Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 20
Umræða 21Vikublað 17.–19. desember 2013
Spurningin
Magnað að
verða pabbi
Alltaf reynst mér
vel að lifa í núinu
Þetta er
sönn ást
Vaknaði við
hugljómun
Hvar kaupir þú
jólagjafirnar?
Jón Jónsson tónlistarmaður um föðurhlutverkið. – DV Herbert Guðmundsson fagnaði sextugsafmæli um helgina á KEX hostel. – DV Tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir gifti sig fyrir tveimur árum. – DV Kristín Karlsdóttir bar sigur úr býtum í smákökukeppni DV. – DV
Teitur
Atlason
Af blogginu
„Ég er að fara til Bandaríkjanna á
fimmtudaginn; kaupi jólagjafirnar þar“
Friðrik Kristjánsson
starfsmaður í velferðarráðuneytinu
„Ég keypti þær flestar hjá Cintamani í
Bankastræti. Restina fékk ég erlendis“
Herdís Þóra Hrafnsdóttir
27 ára upplýsingafulltrúi
„Ég keypti þær í Kringlunni og Toys r‘ Us“
Hafdís Þóra Hafþórsdóttir
28 ára starfsmaður í ferðaþjónustunni
„Í Kringlunni“
Einar Margeir Kristinsson
28 ára kokkur
„Í Smáralindinni“
Róbert Þ. Skarphéðinsson
31 árs héraðsdómslögmaður
1 Stefán Logi laumast á Facebook í fangelsinu Stefán Logi situr í gæsluvarð-
haldi á Litla-Hrauni og kemst á netið, þrátt
fyrir bann. Hann kallar sig Slátrararann og
birtir sjálfsmyndir af sér.
2 Brynjar: „Dómurinn er bara rangur“ Dómur í Al-Thani málinu er rangur að sögn
Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins og lögmanns.
3 „Ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé
ekki raunverulegur“ Bryndís Jóns-
dóttir segir það ekki vera í verkahring Pawels
Bartozek að segja börnum að jólasveinninn
sé ekki til.
4 Kært vegna kynferðisbrots í Hamrahlíð Kona á tvítugsaldri hefur lagt
fram kæru vegna kynferðisbrots í gestaíbúð í
Hamrahlíð á föstudagskvöld.
5 Kræktu úr honum augað Tyrkneskir lögreglumenn pyntuðu mann, kræktu úr
honum augað og brenndu, þegar hann átti leið
hjá mótmælunum í Gezi-garði í sumar.
6 Vill lesa IPA aftur á bak Guðmundur Andri Thorsson hæddist að Gunnari Braga
Sveinssyni í pistli á mánudag.
Mest lesið á DV.is
Myndin Vetrarhamur Landið er í sannkölluðum vetrarham þessa dagana. Langtímaspár gera reyndar ráð fyrir því að jólin verði hvít um allt land, hvað sem síðar verður.
Mynd SiGTryGGur Ari
Trúi að yfirvöld sýni mildi
H
ún var hörmuleg uppá-
koman sem ég varð vitni
að á fimmtudaginn. Flótta-
maðurinn Tony Omos
gaf sig fram við lögreglu í
innan ríkisráðuneytinu og var tekin
höndum á Sölvhólsgötu. Ég var vitni
að handtökunni og sá Evelyn Glory
Joseph, kærustu Tonys, bresta í grát
og systur hans sömuleiðis.
Fátt er ömurlegra en að vera vitni
að fullkominni örvæntingu van-
færrar konu. Umkomuleysið er ein-
hvern veginn algert. Skelfingar ekki
og titrandi hendur.
-Ég legg ekki meira á ykkur.
Héðan í frá er einungis hægt að
treysta á að yfirvöld sjái að sér og
sýni Tony Omos mildi. Ég vona að
slíkt fyrirfinnist ennþá í kerfinu okk-
ar. Mér sýnist reyndar að mildin sé á
undanhaldi í öllum öngum kerfisins.
Hvort sem það eru uppsagnir starfs-
manna ríkisins eða framferði gagn-
vart flóttafólki sem þráir það heitast
að tilheyra samfélaginu okkar.
Ég skil ekki svona þvergirðings-
hátt og óska eftir smávegis víðsýni.
Íslendingar komnir
af flóttafólki
Það væri frábært ef innanríkisráðu-
neytið og Útlendingastofnun hugs-
uðu stundum um að við Íslendingar
erum komnir af flóttafólki. Ekki
bara á tímum landnámsins, held-
ur líka þegar landið var í kyrkingar-
tökum óréttláts lénsfyrirkomulags
og vistar banda. Sagan okkar græt-
ur sömu sögum og við erum að kalla
yfir Tony Omos og Evelyn Glory
Joseph.
Það væri frábært að horfa upp í
smá stund. Horfa til baka og hug-
leiða þessa stöðu sem uppi er.
Ég held að við þurfum á því að
halda. Í ljóði Kolbeins Tumasonar
frá 12. öld, Heyr himna smiður, er
guð kallaður mildingur.
Minnst þú, mildingur, mín,
mest þurfum þín.
Ryð þú, röðla gramur
ríklyndis og framur,
hölds hverri sorg
úr hjartaborg.
Hvernig getur þessi þversumma
okkar sem yfirvaldið er, hagað sér
eins og það gerir gagnvart Tony
Omos og Evelyn Glory Joseph. Hvað
og hvernig og hvert í andskotanum
erum við að fara sem samfélag?
Hvaða samansafn þrjóta hagar sér
svona gagnvart ófrískri konu?
Tímasetningin ekki tilviljun
Getur einhver sagt mér það? Ég vil
nefnilega fá svar. Ekki nóg með að
kasta úr landi Tony Omos sem hefur
verið með mál sitt í gangi í rúm 2 ár,
var þversagnarkenndum rökstuðn-
ingi við ákvörðunina lekið til fjöl-
miðla í von um að tvístra samstöðu
meðal stuðningsmanna hans. Tíma-
setning þessa leka er ekki tilviljun
og er ekki komin frá lögfræðingum
Tonys eins og Hanna Birna Kristjáns-
dóttir ráðherra hefur gefið í skyn að
sé raunin. Tímasetningin er lykilat-
riði og leiðir í ljós að lekinn kom úr
innanríkisráðuneytinu. Beinar sann-
anir munu vera til og athyglisvert að
sjá hvort þær verða dregnar upp á
yfir borðið þegar lögreglurannsóknin
á þessu máli fer í gang.
Kolbeinn Tumason segir aftar í
kvæðinu Heyr himna smiður:
Gæt þú, mildingur, mín,
mest þurfum þín,
helzt hverja stund.
Send þú, meyjar mögur,
málsefnin fögur,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.
Ég vil halda í vonina
Nú eru örlög Tonys Omos í höndum
yfirvalda. Örlög Evelyn Glory Joseph
og ófædds barns þeirra. Ég vona að
yfir völd sýni Tony Omos mildi eins og
tilfelli Paul Ramses. Mál þeirra tveggja
eru mjög svipuð.
Ég er ekki trúaður maður. Ég er trú-
laus. Ég skil hins vegar alveg hvað Kol-
beinn Tumason er að fara með þessu
ljóði og ég skil fullkomlega það vonar-
tákn sem fólgið er í nýfæddu barni. Ég
vil halda í vonina og ég vil trúa því að
yfirvöld sýni mildi í þessu máli.
Annars er allt glatað og tilgangs-
laust. n
Mynd SiGTryGGur Ari