Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 10. júní 2013 Mánudagur Kaffisopinn lengir lífið n Minnkar líkur á krabbameini og elliglöpum N ew York Times gerir kaffi- drykkju ítarleg skil í blaði sínu þann 9. júní og grein- ir frá rannsóknum sem leiða í ljós heilsufarslegan ávinning þess að drekka kaffi. Vísað er í rannsókn sem gerð er af Krabbameinsstofn- un Bandaríkjanna, þar voru kannað- ar heilsufarsupplýsingar 400 þúsund einstaklinga á aldrinum 50–71 árs sem eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega hraustir. Rannsóknin hófst árið 1995 og árið 2008 höfðu 50 þúsund látist. Í gögnum rannsóknarinnar mátti sjá að þeir karlmenn sem drukku 2–3 bolla af kaffi á dag voru 10 prósent líklegri til að vera á lífi en þeir sem drukku ekki kaffi. Konur voru 13 pró- sent líklegri til að vera á lífi. Í úttekt NY Times var einnig vísað í aðrar rannsóknir. Til að mynda þær sem gefa til kynna að kaffidrykkja minnki líkur á sykursýki, húðkrabba- meini, krabbameini í blöðruháls- kirtli og að konur veikist aftur af brjóstakrabbameini. Síðast en ekki síst má leiða lík- ur að því að kaffidrykkja minnki all- verulega líkur á því að fólk þjáist af gleymsku og elliglöpum. Í úttekt NY Times kemur fram að vísinda- menn telja að það sé ekki eingöngu virka efnið koffín sem sé ráðandi hvað þetta varðar. Þetta kom í ljós þegar gerð var rannsókn á músum sem voru ræktaðar til þess að þróa með sér Alzheimer-sjúkdóminn í há- skólanum í Suður-Flórída. Þær mýs sem fengu eingöngu kaffi gekk verr á minnisprófum en þeim sem fengu kaffi ásamt öðru. n V ið höfum aldrei verið hræddar inni á Litla-Hrauni og lítum á þetta sem upp- byggilegt verkefni,“ segja þær Dagný Bjarnadóttir, lands lags arkitekt og Hildur Gunnars- dóttir, arkti tekt, sem eru í forsvari fyrir hönnunar verkefnið FANG sem eru úti hús gögn smíðuð af föngum á Litla-Hrauni. Þær hanna hvor sína vöru undir sama vörumerki. Bera saman bæk- ur sínar og stefna að vörulínu með ákveðnum samhljóm. Fyrsta verkefnið var garðbekkur sem nefnist Drumbur og er kominn í framleiðslu. Þann hannaði Dagný úr stórri Alaskaösp og nýtir þar einn trjábol í tvo bekki. Auk þess sem hún er að leggja lokahönd á bekk sem nefnist Sveifla sem er hægt að nota stakan eða raða tveimur eða fleiri saman í slöngulaga línu. Hildur hef- ur þróað legubekk sem nefnist Folda sem er hægt að stilla á mismunandi hátt og er á leið í framleiðslu. Uppbyggileg verkefni fyrir fanga í afplánun Vörumerkið hefur að sögn þeirra Dagnýjar og Hildar breiða merkingu sem þær útskýra nánar: „Þarna er ver- ið að vísa í bæði fangelsi, faðm, fóstur og afurðir úr nytjaskóg í grennd.“ Hugmyndin að nýta verkstæði Litla-Hrauns er upphaflega frá Hildi komin. Lokaverkefnið hennar frá arki- tektaskólanum í Kaupmanna höfn var hönnun fangelsis og í kjölfarið sat hún í dómnefnd vegna samkeppni um fangelsið á Hólmsheiði. Hún þekkir því vel til innviða fangelsa og hve mikilvægt það er að hafa upp- byggileg verkefni fyrir fanga í afplán- un. Hana fannst vanta skapandi ver- kefni í fangelsin á Íslandi og þegar hún bar hugmyndina undir Dagnýju kom hún strax með hugmynd um nýtingu grisjunar viðar. „Markmið- ið er að skapa verðmæti úr íslenska skógarviðnum og byggja upp þekk- ingu á verkstæðum Litla-Hrauns,“ út- skýrir Dagný sem hefur sjálf lengi haft áhuga á að nýta íslenskan grisjunar- við í sinni hönnun. En hún sótti nám- skeið hjá Skógræktarfélagi Árnesinga, um húsgagnasmíði úr skógarvið og hafði þannig kynni af efniviðnum. Innlent ferli Hugmyndafræðin á bak við hönnun- ina er mikilvægur þáttur að sögn þeirra Dagnýjar og Hildar og vistvæn nálgun spilar stórt hlutverk. „Ferlið er allt ein hringrás sem byrjar á inn- lendum efnivið úr næsta nágrenni. Þetta þýðir að flutningsleiðir stytt- ast sem dregur úr útblæstri og verð- mætasköpunin er úr íslensku hrá- efni, efniviðurinn getur einnig gengið aftur í sína náttúrulegu hringrás, þar sem viðurinn er einungis sveppa- varinn en ómeðhöndlaður að öðru leyti,“ segja þær. Stálið sé hinsvegar innflutt, eins og allur annar unninn málmur, sem mun á endanum skila áframhaldandi verðmætum í endur- vinnsluferli. Mannskemmandi að hafa ekkert að gera Þær segja reynsluna hafa verið já- kvæða að öllu leyti