Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 14
Vikublað 17.–19. desember 2013 Fréttir Viðskipti 15 H reiðar Már Sigurðsson og viðskiptafélagar hans vilja reisa hótel og gistiheim- ili á Skógum á Suðurlandi með gistiaðstöðu fyrir tæplega 300 manns. Um er að ræða stóra og glæsilega tveggja hæða nýbyggingu á staðnum sem á að hýsa starfsemina og hefur verið út- búinn bæklingur um bygginguna sem kynntur var fyrir sveitarstjórn Rangárþings eystra fyrr á árinu. Sveitarstjórnin samþykkti vilja- yfirlýsingu um bygginguna á fundi sínum í október síðastliðinn og er nú í gangi vinna við breytingar á aðal- og deiliskipulagi á Skógum að sögn sveitarstjórnarkonunnar Guð- laugar Óskar Svansdóttur. „Þetta er auðvitað bara hugmynd en það sem við erum að gera núna er að breyta aðal- og deiliskipulagi þannig að hægt sé að fara í hótelbyggingu á svæðinu,“ segir Guðlaug Ósk. Stofnað hefur verið félag utan um hótelbygginguna sem heit- ir Skógar fasteignafélag ehf. en það félag er stofnað af Reykjavík Back- packers ehf. og eignarhaldsfélaginu Nitri ehf. Aðstandendur Reykjavík Backpackers eru meðal annarra Hilmar Hafsteinsson, fyrrverandi starfsmaður Kaupþings, og Davíð Másson. Keyptu Hótel Hengil Í október 2011 greindi DV frá því að eignarhaldsfélag í eigu Halldórs, Sep ehf., hefði keypt Hótel Hengil á Nesjavöllum við Þingvallavatn af Orkuveitu Reykjavíkur. Hreiðar Már tengdist þeim kaupum og kom á hótelsvæðið eftir að viðskiptin voru gengin í gegn og falaðist eftir eignum sem voru í eigu þáverandi rekstraraðila hótelsins. Fyrir tengd- ist Hreiðar Már tveimur hótelum á Stykkishólmi sem eiginkona hans á í gegnum eignarhaldsfélagið Gisti- ver ehf. og móðir hans rekur. DV greindi svo frá því í byrjun árs að þeir Halldór og Davíð væru komnir inn í hluthafahóp ferða- þjónustufyrirtækisins Reykjavík Backpackers ehf. og að það fyrir- tæki myndi koma að rekstri Hótels Hengils. Þá liggur fyrir að matsölu- staður eiginkonu Hreiðars Más, Happ, hefur boðið upp á sérstaka heilsudaga á Hótel Hengli en sá staður er í eigu Gistivers ehf. DV greindi frá því á föstudag að Gisti- ver ehf. hefði nýverið farið út í 500 milljóna króna skuldabréfaútboð til að flytja fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðla- banka Íslands. Innlendir og erlendir fjárfestar Auk þeirra Halldórs og Davíðs kemur eignarhaldsfélagið Nitur ehf. að stofnun fasteignafélags- ins sem er ætlað að halda utan um hótelbygginguna á Skógum. Það fé- lag er í eigu Hilmars Þórs Kristins- sonar sem var einn af forvígismönn- um Kaupþings á tíunda áratugnum ásamt Hreiðari Má. Í stofnsam- þykktum Skóga fasteignafélags kemur fram að hluti af fjármögn- uninni á hótelinu verði í höndum Hilmars Þórs sem láni félaginu „allt að“ 100 milljónum króna. Þá á Reykjavík Backpackers að lána því allt að 50 milljónum króna. Í kynningunni á hótel- byggingunni kemur fram að inn- lendir og erlendir aðilar muni koma að fjármögnun verkefnisins: „Öfl- ugir fjárfestar, innlendir og erlendir, munu koma að verkefninu.“ Í sam- tölum DV við sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi eystra kemur fram að ekki hafi verið tilgreint hvaða fjárfestar komi að byggingu hótels- ins. „Við vitum ekki hverjir eru að fjármagna þetta, nei,“ segir Guð- laug Ósk. Þeir segja að málið sé ekki komið svo langt heldur standi nú yfir vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á svæðinu. Einn þeirra segir þó að hann hafi „heyrt“ nafn Hreiðars Más nefnt í sambandi við hótelið. Vilja opna næsta sumar Í kynningarbæklingnum kemur fram að til standi, ef hægt er, að opna hótelið næsta sumar. Orð- rétt segir um þetta í bæklingnum: „Verði jákvætt í beiðni um breytingu deiliskipulags tekið og úthlutun lóðar er stefnt að því að ljúka fram- kvæmdum við fyrsta áfanga og hefja starfsemi svo fljótt sem verða má. Óskastaða er að starfsemi hefjist í sumarbyrjun 2014.“ Heildarkostnaður við byggingu hótelsins gæti numið allt að millj- arði króna. n Viljayfirlýsing um bygginguna samþykkt á fundi sveitarstjórnarinnar Nærri 300 svefnpláss Samkvæmt kynningunni á byggingunni er ráðgert að nærri 300 hundruð svefnpláss verði í byggingunni. Hreiðar Már vill reisa hótel á Skógum Viljayfirlýsing um bygginguna samþykkt á fundi sveitarstjórnarinnar„Við vitum ekki hverjir eru að fjár- magna þetta, nei. