Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Page 8
8 Fréttir 10. júní 2013 Mánudagur Í umhverfisúttekt DV í helgarblaði 7.–9.júní var fjallað um íslenska vatnið og hvort það væri jafn ör- uggt og óspillt og íslenska þjóð- in hefur trúað. Í greininni var yf- irlit yfir nýleg umhverfisspjöll sem flest skrifast á lítið eftirlit eða slæ- leg vinnubrögð. Fráveitumál bæjar- félaga eru til að mynda víða í ólagi. Saurgerlamengun í sjó veldur maga- kveisum og hefur orðið til þess að ráðið h efur verið gegn því að synda í sjónum eða halda siglinganámskeið. Sjórinn er til þess of mengaður. Í drögum að stöðuskýrslu um vatna svæði Íslands verður í fyrsta sinn gerð tilraun til að fá heildar sýn yfir þau áhrif sem mengandi efni, jafnt frá iðnaði og íbúum, hafa á vatn og líf ríki. Í drögunum kemur fram að víða ríki óvissa um mengun og lítið af gögn um og rannsóknum um efnið. Óvissa um stærsta forðabúr Reykvíkinga Árni Finnsson, formaður náttúru- verndarfélags Íslands, telur að ým- islegt hafi batnað þegar kemur að mengun og ástandi náttúrunnar. „Álag mannsins á náttúruna er stöð- ugt að aukast. Loftslagsbreytingar, ofveiði og súrnun sjávar hafa sam- legðaráhrif. Við getum ekki vitað hvað gerist en vísindamenn benda á að líf- ríki sjávar á heimsvísu sé undir miklu álagi,“ segir hann og bætir við að í dag sé ekki sami sveigjanleiki til staðar og var til að bregðast við áföllum. Hann segir Íslendinga ofmeta öryggið og vanmeta hætturnar. „Það hafa orðið ákveðnar breytingar á tærleika Þing- vallavatns,“ segir hann og bendir á að Þingvallavatn sé stærsta forðabúr Reykvíkinga með drykkjarvatn. Hann er ósáttur við veginn sem lagður var yfir Lyngheiði og telur hann hafa skaðleg áhrif. „Þetta var gert þrátt fyrir allar viðvaranir. Þessi ákvörðun sýnir bara hvað þeir eru ófyrirleitn- ir þessir gæjar,“ segir Árni og nefn- ir Guðna Ágústsson sérstaklega en hann átti sæti í Þingvallanefnd þegar ákvörðunin var tekin. „Guðni hafði ekkert annað erindi þarna en að sjá til þess að þessi vegur færi í gegn. Honum gat ekki staðið meira á sama um afdrif Þingvallavatns. Ég held að slík afstaða, eða afstöðuleysi sem er afstaða í sjálfu sér, hafi verið nokkuð áberandi.“ Ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir Árni telur eftirlit með mengandi starfsemi vera í þokkalegu lagi hér- lendis. „En svo gerast svona hlut- ir, Kópavogslækur verður hvítur og menn vita ekkert hvað gerðist. Ég held að það sé meira og meira um þetta. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir. Þó við séum nokkuð færri, þá erum við náttúrulega bæði hluti af umheiminum og svo erum við mjög módern í okkar mengunar- starfsemi.“ Árni segist ekki geta sagt til um hvort sjálfseftirlit fyrirtækja sé nægilega gott. „ Það er erfitt að segja, það hefur verið boðskapurinn svo- lítið frá hægri mönnum að það þurfi að hemja eftirlitsiðnaðinn eins og þeir kalla það. Þeir láta í veðri vaka að þetta sé baggi á þjóðfélaginu að hafa eftirlit með því að hlutirnir fari vel fram.“ Forsendur fyrir undanþágum brostnar Hann heldur því fram að forsendur Íslendinga fyrir því að fá undanþág- ur frá ýmsum mengunarreglugerð- um til dæmis varðandi sorpbrennslu séu brostnar. „Ég held að það hafi verið ákveðið áfall fyrir Umhverfis- stofnun og ráðuneytið þegar menn sáu að þessi árátta Íslendinga til að biðja alltaf um undanþágur því þeir væru svo sérstakir og landið svo hreint væri ekki réttmæt,“ segir hann og bætir við að Íslendingar verði að beita jafnströngum reglum og gert er í Evrópusambandinu. Gleymska einkennandi Árni segir ýmsa áhættuþætti vegna framkvæmda hafa verið þekkta allt frá upphafi. „Landsvirkjun varaði til dæmis við því í matsskýrslu að Kárahnjúkavirkjun myndi breyta líf- ríkinu í Lagarfljóti. Svo gangast þeir við því og það virkar eins og gott „PR- trick“ því þeir eru svo heiðarlegir. Svo kom í ljós að rennslið hefur ver- ið miklu meira vegna þess að hlý- indin voru meiri en gert var ráð fyr- ir.