Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Page 17
Neytendur 17Miðvikudagur 17. júlí 2013
Umferðarsektir í Evrópu
n Neytendur hvattir til að kynna sér umferðarreglurnar
Þ
eir sem taka sér bíl á leigu í
Evrópu í sumar ættu að kynna
sér umferðarreglur í viðkom
andi landi því annars geta
þeir átt von á háum sektum. Á síð
unni turisti.is eru teknar saman upp
lýsingar um hve háar sektir eru fyrir
hraðakstur, að fara yfir á rauðu, að
tala í síma undir stýri og hve hárri
sekt ferðamenn mega búast við ef
þeir leggja ólöglega í stæði í nokkrum
Evrópulöndum.
Þar er bent á að þeir sem taka bíl
á leigu þurfi að borga sektirnar sjálf
ir og stöðumælabrot endi einnig hjá
leigutaka og það jafnvel mörgum
mánuðum eftir að heim er komið.
Auk þess leggi mörg bílaleigufyrir
tækin umsýslugjald ofan á sektina
sjálfa. Myndavélar leynast gjarnan
við hraðbrautir og umferðarljós og
því sé vissara að fylgja reglunum.
Þá er nefnt að sá sem er uppvís
að því að keyra of hratt á Spáni, á allt
að 20 km/h yfir hámarkshraða megi
eiga von á að greiða 16.000 króna
sekt. Gjaldið fyrir að fara yfir á rauðu
ljósi sé tvöfalt hærra. Þeir sem ger
ast sekir um sömu brot í Noregi borgi
110.000 krónur í sekt. Norðmenn séu
með hæstu sektirnar í Evrópu en í
austurhluta álfunnar séu yfirvöld
almennt ekki eins refsiglöð.
Að lokum segir að á Ítalíu sé
algengt að bannað sé að keyra í mið
bæjum og þá eru sett upp skilti sem á
stendur Zona Traffico Limitato – ZTL
sem gefi til kynna að aðeins þeir sem
hafa tilskilin leyfi megi keyra þar. Bíl
stjórar sem brjóti þessar reglur þurfi
að greiða sekt upp á 15 til 18 þúsund
krónur. n gunnhildur@dv.is Stöðumælasekt Leigutakar geta fengið stöðumælasektir löngu eftir að heim er komið.
Nýtum matinn
n Nokkur ráð um hvað þú getur gert við matarafgangana á heimilinu
F
lestir eru orðnir meðvitað
ir um allan þann mat sem fer
til spillis hjá hinum almenna
neytenda og reyna að minnka
það magn sem endar í rusla
fötunni. Ef þú átt tómata, kúrbít, ban
ana eða brauð sem eru að falla á tíma
þá eru hér nokkur ráð frá Money Talk
News um hvernig þú getur nýtt þessi
matvæli og fleiri.
1 Notaðu kaffi í baksturinn Þeir
sem baka sjálfir brauð
og kökur frá grunni
geta notað afgangs kaffi
i baksturinn, hvort sem
það er í brauðið, súkkulaðikökuna
eða annað brauðmeti. Kaffið gefur
bragð auk þess sem ekkert kaffi fer
til spillis.
2 Frystu banan-ana Mörgum
finnast bananar ekki
góðir þegar þeir eru
orðnir ofþroskaðir en
þá er tilvalið að nota þá
í bakstur. Þótt þú sért ekki að fara að
baka á næstunni er óþarfi að henda
þeim því vel er hægt að geyma þá í
frystinum. Taktu hýðið utan af þeim,
settu þá í plastpoka og inn í frysti.
Næst þegar þig langar í banana
brauð áttu bananana til.
3 Þvoðu pönnuna með kóki Ef þú ert með kók í ísskápnum
sem er orðið flatt, helltu því þá yfir
viðbrenndu pönnuna áður en þú
hellir því í vaskinn. Kókið nær nefni
lega að leysa upp brunablettina.
Settu botnfylli af gosinu og leyfðu
kókinu að sjóða en eftir það þværðu
pönnuna eins og venjulega.
4 Gömul sítróna við þrif Sítrón
ur er hægt að nota
við þrifin og til að
eyða vondri lykt, til
dæmis af skurðarbrett
um. Skerðu sítrónu sem er orðin
of þroskuð til að nota í matargerð í
tvennt. Nuddaðu henni svo á flötinn
sem lyktar. Þetta má gera við borð
plötur og ísskápshurðir. Þegar þú
ert búinn, hentu þá afganginum af
sítrónunni í ruslið en þar eyðir hún
einnig vondri lykt.
5 Frystum græn-metisbitana
Þegar maður sker græn
meti í salat eða rétti
verður oft afgangur.
Þeir sem setja þessa
grænmetis afganga inn í
ísskáp eiga það til að gleyma þeim
og síðan enda þeir í ruslinu. Gott
ráð er að frysta alla grænmetis
afganga í stóru boxi. Þegar það er
fullt er hægt að setja afgangana í
pott með kjúklingasoði og búa til
grænmetiskássu eða súpu. Einnig er
hægt að sjóða grænmetið eitt og sér
og búa til grænmetissoð.
