Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 27.–29. maí 20144 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods „Hraðinn á þessu máli er enginn“ Faðir segir óásættanlegt að kynferðisbrotamenn sleppi vegna seinagangs B irkir Már Ingimarsson var á dögunum dæmdur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyr­ ir kynferðisbrot gegn börnum. Vegna seinagangs hjá ríkissaksóknara varð sá dómur skilorðsbundinn. Í dómnum yfir honum kemur fram að óhóflegur dráttur á málinu sé í and­ stöðu við lög um meðferð sakamála. „Þrátt fyrir fjölgun ákærenda þá get­ ur embættið ekki annað þeim mála­ fjölda sem hér um ræðir þannig að málsmeðferðartíminn sé ásættanleg­ ur,“ var svar ríkissaksóknara við fyrir­ spurn RÚV vegna málsins. Faðir tveggja stúlkna sem grun­ ur liggur á að hafi verið brotið á kynferðis lega gagnrýnir harðlega verklag ríkissaksóknara í samtali við DV. Hryllir honum við að sá sem mögulega braut á dætrum sínum muni sleppa við refsingu vegna seinagangs, en mál dætra hans hefur verið á borði ríkissaksóknara í nærri ár. Ríkissaksóknari segir kynferðis­ brot gegn börnum vera forgangsmál í vinnu ákærenda við embættið. „Það kemur upp kvittur um að eitthvað hafi gerst í febrúar 2013. Málið fer til Barnahúss í mars og það­ an fer það til ríkissaksóknara í júlí og þar hefur málið verið fast. Hraðinn á þessu máli er enginn. Á heimasíðu ríkissaksóknara segir að það séu fyrir­ mæli fyrir því að það eigi að klára svona mál á hundrað og fimm dög­ um. Það gerist ekkert og það er ekkert hægt að fá svör,“ skýrir faðir stúlkn­ anna. Auk seinagangsins gagnrýnir hann hve erfitt sé að fá svör um stöðu málsins hjá ríkissaksóknara. „Mað­ ur fær engin svör um af hverju þetta dregst svona, það er bara sagt að mik­ ið sé að gera hjá þeim. Þetta hvílir ansi þungt á manni, maður fylgist með dómstólum og það er fullt af málum sem hafa farið í gegn sem gerðust eft­ ir okkar mál. Þetta er ekkert flóknara mál en þau,“ segir faðir stúlknanna. n hjalmar@dv.is Ökuníðingar og þjófar á Selfossi Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af sautján ára gömlum dreng á mánudagsmorgun en hann ók bifreið sinni um Hellis­ heiði á 145 km hraða án öku­ réttinda þar sem hann var ekki kominn með aldur til þess. Hann viðurkenndi brot sín. Á fimmtu­ dag var ökumaður staðinn að því að aka á 100 km hraða eftir Langholti á Selfossi þar sem há­ markshraði er 50 km. Fimmtán aðrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í liðinni viku. Talsverður erill var hjá lög­ reglunni í umdæminu, en ellefu hegningarlagabrot voru kærð og þar af sjö þjófnaðarmál. Aðfara­ nótt sunnudags var brotist inn á þremur stöðum í Hveragerði. Mest tjón var á verkstæði í Aust­ urmörk en þar var átta hjólbörð­ um stolið og tjóni valdið á forn­ bílum sem þar voru í geymslu. Fyrir utan verkstæðið var hvít Volkswagen Transporter sendi­ bifreið, YS 934, sem var stolið. Einnig var brotist inn í garð­ yrkjustöðina Borg þar sem pen­ ingum var stolið og hugsanlega sígarettum. Þá var farið inn í for­ stofu heimahúss við Heiðmörk og þaðan stolið úlpu. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þessi inn­ brot að hafa samband. Nýjar reglur setja stúdenta í vanda n Skert lán til stúdenta erlendis n Nemar þurfa að hugsa sig tvisvar um O kkur finnst þetta sorglegt,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE, Sambands íslenskra náms­ manna erlendis. Með breyt­ ingum á lánareglum Lánasjóðs ís­ lenskra námsmanna, LÍN, skerðist framfærsla til stúdenta sem stunda nám erlendis um 10 prósent, en fram­ færsla hækkar hjá nemendum í ís­ lenskum háskólum um 3,2 prósent. Þetta er gert til samræmingar við framfærslu á Íslandi en hefur gríðar­ leg áhrif á framfærslumöguleika stúdenta erlendis. SÍNE bendir á að ekkert samráð var haft við forsvars­ menn þeirra varðandi breytinguna og segja að nýju reglurnar séu sett­ ar fram með mjög skömmum fyrir­ vara. Stúdentar sem hyggja á nám er­ lendis hafa flestir fengið vilyrði fyrir skólavist og jafnvel komin vel á veg með að skipuleggja flutninga. Þá er um að ræða forsendubrest fyrir stúd­ enta sem þegar stunda nám erlendis og treysta á framfærsluna. Mikil skerðing Framfærsla til stúdenta sem stunda nám erlendis