Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Page 22
Í vinsælustu raunveruleikaþáttum sjónvarpsins er fátt eins og það sýnist. Þegar skyggnst er á bak við tjöldin eru töfrarnir varla annað en lélegar brellur. Í sjónvarpsþáttunum The Biggest Loser er fólk í mikilli yfirþyngd látið ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar. Það er sett á strangt mataræði og í stífa líkamsrækt. Harkan og meinlætið er slíkt að það reynir verulega á sam- kennd áhorfandans. Í fyrstu þáttunum eru viðföngin í þáttunum brjóstumkennanleg þar sem þau eru látin hoppa fyrir fram- an áhorfandann með öll sín aukakíló. Látin gera erfiðar æfingar sem augljóst er að er þeim til minnkunar. Glögglega er sýnt fram á að líkamsástand þeirra er slæmt og saga þeirra sögð. Venju- lega er sagan hjartnæm, offitan kom til vegna tilfinningaviðbragða vegna áfalla, eineltis eða erfiðs uppvaxtar. Stundum vegna erfða eða fjölskyldu- sögu um offitu. Eftir því sem þáttunum vindur fram tekst þeim feitu æ meir að takast á við ofurkröfur þeirra grönnu og stæltu og aðdáun áhorfandans eykst. Eftir því sem þyngdarnálin á vigtinni fellur, verða húrrahróp aðdáendanna hærri. Fitnuðu fljótlega aftur Í fyrstu þáttaröðinni var sigurvegarinn Ryan Benson dáður vegna viljastyrks síns. Hann missti rúmlega 70 kíló. Hann var 170 kíló þegar hann tók þátt og náði þyngd sinni niður í 100 kíló. Í dag er Ryan 140 kíló. Og hann er ekki sá eini sem hefur þyngst eftir þátt- töku sína í The Biggest Loser. Versta tilfellið er sigurvegarinn í þriðju þáttaröð, Eric Chopin. Chop- in var 200 kíló þegar hann hóf þátt- töku og missti helming líkamsþyngdar sinnar. Þegar þáttaröðinni lauk þyngd- ist hann hins vegar á ógnarhraða og er í dag 180 kíló. Þetta virðist með ólíkindum þar sem þátttakendur breyta mataræði sínu og gera þar fyrir utan ekkert ann- að en stunda líkamsrækt á meðan þeir taka þátt. Þeir stunda ekki vinnu held- ur eru í ræktinni frá morgni til kvölds vikum saman. Átakið er hins vegar greinilega ekki til fyrirmyndar og hvers vegna ætti fólk þá að horfa á? Það er engum mögulegt að ná slíkum árangri til lengdar, og kannski sér í lagi ekki þeim sem hefur þurft að lifa þá niður- lægingu að vera til sýnis í bol sem á stendur stórum stöfum: Loser og meðtaka öskur og skammir frá grönnu fólki. Er þetta ekki nokkurs konar of- beldi? Í enn öðrum raunveruleikaþætti, Kitchen Nightmares, er gert út á veitinga staði sem er bjargað af blót- andi meistarakokki, Gordon Ramsay. Gordon fer í heimsóknir á við- bjóðslega veitingastaði og sýnir sömu ofbeldishegðun og öskrandi líkams- ræktarþjálfarnir í The Biggest Loser. Nema Gordon öskrar á illa stæða og sóðalega veitingahúsaeigendur í tvær vikur stanslaust, eða þangað til honum finnst matur þeirra hættur að bragðast eins og skólp. Þættir Gordon’s ganga út á björg- un. Gordon getur með skömmum sín- um og aðfinnslum sýnt þeim ljósið. Hann mætir á staðinn, öskrar og fljót- lega bregst fólk við niðurlægingunni með því að skrattast til að elda betri mat og þrífa með betri aðferðum. En hver er sannleikurinn? Blómstra þeir veitingastaðir sem Gordon Ramsay heimsækir? Nei, þeir fara á haustinn. Á árunum 