Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 4
4 Fréttir 10. júní 2013 Mánudagur
Málið til skoðunar innan HÍ
n Aðstoðarrektor Bifrastar ósáttur við ummæli sviðsstjóra HÍ
Í
umfjöllun DV á föstudag um að
nám við Háskólagáttina á Bifröst
uppfylli ekki inntökuskilyrði í Há-
skóla Íslands var haft eftir Þórði
Kristinssyni, sviðsstjóra kennslumála
HÍ, að ekki væri verið að vinna að
samantekt upplýsinga um inntöku-
skilyrði í HÍ fyrir Bifröst. Jón Ólafsson,
aðstoðarrektor á Bifröst, sagði hins
vegar að verið væri að vinna í mál-
inu. Í greininni kom fram að greinilegt
ósamræmi væri á milli upplýsinga frá
skólunum tveimur um málið. Jón vill
að það komi fram að hann er búinn
að vera í sambandi við forseta hug- og
félagsvísindasviða við HÍ um að tekn-
ar verði saman upplýsingar um hvaða
viðbótarkröfur nemendur af Háskóla-
gátt Bifrastar þurfa að uppfylla til að
komast inn í HÍ. DV hefur undir hönd-
um staðfestingu á þeim samskiptum.
Jón gerði athugasemd við um-
mæli Þórðar í tölvupósti. Fékk DV
afrit af póstinum sem Þórður svar-
aði. Í svarinu segir meðal annars:
„Þessi bréf eru til skoðunar á viðkom-
andi fræðasviðum, en ekki hefur ver-
ið fjallað um þau í kennslunefndum
fræðasviðanna, né heldur í miðlægri
stjórnsýslu háskólans eða kennslu-
málanefnd háskólaráðs. Ef viðkom-
andi fræðasvið telja rök til þess að
gera breytingar á reglum um form-
leg inntökuskilyrði í einstakar deildir,
þá eru slík erindi send til umfjöllun-
ar í stjórn fræðasviðs og síðan til há-
skólaráðs, ef ákveðið er að leggja til
breytingar.“
Málið er því skammt á vegið komið
innan stjórnsýslu háskólans, en það
er í skoðun. Er það hér með áréttað. n
Fjölskyldudeilur um
framtíð hvalaveldis
B
irna Björk Árnadóttir, hlut-
hafi í Hval hf. og barnabarn
eins af stofnendum félags-
ins, skrifaði harðorða grein
í Fréttablaðið í síðustu viku
þar sem hún leggst eindregið gegn
hvalveiðum. Færir hún rök fyrir því
að hvalveiðar séu tímaskekkja og
sverti orðspor Íslands á alþjóðavett-
vangi. Þá bendir hún á að allt kjötið
sé flutt út og ekki fullunnið á Íslandi.
Birna er dóttir Árna Vilhjálms-
sonar heitins sem gegndi stjórnar-
formennsku í Hval hf. um árabil
og var aðaleigandi félagsins ásamt
Kristjáni Loftssyni, einum stórtæk-
asta útgerðarmanni landsins. Birna
og systur hennar, þær Auður Kristín
og Ásdís, erfðu stóran hlut í félaginu
af föður sínum.
Vildu skipta upp félaginu
Á aðalfundi Hvals hf. í síðustu viku
lagði hluthafi, sem ekki tilheyrir fjöl-
skyldunni, fram tillögu þess efn-
is að félaginu yrði slitið. Hann hélt
því fram að hvalveiðarnar stæðu
ekki undir sér og að afurðir seldust
illa vegna hamla á heimsmörkuðum
með hvalkjöt. Samkvæmt Viðskipta-
blaðinu komu tveir þriðju hluti tekna
Hvals til vegna annars reksturs en
sölu hvalkjöts árið 2011.
Á fyrrnefndum fundi lagði Auður
Kristín Árnadóttir fram breytingar-
tillögu um að félaginu yrði ekki slitið
heldur skipt í tvo hluta: annars vegar
hvalveiðihluta og hins vegar fjár-
festingarhluta. Var tillagan felld.
Hvorki Birna né Auður vildu tjá sig
neitt um málið við DV en Birna stað-
festi þó að enginn einhugur væri um
það meðal hluthafa hvernig haga ætti
framtíð Hvals hf.
Ljóst er að Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi félags-
ins ræður þar langmestu og fylgja
honum flestir að málum. Ekki náðist í
hann við vinnslu fréttarinnar.
