarlægja þær með rúm-
fötunum. „Ef þetta er endurtekið í
nokkrar nætur má binda vonir við
að flest kvikindin í herberginu hafi
látið ginnast,“ segir Erling um mál-
ið, en setur þó fyrirvara við þetta ráð:
„Þetta ráð er ekki selt dýrara en það
var keypt.“
Lúsin lifir einungis í upphituðu og
þurru húsnæði og er ljósfælin. Flest-
ir þeirra sem bitnir eru af lúsinni
fá kláða og óþægindi í kjölfarið en
kláðinn gerir vanalega vart við sig á
morgnana. Stundum má finna blóð-
punkta í rúmfötum.
Herskarar éta allan mat
Þegar búrgæra kemst á skrið er hún
mikill skaðvaldur – vel fleyg bjallan
leggst á alls konar matvæli, textílvör-
ur og skinnband gamalla bóka. Erling
segir það ekki óalgengt að mikill skari
myndist á heimilum þar sem ekki er
brugðist við bjöllunni í tæka tíð.
Á lirfustigi er bjallan mjög harð-
ger og getur lifað af miklar hremm-
ingar. Hún tórir án fæðu í ár, lifir í
átta stiga frosti dögum saman og tíu
stiga frosti í allt að sex klukkustundir.
„Því er ráðlegt að keyra upp frostið,
þegar frysting er notuð til að upp-
ræta búrgærur úr varningi,“ segir Er-
ling. Lirfurnar hafa hamskipti allt að
sjö sinnum og því geta hamir þeirra
safnast upp á stöðum þar sem þær
hafast við. Bjöllurnar eru fleygar og
leita í ljós. Bjöllurnar eru misstórar,
2–4 millímetrar á lengd en kvendýrin
eru talsvert stærri.
Algengasta „húsdýrið“
„Hamgæran er eitt algengasta „hús-
dýrið“ okkar“, segir Erling: „Hún
er sennilega það sem skorar hæst í
krukkum talið – okkur berst mest af
henni til greiningar.“
Hamgæran étur margt dautt –
þurrkað kjöt eða þornað. Harðfiskur,
skinnvara, gróft kornmeti og plöntur
eru meðal þess sem hún étur. Þar að
auki er hún sólgin í dauð skordýr og
uppstoppuð dýr og fugla. Hún er því
mikill skaðvaldur á náttúrusöfnum.
Bjallan er um 3 millímetrar að lengd.
Frostharka fer illa með hana en
hún tórir aðeins í um klukkustund
í tuttugu stiga frosti. Mælt er með
tveggja sólarhringa frystingu til þess
að losna við kvikindið. „Frystikista
dugar því vel til að drepa hamgærur,“
skrifar Erling.
Átvagl sem leggst á kjöt
Nágæran sækir í alls konar kjöt –
unnið og óunnið, þurrt og rotnandi
– og á matvörur framleiddar úr kjöt-
meti. Hún étur dýrafóður, fiskimjöl
og húðir og raunar allt sem er af slíku
tagi. Erling segir að hunda- og katta-
matur sé í miklu uppáhaldi hjá ná-
gærunni, sem er mikið átvagl. Hún
verpir í kjöt þar sem það er aðgengi-
legt. Hún tórir eingöngu í upphituðu
húsnæði en hana má gjarnan finna
á stöðum sem tengjast hunda- og
kattahaldi. Nágæran er skaðvaldur
í matvöru og þá sérstaklega ef hún
fær að þroskast og dafna. Þá eru vís-
bendingar um að hún geti valdið of-
næmi hjá sumum einstaklingum ef
mikið af bjöllunni fyrirfinnst ein-
hvers staðar.
Krafsa í veggjunum
Hin alræmda veggjatítla étur sig inn
í við í húsum og getur valdið mikl-
um skaða þannig. Hún klekst út í
júní og fyrri hluta júlí og lifandi finn-
ast bjöllurnar alveg fram í ágúst.
Títlan er skammlíf og lifir einungis í
um tvær vikur, en á þessum tveimur
vikum verpir kvendýrið 20–60 eggj-
um í götum og rifum á við. Það tek-
ur eggin svo 2–5 vikur að klekjast og
lirfurnar éta sig inn í viðinn.
Það er aðstæðubundið hversu
fljótar lirfurnar eru að vaxa; það fer
eftir viðartegund, rakastigi og hita.
Við kjöraðstæður eru þær tvö til þrjú
ár að vaxa en talsvert lengur annars.
Kjöraðstæður eru þrjátíu prósent
raki í við, en það þýðir að hundrað
prósent loftraki er í kring. Fari raka-
stigið niður fyrir 11 prósent vaxa
lirfurnar ekki. Í húsi sem er eðlilega
kynt allt árið um kring er rakastigið
6–10 prósent og því lifir veggjatítlan
ekki þar. Hún getur þó komið sér fyrir
á stöðum þar sem kynding nær ekki
fyrrnefndu rakastigi eða þar sem
vatnsleki er.
