Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 27.–29. maí 201426 Lífsstíll Frægir Fara í Frí n Ferðalög um Ísland eru í uppáhaldi hjá flestum n Björgvin Halldórs málar húsið í fríinu n Ásdís Rán elskar að sofa í tjaldi n Steinunn Ólína skrifar í allt sumar S umarið er fram undan með öllum sínum ferðalögum og ævintýrum handan við hvert horn. DV heyrði í átta þjóðþekktum Íslendingum og forvitnaðist um hvernig þeir ætla að njóta íslenska sumarsins og hvort þeir ætli út fyrir landsteinana. Útilega með börnin „Ég ætla í júní að fara með fjöl- skylduna norður í Haganesvík í Fljótum þar sem fjölskyldan á bú- stað – það er minn uppáhaldsstað- ur. Þar er amma mín með myndar- legt æðarvarp sem þarf að hlúa að. Þar er einnig hægt að stunda veiði og náttúran óviðjafnanleg,“ seg- ir framsóknarmaðurinn og tví- burapabbinn Birkir Jón Jónsson og bætir við: „Mesta spennan er þó að hleypa dætrunum frjálsum út í sveitina, það verður gaman að fylgjast með þeim. Þaðan er líka stutt til Siglufjarðar þar sem ég á djúpar rætur. Við munum líka fara á Drangs- nes og heimsækja tengda- fólkið mitt sem þar býr. Ég hef ekki verið mikill útilegu- maður en þar mun verða breyting á, því tvíburarnir litlu eiga það skilið að kynn- ast landinu sínu.“ Birkir Jón, sem hefur ferð- ast nokkuð víða um heiminn, segir Róm í sérstöku upp- áhaldi. „Engin borg kemst með tærnar þar sem Róm hefur hælana. Þvílík saga og menning sem þar er að finna. Ég vona að ég eigi oft eftir að heimsækja þá borg í framtíð- inni.“ Elskar að sofa í tjaldi „Ég verð eflaust eitthvað á flakki hérlendis og erlend- is en hugsa að þetta verði nú fyrsta sumarið í langan tíma sem ég dvel mest á Íslandi. Sem betur fer var ég úti mest allt síðasta sumar og missti af þessu leiðindaveðri hér en mér sýnist þetta sumar ætla að lofa góðu í ferðalög inn- anlands og sólböð á Aust- urvelli. Annars plana ég aldrei meira en viku fram í tímann,“ segir ísdrottn- ingin Ásdís Rán sem hef- ur búið erlendis síðustu tíu árin og ætlar að njóta þess að endurupplifa Ís- land í sumar. Ásdís segist ætla í ferðalög með vinum, fjöl- skyldu og elskhuga en neitar að gefa upp nafn elskhugans. „Ég á svo góðar minningar um ferðalög innanlands frá því ég var lítil og langar að skoða þetta allt aftur með krökk- unum mínum. Það er svo margt spennandi og leyndardómsfullt sem leynist í íslenskri náttúru. Ég er svo mikil sveitastelpa og elska að sofa í tjaldi. Ég svaf meira að segja í litlu kúlutjaldi í fyrrasumar. Það var svo- lítið kalt en skemmtileg upplifun.“ Aðspurð um uppáhaldsborgina sína segir hún erfitt að velja. „Ég er búin að ferðast svo svakalega mikið en það jafnast ekkert á við Istanbúl í Tyrklandi. Það er yndisleg borg.“ Fótboltamót, vinamót og ættarmót „Ég hlakka mikið til þess að fara með yngstu dætur mínar á fótbolta- mót í sumar, enda er hvert mót lítið ævintýri. Svo er stefnan tekin á eitt ættarmót, árlegt vinamót og fjölskyldumót. Annars geri ég ráð fyrir því að það verði líka mikið að gera á N4, enda ætlum við í tökur á nokkrum seríum í sumar, sem sýnd- ar verða í haust,“ segir sjónvarpskon- an Hilda Jana Gísladóttir sem elskar að ferðast um Ísland. „Ég hef verið svo hepp- in að fá að ferðast mikið um landið í vinnunni og það virðast vera enda- laust margir stórkostlegir staðir sem koma sífellt á óvart. Það er líka gam- an að staldra við á stöðum sem mað- ur keyrir oft framhjá til dæmis á leiðinni milli Akureyrar og Reykja- víkur, um leið og ég stoppa og fer að- eins út, þá sé ég staðinn í nýju ljósi,“ segir Hilda Jana sem á erfitt með að velja uppáhaldsstað. „En ætli ég verði ekki að segja Mývatn. Dimmu- borgir, Námaskarð, jarðböðin, vatn- ið sjálft og Grjótagjá, það er bara einhvern veginn allt stórkostlegt við svæðið.“ Ásækin Vestfjarðasótt „Ég verð að vinna í allt sumar því ekki sefur Kvennablaðið þótt sólin skíni en ég mun nota helgarnar til að fara út á land eins og ég get með fjölskyldunni,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem ætlar með- al annars í veiði með eiginmannin- um. „Eða aðallega hann meðan ég gái til veðurs og borða nesti. Mér finnst fátt skemmtilegra en að ferð- ast um Ísland. Ég er ættuð að norðan og elska Melrakkasléttu og Axarfjörð en fékk reyndar Vestfjarðasóttina mjög heiftarlega í fyrra. Vestfjarða- sóttin er ásækin og mér finnst að allir eigi bara að „go west“,“ segir Steinunn Ólína sem ætlar einnig að heimsækja Siglufjörð. „Þar eigum við góða vini og þar er alveg einstakt að vera. Siglufjörður er lítil heimsborg Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Hilda Jana Fer á fótboltamót með dætrunum. Haffi Haff Er staddur í Ameríku. Fjölskyldan Guðrún Halldóra, Birkir Jón, Auður Björk og Svava. „Það er svo margt spenn- andi og leyndardóms- fullt sem leynist í íslenskri náttúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.