2007 til 2009 „bjargaði“ Gordon 21 subbubúllum. Í dag eru aðeins tvær þeirra opnar. Þeir sem áður áttu bágt með rekstur og almennt hreinlæti skán- uðu ekki hætishót þótt til þeirra kæmi gargandi Skoti með nýjan matseðil og vel greitt hár. Í sumum tilfellum gátu kokkarn- ir hvort sem er ekki lesið. Í dag hefur hlutfallið skánað örlítið, um einn þriðji þeirra staða sem Gordon hefur heim- sótt er enn í rekstri. Ramsay heimsækir reyndar ekki stað nema hann sé svo til á barmi gjaldþrots en dýrar innréttingar og nýr matseðill skiptir litlu máli. Hann hefur aðeins frestað því óumflýjanlega. Flestir eiga ekki fyrir nýrri glæsieign Í þáttunum: Extreme Makeover: Home Edition byggir bjartsýnt teymi ný hús fyrir fólk sem hafa orðið undir í lífinu. Fjölskyldan er send í frí á meðan teymið góðviljaða annaðhvort byggir nýtt hús eða endurgerir hið gamla með miklum tilkostnaði við aðdáun áhorfenda sem eiga ekki orð yfir falleg- um góðverkum teymisins. Fjölskyldan glaða snýr aftur og tárast af gleði og all- ir fagna. Eða hvað? Í ljós hefur komið að mikill fjöldi þeirra sem hefur fengið ný og glæst- ari heimkynni hefur ekki haft ráð á að halda þeim til lengri tíma. Getur fjöl- skyldufaðir sem starfar á ruslahaug- um haldið í við greiðslur af fimm her- bergja glæsivillu þegar hann gat ekki borgað uppihald í tveggja herbergja lekri kjallaraíbúð? Sannleikurinn er sá að nýju heim- iliseigendurnir eru fljótlega sligaðir af nýjum og stökkbreyttum eignaskött- um og hærri hita og rafmagnsreikn- ingum. Ein fjölskyldan sagði sögu sína í fréttum. Þau höfðu fengið nýja íbúð þar sem kröfum fatlaðs sonar var bet- ur mætt. Áhorfendur táruðust af gleði, það gerði fjölskyldna líka, þangað til hún táraðist af áhyggjum yfir reikn- ingum. Þeim tókst ekki að halda við fjögurra herbergja glæsiíbúð sinni og þurftu að selja hana innan árs. n 22 Menning 25. febrúar 2013 Mánudagur Viltu spila? H enrik Petterson er skítleg- ur og andfélagslegur smá- glæpamaður sem hefur litla samkennd með samborgur- um sínum. Systir hans Rebecca er andstæða hans. Samviskusamur og sjálfsagaður lífvörður sem lifir fyrst fyrir samfélag sitt og lætur einkalíf- ið mæta afgangi. Bakgrunnur rithöfundar er áhuga verður. Anders de la Motte er yfirmaður öryggismála hjá al- þjóðlegu tölvufyrirtæki og starfaði áður hjá lögreglunni. Efni skáld- sögunnar Geim ber þess sterk- lega merki en hún fjallar einum þræði um stærstu samsæriskenn- ingar samtímans sem höfund- ur tengir á skemmtilegan máta við vinsæla tækni nútímans, leikjaöpp farsímanna en önnur aðalsögu- hetjan, hinn siðlausi Henrik, finnur farsíma og í gegnum hann er hon- um boðið að taka þátt í hættulegum en afar raunverulegum leik. Lesturinn er afar forvitnilegur, ætli leikir sem þessir séu til? Það er ekki svo ólíklegt. Tölvuleikir þar sem spilarar geta hagnast í raun- veruleikanum; fá borgað fyrir að spila? Hvað ef slíkir leikir færðust enn nær raunveruleikanum. Ver- kefnin leyst í raunheimum gegn borgun? Þessa viðskiptahugmynd hljóta glæpasamtök að hafa feng- ið fyrir löngu. Um þetta fjallar de la Motte. Söguþráðurinn er einfaldur, full einfaldur á köflum en þræl- skemmtilegur. Þeir