“ Árni segir gleymsku einnig vera einkennandi og fólk oft ekki sjá að sér fyrr en það finni áhrifin á eigin skinni. „Hvað á maður að segja, I told you so?“ spyr hann. Erum enn að gefa stórum bílum séns Árna finnst Íslendingar almennt taka of stóra sénsa þegar kemur að um- hverfismálum. „Við erum enn að gefa stórum bílum séns, fólki finnst nánast glæpsamlegt að rukka meira fyrir þá. Svo er talað um að þessi ríkisstjórn sem nú tekur við ætli að lækka bensíngjöldin,“ segir hann og bætir við að sér finnist það ótrúleg heimska. „í fyrsta lagi þarf ríkiskass- inn á þessum peningum að halda og í öðru lagi hefur það sýnt sig að eftir að þau settu þessi álög þá kaupir fólk eyðslugrennri bíla og það er náttúru- lega gott fyrir alla.“ Hægfara slys hættulegust Árni hefur áhyggjur af langtíma öryggi landsmanna. „Ef við hugs- um til lengri tíma þá hlýtur öryggi Íslands vegna loftslagsbreytinga, súrnunar sjávar og breytinga og álags á lífríki sjávar að vera verulegt áhyggjuefni,“ segir hann og útskýr- ir að þeim mun meiri sem súrnunin verði því meiri hætta sé á að lífríki sjávar geti ekki staðið undir þeirri kalkmyndun sem þarf að vera. „Það eru þessi stóru hægfara slys sem eru hættulegust,“ segir Árni. Hann telur Íslendinga ekki hugsa nægi- lega mikið um þessi mál en telur að ýmislegt megi gera til úrbóta. „Ég held það þyrfti að kynna þennan vanda, þannig að fólk geri sér bet- ur grein fyrir því hvað súrnun sjávar er hættulegt mál, það þarf að auka menntun og ríkisstjórnin þarf að sýna málaflokknum aukinn áhuga,“ segir hann og bætir við að það skipti miklu að almenningur sé meðvit- aður. Árni telur sig sjá jákvæða þró- un í þá átt. „Mér hefur fundist þessi umræða um sorpbrennslustöðv- arnar harðari en hefur verið og svo er komin fram kynslóð fjölmiðla- fólks sem lætur sig umhverfismál varða,“ segir hann og bætir við: „Um leið og stjórnmálamenn átta sig á því að almenningur er að taka þessi mál til sín og krefst þess að unnið sé í þeim, þá bregðast þeir mögulega við“. Höfum við nægilega sterka innviði? Auður H. Ingólfsdóttir alþjóðastjórn- málafræðingur og lektor við Háskól- ann á Bifröst, veltir því fyrir sér hvort innviðir samfélagsins séu nægilega sterkir. „Við teljum Ísland vera hreint og ómengað land og landið hef- ur þá ímynd erlendis en aðalástæð- an fyrir því að við höfum verið hrein er fámennið. Á síðustu árum er hins vegar farið að reyna meira á um- hverfismálin, og spurning hvort við höfum nægjanlega sterka innviði til að koma í veg fyrir mengun og meng- unarslys.“ Víða gloppur í eftirltiskerfinu „Á síðustu misserum hafa verið að koma upp ýmis mál sem gefa vís- bendingar um að það séu ákveðnar gloppur í utanumhaldi og eftirliti hjá okkur,“ segir hún og nefnir til dæm- is díoxínmengun frá Sorpbrennslu á Ísafirði. Þeir voru með undanþágu frá tilskipun Evrópuráðsins um með- höndlun sorps og fengu því leyfi til að hafa brennslu. Það sama gilti um Vestmannaeyjar og Kirkjubæj- arklaustur. „Svo kom upp úr kafinu að það var mikil mengun í kringum brennsluna á Ísafirði og ekki hafði verið fylgst nógu mikið með því.“ Hún nefnir einnig dæmi um aflþynni- verksmiðjuna Becromal við Akur- eyri en þar létu starfsmenn Kastljós vita af of mikilli losun fyrirtækisins af vítissóda-menguðu vatni. „Ein- hvernveginn fóru þessi mál fram- hjá eftirlitsaðilum. Þau komu upp á svipuðum tíma og gáfu ákveðn- ar vísbendingar um að eftirlitsmálin væru ekki í nægilega skýrum farvegi hjá okkur. Það getur verið að þau séu það á pappír en það voru einhverjar brotalamir í reynd.