Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 30
Vikublað 17.–19. desember 2013 Fólk 37
Sigfús hefur
störf hjá
Fiskikónginum
Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi
handknattleikskappi og lands-
liðsmaður, hefur hafið störf hjá
Fiskikónginum við Sogaveg.
Tilkynning þess efnis var birt á
Facebook-síðu Fiskikóngsins í
síðustu viku þar sem Sigfús var
boðinn velkominn til starfa. Á
sama tíma efndi Fiskikóngurinn
til leiks þar sem einn einstak-
lingur hafði tækifæri á að vinna
tvö kíló af humri. Sigfús var
mikið í umræðunni í síðasta
mánuði eftir að hafa játað í við-
tali við DV að hafa selt silfurpen-
inginn sem hann vann sér inn á
Ólympíuleikunum árið 2008.
M
ér tókst að rifbeinsbrjóta
Pétur Jóhann í einu at-
riði,“ segir Kristófer
Dignus, framleiðandi
og handritshöfundur
hjá Stórveldinu, en hann er leik-
stjóri áramótaskaupsins í ár. „Hann
var að forða sér frá flugeldum og
flaug svo illilega á hausinn að hann
smallaði tveimur rifbeinum. Við
héldum fyrst að hann hefði farið úr
axlarlið því hann var svo sárkvalinn.
Síðan kom í ljós að þetta voru rif-
beinin sem voru brotin, en hann er
svo mikill nagli að hann var mættur
daginn eftir og hélt áfram í tökum.“
Nóg að gera seinni hlutann
Tökum á áramótaskaupinu er lok-
ið og nú tekur við eftirvinnsla sem
Kristófer vill klára fyrir jól. Á mánu-
dagskvöld fagnaði teymið töku-
lokum með því að lyfta glasi og
skemmta sér en það hafði haft nóg
fyrir stafni undanfarnar vikur. Ým-
islegt hefur átt sér stað í þjóðfé-
laginu – svo sem Vodafone-lekinn,
niðurskurður RÚV og skuldaleið-
réttingatillögur.
„Við eigum alltaf einn dag inni,“
útskýrir Kristófer. „Það er hefð fyr-
ir því að skapa smá tekjur í nóvem-
ber til að taka upp ferskasta efnið.
Það var mjög rólegt framan af árinu
en síðan hrökk það í gang,“ og segir
hann og bætir við að skaupið, eins
og það er jafnan kallað, sé eins og
stutt kvikmynd.
„Þetta er eins og að vinna sjón-
varpsmynd. Ég ætla að reyna að
skila skaupinu af mér fyrir jól svo
ég geti slakað á. Það hefur þó kom-
ið fyrir í gegnum tíðina að skaup-
inu hefur verið skilað á gamlársdag.
Síðan gref ég mér bara holu á gaml-
ársdag og kem ekki upp úr henni
fyrr en 10. janúar þegar allir eru
búnir að róast,“ segir Kristófer og
skellir upp úr.
Fyndnasta fólk Íslands
Handritshöfundar áramótaskaups-
ins eru Ari Eldjárn, Steindi Jr., Ilm-
ur Kristjánsdóttir, Pétur Jóhann
Sigfússon, Saga Garðarsdóttir og
Baggalútarnir Bragi Valdimar og
Guðmundur Pálsson, en þau eiga
það öll sameiginlegt að hafa sí-
endurtekið kitlað hláturstaugar Ís-
lendinga undanfarin ár.
„Mér finnst þetta fyndnasta fólk-
ið á Íslandi,“ segir Kristófer. „Höf-
undarnir eru mikið til leikarar líka
og ég nýti þá til hins ýtrasta. Ég tek
handritið sem þau skrifa og reyni að
gera eins nákvæmlega eftir því og ég
get.“
Kristófer segir að þau eigi öll sín-
ar fyrirmyndir í gríni og að í skaup-
inu í ár verði meira um stuttar senur
en áður. Að sama skapi verður ekki
neitt sérstakt þema gegnumgang-
andi í skaupinu.
„Ólafur Ragnar verður ekki í
öðru hverju atriði sem leiðir þetta
einhvern veginn í gegn,“ segir Krist-
ófer máli sínu til stuðnings. „Þetta
eru meira sjálfstæðar senur. Við
erum ekkert gríðarlega pólitísk –
okkur finnst pólitík svolítið leiðin-
leg og það er erfitt að gera grín að
einhverju sem er leiðinlegt. Okkur
finnst skemmtilegra að gera grín að
okkur sjálfum og Íslendingum yfir
höfuð.“ Kristófer nefnir þar að lút-
andi ýmsa áráttu, tískubylgjur og
„þetta rugl sem er stundum í þessu
landi,“ eins og hann orðar það.
Búin að spá í frasana
En býst Kristófer við að geta gert öll-
um til geðs?
„Það er ekki hægt,“ svarar Kristó-
fer á augabragði. „Það er vísinda-
lega ekki hægt að gera 85 prósent-
um þjóðarinnar til geðs á sama tíma.
Pælingin mín var að gera skaup sem
mér finnst sjálfum fyndið, þannig að
segja má segja að ég hafi verið dálítið
eigingjarn. Síðan verður bara að sjá
hverjir eru sammála mér og hverjir
ekki,“ segir hann og bendir á að það
komi alltaf skaup eftir þetta skaup.