verður lækkuð að há­ marki um 10 prósent fyrir hvert land. „Þetta hefur mikil áhrif á stúdenta sem þegar hafa gert ráðstafanir fyrir næsta ár,“ segir Hjördís. Læknanem­ arnir Arna Reynisdóttir og Erna Markúsdóttir taka í sama streng, en þær tala fyrir hönd fyrir hönd félaga íslenskra læknanema í Ungverjalandi og Slóvakíu. Arna er formaður félags­ ins og við nám í Ungverjalandi, en Erna er stjórnarmaður í félaginu og stundar nám í Slóvakíu. „Við sem hóf­ um nám fyrir nokkrum árum stóðum í þeirri trú að við fengjum ákveðinni upphæð úthlutað á hverju ári. Nú hefur sú upphæð verið skert um 10 prósent án fyrirvara,“ segja þær. „Auk þess að standa frammi fyrir takmörk­ uðu skólagjaldaláni frá LÍN, sem nær yfir þrjú af sex árum læknisfræði­ námsins, þá hefur LÍN nú skorið nið­ ur upphæðina til framfærslu og ferða­ láns. Ferðalánið sem hljóðaði áður upp á tæpar 40.000 kr á ári verður nú lánað einu sinni á hverju námsstigi,“ segja þær en það þýðir að á sex árum fái læknaneminn að fara einu sinni fram og til baka frá Íslandi. Fyrir þær er upphæðin svo lág að hún dugir varla fyrir annarri leiðinni. Þá séu skólaárin misjöfn eftir löndum sem skerði verulega tækifæri nemenda til að stunda vinnu samhliða námi eða í fríum. Auk þess þurfi nemend­ ur að fara varlega í að vinna samhliða enda geti komið til frekari skerðingar á námslánum vegna tekna. Endurskoðunar þörf Hjördís segir að vissulega þurfi að koma til endurskoðunar á framfærslu lánum til stúdenta úti og skoða framfærsluþörfina. „En slík endurskoðun á að fara fram áður en til skerðingarinnar kom,“ segir Hjör­ dís en LÍN hyggist fara í slíka endur­ skoðun á komandi mánuðum. „Ég vona að þetta sé ekki stefnubreyting vegna náms erlendis. Við erum mjög áhyggjufull yfir þessu. Þetta er að koma mjög seint fram. Þetta þýðir að fólk hugsar sig tvisvar um varðandi það að fara í nám erlendis,“ segir hún. Snúa ekki heim Í pistli sem Arna og Erna hafa skrifað og birtur verður á DV.is í dag, þriðju­ dag, kemur fram að mikill fjöldi ís­ lenskra læknanema stundi nám er­ lendis. Tækifærin til að koma heim og stunda starfsnám séu fá en verði færri vegna þessara breytinga, enda sé ferðakostnaður mikill. Það dragi einnig úr líkunum á að þeir snúi aftur til Íslands til starfa. Sem kunnugt er er mikill læknaskortur á Íslandi og mik­ il von til þess að nemendur snúi aft­ ur úr námi og starfi hér. „Um leið og nemendur hafa minni pening á milli handanna til að ferðast þá minnka líkurnar á því að þeir sæki heim í starfsnám. Ef nemandinn starfar ekki innan íslensks heilbrigðiskerfis með­ an á námi stendur þá segir það sig sjálft að sá nemandi mun síður velja íslenskt heilbrigðiskerfi sem vinnu­ stað í framtíðinni. Allir þeir íslensku læknanemar sem ekki snúa heim eru tapaðir læknar í því verki að byggja upp vel mannað og sterkt heilbrigðis­ kerfi,“ segja þær. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Áhyggjufull Erna – stjórnarmeðlimur í Félagi íslenskra læknanema í Slóvakíu er áhyggjufull vegna breytinga hjá LÍN. Snúa ekki aftur Arna – formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi segist telja að þetta valdi því að íslenskir læknanemar fari síður aftur til Íslands. LÍN Nemar á Íslandi fá hækkun, nemar erlendis fá lækkun. „Okkur finnst þetta sorglegt Haustrallið í útboð Hið árlega haustrall Hafrann­ sóknastofnunar verður í fyrsta skipti boðið út á næstunni. Það eru Ríkiskaup sem sjá um útboðið fyrir hönd Hafró en frá þessu er greint á vefsíðu stofn­ unarinnar, hafro.is. Haustrall­ ið einn af árlegum vísindaleið­ öngrum stofnunarinnar þar sem lagt er mat á stofnstærð og útbreiðslu helstu botnlægu nytjastofna sem finnast hér við land. Það hefur lengi tíðkast að vorrall og netarall sé boðið út. óskað er eftir leigu á tveim­ ur togurum í október. Nokk­ uð hefur verið fjallað um bága fjárhagsstöðu Hafró en stofn­ unin átti erfitt með að leita loðnu í vetur vegna fjárskorts. Þrátt fyrir að loðnuveiðar séu gríðarlega mikilvægar fjár­ hagslega fyrir þjóðarbúið. Ríkissaksóknari Sigríður Friðjónsdóttir segir að kynferðisbrot gegn börnum séu forgangsmál. Mál stúlknanna tveggja hefur þó verið á borði embættisins í nærri ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.