“ Togstreita milli ríkisstofnana og sveitarfélaga Auður telur að ákveðin togstreita ríki milli ríkisstofnana og sveitarfélaga og stundum óljóst hver beri ábyrgð á hverju. „Ríkisstofnanir eiga að hafa yfirumsjón með eftirliti og svo eru heilbrigðiseftirlit á vegum sveitarfé- laganna. Það er kerfi í gangi sem á að tryggja að allt sé í lagi en í ljósi þeirra mála sem upp hafa komið má spyrja hvort kerfið virki.“ Hún segir sérstak- lega áhugavert að skoða verkaskipt- ingu eftirlitsaðila og hversu vel gangi að samræma eftirlitið. Jafnframt seg- ir hún sveitarfélög almennt mega gefa umhverfismálum aukinn gaum. Oft séu þau upptekin af atvinnumál- um og sum þeirra smæstu hafi ekki burði til að hafa sérstaka umhverfis- fulltrúa. „Það skiptir máli að sveitar- félögin taki umhverfismál alvarlega og fari að sýna frumkvæði á þessu sviði. Að þau bíði ekki bara eftir skipunum frá Umhverfisstofnun og geri bara það sem þau komast upp með að gera og ekkert meira. Þetta er auðvitað misjafnt milli sveitarfé- laga en almennt tel ég vera heilmikið rými til að færa þessi mál ofar á for- gangslistann.“ Auður segir Íslendinga eiga að hafa bolmagn til að sporna við stað- bundnum umhverfisvandamálum. „Ísland er frekar ríkt land, lýðræðis- ríki og með frekar sterkan stofn- anastrúktúr, því ætti þetta að vera hægt.“ Hún segir ýmislegt hafa breyst á síðustu áratugum en þó séum við enn að glíma við ákveðið viðhorf. „Það er enn algengt hugarfar að við séum svo hrein og ómenguð og þurf- um ekkert að hafa fyrir því að halda því þannig.“ n Ofmetum öryggið og vanmetum hætturnar Árni Finnsson er ósáttur við veg sem hefur verið lagður yfir Lyngheiði. „Það hafa orðið ákveðnar breytingar á tærleika Þingvallavatns,“ segir hann og bendir á að Þingvallavatn sé stærsta forðabúr Reykvíkinga með drykkjarvatn.“ n Breytingar á tærleika Þingvallavatns n Stærsta forðabúr Reykvíkinga með drykkjarvatn Ísland ekki lengur hreint og ómengað Arnhildur Hálfdánardóttir blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is 20 Úttekt 7.–9. júní 2013 Helgarblað Eitraður sjávarúði vEldur magakvEisum Í sland hefur lengi verið frægt fyr­ ir hreinleika. Við höldum því stolt fram að hér sé hafið hreint við land, loftið heilsusamlegt og náttúran óspillt. Þegar við kom­ um heim frá útlöndum skrúfum við fegin frá krananum og teygum ís­ lenska vatnið, full öryggis. Upp á síðkastið hefur ýmislegt átt sér stað sem gefur tilefni til að íhuga hvort þessi hreinleiki sé sjálf­ sagður og hvort landið okkar sé jafn óspillt og látið er í veðri vaka. Olíu­ slys verður á vatnsverndarsvæði, vistkerfi Lagarfljótsins reynist að hruni komið, sjósund er bannað vegna saurgerlamengunar og vís­ indamenn tala um að súrnun sjáv­ ar sé tvöfalt hraðari á norðurslóð­ um en í hlýrri sjó nær miðbaug. Ný skýrsla væntanleg – óvissa um ástand Í fyrra voru 19 spilliefnaflutningar um vatnsverndarsvæðið í Heið­ mörk. Fráveitumál eru víða ófull­ nægjandi og skólp fer óhreinsað í sjó og drög að skýrslu um um­ hverfisálag sýna að talsverð óvissa ríkir um mengun. Í vatnalögum, settum árið 2011, er kveðið á um að Umhverfisstofn­ un annist stjórnsýslu á sviði vatns­ verndar í samráði við Heilbrigð­ isnefndir sveitarfélaga. Í kjölfar reglugerðarinnar var farið að flokka vatnshlot eftir gerðum og er nú unnið að undirbúningi vistfræði­ legrar flokkunar. Þá hefur Um­ hverfisstofnun safnað og skráð upplýsingar um mengunarálag á vatnshlot vegna álagsgreiningar. Stofnunin lagði í desember á síð­ asta ári fram drög að stöðuskýrslu um vatnasvæði Íslands. Skýrslan verður sú fyrsta sinnar tegund­ ar en með henni er gerð tilraun til að fá heildarsýn yfir þau áhrif sem mengandi efni, jafnt frá iðnaði og íbúum, hafa á vatn og lífríki þess. Í þessum drögum segir að stór hluti vatns