Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 19
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 17.–19. desember 2013 Ef maður er glaður vinnur maður betur Það fékkst enginn til þess að búa þarna Var búinn að sætta mig við að þetta væri búið Mikilvægi Al-Thani dómsins Þórunn Egilsdóttir um nýstofnaðan hóp jákvæðra þingmanna. – DV Eyjólfur Valdimarsson, á RÚV, um ástæðu þess að Kristín Hálfdánardóttir býr í húsnæði RÚV. – DV Fórnarlamb í Stokkseyrarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. – DV D ómurinn yfir fjórum af stjórnendum Kaupþings á fimmtudaginn mun hafa mikilvægt fordæmisgildi verði hann staðfestur fyrir Hæstarétti Íslands. Frá því dómarnir féllu hafa eðlilega farið fram um- ræður manna á milli um hvort þeir hafi verið of þungir og hvort lík- legt sé að Hæstiréttur muni stað- festa þá. Dómarnir í málinu eru afdráttar lausir og tel ég að inntak þeirra verði staðfest fyrir Hæstarétti þó kannski verði dómar yfir Kaup- þingsmönnunum eitthvað mildaðir. En hvaða máli skiptir það svo sem hvort fjórmenningarnir fá þriggja eða fimm ára dóma? Fælingar- mátturinn er sá sami. Tiltölulega lítil efnislega gagn- rýni hefur komið fram á dómana hingað til. Helst ber að nefna gagn- rýni Brynjars Níelssonar, lög- og þingmanns, sem var á þá leið að íslensk löggjöf hlyti að vera svona sérstæð fyrst bankamenn í öðrum löndum hefðu ekki verið ákærðir og dæmdir líkt og hér á landi: „Ég ætla ekki að þreyta fólk á efnislegri um- fjöllun um hvað eru umboðssvik og markaðsmisnotkun. En ég velti fyr- ir mér af hverju bankamenn í öðr- um löndum hafi ekki verið ákærðir og dæmdir fyrir sömu verk.“ Brynjar komst þó að því að ekki væru lög- in öðruvísi í meginatriðum heldur hlytu skýringarnar að vera aðrar en ólík lagaákvæði um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þetta er rétt hjá Brynjari í þeim skilningi að þær ákvarðanir sem leitt hafa til þess að Al-Thani mál- ið var rannsakað til að byrja með eru pólitískar en ekki lögfræðilegar. Brynjar kemst því að réttri niður- stöðu á röngum forsendum. Fyrst þarf að nefna þá réttu ákvörðun Seðlabanka Íslands og ríkisstjórn- arinnar haustið 2008 að veita Glitni ekki lán til að standa við skuld- bindingar hans sem aftur leiddi af sér hrun hinna tveggja bank- anna enda vitum við að ríkisvaldið hefði ekki getað haldið bankakerf- inu á lífi í óbreyttri mynd. Ef bank- arnir hefðu ekki hrunið er ólíklegt að sú pólitíska ákvörðun hefði ver- ið tekin að stofna embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka lögbrot- in í aðdragandanum. Stofnanalegt, lagalegt uppgjör við efnahagsbrot innan bankanna hefði varla farið fram ef íslenska ríkið hefði lagt þá- verandi stjórnendum og hluthöfum þeirra til hundruð milljarða króna til að reyna að halda þeim á lífi. Brynjar getur hins vegar varla, án rökstuðnings, haldið því fram að sú ákvörðun sérstaks saksóknara að ákæra fjórmenningana sé póli- tísk og enn síður að dómarnir í mál- inu séu pólitískir. Samanburðurinn sem Brynjar kýs að taka til að grafa undan dómunum í Al-Thani mál- inu er því skakkur þar sem álíka kerfishrun og hér átti sér ekki stað í öðrum löndum: Í Bandaríkjunum og Írlandi lagði ríkisvaldið til dæm- is fjármuni inn í bankakerfin þar í landi árið 2008 og síðar. Viðlíka embætti og sérstakur saksóknari var ekki stofnað í þessum löndum. Þessi samanburðarrök Brynjars ganga því ekki upp af því hann er að bera saman óskylda hluti: Á Íslandi varð allsherjar bankahrun og í kjölfarið uppgjör við það sem enn stendur yfir. Dómurinn í Al-Thani málinu er mikilvægur fyrir þetta laga- lega og stofnanalega uppgjör af því hann snýst um einn af kjörnunum í hruninu: Þá manngerðu blekk- ingu sem stoðir íslensku bankanna voru byggðar á um árabil. Um er að ræða fyrsta dóminn þar sem