„Hvalveiðiþrjóska“ Kristjáns
Árni Vilhjálmsson, faðir Auðar og
Birnu, starfaði með Kristjáni Lofts-
syni í fjölda ára og áttu saman bæði
Hval hf. og HB Granda. Fór Árni með
stjórnarformennsku í báðum félög-
um en eftir að hann lést í mars tók
Kristján við af honum.
Birna beinir spjótum að viðskipta-
félaga föður síns í grein sinni og skrif-
ar: „Eins og staðan er í dag er aðeins
einn maður sem hefur það í hendi sér
hvort þessar langreyðar verða veidd-
ar eða ekki. Mikið vildi ég óska að
hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku
og fyndi kröftum sínum og fjármun-
um annan farveg. Braggabyggðin í
Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin
bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri.“
Klofið útgerðarveldi
Hvalur hf. er að stærstum hluta í eigu
Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, en
það er í meirihlutaeigu tveggja fjöl-
skyldna, annars vegar systkinanna
Kristjáns Loftssonar og Birnu Lofts-
dóttur og hins vegar afkomenda
Vilhjálms Árnasonar, skipstjóra og
stofnanda fyrirtækisins. Venus er um-
svifamikið félag og á meðal annars
hlut í Sundt-Air Iceland, Hampiðj-
unni og HB Granda.
Dótturfélag Hvals hf er Vogun sem
fer með um 40 prósenta eignarhlut í
HB Granda. Greint var frá því í apríl
að fjölskyldurnar tvær fengju greidd-
ar samtals um 300 milljónir króna
í arðgreiðslur frá HB Granda. Sam-
kvæmt heimildum DV er hart deilt
um framtíð fiskveiðiveldisins þessa
dagana og hver höndin uppi á móti
annarri. n
Umdeild iðja Víða
í heiminum þykja
hvalveiðar andstyggi-
legar og óréttlætanlegar.
n Kristján Loftsson með tögl og hagldir n Erfingjar vildu skipta upp félaginu
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Mótfallin hvalveiðum Erfinginn Birna Björk
Árnadóttir leggst eindregið gegn hvalveiðum.
Hvalveiðikóngur Kristján Loftsson er einn
stórtækasti útgerðarmaður landsins.
„Mikið vildi ég óska að
hann léti af þessari
hvalveiðiþrjósku
Unnið að lausn? Jón Ólafsson er að skoða hvað gera þurfi til að nemendur Háskólagátt-
ar Bifrastar verði gjaldgengir í HÍ.
Þjófur í
Frostaskjóli
Karlmaður fór stelandi um bún-
ingsklefa 3. flokks karla í KR-
heimilinu á miðvikudaginn síð-
astliðinn. Maðurinn nýtti sér
tækifærið á meðan strákarnir öttu
kappi við KA úti á vellinum og stal
ýmsum verðmætum. Meðal þeirra
var áletrað úr sem einn KR-ingur-
inn hafði fengið í fermingargjöf frá
ömmu sinni og afa, og hélt mik-
ið upp á að sögn föður hans, Jóns
Þórs Víglundssonar. Auk úrsins
stal þjófurinn símum, fatnaði og
tónlistarspilurum. Jón segir fjár-
hagslegt tap ungu strákana mikið.
Tjónið er þó ekki einungis fjár-
hagslegt. „Tilfinningalegt tjón af
því að missa fermingarúrið (er)
mest,“ segir Jón Þór á Facebook-
síðu sinni og bætir við í samtali
við DV: „Nafn sonar míns er áletr-
að á úrið, og er það því verðlaust
fyrir þjófinn. Það hefur hins vegar
ómetanlegt tilfinningalegt gildi
fyrir son minn.“
Eftirlitsmyndavélar KR-heim-
ilisins náðu þjófnum á mynd, er
hann gekk út úr búningsklefan-
um með ránsfenginn. Hann var
klæddur í ljósar buxur, ljósa peysu
og dökkt vesti yfir. Jón Þór skorar á
þjófinn að skila úrinu verðmæta.
Geri hann það, verði engir eftir-
málar af hans hálfu.
„Það er ömurlegt að ungir og
saklausir drengir lendi í einhverju
svona,“ segir Kristinn Kjærnested,
formaður knattspyrnudeildar KR,
um málið. Að sögn Kristins hafa
þjófnaðir af þessum toga verið
að færast í aukana. „Maður hefur
heyrt af nokkrum svona tilfellum
núna á stuttum tíma,“ segir hann
og bætir við að þjófnaðurinn verði
kærður til lögreglu.