hérlendis sé ómengað og í góðu ástandi. Þó kemur fram að á nokkrum stöðum séu vatns­ hlot (eining vatns) undir umtals­ verðu álagi eða mögulega undir álagi vegna mengunar. Það er raun­ ar einkennandi fyrir drögin að enn ríkir óvissa víða um mengunará­ stand og áhrif ýmissa mengunar­ valda á umhverfið. Fátækleg gagnasöfnun Jóhanna Björk Weisshappel, sér­ fræðingur hjá Umhverfisstofnun segir upplýsingarnar sem fram koma í drögunum vera samantekt á mælingum sem gerðar hafa verið og að enn sé verið að safna gögnum. „Gagnasöfnun hefur ekki farið fram kerfisbundið fyrr en eftir að tilskip­ un Evrópusambandsins um vatn var innleidd,“ segir hún og bæt­ ir við að taka verði drögunum með vissum fyrirvara „Upplýsingarnar í drögunum eru ekki endanlegar og ýmislegt gæti breyst í endanlegri skýrslu sem kemur út í lok ársins, við eigum til dæmis eftir að fá gögn um svæði þar sem nú ríkir óvissa um álag og sumstaðar gæti ástandið hafa batnað meðal annars vegna úrbóta í fráveitumálum.“ Drögin eru enn í kynningu og getur fólk gert við þau athugasemdir á síðunni www. vatn.is fram til 7. júní. Saurgerlamengun og affallsvatn virkjana Jóhanna segir saurgerlamengun vegna óhreinsaðs skólps vera helsta álagsvaldinn hérlendis en þó sé fleira sem geti valdið álagi á lífríkið. „Þar má nefna mengun frá gömlum urðunarstöðum og í af­ fallsvatni jarðvarmavirkjana. Verið er að skoða hvort staðbundið álag sé á vatn frá landbúnaði og sumar­ húsabyggðum vegna áburðarnotk­ unar og rotþróa. Auk þess er vitað að aðrir þættir valda álagi á vatn, þá helst vatnsaflsvirkjanir, þveran­ ir fjarða og efnistaka úr ám,“ seg­ ir hún og bætir við að verið sé að skoða áhrif á vistfræði vatnshlota sem hluta af álagsgreiningu og ástandsflokkun. Baneitraður Dallækur Hún segir að Umhverfisstofnun muni bregðast við þeim málum sem ekki eru í lagi. „Sé svæði metið undir álagi mun Umhverfisstofnun leggja fram tímasetta aðgerðaáætl­ un í samvinnu við sveitarfélög, fyr­ irtæki og hagsmunaaðila varðandi úrbætur og mun fara fram kostn­ aðargreining í því sambandi,“ segir Jóhanna. Þau svæði þar sem álag er of mikið miðað við umhverfismörk verða merkt sem slík í endanlegri stöðuskýrslu en Jóhanna segir þó ekki líklegt að varúðarmerkingar verði við svæðin sjálf. Eitt þessara svæða er Dallækur en í hann renn­ ur mengað affallsvatn frá Kröflu­ virkjun. Vatnið inniheldur með­ al annars skaðleg efni á borð við arsen, ál og kvikasilfur. Breytingar hafa orðið á sýrustigi vatnsins í læknum og tegundafjölbreytileiki minnkað. Þá sígur affallsvatnið frá virkjuninni einnig niður í grunn­ vatn og getur þaðan hugsanlega borist í Mývatn. Bannað að synda vegna saurgerla Samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp frá 1999 á að hreinsa allt skólp áður en því er veitt í sjó. Í mörgum bæjarfélögum er skólp þó enn leitt beint út í sjó, án nokkurr­ ar hreinsunar. Í sjó við Akureyri, Ísafjörð, Siglufjörð og Húsavík er mikil saurgerlamengun. Skólp frá sláturhúsinu á Húsavík er til dæm­ is veitt beint í sjóinn og litar það sjóinn stundum rauðan á haustin. Áður var saurgerlamengun einnig mikið vandamál í Keflavík og þurfti þess vegna að banna sjósund á Ljósanótt í fyrra. Skólplögnin það­ an var lengd í fyrrahaust og í janú­ ar mældist mun minni saurgerla­ mengun þar en áður. Klóaksmengun í pollinum Á Akureyri hefur víða mælst meng­ un, meðal annars á Höepfners­ bryggju þar sem Siglingaklúbb­ urinn Nökkvi er með aðstöðu. Jóhanna segir ástæðurnar vera þær að allt skólp frá Akureyri fer óhreinsað í sjóinn. Þar að auki hafi verið nokkuð um rangtengingar skólplagna innarlega í bænum. Jóhanna segir Nökkva hafa feng­ ið ábendingar frá heilbrigðis­ eftirlitinu um að ekki sé ráðlegt að vera með siglinganámskeið á svæð­ inu. Rúnar Þór