ís- lenskir bankamenn eru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun vegna við- skipta með hlutabréf í bönkunum sem þeir stýrðu; fyrsta dóminn þar sem menn eru dæmdir fyrir að hafa stundað sýndarviðskipti með þessi bréf til þess að halda uppi hluta- bréfaverði í bönkunum og þar af leiðandi blekkja markaðinn til að halda að staða þeirra væri betri en hún í raun og veru var. Dómurinn í Al-Thani mál- inu er önnur hliðin á miklu stærra markaðs misnotkunarmáli sem sér- stakur saksóknari hefur til rann- sóknar. Það mál snýst um áralanga markaðsmisnotkun Kaupþings með hlutabréf í bankanum sjálfum þegar hlutabréf voru keypt og seld á hluta- bréfamarkaði með það fyrir augum að halda uppi hlutabréfaverðinu í bankanum. Kaupþingsbréfin sem seld voru í Al-Thani fléttunni keypti bankinn með þessum hætti á mark- aði. Ef markaðsmisnotkunarþáttur- inn í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu heldur í Hæsta- rétti Íslands er líklegt að rétturinn muni einnig fallast á röksemdir um slíka misnotkun í stærra málinu sem eftir á að gefa út ákæru í. Sömu stjórnendur Kaupþings og hafa verið dæmdir í Al-Thani málinu gætu því átt yfir höfði sér aðra ákæru og eftir atvikum dóm í því máli. Þá styttist í ákvörðun um útgáfu ákæru fyrir markaðsmisnotkun, og eftir atvik- um, í Stímmálinu svokallaða í Glitni og einnig mun vera til rannsóknar meint allsherjar markaðsmisnotkun í þeim banka. Landsbanki Íslands er einnig til rannsóknar fyrir slíka alls- herjar markaðsmisnotkun. Dómurinn í Al-Thani málinu hefur því mikið fordæmisgildi fyrir önnur mál sem eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og mun söguskoðun framtíðar- innar á embættinu, og þá pólitísku ákvörðun að stofna það og gera upp bankahrunið, standa og falla með því hvort dómurinn heldur fyrir Hæstarétti Íslands eða ekki. Segja má að embætti sérstaks sak- sóknara standi eða falli með þess- um dómi. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari Glitnismenn næst Í kjölfar þungra dóma yfir Kaup- þingsmönnum hafa kviknað vonir um að réttlæti nái fram að ganga og það takist að koma böndum á fleiri skrúðkrimma hrunsins. Næsta stórmál er væntanlega Glitnismálið þar sem menn fiktuðu við verð- mæti bankans í gegnum Stím. Þar glittir í einn af höfuðpaur- um hrunsins, sjálfan Jón Ásgeir Jóhannesson, sem fram að þessu hefur aðeins verið dæmdur fyrir fremur litlar sakir. Heiðurslaunin varin Í miðju svartnætti niðurskurðar er það ljós í myrkrinu að Al- þingi mun standa vörð um þá 23 einstaklinga sem fá heiðurs- laun lista- manna, gangi tillaga mennta- málanefndar eftir. Flestir fá 3 milljónir á ári en fjórir listamenn, Þráinn Bertelsson, Edda Heiðrún Backman, Megas og Vigdís Gríms- dóttir fá 3,7 milljónir hvert. Samtals kostar pakkinn 75 millj- ónir króna. Matthías fær 84 milljónir Það er gjarnan tekið sem dæmi um öflug og skilvirk heiðurslaun að Matthías Johannessen, þá- verandi ritstjóri Morgunblaðsins, var aðeins 55 ára þegar hann fékk heiðurslaun sem eru merkt honum til ævi- loka. Í hartnær 20 ár var hann á launum sem rit- stjóri með þessa aukagetu. Þessi einfalda ákvörðun að setja hann á listann fyrir frábært framlag til menninga og lista hefur fært honum aukalega 84 milljónir króna ef miðað er við þrjár milljónir á ári. Björn í háska Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra, hefur marga fjöruna sopið á lífsleið sinni. Hann er víðförull maður. Þann 11. desember var hann í hraðlest frá Brussel til Par- ísar þegar babb kom í bátinn. Svo virtist sem sprengja gæti verið á ferðinni. „… Þegar við komum á brautar- pallinn í París var öllum beint í öfuga átt og sagt að það hefði fundist taska án eigenda. Heyrð- um við mikinn hvell þegar hún var sprengd,“ skrifar Björn á vef- síðu sína. E ftir að hafa lesið grein