Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 15
Vikublað 17.–19. desember 201316 Fréttir Erlent Snjór, sorg og skotárás Ljósmyndarar Reuters-fréttastofunnar koma víða við og fönguðu þessi viðfangsefni í liðinni viku.  Loftárás á Sýrlandi Íbúar við götu í Aleppo eftir loftárás stjórnarliða forset- ans Bashar al-Assad á sunnudag. Eins og sést er eyðileggingin gríðarleg og ötullega var unnið að því að bjarga fólki úr rústunum.  Umferðaröngþveiti Ökumenn bifreiðanna á meðfylgjandi mynd gáfust upp og ákváðu að ganga heim á laugardag. Myndin er tekin í Amman, en yfir landið fór djúp vetrarlægð með tilheyrandi snjókomu. Setti veðrið Mið-Austurlönd í tals- vert uppnám, sérstaklega þó í Jórdaníu þar sem flestar götur voru ófærar og þeim lokað. Þá var ekki hægt að lenda flugvélum víða og þurftu farþegar að hafast við í vélunum á meðan að veðrinu slotaði.  Sorg og gleði Nelson Mandela var borinn til grafar á sunnudag. Alla síðustu viku hafa þó Suður-Afríku- menn fagnað lífi og ævistarfi hans, meðal annars með söng og dansi. Á meðfylgjandi mynd má sjá áhorfendahóp dansa, syngja og syrgja við minningarathöfnina á Cape Town-íþróttavellinum þann 11. desember.  Tvífarar Margur gæti haldið að hér hefðu ljósmyndarar Reuters fest á mynd norðurkóreska harðstjórann Kim Jong-un, en svo er þó ekki. Maðurinn á myndinni heiti Howard og er 34 ára. Howard er kínverskur Ástrali og fékk greitt fyrir að taka þátt í mót- mælaaðgerð í Hong Kong. Hér er mannréttindabrotum í Norður-Kóreu mótmælt harðlega og þarlend stjórnvöld hvött til þess að gera bragarbót á aðstæðum íbúa Norður-Kóreu.  Verksmiðjuheimili Dimitar „Mitko“ Todorov hefur búið sér heimili í yfirgefinni verksmiðju í Berlín. Ljósmyndari Reuters heimsótti Mitko í verksmiðjuna sem er öll þakin veggjakroti, eða graffiti-listaverkum. Verksmiðjan hefur staðið auð og yfirgefin um nokkuð langt skeið. Heimili hústökumannsins er snyrtilegt segir ljósmyndarinn, teppi er á rúminu hans og fötunum hans hefur verið komið haganlega fyrir. Hann hefur gaseldavél, notar kerti til að lýsa upp og hefur hengt upp þvottasnúrur. Þá notar hann einnig gas til að hita svæðið sem hann heldur til á innan verksmiðjunar, eða kveikir eld. Þegar hann fer út læsir hann á eftir sér með stórum hengilás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.