Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 27.–29. maí 2014 Laug til um nafn Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina notaði nafn og kenni- tölu annars aðila þegar hann var beðinn um að gera grein fyrir sér. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ök- umaðurinn, kona á fertugsaldri, hafi áður verið svipt ökuréttind- um. Hún gaf þrisvar upp nafn og kennitölu annars einstaklings, en sá svo að sér og sagði sannleik- ann. Þar sem konan þótti bera merki fíkniefnaneyslu var hún færð á lögreglustöð. Þá hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni, karlmanni um fertugt, sem einnig ók sviptur ökuréttindum. Þegar hann varð var við að lögregla veitti honum athygli stöðvaði hann bifreiðina fyrir framan fiskvinnsluhúsnæði, hentist út, tók til fótanna og hvarf inn í húsnæðið. Lögreglumenn hlupu hann uppi og viðurkenndi hann þá að vera sviptur öku- réttindum ævilangt. Loks var karlmaður á fertugs- aldri stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkni- efna. Hann viðurkenndi neyslu á kannabis sem sýnatökur á lög- reglustöð staðfestu svo. Ætla að halda í Björn Allir frambjóðendur í Fljótsdals- héraði eru sammála því að halda í núverandi bæjarstjóra, Björn Ingimarsson, eftir kosningar. Austurfréttir greina frá þessu. Björn var ráðinn ópólitískur bæj- arstjóri árið 2010 af þáverandi bæjarstjórn. Voru þeir frambjóð- endur sem Austurfréttir ræddi við á einu máli um góð störf Björns. „Það er óðs manns æði að ráða nýjan til að hefja nýtt upphaf. Það tekur tíma að finna sér stöðu í hvaða verkefni sem er. Því er ekki rétt að vera alltaf að skipta um bæjarstjóra,“ var haft eftir Lilju Óladóttur, fram- bjóðanda Endurreisnar. F yrir rétt rúmlega hálfu ári ætlaði Grigor að fara í lautarferð í skóglendi í út- hverfi Moskvuborgar með eiginkonu sinni. Kom Grigor úr þeirri ferð lúbarinn og brennimerktur hakakrossin- um. Minna en viku síðar var hann flúinn til Íslands ásamt eiginkonu sinni þar hann hafði lesið á netinu að hér á landi fengju flóttamenn góða meðferð og lítið væri um kynþáttahatur. Grigor er ekki hans rétta nafn en biður hann um nafn- leynd af tveimur ástæðum, annars vegar segist hann skammast sín fyrir brennimarkið sem hann kall- ar auglýsingu fyrir fasisma. Hins vegar er hann enn hræddur um að nýnasistarnir finni hann þótt hann sé kominn til annars lands. Grigor á rætur að rekja til eins Kákasus- landanna en óskar eftir að ekki komi fram hvaða land um ræð- ir. Grigor hefur stöðu flóttamanns á Íslandi í dag en óttast mjög að hann verði sendur til Ítalíu þar sem við komu hingað hafi hann haft ítalskt vísa. Telur hann fasista- hreyfinguna vera sterka þar og því verulega hættu á að nýnasistar hafi upp á honum. „Lífið var fallegt“ Grigor, sem er á fimmtugsaldri, hefur búið síðastliðin þrjátíu ár í Rússlandi. Fram að örlagaríku lautarferðinni leið honum ágæt- lega þar. Hafði hann þar góðar tekj- ur og sá fram á að geta sameinað vinnu sína og áhugamál sitt, ilm- vötn. Börn Grigors af fyrra hjóna- bandi sem og faðir hans eru enn í Rússlandi og hefur hann talsverð- ar áhyggjur af því að nýnasistarn- ir ráðist á þau. „Lífið var fallegt. Ég hafði mínar tómstundir og hafði nóg að gera,“ segir hann. Er blaða- maður hitti hann í seinna skipti sagði Grigor að sér liði illa. Hafði fyrra samtalið vakið minningar hans og vikuna eftir hafði hann verið þjakaður af martröðum. Seg- ir hann að eftir árásina hafi hann þurft að velja milli tvenns konar dauða: „Annars vegar þurfti ég að flýja land og allt mitt fyrra líf. Ég er ekki lengur ungur maður svo það er ákveðin tegund af dauða fyrir mig. Hins vegar gat ég verið áfram í Rússlandi og verið bókstaflega drepinn.“ Árás í lautarferð Daginn sem ráðist var á Grigor var frídagur hjá honum. „Vanalega vann ég sólarhring í einni vinnu og þegar ég var búinn í henni tók ég sólarhringsvakt í annarri vinnu. Þennan dag var ég í fríi í seinni vinnunni. Konan mín var samt að vinna en við höfðum skipulagt að fara í lautarferð í nærliggjandi skóglendi þegar hún væri búin,“ segir hann. Ákvað Grigor því að verja deginum með börnum sín- um og var með þeim frá morgni til klukkan þrjú eftir hádegi. „Ég hafði þá steingleymt því að við vorum búin að skipuleggja lautarferðina. Klukkan var orðin ansi margt og farið að dimma en ég vissi það að ef ég hætti við þá yrði hún fúl. Sjálf- ur var ég ekkert það spenntur fyrir ferðinni en fór samt fyrir hana.