Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Qupperneq 23
Vikublað 17.–19. desember 201326 Lífsstíll „Geri þetta af hugsjón“ n Estelle borðar mat úr gámum í Reykjavík n Vill að matur sé nýttur n Íslendingar henda mat fyrir um 3 milljarða á ári É g geri þetta af hugsjón, ekki neyð eða vegna þess að ég sé fátæk,“ segir Estelle Divorne. Fjöldi fólks á Íslandi stundar það að fara í gáma við mat­ vöruverslanir og ná þar í mat sem hefur verið hent og Estelle er í þeim hópi. Erlendis er þetta þekkt undir nafninu „Dumpster diving“ eða eins og það myndi kallast á íslensku gámadýfingar. Hugtakið ruslarar hef­ ur þó einnig verið notað um þennan hóp á Íslandi. Líklega ná sér einhverjir í mat af einskærri neyð en flestir sem það stunda gera það af hugsjón, líkt og Estelle. Mikil offramleiðsla er á mat­ vælum í heiminum og mikið magn þeirra matvæla sem er framleitt endar í ruslinu. Sem dæmi eru Ís­ lendingar taldir henda mat fyrir um þrjá milljarða á ári hverju sem nemur um 240 þúsund krónum á hverja fjölskyldu hérlendis. Ruslur­ unum ofbýður þetta og þess vegna fara þeir í ruslagáma, ná þar í mat­ vöru sem er í lagi og taka með sér. Líkt og DV komst að í gámaleiðangri með Estelle, þá er nóg af ætum mat í ruslagámum Reykjavíkurborgar. Sófinn gerður úr pappakössum Estelle hefur alltaf verið hrifin af því að endurnýta hluti líkt og sést heima hjá henni í smekklega innrétt­ aðri íbúð sem hún leigir við miðjan Laugaveginn. Hún flutti hingað til lands fyrir um ári en hún er frá Sviss og hefur ferðast víða um heim. Hún er ljósmyndari og á Íslandi vinnur hún hjá ferðaþjónustufyrirtæki. „Ég keypti nánast ekkert nýtt þegar ég flutti hingað. Ég keypti eitthvað af notuðu dóti en hef svo bjargað hlut­ um sem ég hef fundið. Eins og sóf­ inn hérna, hann er búinn til úr kössum,“ segir hún og bendir á glæsilegan sófa í stofunni hjá sér, sem þegar nánar er að gáð, sést að búinn er til úr kössum og skreyttur með teppi og púðum. Í utan­ verðum glugganum er líka frumleg jólaskreyting sem eflaust einhverjir vegfarendur á Laugaveginum hafa tekið eftir en hana gerði hún úr rusli sem hún hefur fundið á ferð sinni um bæinn. Fer þegar færi gefst Stuttu eftir að Estelle fluttist til Ís­ lands kynntist hún fólki sem stund­ aði það að ná sér í mat úr gámum. Hún hafði íhugað það í smá tíma áður að prófa en ekki látið verða af því fyrr en á Íslandi. „Ég heillaðist af hugsuninni að baki þessu og fór að prófa.“ Síðan hefur hún stundað það að ná sér í matvöru sem hent hefur verið úr í ruslagáma fyrir utan matvöru­ búðir í Reykjavík. Gámadýfingarn­ ar svokölluðu stundar hún hvenær sem færi gefst. „Ég fer yfirleitt ein en stundum með einhverjum. Það get­ ur verið gott að hafa einhvern með sér, en þetta getur nefnilega ver­ ið heilmikil vinna,“ segir hún um leið og hún gerir sig tilbúna til þess að fara af stað til þess að sýna blaða­ manni hvernig hún nær í matinn. Estelle klæðir sig í skó og kápu, setur á sig bakpoka og svo er haldið af stað. Á leiðinni fræðir hún blaðamann um það hvernig gámadýfingarnar fara fram. Hún segir nauðsynlegt að vera í fötum sem mega óhreinkast, gott sé að vera með ljós á höfðinu því það geti verið dimmt í gámunum og svo er nauðsynlegt að vera með bak­ poka. Aðspurð hvort þetta geti ekki verið hættulegt segir Estelle svo ekki vera. „Eina sem er hættulegt er að maður getur orðið háður þessu, það fylgir því ákveðin spenna að sjá hvað maður finnur hverju sinni,“ segir hún brosandi. Sumum vörum ekki hent Hún segir töluverðan fjölda fólks stunda þetta hérlendis en það fari leynt. Sumir fari saman í hópum að leita að mat en hún segir það alls ekki nauðsynlegt. „Ég fer bara þegar ég hef lausan tíma. Stundum þegar ég er að fara úr vinnunni á daginn eða er í fríi. Þá kíki ég við. Þetta getur verið mikil vinna en algjörlega þess virði.“ Hún fær þó ekki allt matar­ kyns sem hún þarf á að halda úr gámunum því sumu er ekki hent, allavega í mjög litlum mæli. Hún kaupir til að mynda nánast alla þurr­ vöru. „Það eru nokkrir hlutir sem ég finn aldrei í gámunum. Pasta, hrís­ grjón, hveiti, smjör, egg, olíu og syk­ ur til dæmis. En ég kaupi aldrei fisk, kjöt eða mjólkurvörur. Ég finn mikið af drykkjum, ávöxtum og grænmeti, snakk, sósur, kex og sælgæti.“ Estelle segist hafa fundið ýmislegt sniðugt. „Ég verð alltaf glöð þegar ég finn Af hverju er matnum hent? n Það geta legið ýmsar ástæður að baki því að mat sé hent. Algengast er að hann sé kominn yfir síðasta söludag, sé útlitsgallaður eða ónýtur. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Þetta kemur okkur öllum við „ Ýmislegt nýtilegt Estelle „ruslar“ í Reykja- vík. Hún segir miklu af mat sem sé í lagi vera hent. Hér sést hún með lauk en þegar DV fór með henni á stúfana fann hún meðal annars fullan poka af lauk. Mynd Sigtryggur Ari Litríkt Þessa mynd tók Estelle í einni gámaferðinni. Kartöflur, kál og tómatar í miklu úrvali. girnilegt Hér má sjá ávexti sem Estelle fann í gámi og skar niður. drykkirnir Hér sést kassinn sem Estelle fann í gámi þegar DV skellti sér með henni í gámaleiðangur. Ein flaska af 12 var brotin, hinar allar voru í góðu lagi og ekki útrunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.