þræðir sögunn- ar sem fjalla um heimilisofbeldi og erfiðan uppvöxt systkinanna eru skrifaðir af lítilli næmni og á klisju- kenndan máta. Á móti eru þeir kaflar er snúa að vangaveltum um leikinn, siðferði og samsæriskenningar frumlegir og vel skrifaðir. Þar hefur höfundurinn sjálfsagt betri þekkingu. Það má hiklaust mæla með Geim fyrir spennufíkla. Hún er grípandi og skemmtileg. Hún stenst hins vegar illa samanburð við skandinavískar spennusögur eins og þær gerast bestar, þar sem félagslegum raun- veruleika eru gerð góð skil. n Spennandi lestur Grípandi og frumleg en stenst illa samanburð við skandinavískar spennusögur eins og þær gerast bestar. Bækur Geim Höfundur: Anders de la Motte Útgefandi: Vaka Helgafell 387 blaðsíður Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Ofbeldi Þeir grönnu og stæltu öskra og skammast í þeim þungu. Falsaður veruleiki n Í vinsælustu raunveruleikaþáttum sjónvarpsins er fátt eins og það virðist Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is 150 þúsund bækur á tilboði Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefur verið haldinn frá árinu 1952, fyrst í Listamannaskálanum við Aust- urvöll og síðan hingað og þang- að um borgina þar sem rými hefur verið nægilegt. Það sem af er þessari öld hefur hann verið haldinn í Perlunni. Markaður- inn hefur aldrei verið stærri en í ár og markmiðið er að selja sem allra flestar þeirra 150 þúsund bóka sem þarna eru falboðnar á mjög hóflegu verði. Besta kyn- lífslýsing verðlaunuð „-Þarna? -Nei, hérna. -Hérna? -Já, þarna“ Auður Ava Ólafsdóttir fékk í gær Rauðu hrafnsfjöðrina fyr- ir bestu kynlífslýsingu ársins en hana er að finna í nýjustu bók rithöfundarins, Undantekn- ingin. Þetta er í sjöunda sinn sem Lestrarfélagið Krummi veit- ir þessa viðurkenningu. Kynlífslýsingar í bókum þykja oft nokkuð klaufalegar og furðulegar en dómnefnd Rauðu hrafnsfjaðrarinnar komst að þeirri niðurstöðu að Auður Ava hefði átt besta sprettinn. Kynlífslýsing í bók Braga Ólafssonar, Fjarveran, var einnig tilnefnd sem og lýsing Heiðrún- ar Ólafsdóttur í bókinni Á milli okkar allt og Jónu Guðmunds- dóttur í Limrubókinni. Sigurlýsing Auðar Övu er svohljóðandi: -Þarna? -Nei, hérna. -Hérna? -Já, þarna. Þá verður mér litið á skútu- myndina yfir rúminu og tek eftir manni sem stendur einsamall í flæðarmálinu undir skýjaflóka og sé ekki betur en yfir höfði hans hniti agnarsmár máfur hringi. Og ég finn ruggið undir skipsskrokknum og smurolíu- lyktina og grjóthart stálið við beran kviðinn, hvernig kaldir stálboltarnir þrýstast inn í bert holdið. Ég loka augunum með saltbragðið á tungunni. Þegar því er lokið, dreg- ur hann að sér höndina með akkerinu, leggst á koddann sín megin og horfir upp í loftið. Ég veit að hann er vakandi en ég horfi ekki á hann og hann lítur heldur ekki á mig. Öskrandi Skotinn bjargar engu Flest fyrirtækjanna sem Gordon Ramsay heim- sækir fara þrátt fyrir allt á hausinn. Missa hús sín Í Extreme Makeover fá illa stæðar fjölskyldur nýjar vistarverur. En tapa þeim fljótt aftur vegna stökkbreyttra skatta. Ryan Benson Eftir The Biggest Loser 2005 og Benson í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.