6 Breytum vínberjum í ísmola Áður en berin skemm
ast alveg er gott ráð að setja þau
í plastpoka inn í frysti. Þegar þau
eru frosin er hægt að nota þau sem
ísmola í drykki. Þetta eru flott leið
til að halda drykkjunum köldum á
sumrin.
7 Sellerílauf í salatið Flest
ir henda laufunum
af selleríi og nota
einungis stilkana. Það
má þó vel nota þau í
salatið en þau gefa smá aukabragð.
Með þessu notar þú allt grænmetið
og þarft ekki að henda neinu.
8 Breyttu gömlu brauði í brauðteninga Það er hægt
að frysta brauð sem maður sér fram
á að ná ekki að borða áður en það
skemmist. Betri kostur er þó að
skera brauðið niður í litla teninga
og velta þeim upp úr bráðnu smjöri.
Svo má strá kryddi yfir þá og baka
þá í ofni við lítinn hita þar til þeir
eru alveg þurrir. Svona heimagerð
ir brauðteningar endast í um það bil
viku og eru mjög góðir með salatinu
eða í súpuna.
9 Oreo í böku-botna Oreo
kex verður seigt
og ólystugt eftir að
pakkinn hefur ver
ið opinn í nokkra daga. Það
er hins vegar tilvalið að nota það í
baksturinn. Þá er gott ráð að setja
kexið í matvinnsluvélina þar til
það verður að mauki sem hægt er
að setja í bökuform. Smyrjið með
bráðnu smjöri og bakið við 175
gráður í 15 mínútur. Þá ertu kominn
með ódýran, góðan, heimagerðan
bökubotn.
10 Búðu til þína eigin
pastasósu Eigir þú
tómata sem eru að
verða gamlir, skerðu
þá niður, settu þá í pott
með smá lauk og helltu vatni eða
rauðvíni þar til það flýtur yfir. Láttu
malla og bættu svo við því kryddi
sem þig langar í. Hafðu á lágum hita
og hrærðu í og bættu við vatni reglu
lega eða þar til tómatarnir leysast
upp og verða að mauki. Þegar þessi
heimagerða pastasósa er orðin köld
má setja hana í ísskáp í nokkra daga
og í frysti í nokkrar vikur.
11 Pönnukökur úr kartöflumús
Ekki henda kartöfl
umúsinni því auðvelt
er að gera pönnukökur úr
henni daginn eftir. Geymdu afgang
ana í ísskáp. Settu smá olívuolíu á
litla pönnu og hitaðu. Bættu smá
salti og pipar út í músina og búðu
til pönnukökur úr henni. Steiktu á
pönnunni í 2 til 3 mínútur á hvorri
hlið og þá ertu kominn með kartöfl
umúsarpönnukökur.
12 Grænmetis franskar Það
eru nokkrar tegundir
grænmetis sem breyta
má í franskar kartöflur
svo sem kúrbítur, grasker, rófur og
sætar kartöflur. Skerið grænmetið
eins og franskar og úðið ólívuolíu
og salti yfir. Dreifið þeim á bökunar
pappír og bakið við 175 gráður þar
til það brúnast og verður stökkt.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Tannkrem
notað sem
hreinsiefni
Tannkrem er ekki bara gott fyrir
tennurnar því það má nota í hin
ólíklegustu verk. Á síðunni hus
raad.dk eru nokkur slík ráð að
finna:
Á bólur
Það þarf einungis að bera tann
kremið á bólurnar. Þetta er ekki
kraftaverkameðal en virkar eins
og önnur bólukrem, það þurrkar
bóluna. Berðu tannkremið á ból
una að kvöldi til og láttu liggja á
yfir nótt.
Á andlitið
Það má fjarlægja dauða húð með
tannkremi og það virkar jafnvel
og aðrir skrúbbar. Það er þó ekki
mælt með að það sé notað á við
kvæma húð og ekki að nota það
of oft.
Á íþróttaskóna
Það getur verið afar erfitt að ná
hvítum sólum á íþróttaskóm
hreinum og hvítum aftur. Hér
kemur tannkremið sterkt inn. Það
sakar ekki að prófa að nudda því á
hvítan sóla.
Á straujárnið
Ef strauflöturinn á straujárninu er
orðinn skítugur er gott að nudda
tannkremi á hann.
Á baðvaskinn
Ef þú átt erfitt með að ná baðvask
inum hreinum, prófaðu þá að
nota tannkrem á sama hátt og þú
mundir nota hreinsiefni.
Á silfrið
Tannkremið er tilvalið þegar
hreinsa á silfrið og alla silfurskart
gripi.
Á ofnhurðina
Glerið á ofnhurðinni verður dökkt
eftir smá tíma en gott hreinsiefni
á það er tannkrem. Það hreinsar
glerið án þess að rispa það.