Björnsson, formað­ ur Nökkva kannast ekki við það og segist sannfærður um að sjórinn á svæðinu sé ekki heilsuspillandi. „Við vitum af þessari klóaksmeng­ un í Pollinum en ástandið hefur lagast mikið og er alltaf að skána. Þetta er bara brotabrot af því sem var,“ segir hann og bætir við að þegar hann var að byrja á seglbrett­ um þarna árið 1986 hafi allt skólp af Brekkunni og úr Innbænum ver­ ið leitt út í sjó skammt frá athafna­ svæði klúbbsins. „Þá var maður alltaf í sjónum og ég man eftir því að hafa séð hvílíka jammið þarna, þeir tímar eru löngu liðnir. Ég hef engar áhyggjur af þessu, ástandið var mun verra og er alltaf að skána.“ Rúnar segir Nökkva munu halda áfram að sigla þarna. Hann vonast samt til að sjórinn verði hreinni. „Þeir hjá bænum eru búnir að lofa að gera þetta vel,“ segir hann og bætir við að það standi til að taka í notkun aðstöðu á öðrum stað á Pollinum. „Það eru margar ástæður fyrir því, en meðal annars að hafa þessa hluti í betra lagi,“ segir hann. Frestirnir löngu liðnir Jóhanna segir þá fresti sem þessi bæjarfélög höfðu til að bæta frá­ veitumál sín löngu liðna. Hún nefn­ ir dæmi um ástandið á Akureyri og segir breytinga þörf. „Það þarf að fara að hreinsa skólpið. Heilbrigðis­ eftirlitið hefur verið að berjast í þessu en Akureyrarbær hefur dregið lapp­ irnar,“ segir hún og bætir við að bær­ inn hafi nú enn og aftur frestað því að setja upp skólphreinsistöð og það sé slæmt. „Skólpið er ekki einu sinni grófhreinsað,“ segir hún og útskýrir að það hafi í för með sér að sjá megi fljótandi klósettpappír og úrgang í sjónum. „Það getur ekki verið gaman fyrir ferðamenn í hvalaskoðun eða strandsiglingum,“ segir hún. Fram­ kvæmdum við lengingu fráveitu­ lagnar í Sandgerðisbót við Akureyri lauk í janúar en Jóhanna segir það ekki hafa nægileg áhrif til bóta. Ekki fullnægjandi lausn Helgi Már Pálsson bæjartæknifræð­ ingur hjá Akureyrarbæ segir að í nú­ gildandi framkvæmdaáætlun bæj­ arins sé gert ráð fyrir að vinna við skólphreinsistöð hefjist árið 2017. „Stöðin ætti þá að vera farin að virka árið 2018 og fráveitumálin hjá okk­ ur þar með orðin lögum samkvæmt. Endanlegum frágangi yrði síðan lok­ ið 2019,“ segir Helgi og bætir við að áætlunin sé endurskoðuð árlega og því gæti framkvæmdinni verið flýtt eða henni seinkað. Hann seg­ ir ástandið ekki vera ásættanlegt og tekur undir orð Jóhönnu Bjark­ ar Weisshappel um að framlenging fráveitulagnarinnar í Sandgerðisbót sé ekki nóg. „Þetta er klárlega mjög til bóta en ekki fullnægjandi lausn,“ segir hann. Helgi segir ástandið hjá Siglingaklúbbnum Nökkva og á Poll­ inum almennt hafa lagast talsvert við þær endurbætur sem gerðar hafa verið á því svæði. „Frá því í janúar höfum við mælt saurkólímengun og skráð veðurfars­ aðstæður á svæðinu í byrjun hvers mánaðar og þær hafa komið ágæt­ lega út,“ segir hann og útskýrir að áður hafi mælingar verið gerðar mun sjaldnar eða aðeins einu sinni á ári fram til ársins 2012 þegar mæl­ ingum var fjölgað á innanverðum Pollinum. Þá segir hann þá meng­ un sem þá mældist hafa verið meðal annars vegna staðbundinna vanda­ mála í Innbænum, sem unnið sé í að lagfæra. „Það er yfirfall í dælu­ stöð í Hafnarstræti og það rennur út um það og í Pollinn þegar álag er mikið á kerfið. Til dæmis í hláku. Það er búið að tvöfalda götulögnina í Aðal stræti að mestu leyti, en flest öll húsin í götunni eru enn með ein­ falt lagnakerfi.“ Hann segir stefnu bæjarins vera að koma í veg fyrir að skólpmengað fráveituvatn fari um þetta yfirfall. „Við ætlum okkur að halda Pollinum alveg hreinum allt árið um kring.“ Skólplykt á Siglufirði Á Siglufirði hefur verið mikil lykt­ armengun þar sem skólplögn fer á þurrt þegar fjara er. Þórarinn Hann­ esson, íþróttakennari og formaður Ungmennafélagsins Glóa á Siglu­ firði segir þetta hvimleitt vandamál. „Það er verið að vinna í þessu núna en þetta er mjög leiðinlegt, sérstak­ lega fyrir þá sem búa þarna nálægt.