Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Síða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 17. júlí 2013 Samkvæmt starfandi sund­ laugaverði í Laugar dals lauginni er aðsókn Íslendinga mun minni en í fyrra en túristar koma ennþá í hrönnum. „Túristarnir eru nátt­ úrulega svo rosalega stór partur af sumartraffíkinni og þeir bóka sig yfirleitt með hálfsársfyrirvara; vita ekki hvernig þetta virkar,“ segir sundlaugavörðurinn, sem vill síður láta nafns síns getið, og heldur áfram. „En það er vafa­ laust minni aðsókn en í fyrra, enda var þetta bara algjört rugl þá. Einn daginn komu 6 þúsund manns í sund. Ég held að það sé hægt að fullyrða að það eru tölu­ vert færri gestir þetta sumarið,“ segir vörðurinn sem kennir fáum sólardögum um. n Kaffihús tapa á leiðinlegu veðri n Lægstu hitatölur frá árinu 1993 n Meiri úrkoma og minni sól n Blíða á Austurlandi Trausti Jónsson Íslenskir veðurfræðingar eru sjaldan boðberar gleðilegra tíðinda. Sú er að minnsta kosti raunin í sumar. n Bæjarstjóri og styrktaraðili standa við bakið á Þjóðhátíðarnefnd Styðja Gillz og nefndina Þ jóðhátíðarnefnd hefur feng­ ið Egil „Gillz“ Einarsson til að stýra hinu sögufræga Húkk­ araballi á næstu Þjóðhátíð. Í kjölfar ákvörðunarinnar var nafnlaust bréf sent á Þjóðhátíðar­ nefnd, samstarfsaðila Þjóðhátíðar og Elliða Vignisson, bæjarstjóra. Bæði Elliði og talsmaður Ölgerðarinn­ ar, sem er stærsti styrktaraðili Þjóð­ hátíðar, segjast styðja ákvarðanir Þjóðhátíðarnefndar og treysta henni fullkomlega til að skipuleggja hátíð­ ina og velja þá listamenn sem þar koma fram. Í bréfinu er því mótmælt að mað­ ur sem „ítrekað hefur gerst sekur um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og niðrandi viðhorf í garð karla sem samræmast ekki þeirri ímynd sem hann stendur fyrir“ sé látinn stýra ballinu. Bréfið gengur núna manna á milli, og eru viðtakendur hvattir til rita nafn sitt undir og áframsenda það á nefnda aðila. Harðort, nafnlaust bréf Óvíst er hver eða hverjir rituðu bréf­ ið eða hversu margir hafa áframsent það. Ljóst er hins vegar að bréfið er ansi harðort í garð Egils, en það má sjá það í heild sinni hér með frétt. Þar eru skrif Egils um kvenfólk og blökkumenn meðal annars gerð að umtalsefni, og sú staðreynd að hann hafi verið kærður fyrir nauðgun dregin fram í dagsljósið en ríkissak­ sóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki í málinu. Einnig eru léttúðug skrif hans um nauðganir í Herjólfsdal rifjuð upp. „Í bók sinni „Mannasiðir Gillz ritar hann: „Veistu hvað gerist ef þú deyrð áfengisdauða niðri í Dal? Þú færð undantekningarlaust eitt og annað í rassinn á þér: Tjaldsúlu, tjaldhæl, kókflösku eða slökkvitæki,“ segir í bréfinu. Ósáttir geta setið heima „Þeim sem mislíkar ákvörðunin, þeir koma bara væntanlega ekki á ball­ ið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en tekur þó fram að skipulagning Þjóðhátíðar sé ekki á vegum bæjarins. „Vestmannaeyjabær heldur hvorki Þjóðhátíð né Húkkara­ ball. Ég treysti hins vegar Þjóðhá­ tíðarnefnd fullkomlega til þess að taka réttar ákvarðanir. Þjóðhátíð er bænum gríðarlega mikilvæg og það hefur tekist vel til með þróunina í þessi á annað hundrað ár sem há­ tíðin hefur verið haldin. Þetta breyt­ ir engu þar um.