Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 13
Vikublað 17.–19. desember 201314 Fréttir Fatlaðir fá ekki hjálp n NPA mikið frelsi fyrir fatlað fólk n Oft talað um fjárskort en felur í sér sparnað Þ etta skiptir bara svo gríðar­ lega miklu máli að þarna sé vandað til verka og að fleiri samningar verði kláraðir,“ segir Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastýra NPA miðstöðv­ arinnar. NPA er skammstöfun fyrir notendastýrða persónulega aðstoð sem fatlað fólk getur sótt um. Á Íslandi er NPA tilraunaverk­ efni sem snýr að því að þróa leið­ ir til að taka upp slíka samninga á markvissan hátt. Velferðarráðu­ neytið hefur forystu um verkefnið, en málefni fatlaðs fólks eru í hönd­ um sveitarfélaganna og því eru samningarnir gerðir við sveitar­ félögin. Freyja segir að misjafnt sé milli sveitarfélaga hvernig verk­ efnið gangi. Sveitarfélög eru ekki lagalega bundin af því að taka verk­ efnið upp fyrr en á árinu 2014 þegar stefnt er að því að það verði fest í lög. NPA er þjónustuform sem byggir á því að fatlaður einstakling­ ur fái fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð við athafnir dag­ legs lífs. Samningur er gerður milli sveitarfélags og viðkomandi og reiknað út hversu mikla aðstoð þarf að veita. Greiðslur sveitarfélags­ ins reiknast eftir því og viðkomandi ræður sér svo aðstoðarfólk. Á mánudag greindi DV frá bið Ágústu Gunnarsdóttur eftir NPA, en hún er orðin langeyg eftir því að fá slíkan samning. Ágústa er með mikla sjónskerðingu og þarf þar af leiðandi talsverða aðstoð dag frá degi. „Staðreynd málsins er ein­ faldlega sú að ég þarf á aðstoð að halda, við ýmis dagleg verk, en fæ hana ekki,“ sagði Ágústa í opnu bréfi til þingmanna og forsætis­ ráðherra. Ráða sjálf þjónustunni Með NPA stjórnar fatlað fólk því sjálft hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram og hvar. Í bréfi sínu benti Ágústa á að hún þurfi oft að biðja um aðstoð, endurgjalds­ laust. „[…] sífellt á höttunum eftir fólki sem er tilbúið, endurgjalds­ laust, að veita leiðsögn í óþekktu umhverfi,“ sagði hún. NPA snýst um að einstaklingar sem þurfa á aðstoð við athafnir daglegs lífs hafi val um það hvernig aðstoð við þá er háttað. Til staðar er kjarasamn­ ingur fyrir aðstoðarfólk og hefur NPA miðstöðin haft umsjón með milligöngu um samningagerðina í mörgum tilfellum. Á landsvísu eru samningarnir um fimmtíu og þykja þeir vera ansi fáir. Einn viðmælenda DV sagði að hjá flestum sveitarfélögum væri vilji til staðar til að innleiða NPA af fullri alvöru en svo væri einhver óræður staður í kerfinu þar sem allt stöðvaðist og enginn vissi nákvæm­ lega af hverju. Einhver taldi að horft væri um of á kostnað við verkefnið, en ekki skoðaður ávinningur af því sem fælist einna helst í að forða kostnaði seinna meir varðandi heilsu og líðan fatlaðs fólks fyrir utan þátttöku þess í samfélaginu. 14 af 45 Sem dæmi um að NPA samning­ ur strandi á óræðum stað í kerfinu má nefna að 14 mánuðir eru síðan Ágústa lagði fram umsókn um NPA til Reykjavíkurborgar, en samn­ ingar hafa enn ekki náðst. Sam­ kvæmt upplýsingum frá Reykja­ víkurborg til DV voru 45 umsóknir til afgreiðslu hjá Reykjavíkurborg á dögunum en aðeins 14 fengu af­ greiðslu. Allar umsóknirnar stand­ ast skilyrði sem sett eru um NPA en vegna fjárskorts er ekki hægt að afgreiða þær. „Ef um frekari fjár­ veitingu til tilraunaverkefnisins verður að ræða af hálfu Jöfnunar­ sjóðs verður unnt að veita fleiri um­ sækjendum tilboð um þátttöku í því,“ segir í svari Reykjavíkurborgar. Þjónustuþörfin er mun meiri en Reykjavíkurborg getur fjármagnað. „Það var erfitt fyrir alla aðila að af­ marka þurfti tilraunaverkefni fyrir fáa,“ segir einnig í svari borgarinn­ ar, en þar kemur þó fram að fram­ kvæmd samninga gangi almennt vel. Samkvæmt minnisblaði dag­ settu í júní kemur fram að fjár­ magn fyrir málaflokkinn nægi ef til vill ekki til að anna eftirspurn­ inni nema greiðslur frá jöfnunar­ sjóði komi til. Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að staðan er sú sama nú í desember. Hluti þeirra sem sótti um fékk svo­ kallaðan beingreiðslusamning. Oft eru greiðslurnar lægri í þeim tilfell­ um og því getur fólk ekki ráðið sér aðstoðarmenn og greitt laun sam­ kvæmt kjarasamningum. Stundum koma þó greiðslur beingreiðslu­ samningsins niður á svipuðum stað og NPA samningur hefði kom­ ið samkvæmt þeim upplýsingum sem DV fékk frá skjólstæðingum borgarinnar. Gengur vel í Hafnarfirði NPA samningar í Hafnarfirði hafa gefist vel að mati Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra. Í samtali við DV segir hún að stefna bæjarins hafi verið að slíkir samn­ ingar væru framtíðin í málefnum fatlaðra einstaklinga í bænum. Mest hefur bærinn verið með átta slíka samninga en í dag eru þeir fimm. „Þegar ákveðið var að flytja málefni fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaganna þá lögðumst við í mikinn undirbúning,“ segir Guð­ rún Ágústa. „NPA, var eitt af því sem við skilgreindum sem hluta af þeirri flóru sem bærinn ætti að veita og fólk ætti að geta nýtt sér,“ segir hún. Falla milli skips og bryggju Þá er til sá hópur sem bæði þarf sér­ staka hjúkrunarþjónustu og NPA sem erfitt er að koma til móts við. Það er vegna þess að hjúkrunar­ aðstoðin þarf að koma frá ríkinu en NPA samningurinn kemur frá bæjar félaginu. Erfitt hefur tekist að ná samkomulagi um þau mál. „Við erum í þeirri erfiðu stöðu að enn og aftur þá lendir fólk á milli skips og bryggju. Ef þú þarft hjúkrun eða ert einnig veikur þá er eðlilegt að NPA nái einnig til þess, en það hef­ ur ekki verið vilji til þess af hálfu ráðuneytisins að taka þátt í þeim auka kostnaði sem af því hlýst,“ seg­ ir Guðrún Ágústa og segir það vera mjög miður. Guðrún segir að í stóra sam­ henginu reynist NPA vel og sé fjár­ hagslega gott. Það eru þó ekki endi­ lega sveitarfélögin sem finna fyrir því. Bæði sé NPA atvinnuskapandi fyrir þá sem ráða sig sem aðstoðar­ menn, en að auki geti sá sem samn­ ingurinn er gerður við farið aftur á atvinnumarkaðinn eða í skóla. „Þar að auki er þetta sparnaður í stóra samhenginu. Þetta dregur úr sjúkrahúsvistun og hvíldarinn­ lögnum. Þú ert einstaklingur sem sinnir þínu starfi og skilar sköttum og skyldum og verður virkur þátt­ takandi,“ segir hún. Ekki allir treysta sér Guðrún Ágústa bendir á að ekki allir treysti sér í samningana og þeir nýtist ekki öllum. Freyja tekur í sama streng og segir þetta vera hluta af valdeflingu fatlaðs fólks. Þeir sem hafa fengið slíka samninga verða varir við miklar breytingar á sínum högum. „Margir tala um þetta sem hálf­ gerða frelsun, að komast úr kerfi sem var hannað þannig að þú þarft að aðlagast kerfinu, en þarna hann­ arðu þitt eigið kerfi og umgjörð,“ segir Guðrún Ágústa og nefnir lýs­ ingar fólks á því að það geti haft fjöl­ skyldumeðlim sem fjölskyldumeð­ lim, en ekki ummönnunaraðila. „Að mínu mati er þetta bara borð­ leggjandi,“ segir hún. Þessi ummæli Guðrúnar Ágústu ríma ágætlega við reynslusögur NPA notenda sem koma fram á vef samtakanna. Þar kemur fram að mikil breyting hafi orðið á högum þeirra sem gert hafa slíka samn­ inga. n „Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ég þarf á aðstoð að halda, við ýmis dagleg verk, en fæ hana ekki,“ sagði Ágústa Eir Gunnarsdóttir í opnu bréfi til þingmanna og forsætisráðherra. Ágústa er mjög sjónskert og hefur sótt um NPA aðstoð frá Reykjavíkurborg. Í bréfinu sótti hún um stöðu jafnréttismálaráð- herra. Hún benti á þörfina fyrir slíkan ráðherra og sagðist sjálf geta uppfyllt þær hæfniskröfur sem til slíks ráðherra væru gerðar, enda hefði hún upplifað fjölmörg brot á réttindum sínum í gegn- um tíðina. Með því að ráða hana sem ráðherra fengi hún jafnvel þá aðstoð sem hún þyrfti – og jafnréttismál fengju manneskju með mikla reynslu. „En, aðalástæða umsóknar þessarar er þó sú að hver ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur í sinni þjónustu aðstoðarmann, sumir tvo. Og sú aðstoð er, það ég best veit, alger- lega notendastýrð. Auk aðstoðarmanns/ manna hafa ráðherrar bílstjóra og það er nákvæmlega það sem mig vantar,“ sagði Ágústa í bréfinu, en það má lesa á vefnum DV.is. Freyja Haraldsdóttir Það er valdeflandi fyrir einstaklinga að notfæra sér NPA. Mynd SiGtRyGGuR ARi Vildi verða ráð- herra „Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ég þarf á aðstoð að halda, við ýmis dagleg verk, en fæ hana ekki,“ sagði Ágústa í opnu bréfi til þingmanna og forsætisráðherra. Borðleggjandi „Að mínu mati er þetta bara borðleggjandi,“ segir Guðrún Ágústa. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Staðreynd máls- ins er einfaldlega sú að ég þarf á aðstoð að halda, við ýmis dagleg verk, en fæ hana ekki. Sótti um starf jafn- réttismálaráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.