Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 5
Vikublað 17.–19. desember 20136 Fréttir Fékk þriggja ára starfslokasamning Einelti í garð starfsmanns RÚV leiddi til þess að gerður var langur samningur við hann É g læt af störfum fyrir rúmu ári síðan og meira hef ég ekki um málið að segja,“ segir Bára Halldórsdóttir, fyrrverandi tæknimaður hjá RÚV og trún­ aðarmaður rafiðnarmanna hjá stofn­ uninni, um starfslok sín þar í fyrra. Starfslok Báru hafa verið altöluð meðal starfsmanna RÚV síðast­ liðna mánuði og hefur umræða um þau ágerst eftir fjöldauppsagnirn­ ar hjá stofnuninni í nóvember. Bára var meðal annars einn af gestunum á samstöðufundi um Ríkisútvarpið sem haldinn var í Háskólabíói fyrir skömmu. Þriggja ára starfslokasamningur Þegar Bára lét af störfum hjá RÚV í fyrra var gerður við hana þriggja ára starfslokasamningur. Hún fær því laun í þrjú ár eftir starfslok­ in. Bára hætti hjá RÚV eftir nokkur stormasöm ár þar sem mikið gekk á í samskiptum hennar og yfirmanns hennar og mun orðið einelti meðal annars hafa komið upp í þeirri um­ ræðu. Ástæðan fyrir því að gerður var við hana starfslokasamningur var sú að umrædd framkoma gagn­ vart Báru var talin vera þess eðlis að RÚV hefði getað tapað dóms­ málinu gegn henni ef hún hefði leitað réttar síns. Slíkt hefði vitan­ lega bæði getað haft slæm áhrif á RÚV í ljósi umræðunnar um mál­ ið og eins hefðu fjárhagslegar af­ leiðingar slíks dómsmáls getað orðið verri en það að greiða Báru laun í þrjú ár eftir starfslokin. Bára er hins vegar ennþá á launum hjá RÚV og kann að vera að hluti af samkomulaginu sem gerður var við hana feli í sér þag­ mælsku hennar út samningstím­ ann. Sú staðreynd kann að skýra þögn hennar í samtalinu við DV. Uppsögnin dregin til baka Báru var meðal annars sagt upp störfum árið 2008 en var sú upp­ sögn dregin til baka, meðal annars út af harðri gagnrýni frá Guð­ mundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðar sambandsins, en Bára hafði þá meðal annars komið að kjarasamningum innan stofnunar­ innar. Rafiðnaðarsambandið sendi frá sér yfirlýsingu um uppsögn­ ina sem Guðmundur skrifaði þar sem sagði meðal annars: „Þegar Rafiðnaðarsamband Ísland frétti síðastl. föstudag að henni hefði verið sagt upp störfum var um­ svifalaust haft samband við lög­ mann RSÍ Láru V. Júlíusdóttir. Bára fór til lögmannsins kl. 14.00 í gær. Þegar hún var á leið af skrifstofu lögmannsins út í bifreið sína var hringt í hana af yfirmanni tækni­ deildar og uppsögnin dregin til baka. Enda lá þá fyrir að gripið yrði til aðgerða af hálfu RSÍ gagn­ vart RÚV í málinu. Vinnubrögð við uppsagnir tæknimanna á föstudag eru ámælis verðar. Starfsmenn líða fyrir ofurlaunastefnu tiltölulega fá­ menns hóps innan stofnunarinnar. Það hefur bitnað á tæknifólki sem hefur verið hryggbeinið í snurðu­ lausum útsendingum.“ Starfaði áfram í fjögur ár Bára var því ekki aðeins fórnar­ lamb eineltis hjá stofnuninni, sem allar heimildir DV staðfesta og var eineltið helsta ástæða starfs­ lokasamningsins, heldur var hún einnig trúnaðarmaður fyrir hönd aðildarmanna Rafiðnaðarsam­ bandsins hjá stofnuninni og tók þátt í kjarabaráttu fyrir þeirra hönd. Guðmundi var mikið niðri fyrir í yfirlýsingunni: „Það að ráð­ ast að einstæðri móður með fatlað barn sem hefur unnið hjá stofnun­ inni í 23 ár einkennist af fáheyrðri fólsku. Bára hefur unnið ákaflega samviskusamlega fyrir stofnun­ ina, en hún hefur einnig látið til sín taka við leiðréttingu kjaraatriða vegna þessa starfsfólks sem starfar á gólfinu. Það hefur valdið ofur­ launaliðinu hugarangri og nú átti að nýta tækifærið til þess að koma höggi á trúnaðarmanninn.