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Flutti inn 500 milljónir Félag Hreiðars Más hefur gefur út skuldabréf vegna innflutnings á fjármagni til Íslands en hann kemur að hugsanlegri uppbygginu á hóteli á Skógum á Suðurlandi. Hefðu geta tryggt framhald „Ríkisstjórninni var í lófa lagið að tryggja framhald IPA-verk- efna. Það gerði hún ekki, held- ur kaus að setja samskiptin við ESB í uppnám og fórna verk- efnum upp á rúma 5 milljarða króna,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinn- ar, um IPA-styrkja málið svo- kallaða. Sem kunnugt er hefur Evrópusambandið afturkallað styrkina, en þeir eru samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. „Nú, þegar af- leiðingar flumbrugangsins blasa við, vill ríkisstjórn, sem telur IPA-styrki ígildi mútugreiðslna, þvinga viðsemjandann til að halda áfram að múta sér,“ segir Árni Páll á Facebook-síðu sinni. Árni Páll lagði fram fyrirspurn fyrir forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, á Alþingi á mánudag. Sigmundur sagðist telja eðlilegt að klára þau verkefni sem hefðu fengið IPA-styrki og að hann hefði tjáð Evrópusam- bandinu það í sumar og að auki tjáð þeim að Ísland hefði ekki ætlað að stofna til fleiri verkefna undir formerkjum slíkra styrkja. Góð staða OR Staða Orkuveitu Reykjavíkur fer batnandi ef marka má matsfyrir- tækið Moody´s. Þar á bæ hafa menn breytt horfum í lánshæfis- mati sínu á Orkuveitunni úr nei- kvæðum í stöðugar. Skemmst er að minnast þess að Orkuveitan var í hryllilegri fjárhagsstöðu þegar Besti flokkurinn og Sam- fylkingin tóku við stjórn borg- arinnar fyrir þremur árum. Í til- kynningu Moody´s kemur fram að hinn lögbundni aðskilnað- ur samkeppni- og sérleyfisstarf- semi Orkuveitunnar, sem verður um áramótin, muni ekki auka áhættu í rekstri. Þarf að borga fyrir lagerinn Héraðsdómur Reykjaness hef- ur dæmt Magnús Hvanndal Magnús son í 12 mánaða fang- elsi, þar af níu mánuði skilorðs- bundið, fyrir skilasvik. Magnús tók til sín hluta lagers eftir að félag, Granítsmiðjan, sem hann átti og rak hafði verið úrskurðað gjaldþrota að því að fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Magnúsi var gert að greiða þrota- búinu skaðabætur að andvirði lagersins og 2/3 hluta sakarkostn- aðar. Hann var hins vegar sýkn- aður af bókhaldsbroti, en ósann- að þótti að hann hefði látið undir höfuð leggjast að varðveita bók- hald Granítsmiðjunar, frá stofnun félagsins árið 2003 og þar til það var úrskurðað gjaldþrota í febr- úar 2010. Bókhaldið fannst ekki og þótti ekki sannað að Magnús bæri ábyrgð á því. Magnúsi ber að greiða þrotabúinu 13.363.795 krónur ásamt vöxtum fyrir lager- inn, auk málskostnaðar. Salan á Bláfugli á lokametrunum Fraktflugfélagið hefur verið til sölu um nokkurra ára skeið Á næstunni mun skýrast hvort flugfélagið Bláfugl verður selt frá Íslandsbanka til nýs eiganda. Þetta herma heimild- ir DV. Íslandsbanki á 2/3 í félaginu en Glitnir á 1/3. Félagið hefur verið til sölu um nokkurt skeið og greindi DV til dæmis frá því í mars í fyrra að þrír stæðu eftir í kapphlaupinu um Bláfugl. Salan fór hins vegar út um þúfur. Sama má segja um viðræður sem áttu sér stað við áhugasam- an kaupanda fyrr á árinu. Salan á Bláfugli hefur því gengið brösuglega. Síðastliðin tvö ár hafa verið erfið hjá Bláfugli en fram að því hafði gengi félagsins verið gott. Bláfugl á eina 737-þotu sem flýgur til Kölnar í Þýskalandi á hverri nóttu með vörur frá Íslandi, meðal annars íslenskan fisk. Þar að auki hefur fyrirtækið leigt fjórar þotur sem stunda frakt- flutninga á meginlandi Evrópu. Blá- fugl er með flugrekstrarleyfi á Ís- landi og einnig í Perú. Félagið átti háar bankainnistæður í reiðufé, um 1.700 milljónir króna, og kaupend- ur höfðu auðvitað sérstakan áhuga á þeim innistæðum. Heimildir DV herma að fjöl- margir aðilar hafi skoðað Bláfugl en að þeir hafi svo horfið frá og er sér- staklega bent á rekstrarerfiðleika fé- lagsins síðastliðin tvö ár. Lokaðar viðræður hafa hins vegar verið við einn áhugasaman kaupanda síðan í október. Í ljós mun koma, væntan- lega fyrir jól, hvort sá aðili kaupir fyrirtækið eða ekki. DV hefur ekki heimildir fyrir því um hvaða aðila ræðir en þó mun ekki vera um að ræða lífeyrissjóðina eða sjóð sem samanstendur af nokkrum þeirra. n ingi@dv.is Á lokametrunum Viðræður við áhugasaman kaupanda að flugfélaginu Bláfugli eru á lokametrunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.