Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Síða 27
Fólk 27Mánudagur 10. júní 2013
„Hún bara hvarf“
n Töframaðurinn Einar Mikael týndi dúfunni sinni, Maríu
É
g er búinn að leita alls stað
ar. Hún er ekki uppi í erminni
minni. Hún bara hvarf,“ segir
töframaðurinn Einar Mikael um
dularfullt hvarf einnar dúfu sinnar,
Maríu. „Hún María hefur verið týnd
síðan á fimmtudaginn, ég var með
vinafólk í heimsókn hjá mér og eflaust
hefur hún flogið út um opnar dyr án
þess að við höfum tekið eftir því,“ seg
ir hann og segist hafa auglýst eftir
Maríu með öllum tiltækum ráðum.“
Einar Mikael á tvær dúfur sem
hann notar í atriðum sínum, þau
Prins og Maríu, og hefur eytt dágóð
um tíma í að þjálfa þær.
Hann var í meistaranámi í töfra
fræðum við við Hogwarts School of
Witchcraft and Wizard sem hann
lauk síðasta sumar og þar æfði hann
sig í dúfutöfrabrögðum og sjón
hverf ingum. Hann keppti síðan
með þeim Maríu og Prins á sérstöku
töframóti sem haldið var af alþjóð
legum samtökum töframanna eða
FISM, sem stendur fyrir The Féd
ération Internationale des Sociétés
Magiques, á þriggja ára fresti. Það
er því ljóst að hvarf Maríu er mikið
óhapp fyrir töframanninn.
„María er konan hans Prins og
þau eru uppistaðan í töfraveldi mínu
svo ég legg allt kapp á að finna hana,“
segir Einar Mikael að vonum frem
ur hvekktur yfir hvarfinu. „Hún er
mjög gæf, svo ef einhver kemur auga
á hana þá ætti að vera fremur auðvelt
að ná henni,“ segir hann vongóður. n
kristjana@dv.is
Barnalán
hjá Rósu og
Kristjáni
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hjá
Vinstri Grænum og Kristján Guy
Burgess sem starfar sem sér
fræðingur í utanríkisráðuneytinu
eiga von á sínu öðru barni. Fyrir
á Rósa dóttur á barnsaldri svo að
fjölskyldan sem búsett er í Vest
urbænum blómstrar. Rósa Björk
og Kristján tóku saman fyrir
nokkrum árum síðan en þekkt
ust vel áður enda samtíða í MR.
V
ið erum ekki að flytja heim
af því það gekk illa í Noregi,
segir Davíð Sigurgeirsson
unnusti Jóhönnu Guðrún
ar Jónsdóttur um flutning
þeirra heim frá Noregi. „Þvert á móti
gekk mjög vel að byggja upp feril
inn. Hún mun halda áfram að fljúga
út og byggja á því sem við komum
af stað úti. Við erum einfaldlega að
flytja heim af því við söknuðum fjöl
skyldu og vina og viljum vera hér
nálægt þeim.“
Prufukeyrsla
Jóhanna Guðrún er með norskan
umboðsmann sem hún hefur þekkt
í fjölda ára, og taldi viturlegt að færa
sig nær honum um tíma og það var
ein aðalástæðan fyrir því að parið
ákvað að freista gæfunnar í Noregi.
„Það eru tækifæri hér sem við ætl
um að prófa og sjá hvort það gangi
vel. Þetta er svona prufukeyrsla hjá
okkur,“ útskýrði hún í viðtali um
flutningana við DV: „Við erum ung
og það eru fullt af möguleikum hér.
Ef maður nýtir sér þá rétt þá getur
ýmislegt gerst,“ bætir hún við.
Vesen að flytja á milli landa
Davíð segir þau hafa nýtt möguleik
ana vel það ár sem þau bjuggu í Nor
egi og það hafi verið góð hugmynd
að flytja þangað. Nú kemur parið sér
hins vegar fyrir í heimabæ Jóhönnu
Guðrúnar í Hafnarfirði. Gámurinn
frá Noregi kom fyrir helgi og þegar
blaðamaður ræðir við Davíð er hann
að bera kassa inn á heimili þeirra.
„Við komum heim á sunnudaginn
síðasta, það er nú dálítið vesen að
flytja svona á milli landa,“ segir Dav
íð og hlær en sagði þau fá góða hjálp.
Hundarnir í einangrun
Jóhanna Guðrún og Davíð eru barn
laus og Davíð segir ekkert planað
hvað það varðar. Þau eiga hins vegar
tvo hunda sem þeim þykir afskap
lega vænt um. „Já, þau Bjartur og
Díva eru í fjögurra vikna einangrun
eftir flutninginn frá Noregi. „Þetta
er dálítið langt, en það er ekkert við
þessu að gera,“ segir hann og segir
þau sakna hundanna.“
Þau söknuðu Íslands á með
an dvöl inni stóð. „Það var æðislegt
að vera úti,“ segir Davíð. „Í raun
inni vorum við búin að leggja mjög
hart að okkur úti og vinna í málun
um hennar Jóhönnu en þegar leið
á árið var þetta komið á það stig að
það skipti ekki lengur máli hvort Jó
hanna væri í Noregi eða á Íslandi.“ n
kristjana@dv.is
Ekkert flopp í Noregi
n Söknuðu fjölskyldu og vina n Jóhönnu gengur vel í Noregi n Flutt í Hafnarfjörðinn
Ástfangin Davíð og
Jóhanna Guðrún eru
innilega ástfangin og
samheldið par. Engar
barneignir eru fyrirhug-
aðar á næstunni en þau
hafa unnið ötullega að
ferli Jóhönnu Guðrúnar
úti í Noregi.
„ Í rauninni vorum
við búin að leggja
mjög hart að okkur úti.
Uppistaðan í töfra-
veldinu „María er konan
hans Prins og þau eru
uppistaðan í töfraveldi
mínu svo ég legg allt kapp
á að finna hana,“ segir
Einar Mikael töframaður.
María Ef einhver sér töfradúfuna Maríu er
ráð að hafa samband við Einar Mikael.
Kona Mikaels í
Þjóðleikhúsið
Listaháskóli Íslands brautskráði
nemendur frá skólanum á há
tíðarsamkomu sem haldin var
í Borgarleikhúsinu síðastliðinn
laugardag.
Að þessu sinni útskrifuðust
rúmlega 140 nemendur en það er
fjölmennasti útskriftarhópur frá
upphafi. Meðal þeirra sem útskrif
uðust var Elma Stefanía Ágústs
dóttir sem er nú útskrifuð leik
kona. Elma er eiginkona Mikaels
Torfasonar, ritstjóra á 365 miðlum,
og var hann að vonum ákaflega
stoltur af sinni frú sem er nú þegar
búin að landa föstu starfi hjá Þjóð
leikhúsinu.
Hvött til að
fara lúshægt
Eva María Jónsdóttir fjölmiðla
kona er öflugur hlaupari en lét sig
vanta í Kvennahlaupið í ár.
Ástæðan: Höfuðlús. „Á mað
ur að deila lífi sínu á feisbúkk?
Hvernig finnst fólki að heyra sann
leikann? Kemst ekki í kvenna
hlaupið. Ástæða: Höfuðlús,“ til
kynnti Eva María á Facebook.
Hennar ektamaður, Sigurpáll
Scheving, vildi þó hvetja hana
áfram þrátt fyrir allt: „Þú get
ur farið á lúsarferð eða lúshægt
eða lúskrað á einhverjum.“ Benti
hann á.