Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Síða 18
Vikublað 17.–19. desember 2013 Skrýtið 19
Þjófarnir sem lifðu
af skelfilega áverka
n Læknir greinir meiðsli innbrotsþjófanna í Home Alone n Beinbrot og brunarústir
Þ
eir eru eflaust fáir sem horfa
ekki á hina sígildu banda-
rísku kvikmynd Home Alone
yfir jólin. Aðalsöguhetja
myndarinnar, sem var frum-
sýnd árið 1990, er hinn átta ára gamli
Kevin McCallister, sem er leikinn eft-
irminnilega af Macaulay Culkin, sem
verndar heimili sitt fyrir óforskömm-
uðum innbrotsþjófum. Kevin er, ótrú-
legt en satt, einn heima yfir jólin eft-
ir að fjölskylda hans gleymir að taka
hann með til Parísar í Frakklandi í frí.
Skotnir með loftbyssu
Myndin er ærslafull samsuða af stöð-
ugum líkamsmeiðingum í garð inn-
brotsþjófanna sem ganga í fjöl-
margar gildrur sem Kevin hefur lagt
fyrir þá. Blaðamaðurinn Lauren
Hansen ákvað að spyrja vin sinn
Ryan St. Clair, sem er læknir við Weill
Cornell-háskólasjúkra-
húsið í Bandaríkj-
unum, út í hans
mat á meiðslun-
um sem inn-
brotsþjófarn-
ir verða fyrir í
Home Alone.
Í
myndinni
hafa
innbrots-
þjófarnir,
Harry
Lime
og Marv
Marchants,
leiknir af Joe
Pesci og Dani-
el Stern, komist
að því að íbúar
við götuna sem
Kevin býr í eru
allir í burtu yfir
jólin.
Í fyrstu sen-
unni þar
sem
þeir fá að finna fyrir klækja-
brögðum Kevins, er Harry skot-
inn í klofið með loftbyssu í
gegnum hundalúgu á bakdyrum
heimilis drengsins. Marv ákveð-
ur í kjölfarið að stinga höfðinu
inn um hundalúguna. Við honum
blasir vopnaður Kevin sem skýt-
ur hann beint í ennið. „Þetta vopn
gæti mögulega hruflað húð þeirra
sem verða fyrir skotinu en hvorki
höfuð kúpa Marvs né pungur
Harrys eru í teljandi hættu,“ sagði
Ryan St. Clair um þessa áverka.
Ræningjarnir hörfa frá
bakdyrunum og skipta
liði. Marv reynir við
kjallarahurðina
á meðan Harry
ákveður að
fara inn
um
framdyrnar. Þeir renna þó harka-
lega niður tröppurnar á báðum stöð-
um eftir að Kevin hafði hellt vatni
á tröppurnar í frostinu. Ryan St.
Clair hefur þó ekki áhyggjur af
þeim meiðslum. Hann horfir
frekar til þess að Merv fær strau-
járn beint í andlitið úr lúgu af
fyrstu hæðinni sem er notuð fyr-
ir óhreinan þvott, afleiðing einnar
gildru Kevins.
Skert hreyfigeta
„Gefum okkur að fallið frá fyrstu
hæðinni hafi verið um fjór-
ir metrar og straujárnið tæp tvö
kíló. Straujárnið lendir beint á
andliti Marvs og ætti höggið að
brjóta beinin í kringum augun
sem gæti valdið varanlegu lýti og
sjónskaða,“ sagði Ryan St. Clair.
Á meðan Marv fékk straujárnið í
andlitið reyndi Harry að komast inn
um framdyrnar. Það sem Harry vissi
ekki var að Kevin hafði komið fyr-
ir heitu járni á hurðarhúninum.
Hann grípur í hurðarhún-
inn og skaðbrennir
höndina. „Harry hélt
í hurðarhúninn, sem
var rauðglóandi, í
eina til tvær sekúndur. Gef-
um okkur að það þurfi ekki að
taka höndina af Harry eft-
ir þessa skelfilegu brunaá-
verka, þá eru samt mikl-
ar líkur á sýkingu og
herpingu í stoðvef sem
gæti leitt til verulega
skertrar hreyfigetu,“
segir Ryan St. Clair.
Brunnið til ösku
Eftir þessi ósköp
ákveður Harry
að reyna aftur
við bakdyrn-
ar. Hann er
þó var um
sig. Hann
athugar
hvort
hann
eigi von
á loft-
byssu-
skoti
úr
hundalúgunni og gætir að því að
hurðarhúnninn sé ekki rauðglóandi.
Þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir
gengur hann í enn eina gildru Kevins
sem hafði komið lóðlampa fyrir við
bakdyrnar sem brennir höfuð Harrys.
„Viðbrögð Harrys við þessum
bruna eru stórmerkileg. Í staðinn
fyrir að koma sér undan brunanum
stendur hann á sama stað í góðar sjö
sekúndur. Það sem hefði geta orðið
að annars stigs bruna er núna lík-
lega brunnið til ösku sem mun valda
vefjadrepi við höfuðkúpuna. Það þýð-
ir að skemmdir á húð og höfuðkúpu
Harrys eru svo miklar að höfuðkúp-
an mun líklega rotna,“ segir Ryan St.
Clair.
Á þessum tímapunkti myndarinn-
ar eru innbrotsþjófarnir ekki lengur
með hugann við að mögulegan ráns-
feng heldur þrá þeir ekkert heitara
en að ná fram hefndum eftir að hafa
gengið í gildrur Kevins. Þeir elta
drenginn upp stiga á heimili Kevins
og verða báðir fyrir málningadósum
sem Kevin hafði sveiflað niður stig-
ann með reipi.
Tannmissir og beinbrot
„Gefum okkur að hver málningar-
dós sé um fjögur kíló og reipið
þrír metrar að lengd. Það þýðir að
sveifluhraðinn er mikill sem orsak-
ast í þungu höggi sem lendir beint á
andliti þeirra. Höggið eitt og sér ætti
að nægja til að brjóta fjölda beina í
andliti innbrotsþjófanna og ættu
þeir jafnvel að missa meðvitund.
Ég hugsa að þeir hefðu einnig átt að
missa nokkrar tennur við þetta högg,“
segir læknirinn um þessa áverka.
Skömmu eftir þessa atburði nær
Kevin að lokka þjófana inn í hús ná-
granna síns þar sem þeir klófesta
hann og hengja hann upp á snaga.
Þeir útlista síðan fyrir Kevin hvern-
ig þeir ætla að pynta hann, meðal
annars með því að bíta í alla fingur
hans, einn í einu.
Snjóskóflan dugði að lokum
Rétt áður en Harry nær að bíta í einn
af fingrum Kevins kemur nágrann-
inn inn og lemur þjófanna bylmings-
fast í höfuðið með snjóskóflu. Ryan St.
Clair á vart orð yfir þessari atburða-
rás. Eftir allar þær líkamsmeiðingar
sem þjófarnir hafa orðið fyrir missa
þeir fyrst meðvitund þegar þeir eru
lamdir í hausinn með snjóskóflu. „Í
alvöru? Marv og Harry hafa orðið fyrir
áverkum sem ættu að gera venjulega
manneskju farlama. Harry hafði fram
að þessu sýnt að hann er ónæmur fyr-
ir bruna og hvorugur þeirra missti
meðvitund eftir að hafa fengið máln-
ingardósir í andlitið. Allt í einu birt-
ist eldri maður og lemur þá í haus-
inn með með léttri snjóskóflu og þeir
missa meðvitund. Það var hreinlega
of mikið fyrir þá. Þessi kvikmynd var
mun trúanlegri þegar ég var átta ára
gamall,“ segir Ryan St. Clair. n
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is „Straujárnið
lendir beint á
andliti Marvs og ætti
höggið að brjóta beinin
í kringum augun sem
gæti valdið varanlegu
lýti og sjónskaða.
Skotnir með
loftbyssu
Læknirinn
hefur ekki
miklar áhyggjur
af áverkum
þjófanna eftir að
þeir voru skotnir
með loftbyssu.
Skaðbrunninn Lækninum finnst merkilegt hve Harry stóð lengi undir loganum. Áverkarnir af þessum bruna gætu dregið hann til dauða.
Málningardós í andlitið Læknirinn segir hög
gin af
málningardósunum geta brotið fjölda bein
a í andlitum
þjófanna og ættu þeir einnig að hafa misst
tennur.
Lamdir með snjóskóflu Nágranni Kevins
barði þjófanna með snjóskóflu og misstu
þeir einhverja hluta vegna fyrst meðvitund á
þessum tímapunkti í myndinni.
Straujárn í andlitið Það er í raun kraftaverk að Marv hafi staðið upp eftir að hafa fengið straujárn með fullum þunga beint í andlitið.