“ Aðspurður hversu marga tölvupósta hann hafi fengið, með bréfinu í viðhengi, segir Elliði: „Ég hef fengið fjóra tölvupósta. Í þeim tölvupóstum sem ég hef lesið í gegn­ um, þá er vitnað í bók sem þessi til­ tekni skemmtikraftur skrifaði og lýst yfir áhyggjum yfir þeim viðhorfum sem þar eru sett fram; bæði til mis­ munandi kynþátta og kynjanna. Þó ég skilji alveg áhyggjurnar þá finnst mér eins og verið sé að blanda saman tvennu mjög ólíku; þegar blandað er saman bók, sem að skrifuð er með gamansömum tóni og diskóteki sem haldið er. Sjálfum finnst mér þetta tvennt ótengt.“ Elliði ítrekar skilning sinn á viðhorfunum og segist virða skoðanir þessa fólks. Þögn Þjóðhátíðarnefndar Hörður Orri Grettisson situr í Þjóð­ hátíðarnefnd. „Við ætlum ekki að tjá okkur neitt um þetta mál. Við munum senda út yfirlýsingu vegna málsins síðar,“ segir hann. Hann vill ekki greina frá því hversu mörg bréf nefndin hefur fengið, hver tók ákvörðun um að fá Gillz til að sjá um ballið, hvort nefndin hyggist fá einhvern annan til að sjá um ballið í ljósi óánægjunnar né um nokkuð annað er málinu tengist. Ölgerð Egils Skallagrímssonar er stærsti styrktaraðili Þjóðhátíðar. Gestur Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerð inni, sér um markaðssetn­ ingu hátíðarinnar fyrir hönd fyrir­ tækisins. Gestur segir að forstjóri Ölgerðarinnar hafi fengið umrædd bréf. Ráða má af orðum hans að Öl­ gerðin styðji ákvörðun Þjóðhátíðar­ nefndar. „Við berum fullt traust til Þjóðhátíðarnefndar í vali þeirra á listamönnum, stöndum bara þétt að baki þeim. Auðvitað hefur Egill verið mikið á milli tannanna á fólki,“ seg­ ir Gestur og bætir við að það breyti engu um afstöðu Ölgerðarinnar, sem muni ekki beita sér í málinu. Þjóðhátíðarkurr Þetta er ekki í fyrsta skipti sem orð og aðgerðir Þjóðhátíðarnefndar valda ólgu. Skemmst er frá því að segja þegar Páll Scheving, fyrrum formað­ ur Þjóðhátíðarnefndar, lýsti því yfir að nærvera Stígamóta magnaði upp þann vanda sem nauðganir eru á úti­ hátíðinni. „Það er þannig að þar sem þær hafa birst er eins og vandamál­ ið hafi stækkað. Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vanda­ málið sé til staðar og reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt. Vanda­ málin eru alltaf fleiri og stærri þegar Stígamót eru á staðnum,“ sagði Páll á borgarafundi í Vestmannaeyjum árið 2011 og vöktu ummælin upp hörð viðbrögð fólks úr öllum áttum, sérstaklega Stígamóta sem bentu á, að því auðveldara sem það er að tilkynna um nauðgun og leita sér hjálpar, því líklegar sé að fórnarlömb geri það. Það, að færa ofbeldið fram í dagsljósið, sé gott, en ekki slæmt. Venja er að halda Húkkaraballið inni, en að þessu sinni verður það undir berum himni í sundinu milli austur­ og vesturhúss Fiskiðjunnar. Ekki náðist í Egil þrátt fyrir ítrek­ aðar tilraunir. n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Þykki Mikill kurr er í sumum vegna ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar að fá Gillzenegger til að stýra Húkkaraballinu. Ástæðan er meðal annars meint kvenfyrir- litning og léttúðug ummæli um nauðganir í Herjólfsdal. Skilur óánægjuraddir Þrátt fyrir djúpan skilning á ólíkum sjónarmiðum ber Elliði Vignisson fullt traust til Þjóðhátíðarnefndar og þeirra ákvarðana sem hún tekur. Hann bendir úrtölumönnum á, að hægt sé að sitja heima. Mótmælabréfið Þar er farið hörðum orðum um Egil Einarsson en bréfið er nafnlaust. 