Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 28
Vikublað 17.–19. desember 2013 Sport 31
VÖTN & VEIÐI
Stangveiði á Íslandi 2013
Veiðisögur • Veiðisvæði •
Veiðifréttir • Veiðimenn
V
Ö
TN
&
V
EIÐ
I
Sta
n
g
ve
ið
i á
Ísla
n
d
i 2013
Fæst á flestum bóksölustöðum
JólagJöf veiðimannsins
Veiðisögur • Veiðisvæði • Veiðifréttir • Veiðimenn
miklum forföllum
n Óvíst með þátttöku tveggja lykilmanna n Aron bjartsýnn á gott gengi á EM
Á
standið var ekki gott í október
en nú er að lifna svolítið
yfir þessu,“ segir Aron Krist-
jánsson landsliðsþjálfari í
handknattleik í samtali við
DV. EM í handbolta fer fram í Dan-
mörku í janúar. Þar leika Íslendingar
í riðli með Noregi, Ungverjalandi og
heimsmeisturum Spánverja – þrem-
ur mjög sterkum and-
stæðingum. Eins og
stundum áður er stað-
an sú að óvíst er með
þátttöku nokkurra
lykil manna í íslenska
liðinu.
Spilar Alexander?
Aron segir þó að þeir
sem hafi verið meidd-
ir séu smám saman að
komast á ról. Stærsta
spurningarmerkið
er líklega hvort
Alexander Petersson
verði með Íslandi
á mótinu. Hann
hefur lengi glímt við
meiðsli í öxl en spilar
um þessar mundir
mikið með félagi
sínu, Rhein-Neckar
Löwen. Aron segir
að í næstu viku komi
í ljós hvort hann geti
leikið – en álag á leik-
menn í stórmótum er
allt annað og miklu
meira en í deildar-
keppnum, þar sem
menn spila einn leik
á viku.
„Ég vona bara að
menn komi í topp-
standi til æfinga,“ segir Aron. Hann
segir að menn á borð við Vigni
Svavarsson og Aron Pálmarsson hafi
glímt við meiðsli en séu allir að koma
til, sérstaklega Aron sem hafi leikið
stórt hlutverk með Kiel að undan-
förnu. Vignir hafi verið í vandræðum
og lítið spilað. Aron segir áhyggjuefni
að nokkrir leikmenn hafi ekki leikið
stór hlutverk í sínum félagsliðum að
undanförnu. Ólafur Gústafsson hafi
lítið leikið með stórliði Flensburg –
sem séu vonbrigði – og sömu sögu
megi til dæmis segja um Stefán Rafn
Sigurmannsson, hjá Rhein-Neckar
Löwen. Aðrir séu í stærri hlutverkum
og spili mikið, svo sem Aron Pálmars-
son og Guðjón Valur Sigurðsson. Þá
sé Snorri Steinn Guðjónsson í góðu
leikformi á meðan Ásgeir Örn Hall-
grímsson og Róbert Gunnarsson hafi
ekki spilað nógu mikið í París.
Skyttur snúa aftur
En jákvæð teikn eru líka á lofti.
Leikmenn sem ekki hafi getað ver-
ið með á síðasta stórmóti séu núna
heilir. Þar megi nefna Arnór
Atlason, Rúnar Kára-
son og Ólaf Bjarka
Ragnarsson. Þeir
verði allir með.
Ljóst má vera
að endurkoma
Arnórs Atla-
sonar styrki
liðið feiknar-
lega. Aron
segir hins
vegar að
nokkur óvissa sé uppi
um varnarleikinn.
Hugsan leg fjarvera
Vignis geti haft í för
með sér að óreyndari
leikmaður muni þurfa
að leika stórt hlutverk
á móti Sverre Jakobs-
syni í hjarta varnar-
innar, til dæmis Bjarki
Már Elís son eða Ólafur
Gústafsson. Það sé
auðvitað ekki ákjósanleg staða, þó
þeir séu góðir leikmenn. Reynsla geti
skipt sköpum. Hann vonast þó til að
Vignir muni hrista af
sér meiðslin.
Knappur tími
Aron fær lítinn
tíma til að
stilla saman
strengi liðsins
fyrir mótið í
Danmörku.
Hópurinn kem-
ur saman milli
jóla og nýárs.
Fyrsti
leikurinn verður
gegn Noregi 12. jan-
úar. Á þeim tíma
heldur Aron tíu æf-
ingar og liðið spil-
ar þrjá æfingar leiki;
á sterku fjögurra liða
móti í Þýskalandi. Þar
mætir Ísland heima-
mönnum, Rússum
og Austurríkismönn-
um. „Það er gott að fá
leikina í Þýskalandi.
