Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Síða 26
T hom Yorke, söngvari Radio­ head, er kominn í stríð við efnisveituna Spotify. Hann hefur tekið út af síðunni allt sitt nýja sólóefni og segir að ómögulegt sé fyrir nýja listamenn að fá umbun erfiðisins þegar hægt sé að hlusta á tónlistina fyrir lítinn sem engan pening á netinu. Slegið í gegn Spotify er ein af þeim efnisveit­ um sem slegið hafa í gegn á netinu á undanförnum misserum. Fyrir litla upphæð (aðeins um 5 dollara á mánuði) getur þú hlustað á alla þína uppáhalds tónlist og þarft hvorki að hlaða tónlistinni niður eða borga sérstaklega fyrir hvert lag. Talið er að ólöglegt niðurhal á tónlist hafi minnkað talsvert eft­ ir að efnisveitur eins og Spoti­ fy spruttu upp og hafa tónlist­ armenn verið fljótir að nýta sér þessa nýju þjónustu. Yfir milljón manns hlustuðu til dæmis á lagið Get Lucky eftir Daft Punk á Spoti­ fy og nýverið lét hljómsveitin Pink Floyd nánast allt sitt efni inn á efn­ isveituna eftir að lagið Wish You Were Here náði meira en milljón hlustunum. Dekkri hlið Gagnrýnendur Spotify segja að þessi leið gagnist frægum og viður­ kenndum tónlistarmönnum vel. til dæmis hafi Pink Floyd nú þegar búið til milljarða dollara veltu með tónlist sinni í gegnum tíðina – plat­ an þeirra, Dark Side of the Moon hafi selst í hundruðum milljónum eintaka. Í þeirra tilviki sé það eðli­ legt skref að gefa hlustendum færi að á að hlusta á tónlistina á netinu gegn vægu gjaldi. Öðru máli gegni um nýja lista­ menn. Umrædd plata Pink Floyd hafi kostað gríðarlega fjármuni í upptöku á sínum tíma og Thom Yorke og fleiri segjast efast um að nýjir tónlistarmenn hafi efni á slík­ um verkefnum miðað við hve litl­ um pening Spotify skili í vasa lista­ mannanna sjálfra. Lélegur díll Fyrir hverja hlustun á lag á Spoti­ fy fær tónlistarbransinn 4 pens eða um 7 krónur íslenskar sem merkir að tekjurnar af 1 milljón hlustun, líkt og í tilviki Daft Punk, eru um 700 þúsund íslenskar krónur. Sá peningur fer ekki allur í vasa lista­ mannanna sjálfra. Thom Yorke bendir á að afar fáir listamenn nái slíkri hlustun og það sé nánast ómögulegt þegar um ný lög eftir óþekktari listamenn sé að ræða. Á meðan tónlistarmenn fái lítinn sem engan pening maki hins vegar hluthafar og fjárfestar Spoti­ fy krókinn. „Nýir listamenn sem þú uppgötv­ ar á Spotify fá ekki borgað. En á með­ an fá hluthafarnir sitt. Einfalt,“ sagði Thom Yorke meðal annars á Twitter. Mótmæli Thom Yorke hafa vakið mikla athygli og nokkur fjöldi tón­ listarmanna hefur lýst yfir stuðn­ ingi við málstaðinn. Sem dæmi um þá sem vilja ekki gera tónlist sína aðgengilega á Spotify eru hljóm­ sveitirnar Led Zeppelin og King Crimson, Bítlarnir og AC/DC. n 26 Fólk 17. júlí 2013 Miðvikudagur Vinir syrgja Glee-stjörnu A ðdáendur og samleikarar Glee­ stjörnunnar Cory Monteith hafa undanfarna daga syrgt Monteith og vottað honum virðingu sína. Monteith fannst látinn, 31 árs að aldri, á hótelherbergi sínu í Vancouver um helgina. Talskona Monteiths sagði í frétta­ tilkynningu: „Okkur þykir leitt að staðfesta það að fréttirnar um and­ lát Corey Monteiths eru sannar.“ Þá minntust vinir Monteiths hans á Twitter. „Ég er orðlaus! Hjarta mitt er brostið,“ sagði Dot­Marie Jones, sem leikur fótboltaþjálfarann Shannon Beiste í Glee. Framleiðendur Glee sögðu að Monteith hafi verið ótrú­ legur leikari og „jafnvel ótrúlegri manneskja. Það var sönn ánægja að vinna með honum og við munum öll sakna hans afskaplega mikið.