Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 27
Vikublað 17.–19. desember 201330 Sport
Skin og skúrir
2007 2008 2009 2010 2011 2013
28. apríl Leikur sinn
fyrsta leik fyrir Cardiff
og verður yngsti leik-
maður í sögu félagsins.
Júní
Milljóna
punda
tilboði í
hann er
hafnað.
Desember
Skrifar undir sinn
fyrsta atvinnu-
mannasamning
hjá Cardiff.
26. apríl
Skorar sitt
fyrsta mark
fyrir Cardiff
í deildinni
í 3–3 jafn-
tefli gegn
Burnley.
10. júní
Arsenal
staðfestir
kaup á
Ramsey fyrir
fimm millj-
ónir punda.
13. sept.
Spilar sinn
fyrsta
leik fyrir
Arsenal í
deildinni og
leggur upp
mark fyrir
Emmanuel
Adebayor.
22. ágúst
Skorar sitt
fyrsta mark í
úrvalsdeildinni
í 4–1 sigri á
Portsmouth.
11. nóv.
Valinn
besti ungi
leikmað-
urinn í
Wales
fyrir árið
2009.
27. feb.
Fótbrotnar
illa í leik
gegn Stoke.
Júní
Skrifar
undir
lang-
tíma-
samn-
ing við
Arsenal.
1. maí
Ramsey
skorar
sitt fyrsta
mark eftir
fótbrotið
í sigri á
Manchest-
er United.
Maí Valinn
leikmaður
mánaðarins
hjá Arsenal.
Ágúst
Skorar
tvö mörk
í 5–0 sigri
á Fener-
bach í
forkeppni
Meistara-
deildar-
innar.
Hefur
ekki litið
um öxl
síðan.
F
ramganga Aarons Ramsey,
miðjumanns Arsenal, á yfir-
standandi tímabili í ensku úr-
valsdeildinni og Meistaradeild
Evrópu hefur varla farið fram-
hjá neinum knattspyrnuáhugamanni.
Þessi 22 ára miðjumaður frá Wales
hefur farið hamförum með toppliði
Arsenal í vetur og skorað 13 mörk í
23 leikjum. Til samanburðar skoraði
Ramsey 5 mörk í 91 leik síðustu tvö
tímabil þar á undan með Arsenal.
En hvers vegna hefur Ramsey
blómstrað allt í einu í liði Arsenal? DV
leitar svara við þeirri spurningu og
skoðar feril þessa magnaða leikmanns
sem skyndilega er kominn í hóp bestu
miðjumanna Evrópu.
Góður langhlaupari
Ramsey fæddist þann 26. desember
árið 1990 í bænum Caerphilly í Wales.
Á hans yngri árum var ekki margt sem
benti til þess að hann ætti eftir að
verða atvinnumaður í knattspyrnu.
Rúbbí átti hug hans allan en auk þess
stundaði hann frjálsar íþróttir þar sem
hann var sterkastur í langhlaupum.
Síðar meir einbeitti hann sér alveg að
knattspyrnu þar sem hann virtist vera
á heimavelli. Á unglingsárum sínum
samdi Ramsey við Cardiff þar sem
hann bætti sig heilmikið.
Þann 28. apríl 2007, þegar hann var
16 ára og 124 daga gamall, kom stóra
kallið þegar hann var kallaður inn í að-
allið Cardiff fyrir leik gegn Hull í ensku
Championship-deildinni. Nokkrum
mínútum fyrir leikslok kom hann
inn á sem varamaður fyrir Paul Parry
og varð þar með yngsti leikmaður
sögunnar til að spila fyrir aðal lið Car-
diff. Hann bætti þar met sem John Tos-
hack átti. Þessi ungi leikmaður vakti
athygli liða í ensku úrvalsdeildinni og
sumarið 2007 hafnaði Cardiff millj-
óna punda tilboði frá ónefndu félagi
í London. Þá var tilboði frá Everton
einnig hafnað.