Þor- steins Sæmundssonar al- þingismanns – Frjáls verslun? í blaðinu 10.12. – held ég að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af fleiru í menntunarstigi þjóðarinnar en læsi unglinga. Þegar hann kemst að því að verslun á Íslandi í dag sé engu frjálsari og búi við sömu fá- keppnina og var um miðja nítjándu öld er full ástæða til að staldra við og leiðbeina þingmanninum af föður- legri umhyggju. Ólíku saman að jafna Um miðja nítjándu öld réðu vissu- lega örfáir danskir kaupmenn allri verslun og viðskiptum hér á landi og beittu öllum brögðum til að hafa sem mest út úr þeim viðskiptum og koma þeim ávinningi úr landi sem fyrst og skilja helst ekkert eftir til upp- byggingar á Íslandi. Þeir sem hafa lesið um þau bolabrögð öll eiga því erfitt með að samsama það ástand þeirri gríðarlegu fjölbreytni og miklu samkeppni sem við eigum að venj- ast hér á Íslandi í dag í verslun og viðskiptum. Allt tal um að hér ríki fá- keppni og eini munurinn á þessum tímum sé sá að nú þurfi landsmenn að glíma við íslenska kaupmenn og verslunarfólk í stað danskra stenst auðvitað enga skoðun. Áður fyrr höfðu menn aðeins möguleika á að versla við viðurkennda danska kaup- menn á hverjum stað en nú er helsta vandamál landsmanna að velja verslanir og ef þær standa sig ekki er leitað til útlanda eða í netheima. Við þetta allt þarf íslensk verslun að keppa og fákeppni ekki sá skjöldur sem þingmaðurinn lætur í veðri vaka. Að halda því fram að íslenskir nútíma neytendur séu engu betur settir en forfeður og – mæður okkar, sem bjuggu við danska einokun, fell- ur í besta falli undir kjánagang en í versta falli undir sögufölsun. Atvinnugrein sem skilar sínu Vissulega var rétt hjá Jóni Sigurðssyni forseta að miklu skipti að færa versl- unina á hendur Íslendinga, bæði til að treysta íslenska hagsmuni og ekki síður til að tryggja að afrakstur versl- unarinnar yrði eftir í landinu. Það hefur íslenskri verslunarstétt vissu- lega tekist og meira en það. Auk þess að greiða öll sín gjöld og skyldur til hins opinbera af eigin rekstri er ís- lensk verslun langumsvifamesti aðili við innheimtu virðisaukaskatts sem hún rukkar hjá viðskiptavinum sín- um og greiðir síðan til ríkisins. Allri þessari gríðarlegu innheimtu fjár- muna skilar hin meinta varasama atvinnugrein frá sér án þess að fá nokkuð í innheimtulaun. Það gerðu alltént dönsku kaupmennirnir ekki enda ekki einu sinni farið fram á það. Þetta er aðeins eitt dæmi um að sam- jöfnuður danskra og íslenskra kaup- manna á þessu 150 ára tímabili er óraunhæfur. Margt fleira væri hægt að telja upp á þessum nótum sem sýnir að málflutningur þingmanns- ins er byggður á veikum grunni. Aðrar atvinnugreinar Svo er það sérstakt umhugsunarefni hvers vegna þingmaðurinn finnur hjá sér hvöt til að tala svo niðrandi um þessa einu atvinnugrein eins og raun ber vitni og leggja sig fram um að gera hana að blóraböggli fyrir allt sem miður fer í þessu þjóðfélagi. Ég get mér þess til að eitthvað myndi heyrast frá sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu og landbúnaði ef þeir sem skipa Alþingi töluðu með þess- um sama hætti um þær ágætu at- vinnugreinar. Vonandi detta þeir ekki í slíkan forarpytt enda þótt allar atvinnugreinar verði að taka réttlátri og málefnalegri gagnrýni. n Ómálefnalegur málflutningur Ragnar Sverrisson formaður Kaupmannafélags Akureyrar Kjallari „Málflutningur þingmannsins er byggður á veikum grunni. Fordæmisgildið mikið Fordæmisgildi Al-Thani dómsins er mikið og mun söguskoðunin á embætti sérstaks saksóknara standa og falla með því hvort dómurinn heldur í Hæstarétti Íslands. Mynd SIGtRyGGuR ARI„En ég velti fyrir mér af hverju banka- menn í öðrum löndum hafi ekki verið ákærðir og dæmdir fyrir sömu verk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.