„Við erum mikið búin að spá í
hverjir frasarnir verða. Þetta gerist
eiginlega bara í tökum að við förum
að apa upp eftir hvert öðru eitthvað
sem okkur finnst fyndið. Það eru
tveir, þrír mjög góðir möguleikar á
frösum sem geta enst eitthvað inn
í febrúar jafnvel,“ segir hann og af-
hjúpar einn þeirra: „Ég er með mjög
góðan frasa sem verður í því: Þetta
er besta skaupið í ár. n
ingosig@dv.is
„Þetta er besta
skaupið í ár“
n Handritshöfundum finnst pólitík leiðinleg n Tökum er lokið
Eftir
sínu höfði
Kristófer
gerði skaupið
eftir sinni eigin
sannfæringu.
MyNd FacEBook-sÍða
kristóFErs
„Mér finnst
þetta
fyndnasta fólkið
á Íslandi
rifbeinsbrotnaði í
tökum Pétur Jóhann lét
rifbeinsbrot ekki á sig fá
og mætti í tökur daginn
eftir. MyNd HEiða HElgadóttir
Jónsi með
prófaskegg
Jón Jósep Snæbjörnsson, eða
Jónsi, úr hljómsveitinni Í svörtum
fötum nemur mannauðsstjórnun
í Háskóla Íslands. Í prófatörn-
inni í desember hefur hann sést
skarta myndarlegu alskeggi inn-
an veggja skólans. Samhliða
námi starfar Jónsi sem flugþjónn
hjá Icelandair. Jónsi hefur tvisvar
sinnum verið fulltrúi Íslands í
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva. Árið 2004 söng hann
lagið Heaven sem lenti í 19. sæti
í keppninni og í fyrra fór hann
ásamt Gretu Salóme til Bakú og
söng lagið Never Forget. Jónsi
og félagar Í svörtum fötum eru
höfundar jólalagsins Jólin eru að
koma sem er oftar en ekki leik-
ið á útvarpsstöðvum landsins í
myrkasta skammdeginu.
Kósí með
Andra Snæ
Það er nóg að vera um á Kex
hostel í desember. Eigendur Kex
vilja gera eitthvað skemmtilegt
á sunnudögum þar sem hægt
er að slaka á og hvíla lúin bein.
Uppátækið hefur fengið nafngift-
ina „The Cozy Sundays“ þar sem
rithöfundar munu lesa upp úr
bókum sínum og tónlistarmenn
leika ljúfa tóna. Á sunnudaginn
las rithöfundurinn Andri Snær
Magnason upp úr nýrri bók sinni,
Tímakistunni, og Snorri Helga-
son lék ásamt Mr. Silla jólalög af
plötunni Hvíld og ró.
Sjötugur skrifar unglingabók
Halldór svavarsson sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu
H
inn 71 árs gamli Halldór
Svavarsson, fyrrverandi sjó-
og kaupmaður, hefur sent
frá sér sína fyrstu skáld-
sögu, Lífsháska. Bókin segir af
þremur systkinum sem fara í sjó-
ferð og lenda í háskalegum ævin-
týrum. En hvað fær svo fullorðinn
mann til að geysast fram á ritvöll-
inn og skrifa um unglinga, fyrir
unglinga? „Ég hef alla tíð verið að
skrifa eitthvað en ég hef aldrei lok-
ið neinu. Ég skrifaði í frístundum
vegna þess að ég hafði gaman af
því og fyrir börnin mín, barnabörn
og barnabarnabarn,“ segir Halldór
og bætir við að brauðstritið hafi
komið í veg fyrir að hann gæti
helgað sig ritstörfum.
kann engar formúlur
Nú þegar það er frá hefur hann getað
nostrað við textasmíðina og útkom-
an er þessi. Hann ætlaði hins vegar
aldrei að gefa út, heldur einung-
is að skrifa fyrir sig og sína. En þegar
hann fór að sýna vinum og fjölskyldu
söguna varð fljótt ljóst að um óslípað-
an demant var að ræða. Þá fór Hall-
dór að klippa, skera og skerpa og
úr varð skáldsaga, tilbúin til útgáfu.
Halldór telur að reynsluleysið sé hans
helsti kostur sem rithöfundur, þar eð
hann sé ekki bundinn á klafa hins
viðtekna forms. „Málið er að ég kann
engar formúlur, sem ýmist byggja
á því að fólkið kyssist í lokin eða þá
að einhver skúrkur er gómaður eftir
kúnstarinnar reglum; ég kann ekkert
á þetta. Ég skrifaði þetta bara eins og
mér fannst skemmtilegast sjálfum,“
segir Halldór sem er ekki sá eini í fjöl-
skyldunni sem tekur þátt í jólabóka-
flóðinu. Fyrr á þessu ári sendi sonur
Halldórs, fréttamaðurinn fyrrverandi
Svavar Halldórsson, frá sér Íslensku
hamborgarabókina.
Bál ástarinnar
Svavar er sem kunnugt er eiginmaður
sjónvarpskonunnar og forsetafram-
bjóðandans fyrrverandi Þóru Arnórs-
dóttur en Halldór er giftur Vigdísi
Ásgeirsdóttur. Vigdísi segist Halldór
hafa heillað með frásagnargáfunni
og notar hana enn til að kynda undir
báli ástar þeirra, sem í dag logar skært
sem aldrei fyrr. „Við erum búin að
vera rúmlega hálfa öld í hjónabandi.
Ég er búin að halda henni við efnið
með því að segja henni sögur – auk
þess sem ég klappa henni, kjassa og
hugsa vel um hana. Þá gengur þetta
vel.“ n baldure@dv.is
Fullorðið ungskáld Halldór Svavarsson
kann engar formúlur en skrifar eins og
honum finnst skemmtilegast sjálfum.