Studdi Manchester United
Á sínu öðru tímabili hjá Cardiff fékk
Aaron fleiri leiki til að láta ljós sitt
skína. Þetta tímabil, 2007–2008, lék
hann samtals 21 leik og skoraði tvö
mörk en hann skrifaði undir sinn
fyrsta atvinnumannasamning í des-
ember 2007. Þetta tímabil komst
Cardiff óvænt í úrslit ensku bikar-
keppninnar þar sem liðið tapaði fyrir
Hermanni Hreiðarssyni og félögum í
Portsmouth, 1–0. Ramsey þótti standa
sig ágætlega í leiknum og var rætt um
áhuga frá Manchester United á leik-
manninum. Ramsey ólst upp sem
stuðningsmaður Man chester United
og voru fyrirmyndir hans þeir Ryan
Giggs og Roy Keane og því hefði ekki
komið á óvart ef Ramsey hefði farið
til United. Skömmu síðar barst fimm
milljóna punda tilboð frá Arsenal í
Ramsey sem var of gott til að hafna.
Talið er að Terry Burton, aðstoðarstjóri
Cardiff á þeim tíma og fyrrverandi
leikmaður Arsenal, hafi átt sinn þátt í
félagaskiptunum en hann mælti með
Ramsey við Arsene Wenger, stjóra
Arsenal. Wenger getur væntanlega
þakkað Burton fyrir ráðlegginguna
enda er Ramsey í dag í hópi verðmæt-
ustu miðjumanna heims.
Slæmt fótbrot á Britannia
Þann 10. júní 2008 var staðfest að
Arsenal hefði fest kaup á leikmann-
inum. Ramsey, sem þá var á átj-
ánda aldursári, átti margt eftir ólært
eins og átti eftir að koma í ljós. Byrj-
un hans hjá Arsenal var enginn
dans á rósum en hann fékk þó nokk-
ur tækifæri í liði Arsenal á sínu fyrsta
tímabili. Í heildina lék hann 22 leiki,
þar af níu í úrvalsdeildinni. Ramsey
fékk fleiri tækifæri á öðru tímabili sínu
hjá Arsenal. Tímabilið hlaut snöggan
endi hjá honum þann 27. febrúar 2010
þegar hann tvífótbrotnaði eftir eftir-
minnilega og ruddalega tæklingu frá
Ryan Shawcross á Britannia-vellinum.
Þrátt fyrir að meiðslin væru alvarleg
sýndi Wenger honum ákveðna tryggð
þegar honum var boðinn langtíma-
samningur í júní þetta ár. Wenger var
ekki reiðubúinn að gefast upp á hon-
um.
Í október 2010 snéri Ramsey aftur
til æfinga eftir brotið. Þar sem hann
skorti leikform var hann lánaður til
Nottingham Forest í nóvember og svo
aftur til Cardiff í janúar 2011 þar sem
hann dvaldi í mánuð áður en hann
snéri aftur til Arsenal. Ramsey virtist
vera búinn að hrista meiðslin af sér og
þann 1. maí skoraði hann fyrsta mark
sitt á tímabilinu þegar Arsenal lagði
Manchester United að velli, 1–0. Hann
var einnig valinn maður leiksins eft-
ir sigurinn. „Þetta var mjög sérstakt
augnablik fyrir mig. Það var alveg þess
virði að bíða eftir þessu,“ sagði Rams-
ey eftir leikinn. Allt í allt lék Ramsey
19 leiki þetta tímabil en framan af var
augljóst að fótbrotið sat í honum.
Stuðningsmenn efuðust
Tímabilin 2011–2012 og 2012–2013 var
Ramsey að mestu leyti heill heilsu og
lék samtals 91 leik þessi tvö tímabil.
Ramsey hlaut talsverða gagnrýni fyrir
frammistöðu sína enda skoraði hann
einungis 5 mörk þessi tvö tímabil.