“ Hann segir að nýverið hafi verið lagður þarna göngustígur enda fall­ egt svæði og fjölskrúðugt fuglalíf. „Vonandi stendur til bóta með lykt­ ina,“ segir hann. Saurgerlamengaður sjávarúði veldur magakveisu Á höfuðborgarsvæðinu er skólp hreinsað og leitt nægilega langt út í Faxaflóann að mati Jóhönnu. Þar er því, samkvæmt drögunum, lítið álag n Klósettpappír og saur á Pollinum á Akureyri n Sjósund bannað vegna saurgerla Íslenska vatnið — öruggt og óspillt? Arnhildur Hálfdánardóttir blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is „Menn voru hér um bil farnir að drekka smurolíu á tímabili Baneitraður Dallækur Í hann rennur mengað affallsvatn frá Kröfluvirkjun. Vatnið inniheldur meðal annars skaðleg efni á borð við arsen, ál og kvikasilfur. úttekt 21 Helgarblað 7.–9. júní 2013 i lli kureyri Sjósund bannað vegna saurgerla frá meginlögnum skólps á strandsjó. Saurgerlamengun getur valdið magakveisum hjá fólki og segist Jó­ hanna hafa heyrt að á mjög meng­ uðum svæðum, geti magakveisa herjað á fólk þegar vindur stendur af hafi og ber með sér saurgerlameng­ aðan sjávarúða. Mengunarhætta frá urðunarstöðum Ákveðin mengunarhætta er frá urðunarstöðum, einkum ef engar botnþéttingar eru undir þeim. Frá þessum stöðum geta mengunarefni á borð við þungmálma borist í grunn­ vatn, ferskvatn og strandsjó. Þetta einkennir helst eldri urðunarstaði á borð við Gufunes í Grafarvogi og Geirsnef í Elliðaárós. Á eldri urðunar­ stöðum var ýmislegt urðað sem ekki er leyft að urða í dag, til dæmis raf­ geymar og rafspennar en þeir inni­ halda þungmálma og þrávirk lífræn efni sem safnast upp í lífverum. Umhverfisstofnun hefur sam­ kvæmt drögunum talsverðar áhyggj­ ur af spilliefnamóttökunni Kölku. Fráveituvatn frá Kölku fer í gegn­ um olíuskilju og er síðan leitt í móa í grenndinni. Þá er aska frá Kölku geymd óvarin í haugum á athafna­ svæði og líklegt að yfirborðsvatn mengi grunnvatn. Starfsmaður Kölku segir svæðið sem askan berst í ekki lengur vatnsverndarsvæði: „Verndarsvæðið var fært eftir að Kaninn lak olíu í það. Menn voru hér um bil farnir að drekka smurolíu á tímabili.“ Hann segir að verið sé að vinna í mengunarmálum og að fyrirtækið eigi í góðu samstarfi við Umhverfis­ stofnun. „Það eru nýir aðilar teknir við rekstrinum og allir af vilja gerð­ ir til að bæta sig og fara eftir lögum og reglum. Þessi mál eiga því ekki að vera óleyst áfram.“ Hann segir jafn­ framt að askan sem um ræðir sé ekki sú eitraðasta. „Þetta eru aðallega af­ gangar úr heimilissorpi. Eitraðasta askan, er ekki látin blása út um allt, hún er sekkjuð og síðan keyrð héð­ an og urðuð í Ásnesi. Svo er verið að kanna hvort senda megi eitthvað til Noregs,“ segir hann og bætir við að helsta verkefnið núna sé að setja vatnsheldar hettur á sekkjuðu ösk­ una þannig að ekki geti rignt á hana og mengun borist með regnvatni í grunnvatn. Olía á vatnsverndarsvæðum Fyrr í þessum mánuði varð olíuslys í Bláfjöllum. Festingarbúnaður bilaði á þyrlu sem flytja átti 600 lítra olíu­ tank frá Bláfjallaskála að Þríhnúka­ gíg. Afleiðingarnar voru þær að tankurinn féll til jarðar á malarpl­ ani við Bláfjallaskála og olían lak. Hefði slysið orðið aðeins fjær skál­ anum hefði olían getað sigið nið­ ur í grunnvatn og þannig komist í vatnsból í Heiðmörk og Kaldárbotn­ um. