Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 11
12 Fréttir Vikublað 17.–19. desember 2013
Þetta eru fyrirtækin
sem bankarnir eiga
n Bankarnir eiga á fimmta tug fyrirtækja í ótengdum rekstri n Umsvifamiklir á markaði
S
tóru íslensku viðskipta-
bankarnir eiga sjö fyrirtæki
í ótengdum rekstri að fullu.
Bankarnir sem hér um ræðir
eru Landsbanki, Arion banki
og Íslandsbanki. Fjörutíu og fjögur
önnur félög eru í eigu sömu banka
eða félaga í þeirra eigu. Nokkur af
þessum félögum eru í sameiginlegri
eigu mismunandi banka. Til viðbótar
eiga bankarnir félög sem ekki eru í
rekstri, eru í slitameðferð eða eru ekki
með umsvif á Íslandi. Þá eiga bank-
arnir líka fasteignir og landsvæði sem
unnið er að því að selja.
Ríkið á sinn hlut
Íslenska ríkið á hluta í öllum bönk-
unum þremur og situr nær eitt að
hlutum í Landsbankanum. Mörg
þeirra félaga sem hér um ræðir eru
því í eigu ríkisins að hluta. Lands-
bankinn á hlut í sex mismunandi fé-
lögum. Það eru félögin Eyrir hf., FSÍ
slhf., Ístak hf., Promens hf., Reitir
fasteignafélag hf. og Stoðir hf. Ríkið
á í raun þennan eignarhlut í gegnum
Landsbankann en ríkið fer með
81,33 prósenta hlut í bankanum á
móti eignarhaldsfélagi skilanefndar
gamla Landsbankans.
Ríkið á auk þess eignarhluti í
hinum bönkunum tveimur. Hlutur
ríkisins í Íslandsbanka nemur fimm
prósentum og þrettán prósentum
í Arion banka. Ljóst er því að ríkið
er óbeint í umsvifum á almennum
markaði.
Allt til sölu
Stefnt er að sölu og skráningu í
Kauphöll allra þessara eignarhluta
á einhverjum tímapunkti. Í gögn-
unum sem bankarnir hafa birt kem-
ur fram að flest fyriræktin séu í sölu-
meðferð eða unnið sé að skráningu
á markaði og eru sum félögin langt
komin í því ferli. Ekki liggja fyrir
upplýsingar um nokkur félög en
gera má ráð fyrir að sama sé uppi
á teningnum. Þegar hefur fjöldi fé-
laga í eigu bankanna verið seldur
og er eign bankanna í fyrirtækjum
í ótengdum rekstri minni nú en á
sama tíma í fyrra en þeir birta reglu-
lega yfirliti yfir hvaða fyrirtæki þeir
eiga í ótengdum rekstri.
Bankarnir birta reglulega tilkynn-
ingar á vefsíðum sínum og í blöðum
þar sem hin ýmsu félög eru boðin til
sölu. Til að mynda auglýsti Lands-
bankinn verktakafyrirtækið Ístak
til sölu nýverið en bankinn fer með
99,9 prósenta hlut í félaginu. Þá eru
tilkynningar um undirbúning að
skráningu félaga í Kauphöllina líka
tíðar. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Bakkavör
Group Ltd.
46%
SMI ehf.
39%
GO fjárfesting ehf.
30%
Flúðasveppir
Landey ehf.
100%
Landfestar ehf.
100%
33%
Sementsverksmiðjan ehf.
24%
39%
Refresco Gerber
3,5% / 3,5%
3,5%
EAB 1 ehf.
30%
5,5%/ 5,5%
K100
Skjárinn
38%
Arion banki
16%/ 13,4%
27,2%
Stork Technical Services
Saga
Medica
Eyrir Sprotar slhf.
99,90%
Landsbanki
100%
73,95%
49,90%
49,5%
27,6%
35,9%
7% / 2,04%
Reitir
fasteignafélag hf.
43% / 29.6% / 5.8%
Klakki ehf.
32%
31%
BG12 slhf.
62%