Við fáum nokkra
daga heima eftir leik-
ina til að vinna úr
þeim áður en við förum til
Danmerkur.“
Ásgeir reynslunni ríkari
Ásgeir Örn Hallgrímsson
var eina örvhenta skyttan í
íslenska hópnum á síðasta
stórmóti. Eftir að Ólafur
Stefánsson lagði skóna á
hilluna hefur hann verið í
stóru hlutverki. Hann átti
erfitt uppdráttar á mótinu
og lék ekki nógu vel á köflum. Aron
segir að nú sé jákvætt að Rúnar sé
heill heilsu, auk þess sem hann von-
ist til að Alexander verði með. Ásgeir
Örn verði því ekki einn um stöðuna
eins og síðast. „Ég held að mótið í jan-
úar hafi kennt Ásgeiri mikið, þar sem
hann var í mjög stóru hlutverki. Þetta
gaf honum reynslu og hann er sterk-
ari fyrir vikið.
Rúnar er óreyndari leikmaður en
ég er mjög ánægður með að hann
skyldi færa sig um set í Þýskalandi,
frá Löwen til Hannover. Nú fær hann
meira að spila; hann er heill og er í
ágætu formi.“ Aron segir að forföll
síðustu missera hafi eflt og bætt þá
leikmenn sem hlaupið hafi í skörðin.
Það sé jákvætt.
Aron segir aðspurður að nokkrir
leikmenn hafi tekið skref upp á við, á
árinu sem nú er að líða. Ólafur Gúst-
afsson, Rúnar og Stefán Rafn hafi
allir verið að æfa og spila eitthvað
með mjög sterkum félags liðum
og þeir séu á réttri leið. Þá sé
virkilega ánægjulegt hvað Aron
leiki stórt hlutverk með Kiel,
aðeins 23 ára gamall. Hann sé
frábær leikmaður með leikskilning
í hæsta gæðaflokki. „Það gleymist
stundum en hann er virkilega góður
varnarmaður líka. Aron er heilsteypt-
ur leikmaður sem verður bara betri
og betri. Hann á framtíðina fyrir sér.“
Ógnarsterkir andstæðingar
Aron viðurkennir að riðillinn verði
afar erfiður. Um sé að ræða fjórar
sterkar þjóðir. Hann segir að það sé
ekkert víst að fyrsti leikurinn, við Nor-
eg, verði lykilleikur fyrir gengi Íslands
í keppninni. Í Serbíu, fyrr á þessu ári,
hafi liðin unnið hvort annað á víxl.
Íslendingar hafa undanfarin ár
staðið Norðmönnum framar á hand-
knattleiksvellinum. En hvernig eru
Ungverjar í dag, liðið sem sló Ís-
land út á ögurstundu á síðustu
Ólympíuleikum, með þungbærum
hætti? „Ungverjar eru eiginlega með
sama lið. Markvörðurinn hjá þeim er
hættur en þeir eru með góða menn
þar samt. Ungverjar eru með mjög
sterkt lið – en samt lið sem ég tel að
við getum unnið, ekki spurning. Það
er ljóst að við stefnum á það.“
En hvernig metur landsliðsþjálf-
arinn möguleika Íslands? „Við eigum
fína möguleika á að komast upp úr
þessum riðli. En við megum ekki við of
miklum forföllum. Ef allir eru með þá
erum við mjög sterkir og með þokka-
lega breidd. Það er stóra málið.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is Riðlarnir á EM
A-riðill
n Danmörk
n Tékkland
n Makedónía
n Austurríki
B-riðill
n Spánn
n Ísland
n Ungverjaland
n Noregur
C-riðill
n Serbía
n Frakkland
n Pólland
n Rússland
D-riðill
n Króatía
n Svíþjóð
n Hvíta-Rússland
n Svartfjallaland
Árangur
á EM
2001 16-liða úrslit
2003 7. sæti
2005 Riðlakeppni
2007 8-liða úrslit
2009 Ekki með
2011 6. sæti
2013 16-liða úrslit
„Við eigum fína
möguleika á að
komast upp úr þessum riðli.
Megum ekki við
Stóra stundin nálgast
Ísland mætir Noregi í fyrsta leik
á EM í Danmörku. Riðill Íslands
er afar erfiður. MynD ReuteRS
Snúinn aftur Endurkoma Arnórs styrkir liðið til muna.
Jaxl Óvíst er hvort Alexander Petersson geti tek
ið þátt á EM í janúar.
Í eldlínunni Aron Kristjánsson
hefur knappan tíma til að undir-
búa liðið. MynD eyþÓR ÁRnASon