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis hafði gefið leyfi fyrir flutningunum. Hreinsunarstarf hófst strax og gekk vel. Þá var vökt­ un á neysluvatni aukin tímabundið í kjölfar slyssins. Þetta er ekki fyrsta mengunar­ slysið á verndarsvæðinu en olíuslys varð þar árið 2007 þegar flutninga­ bíll rakst á grjót með þeim afleiðing­ um að 300 lítrar af dísilolíu láku á veginn. Þá líkt og nú tókst að hreinsa olíuna upp og þótti mildi að hún skildi ekki fara út í hraunið. Farnar fylgdarferðir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfis­ stjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að fá þurfi leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu til að flytja olíu yfir vatnsverndarsvæð­ ið. Þá er óskað eftir fylgd og annast starfsmaður Orkuveitunnar fylgdina. Í fyrra voru farnar 19 fylgdarferðir en stundum er fylgd neitað. „Það er metið hverju sinni og fer meðal annars eftir færð og aðstæðum,“ segir Hólmfríður. Orkuveita Reykjavíkur hefur í kjölfar slyssins gert athugasemdir við starfsemina við Þríhnúkagíg og hef­ ur til dæmis, í erindi til fyrrverandi umhverfisráðherra, bent á að áform rekstraraðila ferðaþjónustunnar þar um að geyma talsvert magn af olíu í ólekavörðum plasttönkum samræm­ ist ekki starfsleyfi þeirra. Þá hefur Orkuveitan óskað eftir því að Umhverfisráðuneytið fari yfir málið og dragi af því lærdóm. „Það er ljóst að horft verður til þeirra ör­ yggisregla sem eru í gildi og kannað hvort þurfi að endurskoða þær,“ seg­ ir Hólmfríður. Veruleiki dagsins í dag Daglega fara að jafnaði um 300 bíl­ ar um Bláfjallasvæðið og þar af eru alltaf nokkrir stórir bílar; rútur, gröf­ ur, steypubílar og snjóruðningstæki. Hver þeirra gæti verið með 400–500 lítra tank,“ segir Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðis­ eftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs­ svæðis, sem segir það einnig áhyggju efni að Suðurlandsvegur sé inni á vatnsverndarsvæðinu. „Þar aka á annan tug olíubíla á hverjum einasta degi, sumir með allt að 32 rúmmetra af olíu.“ Páll segir óljóst hvaða afleiðingar alvarlegt meng­ unarslys myndi hafa. „Við vær­ um í mjög vondum málum. Það er ekki hægt að fullyrða að vatnsbólin yrðu ónýt en það þyrfti að leggjast í miklar rannsóknir og hreinsunar­ aðgerðir. Alvarleiki slyss færi mjög eftir staðsetningu, magni og við­ brögðum,“ segir hann og bendir á að minni slys séu einnig hættuleg. „Ef einhver ákveður að kenna ung­ lingnum sínum að keyra í Heiðmörk og bíllinn fer útaf er honum sjaldn­ ast efst í huga að hafa samband við heilbrigðiseftirlit eða vatnsveitu, hann hringir einfaldlega í vini sína og biður þá um að draga sig upp.“ Árið 2012 mat Orkuveitan það svo að helstu áhættuþættir á vernd­ ar svæð inu væru umferð um Blá­ fjalla veg og vegina í Heið mörk. Umferð in hefur aukist síðustu ár og upp hafa komið hugmyndir um að takmarka hana. Á einum stað ligg­ ur Heiðmerkurvegur beinlínis yfir brunnsvæði. „Hefði ekki verið veg­ ur þarna í fyrndinni hefði aldrei ver­ ið lagður vegur á þessu svæði,“ segir Hólmfríður. Hún flutti nýverið er­ indi á málþingi um vatnsvernd þar sem hún lýsti yfir áhyggjum sínum af auknu álagi á vatnsverndarsvæð­ ið. Þá sagði hún jafnframt að að­ gangur fólks að neysluvatni ætti að ganga ofar öðrum hagsmunum en fram hafa komið ýmsar hugmynd­ ir um framkvæmdir á vatnsverndar­ svæðinu, til dæmis tvöföldun Suður­ landsvegar. Vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk hefur verið talsvert í fréttum upp á síðkastið vegna slæmrar umgengni. Hundar hafa gengið lausir nærri brunnsvæðum og gengið þar örna sinna, þrátt fyrir bann. Þá hefur það komið ítrekað fyrir að kveikt hafi verið í bílflökum á svæðinu en af því stafar augljós mengunarhætta. Vöktun fer eftir íbúafjölda Páll Stefánsson segir vöktun á neyslu vatni vera góða. „Við erum alls staðar langt fyrir neðan mörk­ in í efnastyrk mengandi efna og bara hending ef loftborin efni finn­ ast í vatnsbólum.