Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 21
Vikublað 17.–19. desember 201324 Neytendur
n Niðurstöður úr árlegri bragðkönnun DV n Keppnin nokkuð jöfn
H
angikjötið frá Fjarðarkaup-
um var í fyrsta sæti af 13
hangilærum sem próf-
uð voru í árlegri bragð-
könnun DV fyrir þessi jól. Í
öðru sæti var Hólsfjallahangikjötið
frá Fjallalambi og Sambandshangi-
kjötið í því þriðja.
Brynjar Eymundsson mat-
reiðslumeistari á Höfninni sá um
matreiðsluna í ár líkt og fyrri ár en
kjötið var allt eldað á sama hátt,
hvert læri soðið í sér potti og svo
látið kólna í soðinu og kjötið borið
fram kalt.
Dómnefndina skipuðu Ylfa
Helgadóttir, matreiðslumeistari
á Kopar og meðlimur í kokka-
landsliðinu, Kjartan H. Bragason,
formaður Meistarafélags kjöt-
iðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir
Þorvaldsdóttir, heklari og matgæð-
ingur, Elvar Ástráðsson, verkamað-
ur og matgæðingur, og Hákon Már
Örvarsson, þjálfari íslenska kokka-
landsliðsins.
Leitað var til framleiðenda og þeir
beðnir um að leggja til kjöt og urðu
þeir fúslega við þeirri bón. Kann DV
þeim bestu þakkir fyrir það.
Kjötið var borið fram á núm-
eruðum bökkum þannig að engin
leið var fyrir dómarana að vita
hvaða biti væri frá hvaða framleið-
anda. Dómararnir gáfu umsögn og
einkunn á bilinu 0–10. Einnig var
kjötið vigtað fyrir og eftir suðu og
þannig fengið út hversu mikið það
rýrnaði.
Með kjötinu var boðið upp á
laufabrauð og jólaöl.
Almennt var keppnin nokkuð
jöfn, eins og sjá má á einkunnun-
um sem allar eru milli 6 og 8,1 á
einkunnaskalanum. n
Hangikjötið frá
Fjarðarkaupum best
1 Fjarðarkaup
Framleiðandi: Kjarnafæði
Meðaleinkunn: 8,1
Rýrnun: 23%
Verð: 3.189 kr/kg (í Fjarðarkaupum)
Ylfa: Mjög gott, mikill karakter. Reykur og salt.
Kjartan: Gott reykbragð, safaríkt.
Tinna: Einstaklega gott, passlega salt og
ágætlega bragðmikið.
Elvar: Fínt jafnvægi, ekki sterkt en reykurinn
hangir vel með saltinu.
Hákon: Gott hangikjöt. Góð áferð á kjöti
og safaríkt. Hefðbundið. Eitt það besta af
þremur.
2 Hólsfjalla
hangilæri
Framleiðandi: Fjallalamb
Meðaleinkunn: 7,5
Rýrnun: 14%
Verð: 3.298 kr/kg (í Melabúðinni)
Ylfa: Góð lykt, mikill reykur, gott og
kraftmikið.
Kjartan: Gott reykbragð, safaríkt.
Tinna: Mjög gott, ágætlega bragðsterkt.
Elvar: Reykjarlykt með smá sýru. Nokkuð
þurrt, ósalt en reykt.
Hákon: Þessi sneið var frekar þurr, hefð-
bundið fínt hangikjöt.
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Sigurvegarar
síðustu ára
n 2012 - Iceland
n 2011 - Sambandshangikjötið
n 2010 - Húsavíkurhangikjötið
n 2009 - Hólsfjallahangikjöt og
Húsavíkurhangikjötið
n 2008 - Húsavíkurhangikjötið
n 2007 - HólsfjallahangikjötiðDómnefndin Dómnefndin var bæði skipuð fagfólki og leikmönnum.