Stuðningsmenn Arsenal vissu að hann
hefði hæfileika en margir efuðust um
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
að hann væri nógu góður fyrir lið eins
og Arsenal.
En undir lok síðasta tímabils fengu
stuðningsmenn að sjá brot af því sem
koma skyldi. Hann var valinn leikmað-
ur mánaðarins hjá Arsenal í maí af
stuðningsmönnum félagsins og biðu
margir spenntir eftir nýju tímabili.
Óhætt er að segja Ramsey hafi sprung-
ið út í vetur og hefur hann verið einn
allra besti miðjumaður ensku úrvals-
deildarinnar í vetur. Í 23 leikjum á
þessu tímabili hefur hann skorað jafn
mörg mörk og hann hafði gert allan
sinn feril frá árinu 2006, eða í 131 leik.
Spilaði út úr stöðu
Einhverjir spyrja sig eflaust hvers
vegna Aaron Ramsey hefur sprung-
ið út í vetur. Blaðamaðurinn Sam
Tighe hjá Bleacher Report er virtur
leikgreinandi og birti hann á dögun-
um ítarlega umfjöllun um um-
breytinguna sem hefur orðið hjá Aar-
on Ramsey.
Á síðasta tímabili lék Ramsey 36
leiki í deild fyrir Arsenal og skoraði
hann eitt mark. Tighe bendir á að
hann hafi að mestu leyti verið lát-
inn spila hægra megin á miðjunni
þar sem Ramsey virtist ekki líða vel.
Hann var í raun látinn spila út úr
stöðu til að koma öðrum leikmönn-
um fyrir í hans bestu stöðu, á miðja
miðjuna. Um leið og Ramsey var
færður inn á miðja miðjuna undir
lok síðasta tímabils, í svokallað box-
to-box- hlutverk, blómstraði hann.
Líður best á miðri miðjunni
Arsenal tapaði fyrir Aston Villa á
heimavelli, 3–1, í fyrsta leik tímabils-
ins. Aaron Ramsey og Jack Wilshire
skipuðu miðjuna og áttu þeir engin
svör við öflugri miðju Villa-liðsins.
En tilkoma baráttujaxlsins Mathieu
Flamini hefur hjálpað Ramsey og gef-
ið honum örlítið frjálsara hlutverk í
Arsenal-liðinu. Tíð hlaup hans inn í
vítateig andstæðinganna og útsjónar-
semi hans við að finna laus svæði
hafa skilað honum mörgum mörkum
í vetur. Sjálfstraust er þó alltaf lykill-
inn að árangri og um leið og Ramsey
fékk trú á eigin hæfileikum fór hann
að spila vel. Sjálfur er Ramsey á þeirri
skoðun að meiri festa og betur skil-
greindara hlutverk hans í Arsenal-
liðinu hafi verið lykillinn. „Í fyrra var
ég um allan völl. Ég er miðjumaður
og mér líður best á miðri miðjunni. Ég
legg hart að mér og gefst aldrei upp.
Núna er ég að spila í minni stöðu og
hæfileikar mínir fá að njóta sín,“ sagði
hann við Sky Sports á dögunum.
Forvitnilegt verður að fylgjast með
framvindu mála hjá þessum 22 ára
Walesmanni. Eitt er víst og það er að
framtíð hans liggur hjá Arsenal ef
Arsene Wenger fær einhverju ráðið.
„Við keyptum hann á fimm milljónir
punda og við myndum ekki selja hann
á 50 milljónir punda,“ sagði Wenger. n
Fótbrotið Það var skelfileg sjón þegar Ramsey fótbrotnaði eftir tæklingu frá Ryan Shawcross.
Bestur
á einni
nóttu
n Ótrúlegur uppgangur Aarons Ramsey n Var efnilegur langhlaupari og studdi United
Kunnugleg sjón
Aaron Ramsey hefur
fagnað ófáum mörk-
unum á þessari leiktíð.
Hann er þegar búinn að
skora þrettán mörk.