“ Hann segir eftir­ lit með verndarsvæðum einnig vel viðunandi. „Brunnsvæði eru af­ girt og enginn má koma þangað nema fulltrúar vatnsveita. Þá er far­ ið reglulega um svæðið og ef okk­ ur berast ábendingar eða kvartanir förum við og hreinsum.“ Hann seg­ ir þó ómögulegt að fylgjast með al­ menningi. „Við verðum að sýna fólki ákveðið traust. Eftirlitsmyndavélar þjóna engum tilgangi í þessu sam­ hengi, fólk fer ekki út í móa og hellir viljandi niður olíu.“ Heilbrigðisnefnd heldur skrá yfir allar mælingar og fylgist þannig með þróun á ástandi vatnsgæða í tíma. Ólíkar reglur gilda um eftirlit með vatnsveitunum á höfuðborgar­ svæðinu eftir því hversu mörgum íbúum þær þjóna. Þrjár vatnsveitur afla vatns fyrir höfuðborgarsvæðið þó vatnsbólin sjálf séu fleiri. Orku­ veita Reykjavíkur þjónar Reykja­ vík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi og þar eru tekin örverusýni um það bil þrisvar í viku. Vatnsveita Kópa­ vogs þjónar Kópavogi og Garðabæ og Vatnsveita Hafnarfjarðar þjónar Hafnfirðingum. Þessar tvær síðar­ nefndu þjóna undir 50 þúsund manns og eru örverumælingar gerð­ ar þar vikulega eða aðra hverja viku. Taka þarf visst mörg sýni á ári til að uppfylla gildandi reglugerðir og seg­ ir Páll að vatnsveitur séu stöðugt að taka sýni. „Það eru tekin öll sýni sem þarf að taka og líklega fleiri. Sýna­ töku er dreift jafnt yfir árið,“ seg­ ir hann. Mælingar á styrk ýmissa mengandi efna eru gerðar fjórum sinnum á ári úr vatnsbóli Reykvík­ inga en að minnsta kosti einu sinni úr hinum vatnsbólunum tveimur. Páll segir að starfsmenn heilbrigð­ iseftirlits Hafnafjarðar og Kópa­ vogssvæðis fái rannsóknarteymi íslenskra orkurannsókna til að ann­ ast stórar efnasýnatökur með sér. „Það hljómar einfalt að taka sýni, en auðvelt að klúðra því með röngum vinnubrögðum,“ segir hann. Þar sem íbúar eru á milli 500 og 5.000 eru tekin sýni til örverurann­ sókna fjórum sinnum á ári en til efnagreininga einu sinni á ári. Heil­ brigðiseftirlitið hefur ekki reglu­ bundið eftirlit með vatnsveitum sem þjóna færri en 50 manns. Vatns­ veiturnar hafa þó samkvæmt leið­ beiningum Samorku um innra eft­ irlit minni vatnsveita, mánaðarlegt eftirlit með vatnsgeymum og árlegt eftirlit með vatnsverndarsvæðum. Myndi vilja sjá margt öðruvísi „Við vildum gjarnan hafa ýmsa þætti öðruvísi en þeir eru. Betri stjórn á auðlindinni og betri stjórn á nýtingunni. Það væri gott ef skipulagið væri skynsamlegra og minna um hættulega vegi,“ segir Páll og bætir við að sér finnist vanta tals­ vert upp á þekkingu. „Heilbrigðis­ nefndir á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir því árum saman að farið verði út í meiri jarðfræðirannsókn­ ir á þessu svæði til að menn geti skilið flæðið betur og þannig verið fljótari að meta áhrif mengunaró­ happa og grípa til aðgerða,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að til sé ágætt reiknilíkan sem líki eft­ ir grunnvatnsflæði á vatnsverndar­ svæðum höfuðborgarsvæðisins þá gætu verið ákveðnir veikleikar í lík­ aninu. „Í grundvallaratriðum er vit­ að hvaða grunnvatnsstraumar fæða einstök vatnsból en líkan verður aldrei betra en gögnin í líkaninu og mitt mat er að það mætti gjarnan styrkja það á ákveðnum stöðum,“ segir hann. n Framhald á úttekt DV á vatns-öryggi verður birt í mánudags-blaði DV þann 10.júní. Bílflak í Heiðmörk Það er ekki hægt að fullyrða að vatnsbólin yrðu ónýt en það þyrfti að leggjast í miklar rannsóknir og hreinsunaraðgerðir. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa þurft að fjarlægja nokkur bílflök sem skilin hafa verið eftir í Heiðmörk. Kveikt hafði verið í sumum þeirra. MYND: OrkuVeitaN. Saurgerlar í sjávarúða Geta valdið magakveisum. „Akureyrarbær hefur dregið lappirnar „Skólpið er ekki einu sinni grófhreinsað Úttekt í helgarblaði DV þann 7. júní bls 20–21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.