Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 27.–29. maí 2014 Fréttir 11 uppreisnin gegn hilmari leifssyni sem annaðist viðskiptin á sínum tíma hafi ekki staðið skil á greiðsl- um. Síðan hafi Hilmar verið fenginn til að innheimta skuld sem ekki eigi sér raunverulega stoð. Sjálfur stað- festir hann það en segist hafa gert fjölskylduvini greiða í því skyni að kanna greiðsluvilja. DV hefur und- ir höndum upptökur þar sem Ein- ar ræðir við bílasalann annars vegar og Hilmar og Davíð hins vegar um tilurð skuldarinnar. Þar er deilt um það hvort borgaður hafi verið gjald- dagi sem var í vanskilum frá fyrrver- andi eiganda bílsins. „Hann ákvað að senda á mig handrukkara þótt hann vissi vel hvernig málið væri vaxið. Sam- kvæmt öllum lögum og reglum ber bílasalan ábyrgð á því að salan fari rétt í gegn,“ segir Einar. Kærði Davíð Smára Hann segir að greiðsla sem selj- andinn innti af hendi til bílasölunn- ar árið 2006 til að koma láni í skil hafi aldrei farið alla leið. Sömu sögu sé að segja af fleiri innborgunum. Peningarnir hafi farið annað og lán- ið snarhækkað. n Ólga vegna innheimtuaðgerða n Krafinn um sex milljónir fyrir bílalán n Óttast um fjölskylduna Málið hefur undið upp á sig því innheimtumennirnir hafa komið á vinnustað Einars og veist að honum þar með ofbeldi og hótunum um að lengra verði gengið. „Davíð sló mig og elti mig síðan froðufellandi með hótunum um að gengið yrði í skrokk á fjölskyldunni minni. Ég fór í framhaldinu á lög- reglustöðina og kærði,“ segir hann. Óttast um fjölskyldu sína Einar var sendur í leyfi og var frá vinnu launalaust í tvo mánuði vegna málsins. Í raun hefur bílasalan ver- ið í herkví og viðskiptin sáralítil frá því innheimtuaðgerðir hófust. Sjálf- ur óttast hann að rukkararnir nái til fjölskyldu hans. Vikum saman hef- ur hann þurft að vera á varðbergi og lifað í þeim ótta að börn hans verði sköðuð. „Ég hef ekki sofið heila nótt í tvo og hálfan mánuð. Líf mitt hefur breyst í helvíti,“ segir hann. Misheppnaður sáttafundur Ein birtingarmynd þeirrar ólgu sem um er rætt er sú að fyrir nokkrum vikum á Café Mílanó lúskraði einn þeirra sem risið hafa gegn Hilm- ari á honum á fundi sem hafði ver- ið settur upp vegna þessa máls. Þar mætti Hilmar með sínum nánasta bandamanni, Davíð Smára Helenu- syni, öðru nafni Dabba Grensás, til fundar við menn sem tilheyra þeim hópi sem hafa snúist gegn Hilmari. Fundurinn endaði í átökum og sá á Hilmari sem var með glóðarauga og skurð. Lögreglan kom á staðinn en þá voru hinir mennirnir farnir. Í samtali við DV.is eftir árásina sagði Hilmar: „Hann ætlaði að reyna að rota mig í einu höggi, en það tókst ekki alveg.