“ Heyrðu hann rífast „Þrátt fyrir að vera um vetur þá var veðrið mjög gott, bara þriggja, fjögurra stiga frost og heið- skírt. Þegar við vorum komin í skóglendið var farið að skyggja en við röltum þó í skógarrjóður sem er mjög vinsæll grillstaður á sumr- in. Þegar við komum þangað sjá- um við að þar er fyrir hópur ung- menna,“ segir Grigor. Þau létu það þó ekki á sig fá þar sem rjóðrið er nokkuð stórt, tvö hundruð metrar í þvermál. Komu þau sér fyrir og fóru að grilla. Næstu klukkutíma áttu þau góða stund fyrir utan það að fyrrverandi eiginkona hans hr- ingdi í þrígang og fóru þau að ríf- ast á kákasísku móðurmáli þeirra beggja. Segir Grigor það ekki hafa verið neitt alvarlegt en hafi hann þó hækkað róminn. Telur hann að rekja megi ástæðuna fyrir árásina að ungmennin hafi heyrt að hann talaði annað mál en rússnesku. Kýldi eiginkonuna „Við vorum að huga að því að fara þegar ég heyri skyndilega hljóð úr kjarrinu. Ég sný mér við frekar hægt og þá mætir mér hnefi beint í kjálkann. Nærri undir eins kemur mjög þungt högg eða spark í mjó- bakið á mér þannig að ég smyrst eins og smjör á jörðina. Eina sem ég næ að gera er að setja hendurn- ar yfir hausinn og síðan finn ég að margir fætur eru að sparka í mig. Ég heyrði þá hrópa eitthvað en ég skildi ekki orð þeirra. Ég held að ég hafi rotast, en ég er ekki boxari svo ég veit ekki nákvæmlega hvern- ig það er. Mér leið eins og ég væri í hyldýpi,“ segir Grigor. Meðan á þessu stóð kýldi einn nýnasist- anna konu hans og stóð yfir henni. Hakakrossinn var viðvörun Grigor gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því hversu lengi barsmíðarn- ar stóðu yfir en hann rankar við sér þegar hann finnur mikil þyngsli á höfði sínu og að árásarmennirnir halda niðri höndum hans og fót- um. „Ég held að einn þeirra hafi sest ofan á hnakkann á mér. Ég geri mér ekki alveg fyllilega grein fyrir því hve margir þeir voru. Ég finn að þeir renna upp jakkanum mín- um og lyfta peysunni yfir höfuðið. Síðan finn ég mikinn þrýsting á mjóbakið, eins og einhver hafi sest á mig. Það var hrikalega sársauka- fullt en samt einhvern veginn fjar- lægt. Mesti sársaukinn var þegar ég var kominn heim og adrenalín- ið var runnið af mér,“ skýrir Grigor. Þegar logandi heitt járnið snerti húð hans reyndi hann eftir fremsta megni að rísa upp en nýnasistarnir héldu honum kirfilega niðri. „Þeir sögðu við mig að ég væri svín og höfðu önnur mjög niðrandi orð um mig.“ Áður en nýnasistarnir hurfu af vettvangi sögðu þeir hon- um að árásin hafi verið viðvör- un og ef aðrir nýnasistar myndu sjá hakakrossinn þá myndu þeir drepa hann. Þurfti að múta lækninum Eftir árásina staulaðist Grigor í bíl sinn, sem að hans sögn var bless- unarlega nálægt, ásamt eiginkonu sinni. Keyrði hann sjálfur heim til sín, en á leiðinni heim komu þau við í apóteki þar sem eiginkona hans krafðist þess að þau myndu kaupa lyf og smyrsli handa hon- um. Næsta hálfa sólarhringinn lá Grigor sárkvalinn í rúmi sínu. Daginn eftir ók fyrrverandi eigin- kona hans honum til læknis. „Ég Brennimerktur af nýnasistum n Flúði til Íslands undan kynþáttafordómum n Safnar fyrir lýtaaðgerð Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Daginn eftir Eiginkona Grigors tók þessa mynd daginn eftir að nýnasistar réðust á hann og brennimerktu. „Varist“ Nýnasistar krotuðu á framhlið íbúðar Grigors í kjölfar árásarinnar. Íslenska má það sem stendur milli hakakrossanna sem „varist“ eða „varúð“.„Ég flúði til Íslands til að losna við fas- ista og það væri til einskis ef ég væri sendur aftur til annars fasistalands Reiðhjólaslys- um fjölgar Frá árinu 2008 hefur reiðhjólaslysum fjölgað um nærri helming, voru þrjátíu og fimm árið 2008 en voru komin upp í sjötíu og fimm í fyrra. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni segir að skýra megi þessa fjölgun að hluta af betri skráningu lögreglu en ekki síður af fjölgun reiðhjóla í um- ferð. Voru reiðhjólaslys fimmt- ungur allra umferðarslysa í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.