“ Orsök andláts hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Samkvæmt lög­ reglu eru engar vísbendingar um að andlátið hafi borið að með saknæm­ um hætti. Monteith skráði sig í meðferð í apríl vegna lyfjafíknar. Í ár var ekki í fyrsta skiptið sem Monteith fór í meðferð en þegar hann fór í fyrsta skipti í meðferð fyrir áfeng­ isfíkn var hann 19 ára. Árið 2011 sagði hann í viðtali við tímaritið People að hann væri heppinn að vera á lífi. „Ég vil ekki að krakkar haldi að það sé allt í lagi að hætta í skóla og fara í ruglið, og að þeir verði síðan frægir leikarar líka. En fyrir það fólk sem á kannski eftir að gefast upp: Byrjaðu að taka alvar­ lega hvað það er sem þig langar að gera, og gerðu það.“ Kærasta Monteiths, Lea Michele, sem leikur aðalhlutverkið í Glee, er sögð vera „í rúst“ eftir and­ lát Monteiths. Samkvæmt heimild HollywoodLife var Michele „gjör­ samlega í uppnámi og algjörlega óhuggandi. Hún er gjörsamlega niðurbrotin.“ n Kardashian skandall n Lamar Odom, eiginmaður Khloe Kardashian, er sagður hafa átt í ást­ arsambandi með Jennifer Richard- son, sem er 29 ára, frá því í janúar 2012. Sögur herma að Khloe hafi vísað eiginmanni sínum á dyr þegar greint var frá framhjáhaldi hans í erlendum slúðurritum fyrr í þessum mánuði. Ekkert hefur fengist staðfest í þessum málum. Aldurinn farinn að segja til sín n Hin 39 ára gamla ofurfyrirsæta Kate Moss, hefur not­ ast við staðgengil í auglýsinga­ herferðum sem hún hefur tekið þátt í að undan­ förnu. Pappa­ rassar keppast við að ná ljósmyndum af henni þar sem þeir geta sýnt líkama henn­ ar eins og hann er frá náttúrunnar hendi. Þeim tókst það, þar sem hún baðaði sig í sólinni á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar og birtust myndirn­ ar á Mail Online. Slakað á við sund- laugarbakkann n Beyoncé Knowles er upptekin þessa dagana við að kynna nýjustu breið skífu sína. Hún gaf sér tíma til þess að slaka á með 18 mánaða gamalli dóttur sinni Blue Ivy, í sundlaugar­ garði hótelsins sem fjölskyldan gistir á þessa dagana í Miami. Moldríkur töffari Leikarinn Dwayne Johnson hefur sett hús sitt á sölu og vill fá þrjár milljónir dollara fyrir það. Húsið sem er í Flórída, er með sex svefn­ herbergjum. Reyndar er Dwayne tilbúinn til að leigja það út á um tvær milljónir króna á mánuði. Nýverið seldi Dwayne tvær aðrar villur fyrir háar fjárhæðir. Stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir MótMælir Spotify n Nýir listamenn fá ekki krónu n Bítlarnir og AC/DC veita ekki aðgang n Lea Michele sögð vera „í rúst“ Símon Birgisson blaðamaður skrifar simonb@dv.is Thom Yorke söngvari Radiohead Hefur fjarlægt sólóefni sitt af Spotify. Umdeild efnisveita Milljónir nýta sér þjónustu Spotify. P oppstjarnan unga, Justin Bieber, heldur áfram að fara yfir öll velsæmismörk en á dögunum birtist myndband af honum og vinum hans í eldhúsi næturklúbbs í Los Angeles í Banda­ ríkjunum. Í myndbandinu sést hinn óprúttni Bieber pissa í skúringa­ fötu. Við það uppsker hann mikil hlátrasköll félaga sinna. Þá virðist Bieber eiga eitthvað sökótt við Bill Clinton fyrrum Banda­ ríkjaforseta því hann sprautar hrein­ gerningarefni á myndina í lok mynd­ bandsins og segir: „Til fjandans með Bill Clinton.“ Bieber þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sínum og hringja í Clinton til að biðjast afsökunar. Clinton svar­ aði honum á þá leið að ef þetta væri það versta sem Bieber hefði gert, þá ætti allt að vera í góðu. n Bað Clinton afsökunar Cory ásamt unnustu sinni, Lea Michele Þegar allt lék í lyndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.