og allir hafi tekið hugmyndinni fagnandi. Skógræktar- félag Árnesinga útvegaði efniviðinn og verkstæði Litla-Hrauns lauk við smíðina. „Við höfum langmest verið í sam- bandi við verkstjórana og finnum að það er reynt að halda vel utan um fangana. Þeir eru aðstoðaðir við að sækja nám og/eða annað uppbyggi- legt,“ segir Dagný og bætir við að hennar upplifun sé að stefnt sé að betrunarvist, ekki refsivist. „Sama hvar fólk er statt í lífinu, það er mannskemmandi að hafa ekkert við að vera. Okkar von er að þetta ver- kefni geti stytt stundir í afplánun og vonandi falið í sér einhvern lærdóm á sama tíma,“ útskýrir hún og segir nánar frá reynslu sinni. „Ég tek hatt- inn ofan fyrir þeim sem eru að reyna að vinna uppbyggingarstarf í fang- elsunum við erfiðar aðstæður,“ segir Dagný og heldur áfram: „Margrét Frí- mannsdóttir hefur unnið mjög gott starf sem forstöðumaður fangelsisins og þarna eru sem dæmi – margir að taka próf og standast þau í fyrsta sinn á ævinni.“ Eitt af markmiðum verkefnis- ins er að hluti hagnaðar renni í upp- byggingarsjóð fanga eftir afplán- un. Í kjölfar samtals við Sr. Hrein S. Hákonarson fangelsisprest, var svo ákveðið að stofnaður yrði sjóður fyr- ir börn fanga í afplánun og láta einnig hluta af hagnaðnum renna þangað. Sóma sér vel í náttúru Íslands Húsgögnin myndu öll sóma sér vel í náttúru Íslands á sinn látlausa hátt. Auk þess sem þær stöllur gætu vel hugsað sér húsgögnin jafnt á opin- berum svæðum sem og í einkagörð- um og við sumarbústaði. „Við bind- um vonir við að ríki og sveitarfélög vilji styðja verkefnið með vali sínu á útihúsgögnum. Auk þess væri hægt að nýta grisjunarvið frá þeim í smíð- ina,“ leggja þær til og benda á fleiri kosti: „Varan er innlend framleiðsla þar sem leitast er við að auka verð- gildi viðarframleiðslu. Auk þess sem hún er vistvæn að öllu leyti sem skipt- ir miklu máli til framtíðar.“ Framund- an er hönnun á heilli vörulínu sem mun smám saman líta dagsins ljós. Bekkurinn Drumbur er hins vegar nú þegar kominn í sölu í Garðheimum og einnig má leita til Jóhanns Helga og co. sem er með umboðssölu. Dag- ný tekur einnig við fyrirspurnum beint í síma 820 5355 eða á netfangið dagny@dld.is. Bekkinn er hægt að sjá og prófa í Norræna húsinu í dag þar sem ráð- stefna um ferðamannastaði er að hefjast. n Rut Hermannsdóttir Tveir til þrír bollar á dag Kaffidrykkjan virðist vera þjóðráð í ljósi rannsókna á heilsufarsáhrifum kaffis. n Skapandi verkefni í fangelsum n Verðmæti úr íslenskum skógarvið Útihúsgögn smíðuð af föngum á Hrauninu Á „Drumbi“ Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt og Hildur Gunnarsdóttir, arktitekt, eru í forsvari fyrir hönnunarverkefnið FANG. Fyrsta verkefnið var garð- bekkur er nefnist Drumbur og er kominn í framleiðslu. Cronut æði í New York Fyrirbærið cronut, er nýjasta æðið í sætu bakarísfæði. Cronot er sam- bræðingur úr croissant og donut, eða franskra smjörhorna og venju- legra kleinuhringja. Það er bakarinn, Dominique Ansel, sem hefur fengið einkaleyfi á sætabrauðinu og eru biðraðirn- ar úr bakaríinu hennar í New York og fjöldi blaðagreina um sæta- brauðið til marks um að hreint æði sé runnið á borgarbúa. Cronut hringirnir eru fylltir með sultu eða eggjakremi og með sykurbráð og skrauti og minna helst á hringlaga vínarbrauð. Hannar skó og töskur Sarah Jessica Parker hefur ásamt George Malkemus, hjá tískuhúsi Manolo Blahnik, hannað sína eig- in skó- og töskulínu. Vörurnar eru nú í framleiðslu og munu fást í verslunum Nord- strom á næsta ári. Sarah vill að vörurnar verði á góðu verði og að vinnuafl sem vinni að fram- leiðslunni njóti góðs aðbúnaðar og kjara. Poppkorn er heitasta snarlið Poppkorn er klassískt snarl en hefur þó gengið í gegnum endur- nýjun lífdaga síðustu misseri. Á börum í Soho í London þykir ekki lengur móðins að stilla fram hnet- um í skál. Þess í stað fá bjórþyrst- ir gestir popp með skemmtilegum bragðtegundum, popp með hvítu súkkulaði og berjum, papriku og pipar-popp eru meðal nýstárlegra útgáfa af poppi í Soho. Það er tiltölulega einfalt að bragðbæta poppkorn. Best er að velta poppinu heitu úr krydd- blöndu. Sumir setja heitt popp- ið í poka með bragðefnunum og hrista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.