“ Fjölmargir voru inni á staðnum þegar árásin átti sér stað og tæmdist staðurinn á augabragði. Hilmar var þar ásamt konu sinni, átta mánaða gömlu barni þeirra og Davíð Smára. Hann sagði af sama tilefni að hann hefði ekki vitað hvað árásarmanninum gengi til en hann hefði náð skó hans og væri með hann ef hann vildi ná í hann. Maðurinn sem um ræðir sagðist hafa tekið Hilmar afsíðis frá konu og barni og farið yfir í hinn enda kaffi- hússins. Skipulögðu hópbardaga Hópurinn sem hefur risið gegn Hilm- ari telur tugi manna. Sumir voru bandamenn hans áður. Í þarsíðustu viku hitti einn af forsvarsmönnum hans Hilmar á N1 á Ártúnshöfða. Kom til orðahnippinga en ekki þó til átaka. Sammæltust menn um að leysa úr ágreiningnum með því að fylgismenn Hilmars myndu mæta stuðningsmönnum Einars og berj- ast við þá án þess að nota vopn. Upprunalega áttu þeir að hittast á Geirsnefi en Hilmar lét ekki sjá sig þar. Eftir nokkurt þóf boðuðu fé- lagar Hilmars andstæðinga sína upp í Breiðholt til uppgjörsins. Hilmar og félagar sendu símamyndir á and- stæðinga sína þar sem sjá má ógn- andi hóp manna sem virtist albúinn til átaka. Sjálfur er Hilmar fyrir miðju þar sem hann lyftir hnefa. Þá má sjá að einn er með kylfu og annar með felgulykil. Sá þriðji þykist munda byssu. Ekki er annað að sjá en þarna sé verið að ógna mönnum. Ekkert varð úr átökunum Þegar hópurinn kom á svæðið að hitta Hilmar í Breiðholti laugar- daginn 17. maí var andstæðingana hvergi að sjá. Áskorendurnir kölluðu í allar áttir en ekkert bólaði á Hilm- ari og félögum. Liðssöfnunin virð- ist hafa vakið athygli því skyndilega birtist víkingasveit lögreglunnar. Í sömu svifum komu Hilmar og fé- lagar úr felum. Lögreglan leitaði í bif- reiðum að vopnum en fann ekkert. Ekki varð úr átökunum og fór hver til síns heima án þess að til uppgjörsins kæmi. Gríðarleg ólga er nú í kringum Framhald á næstu síðu  Hilmar Leifsson. Gamlir félagar hans úr Fáfni og athafnalífinu hafa snúið við honum baki og vilja uppgjör. Fullyrt er að hann standi nú á þeim tímamótum að vera vinafár og sjald- an eða aldrei hafi staða hans verið veikari. DV mun halda áfram umfjöllun um málið í helgarútgáfunni. n Í ótta Maðurinn óttast um fjölskyldu sína og sefur með hlaðna haglabyssu við rúmstokkinn. MynD Sigtryggur Ari Davíð Smári Hefur staðið í hótunum með Hilmari. Sá sem var rukkaður hefur kært Davíð vegna hótana og líkamsárásar en hann mætti á vinnustað hans, hótaði honum og réðst á hann. „Hann kom mér að óvörum og kýldi mig nokkrum sinnum,“ sagði Hilmar í samtali við DV. is þann 28. mars síðastliðinn en atvikið átti sér stað daginn áður. Hann sagðist ekki ætla að kæra árásina en lýsti henni á þennan hátt: „Ég sló hann bara á móti, skellti honum á bakið og hann hljóp út eins og aumingi. Hann skildi eftir skóinn sinn. Ég er með skó- inn ef hann vill sækja hann,“ sagði hann en með honum á kaffihúsinu var Davíð Smári Helenarson, einnig þekktur sem Dabbi Grensás, sem hef- ur nokkrum sinnum komið við sögu lögreglu. Hilmar sagðist ekki vita hvað árásarmannin- um hefði gengið til. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að allnokkrir lög- reglumenn hafi verið sendir á vettvang. Í skýrslum henn- ar eru fjórir aðilar nefnd- ir, þrír menn og ein kona og sagðist lögregla þekkja vel til mannanna. Árásin á Café Mílanó „Hann skildi eftir skóinn sinn“ n1 Hér hitti Hilmar einn forsprakka hins hópsins fyrir tilviljun. Orðaskipti urðu á milli þeirra og ákveðið var að hittast og berjast. „Líf mitt hefur breyst í helvíti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.