15. júlí 2013 Kæra Dóra, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum Við undirrituð komum hér með á framfæri þeim tilmælum til Þjóðhátíðarnefndar og helstu samstarfsaðila hátíðarinnar að annar einstaklingur en Egill Einarsson verði fenginn til að stý ra árlegu Húkkaraballi. Ástæðan er eftirfarandi: Egill Einarsson, eða alter-egó á hans vegum, hefur ítrekað gerst sekur um kynþáttafordóma , kvenfyrirlitningu og niðrandi viðhorf í garð karla sem samræmast ekki þeirri ímynd sem han n stendur fyrir. Egill hefur gengið svo langt að bendla nafn Þjóðhátíðar við hugmyndir sínar um að ofbeldi s é eðlilegur fylgifiskur hátíðarinnar og eitthvað sem þolendur eigi að gera ráð fyrir að hendi sig. Í bók si nni „Mannasiðir Gillz ritar hann: „Veistu hvað gerist ef þú deyrð áfengisdauða niðri í Dal? Þú fæ rð undantekningarlaust eitt og annað í rassinn á þér: Tjaldsúlu, tjaldhæl, kókflösku eða slökkvitæki“.Kynþáttafordómarnir kristallast á bls. 27, þar sem segir: „Í menningu blökkum annsins skiptir miklu máli að koma fram við konuna sína eins og drasl ... þeim er skítsama um nám og þeir nenna ekki að vinna en eru mjög duglegir í kellingunum. Hinsvegar er Asíubúinn mjög dugle gur að mennta sig og vinna en lélegur að stunda kynmök.“Á bls. 68 lýsir hann körlum sem aðhylla st ekki líkamsrækt á eftirfarandi hátt: „Þetta lið, sem ég kalla nú yfirleitt bara drasl, reynir að skera sig úr með því að vera í 1500 króna úlpu, með húfu og vettlinga og órökuð æxlunarfæri.“Egill hef ur einnig ýtt undir andúð í garð jafnréttissinna og femínista. Hann skrifaði til dæmis bloggfærslu um að það ætti að senda „tvo harða“ á þingkonuna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og „gefa þessum le iðinda rauðsokkum einn granítharðan í háruga bílskúrinn til þess að þagga niður í þeim.“ Þetta va r að áliti margra illa dulbúin hótun um nauðgun. Á Íslandi ríkir skoðana- og málfrelsi. Hins vegar er ólöglegt að boða hatur í garð ákveðinna þjóðfélagshópa. Kven- og mannfyrirlitning Egils mætti heimfæra undir skv. almennum hegningalögum, grein 233. a. þar sem segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kyn þáttar, trúarbragða eða kynhneigðar] 1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)2“. Einnig ber að nefna þá staðreynd að Egill Einarsson hefur tvívegis verið kærður fyrir að nau ðga unglingsstúlkum, þótt málin hafi ekki farið fyrir dómstóla fremur en 70% kærðra nauðgana hérlendis.Íslenskt samfélag býr yfir mörgu hæfileikaríku fólki – sem hefur aldrei verið sakað um að hóta þingkonum nauðgun né um að nauðga unglingsstúlkum. Því miður hefur orðspor Þjóð hátíðar verið litað af kynferðisofbeldi undanfarin ár. Okkur þykir vænt um ímynd Þjóðhátíðar í Eyju m, stærstu útihátíðar Íslendinga, og viljum færa hana fjær – en ekki nær – þeim viðurstyggilega ofbeld isglæp sem nauðgun er.Í ljósi fordómafullra og niðrandi ummæla Egils Einarssonar í gegnum tíðina, og þeirrar stefnu Þjóðhátíðarnefndar að halda úti forvörnum gegn kynferðisofbeldi, þá förum við þes s hér með vinsamlegast á leit að horfið verði frá þeim áformum að hann stýri Húkkaraballinu 2013. Við kynnum að meta að fá viðbrögð Þjóðhátíðarnefndar gagnvart vinsamlegum tilmælum o kkar. Með óskum um gleðilega Þjóðhátíð 2013! Virðingarfyllst, (Nöfn undirritaðra) Stuð í Herjólfsdal Þjóðhátíð í Eyjum er langþekktasta úti- hátíð á Íslandi. Hún fer fram um verslunarmannahelgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.