“ Bára starfaði svo áfram hjá RÚV í fjögur ár eftir að sú uppsögn var dregin til baka en svo var henni loks sagt upp í fyrra. n „Ég læt af störfum fyrir rúmu ári síðan og meira hef ég ekki um málið að segja. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Þriggja ára starfslokasamningur Tæknimaður hjá RÚV fékk þriggja ára starfslokasamning í fyrra. Páll Magnússon er útvarpsstjóri. Sérstaklega hættuleg árás Ákærður fyrir að reyna að skalla lögreglumenn og kýla R úmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sér­ staklega hrottalega líkams­ árás. Honum er gefið að sök að hafa aðfaranótt laugardagsins 24. nóvember 2012 í Garðabæ ráð­ ist að öðrum manni, á fimmtugs­ aldri, með hnefum og glerflösku. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi að lög­ reglumönnum, reynt kýlt annan þeirra og reynt að skalla hinn. Í ákæru kemur fram að maður­ inn sé ákærður fyrir að hafa slegið brotaþola hnefahöggi vinstra megin í andlitið og skömmu síðar slegið hann í höfuðið með gler­ flösku, með þeim afleiðingum að flaskan brotnaði. Maðurinn hlaut kinnbeinsbrot vinstra megin, brot í beingólfi undir vinstra auga og skurð á höfði. Þá fékk hann áverka á taug sem gengur út úr höfuð­ kúpunni með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan dofa í vinstri kinn. Er þetta talið varða við 218. gr. almennra hegningalaga, eða þriggja ára fangelsi. Brota­ þoli vill fá greidda tæpa milljón í miskabætur. Sem áður sagði er maðurinn einnig ákærður fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn sömu nótt. Lögreglumennirnir voru við skyldustörf þegar að þeir þurftu að hafa afskipti af ákærða. Maðurinn er sagður hafa reynt að kýla annan þeirra, sem náði að víkja sér und­ an högginu, og reyndi að skalla hinn sem einnig náði að víkja sér undan. n astasigrun@dv.is Hrottaleg árás Maðurinn er sagður hafa ráðist á lögreglumenn og stórslasað annan mann. SVIðSett mynd Kært vegna kynferðisbrots Stúlka á tvítugsaldri hefur lagt fram kæru vegna kynferðisbrots í gestaíbúð í Hamrahlíð á föstu­ dagskvöldið. Blindrafélagið leigir út íbúðina, en hvorki stúlkan né sá sem kæran beinist gegn tengist Blindrafélaginu á nokkurn hátt. Kæran barst lögreglu á laugar­ daginn, en skemmtanahald átti sér stað í íbúðinni kvöldið áður. Staðfestir Friðrik Smári Björgvins son yfirlögregluþjónn að kæran sé á borði lögreglu og málið til rannsóknar. Lítið atvinnu- leysi á Vest- fjörðum Atvinnuleysi á Vestfjörðum er umtalsvert undir meðaltali en í síðasta mánuði mældist atvinnu­ leysi þar ekki nema 2,3 prósent. Vefmiðillinn BB.is greinir frá því að 76 hafi að meðaltali ver­ ið atvinnulausir á Vestfjörðum í mánuðinum. Í lok nóvember voru 82 án atvinnu á Vestfjörð­ um. Er þetta aukning um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði, en nokkru lægra en á sama tíma fyrir ári þegar atvinnuleysi mældist 2,5 prósent á Vestfjörðum. Landlæknir safnar upplýsingum Upplýsingar um starfsemi legudeilda á sjúkrahúsum frá degi til dags flæða nú rafrænt inn í heilbrigðisskrár emb­ ættis landlæknis. Á vef emb­ ættisins segir að aðgengi að þessum upplýsingum muni breyta möguleikum á eftirliti með starfsemi, gæðum og ár­ angri þjónustunnar og styðja við stefnumótun og áætlana­ gerð. Eins og DV hefur greint frá hyggst embættið samkeyra allar sjúkraskrár landsmanna á næstu mánuðum. Persónu­ vernd hefur sett spurningar­ merki við þessa þróun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.