Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Qupperneq 15
Hann kom heim
með slæm sár
Ég tengist ekkert
majónesfyrirtækinu
Þú rassskellir ekki hálf-
fullorðinn einstakling
Aldís Sigurðardóttir um son sinn eftir hvíldarinnlögn. – DVHannes hótar að hætta að kaupa majónes. – DVLóa Pind Aldísardóttir um son sinn. – DV
,,Takk fyrir að greiða fyrir mig atkvæði!“
Spurningin
„Ég er ekki ástfangin af neinum.“
Brynja Sigurðardóttir
15 ára
Nemi
„Já, ég er yfir mig ástfanginn, en
það er flókið mál.“
Kiljan Vincent Paoli
18 ára
Nemi
„Nei, ég er ekki ástfanginn.“
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
21 ára
Listnemi
„Nei, nema í sjálfri mér!“
Berglind Björg Guðmundsdóttir
17 ára
Vinnur í bakaríi
„Nei, ég er ekki ástfangin af
neinum.“
Guðlaug Hróbjartsdóttir
17 ára
Aðstoðarklippari
Ertu
ástfangin/n?
1 „Farið til fjandans. Ykkur skortir sómakennd“
Haukur Már Helgason játaði á sig kyn-
ferðisofbeldi og segist hafa upplifað
félagslega útskúfun.
2 Lóa Pind: Satt best að segja vildi ég heldur að hann færi
að vinna
Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir
ræddi um son sinn í helgarblaði DV.
3 Fjögurra ára skaut föður sinn til bana
Lögregluyfirvöld í Arizona í Bandaríkj-
unum segja að fjögurra ára drengur hafi
skotið pabba sinn.
4 Ólöf fékk skammarbréf frá nágrönnum
Ólöf Nordal býr nú í Genf og bloggar um
þá upplifun sína.
5 Unnur Birna trúlofuð Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lög-
fræðingur og fegurðardrottning hefur
trúlofast sínum heittelskaða, Pétri
Rúnari Heimissyni.
6 Grýtti eggjum í Simon Cowell í beinni útsendingu
Víóluleikarinn Natalie Holt stal senunni
í lokaþætti hæfileikakeppninnar
Britain’s Got Talent.
7 Háskólagáttin dugar ekki í HÍ Nám við Háskólagátt á Bifröst uppfyllir
ekki inntökuskilyrði HÍ.
Mest lesið á DV.is
Þ
að er mikil formfesta og hefð-
ir sem tengjast þingsetningu
og gerir hana mjög hátíðlega
og eftirminnilega. Alþingis-
mönnum var fyrirlagt að mæta
stundvíslega klukkan 13:10 í and-
dyrið fyrir framan gömlu þingdyrn-
ar. Dyrnar eru ekki lengur notað-
ar og er yfir þeim slagbrandur sem
tekinn er frá við sérstök tækifæri
eins og þingsetningu og opinber-
ar heimsóknir. Skömmu áður hafði
sprengjuleitarhundur lögreglunnar
farið um anddyrið. Þetta var svartur
fallegur og vinalegur Labrador
hundur. Hið ofurnæma þefskyn
hundsins hefur þannig verið þjálfað
til að tryggja öryggi okkar mann-
fólksins.
Búið var að koma upp óeirða-
girðingu á Austurvelli, en fátt fólk
var þar samankomið, enda allt
í beinni útsendingu í Sjónvarp-
inu. Að baki girðingunni stóðu þó
nokkrir ESB andstæðingar með
kröfuspjöld. Sem betur fer rík-
ir sátt meðal þjóðarinnar sem bíð-
ur með eftirvæntingu eftir að nýja
ríkisstjórnin okkar hefjist handa.
Athygli mína vakti könnun daginn
áður sem sýndi að bæði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra og Bjarni Benediktsson fjár-
mála- og efnahagsráðherra njóta
víðtæks traust á meðal kjósenda.
Það finnst mér þeir verðskulda.
Forsetinn leggur línurnar
Það var ys og þys í gamla þing-
anddyrinu og mikil hátíðarstemn-
ing í lofti. Nú var að para menn
saman eftir réttu prótókolli. Fyrst
komu forseti Íslands ásamt bisk-
upi Íslands, þá dómkirkjuprestur
og svo formenn stjórnarflokk-
anna, ráðherrar og þingmenn. Á
slaginu 13:30 voru dyrnar opn-
aðar og hópurinn gekk fylktu liði
til kirkju. Einhverjir höfðu á orði
að vonandi yrðu engin egg í þetta
skiptið og það stóðst sem betur fer.
