Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 25
Vikublað 17.–19. desember 201328 Lífsstíll Endurbætt upplifun á spjaldtölvu S amsung sendi frá sér endur- bætta útgáfu spjaldtölvunn- ar Galaxy 10.1 sem heitir 2014 árgerð. DV hefur tekið saman helsta muninn á báðum tölvunum, en ljóst er að Samsung hefur betrumbætt tölvuna og rúmlega það. Fyrirtækið lá undir gagnrýni fyr- ir lélegan skjá og lélegt viðmót fyrir penna á fyrri útgáfunni sem heyrir nú sögunni til – enda nýi skjárinn í virki- lega fínni upplausn. Vinnsluminnið hefur verið auk- ið úr 2 GB upp í 3 GB sem verður að teljast mjög gott. Báðar vélarnar keyra á fjögurra kjarna örgjörva en 2014 ár- gerðin er 2,3 GHz á meðan eldri týpan er 1,4 GHz. Betri myndavél má einnig finna á nýju vélinni en hún skilar 8 megapixla ljósmyndum og háskerpu myndbandsupptöku. ingosig@dv.is Í nýrri spjaldtölvu Samsung er viðmót pennans þægilegra og gæði skjásins meiri GALAXY Note 10.1 2014 árgerð Stýrikerfi Android 4.3 Þyngd 547 g Upplausn 2560 x 1600 pixlar Pixlar á tommu 299 ppi Myndavél 8 megapixlar Myndbandsupptaka 1920x1080 (1080p HD) Örgjörvi Fjögurra kjarna, 2,3 GHz Vinnsluminni 3 GB Batterístærð 8220 mAh GALAXY Note 10.1 Stýrikerfi Android 4.1 Þyngd 600 g Upplausn 1280 x 800 pixlar Pixlar á tommu 149 ppi Myndavél 5 megapixlar Myndbandsupptaka 1280x720 (720p HD) Örgjörvi Fjögurra kjarna, 1,4 GHz Vinnsluminni 2 GB Batterístærð 7000 mAh Töluvert betri en forverinn n PlayStation 4 kemur út á Íslandi í lok janúar n Ólafur hefur prófað hana Þ etta er vél sem er gríðar- lega öflug og töluvert betri en forveri sinn,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, deildarstjóri tölvuleikjadeildar Senu og sjónvarpsmaður, um PlayStation 4 er beðið með mikill eftirvæntingu hér á landi. Leikjatölvan frá Sony Comput- er Entertainment var kynnt á blaða- mannafundi þann 20. febrúar á þessu ári sem arftaki PlayStation 3 og er nýlega komin á markað í Bandaríkjunum. PlayStation 4 kem- ur á markað á Íslandi þann 29. jan- úar á nýju ári og er gert ráð fyrir að verð hennar verði á bilinu 80 til 85 þúsund krónur. Fjöldi tölvuleikja fyrir nýjustu afurð Sony kemur út um svipað leyti. Tekur upp og deilir „Á nýja stýripinnanum er kominn svokallaður Share-takki og ef þú ýtir á hann kemur upp sérstök valmynd þar sem þú get- ur deilt augna- blikum með hverjum sem er,“ útskýr- ir Ólafur Þór um nýjustu eiginleika vélarinnar. „PlayStation 4-tölvan tekur upp síðustu 10, 15 mínúturn- ar sem þú spilar. Það er sérörgjörvi í vélinni sem gerir ekkert annað en að taka upp allt sem þú gerir. Þannig að segjum sem svo að skorir svakalegt mark í FIFA, þá geturðu spólað aft- ur í tímann og klippt markið út. Síð- an geturðu farið á Facebook og deilt því.“ Horfa á útsendingar frá leikjum Ólafur Þór segir að við gerð vélarinnar hafi hugsunin verið að einbeita sér fyrst og fremst að tölvuleikj- um. Grafíkin er tærari en nokkurn tímann áður og það gengur allt út á að gera flottu- stu leikina. Mesti munurinn á PS4 og forvera hennar er netumhverfi hennar. Í PlayStation 4 geturðu til að mynda streymt því þegar þú spilar. „Það sem er orðið með því vin- sælasta í dag er að horfa á hvert ann- að spila,“ segir Ólafur Þór. „Ég þekki marga sem sitja heima með popp og kók og horfa á beina útsendingu frá Evrópu- eða Heimsmeistaramótinu í ákveðnum leikjum. Þetta er orðið svolítið nýja sportið í þessu og fer ört vaxandi.“ n ingosig@dv.is Streymdu og deildu með nýju fjarstýringunni Pinnarnir eru með betra gripi en áður. Með því að ýta á Share-takkann geturðu deilt síðustu 10, 15 spiluðum mínútum á veraldarvefnum. Snertiskjárinn er góð viðbót og virkar mjög vel, að sögn Ólafs Þórs. Framför Sony Ólafur Þór er ánægður með nýjustu afurð stórfyrirtækisins. Messi í FIFA 14 Grafíkin nær nýjum hæðum í PlayStation 4. Sítrónuvatn fyrir meltinguna Jólamaturinn getur haft ansi slæm áhrif á meltinguna og margir sem borða hreinlega yfir sig á jólunum. Gott ráð til þess að passa upp á meltinguna er auðvitað að passa að borða ekki of mikið, setja hóflegt magn á diskinn og finna hvenær maður er sadd- ur. Það getur líka verið gott að drekka volgt vatn með sítrónu á fastandi maga á morgnana. Sítrónan er sýrujafnandi og get- ur virkað örvandi á meltinguna. Öðruvísi krans Ertu búinn að fá leiða á venju- legum trjákrönsum? Prófaðu þennan! Skemmtilega sam- settur krans úr möffinskökum. Bakaðu möffins og skreyttu þær með grænu kremi. Raðaðu þeim svo saman eins og krans og svo er hægt að skreyta að vild, t.d. með slaufu. Það er þó líklega ekki ráðlegt að hengja þennan skemmtilega krans upp, en gómsætur er hann. Ókeypis jólaföt Það þurfa ekki að fylgja því gríðarleg útgjöld að eignast ný jólaföt því hópur sem kallar sig Green Messengers og vinnur fyrir farfuglaheimilin í Reykja- vík að grænum málefnum stendur fyrir skiptifatamark- aði á Loft hostel í Bankastræti á morgun, miðvikudag. Markaðurinn hefst klukkan 12 og stendur allan daginn eða til klukkan 18 en það eina sem þarf að gera er að koma með þau föt sem maður vill ekki nota lengur og skilja þau eftir en fá í staðinn önnur, algjör- lega ókeypis. Grænu sendiboðarnir hafa nú þegar staðið fyrir sams kon- ar viðburði tvisvar en þetta er sérstök jólaútgáfa, ætluð til þess að snúa á jólaköttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.