Títlan skilur eftir sig borholur
þegar fullorðin bjallan nagar sig út
úr viðnum og því má sjá ummerki
hennar þannig. Kunnáttumaður þarf
að meta aðstæður – útbreiðslu bjöll-
unnar og skaða sem hún gæti hafa
valdið. Þar sem mikill fjöldi af lirf-
unum nagar má heyra krafsað inni í
veggjunum: „Þar sem margar lirfur
eru að naga má stundum heyra at-
ganginn með því að leggja eyra við
þil,“ segir Erling. Títlan er 2,8–4,8
millímetra löng.
Étur göt á flíkur
Fatamölurinn étur föt, teppi, áklæði
og aðra vefnaðarvöru. Hann er hinn
mesti skaðvaldur á ullarflíkum, pels-
um, skinnum, teppum og stoppuð-
um húsgögnum. Lirfur mölsins geta
einnig étið bómull, lín, kork og papp-
ír en þær ná ekki fullum þroska á
þeirri fæðu einni saman. Fatamölur-
inn er fleygur, ljósfælinn og lætur því
lítið fyrir sér fara í ýmsum myrkum
hornum og skúmaskotum.
Erling bendir á að meta þurfi að-
stæður til þess að berjast gegn möln-
um. „Það fer allt eftir því hvern-
ig húsakynnum er háttað. Þar er
mest í hættu ullarvara sem geymd
er í geymslum; það sem er geymt og
ekki hreyft við,“ segir hann. Þá get-
ur mölurinn til dæmis skemmt gólf-
teppi: „Þá ekki þar sem gengið er um,
heldur undir stólum og mublum og á
þess háttar stöðum.“
Eggjunum verpir mölurinn á
dýrahár, skinn og gærur sem lirfurn-
ar éta síðan. Eitt kvendýr getur verpt
allt að 100 eggjum en drepst eftir það.
Kvendýrin lifa í allt að þrjár vikur en
karldýrin talsvert lengur. Mölurinn
getur étið stór göt á flíkur ef hann fær
næði til að athafna sig.
Mikill sóðaskapur fylgir
kakkalakkanum
Húsakakkalakkinn er viðloðandi hér
á landi og hefur verið um nokkurt
skeið. „Það eru tvær tegundir við-
loðandi hér – húsakakkalakkinn
kemur alltaf af og til og hann virðist
vera fastur í sessi,“ segir Erling. Hin
tegundin berst oft með frakt að utan.
Óhætt er að segja að húsakakka-
lakkinn sé afar viðurstyggilegt kvik-
indi enda fylgir honum mikill sóða-
skapur og hann skaðar flest það sem
hann étur. Hann étur flest allt og
kakkalakkar af þessari gerð eiga til að
safnast margir saman þar sem þeir
gefa frá sér sérstakt lyktarefni. Hann
hefur vafalaust náð varanlegri fót-
festu hér, samkvæmt því sem Erling
skrifar um tegundina.
Skriðu út úr rafmagnsdósunum
Húsþjófurinn er með algengari
meindýrum hér á landi og hann étur
flest sem hann kemst í úr plönturík-
inu, svo sem mottur, skinnvörur,
pappír, dauð skordýr, uppþornuð
hræ og músaskít. Hann hefur kom-
ið sér vel fyrir í sumarhúsum víða
um land og lifir þar af veturinn þótt
lágmarkskynding sé á húsinu. Þar
étur hann mat sem hefur orðið eft-
ir sem og músahræ og skít sem gæti
verið í húsakynnum. Erling segir
húsaþjófinn erfiðan viðureignar þar
sem hann hafi komið sér fyrir og get
valdið verulegu tjóni.
Eitt dæmi er tilgreint á vef Nátt-
úrufræðistofnunar en það er af því
þegar bylgjupappi var lagður yfir ein-
angrun í vegg og síðan múrað yfir.
Húsþjófur hafði komið sér fyrir inni
í bylgjupappanum og mikill fjöldi af
óværunni skreið síðar út úr rafmagns-
dósum í húsinu. Rífa þurfti múrverk-
ið til þess að losna við kvikindin. Hús-
þjófurinn er 3 millímetrar á lengd.
Þroskaferlið frá eggi til fullorðinnar
bjöllu getur farið fram við 5–28°C og
rakastig yfir 40 prósentum. n
n Heimilið getur hýst ýmsar tegundir skordýra n Tíu tegundir óværu í skordýraheiminum og ráð gegn þeim n Veggjatítlan verst
Einum latté frá
milljónaauði?
Áhugafólk um neytendamál hef-
ur tekið nýrri bók Helaine Olen
fagnandi. Bók hennar kallast:
Pound Foolish: Exposing the
Dark Side of the Personal Fin-
ance Industry og hefur vakið
sterk viðbrögð frá því hún var
gefin út í janúarmánuði. Meðal
annars fékk hún mikið lof í síð-
asta tölublaði The Economist.
Í bókinni flettir Helaine ofan
af ráðum sem sérfræðingar innan
fjármálageirans gefa almúganum
en hafa enga þýðingu eða not fyr-
ir neytendur. Svo sem, græddur
er geymdur eyrir og að með því
að sleppa daglegum latté-bolla,
sé hægt að verða ríkur. Þeir sem
séu fátækir séu hreinlega ekki
nægilega agaðir. Þeir þurfi bara
að herða sultarólina enn frekar.
„Þvílíkt bull,“ segir Helaine í
hressandi bók sinni.