Allir voru prúðbúnir og veðrið svo
yndislegt að það var hægt að ganga
án yfirhafnar út í Dómkirkju. Ég
fékk þann heiður að ganga við hlið
hins reynda þingmanns Péturs H.
Blöndal sem ég hef lengi dáðst að
fyrir rökfestu og hvað honum er lag-
ið að hugsa út fyrir boxið.
Athöfnin í Dómkirkjunni var
stutt en afar hátíðleg. Dómkirkju-
prestur þjónaði fyrir altari og
biskup predikaði. Fyrsti sálmur-
inn sem sunginn var reyndist vera
uppáhaldssálmurinn minn „Heyr
himnasmiður“ eftir Kolbein Tuma-
son, ortur rétt fyrir Víðinesbardaga
haustið 1208.
Aftur var snúið til þinghússins
og forseti Íslands las upp forseta-
bréf og setti formlega 142. löggjafar-
þing. Í kjölfarið flutti hann ræðu um
ESB sem mér fannst ekki vera í hans
verkahring, heldur utanríkisráð-
herra eða forsætisráðherra, þótt ég
væri sammála inntakinu. Svo talaði
forsetinn um hvernig best væri að
fara að í stjórnarskrármálum; það
er að halda núverandi stjórnar-
skrá en gera á henni nauðsynlegar
breytingar. Á ný var ég sammála,
en mér fannst forsetinn ganga full
langt í að leggja hinu háa Alþingi
pólitískar línur.
Rangur atkvæðahnappur
og vatni hellt
Þá var komið að annarri mjög mik-
ilvægri stund í lífi nýs þingmanns,
en það var að undirrita drengskap-
arheiti að stjórnarskránni. Það heiti
gaf ég fúslega ákveðin í að standa
við það, sama á hverju dyndi. Þegar
kom að fyrstu atkvæðagreiðslunni,
kosningu forseta Alþingis, gerðist
hins vegar nokkuð óvænt. Þannig
var að vinstra megin við mig sat
félagi minn og flokksbróðir Brynjar
Níelsson. Atkvæðahnappar eru á
hverju borði, hægra megin, en ein-
hvern veginn var ég búin að horfa
fast á hnappana vinstra megin við
mig og einsetja mér að ýta á þá
takka, þegar gefið yrði merki um
að greiða ætti atkvæði. Það gerði
ég samviskusamlega og var nokkuð
snör í snúningum. Ég var ekki fyrr
búin að ýta á hnappinn, en Brynjar
segir við mig í góðlátlegum stríðn-
istóni: „Takk fyrir að greiða fyrir mig
atkvæði!“ Þetta kom þó ekki að sök
því síðan greiddi ég atkvæði með því
að ýta á minn eigin atkvæðahnapp.
Á undirbúningsfundinum fyr-
ir nýja þingmenn nokkrum dögum
áður, hafði mér orðið á að reka mig
í vatnsglasið mitt þannig að vatn-
ið flaut um þinggólfið, og nú var
það þessi uppákoma. Klaufaskap-
ur minn í þingsalnum reið því ekki
við einteyming. Við vatnsuppákom-
unni var hins vegar brugðist hratt
og örugglega, sem mér sýnist vera
aðalsmerki starfsmanna þingsins.
Við þingmenn mættum svo sannar-
lega hafa þau sem fyrirmyndir í okk-
ar störfum. Ekki leið nema andar-
tak þangað til Guðlaugur Ágústsson
yfir þingvörður var kominn til mín og
rétt mér klút svo lítið bar á þannig
að ég gæti þurrkað upp vatnspoll-
inn af fögru viðargólfi þingsalarins.
Eigum við ekki að segja að fall sé
fararheill.
Bæjarferð Börnin á Laugarborg áttu notalega bæjarferð í þokkalegasta sumarveðri á miðvikudag. Veðrið hefur leikið við fólk fyrir norðan og austan en verið heldur breytilegra
sunnanlands. Í dag verður þó einmuna blíða, víðast hvar, ef fer sem horfir. Mynd SigtRygguR aRiMyndin
Umræða 15Mánudagur 10. júní 2013
Kjallari
Elín Hirst