Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 27.–29. maí 201418 Skrýtið Hamingjusamlega kvæntur fjögurra barna faðir haldinn „túmorsjúkdómi“ sem hefur plagað hann alla ævi Í hálfa öld hefur Indverjinn Mann­ an Mondal lifað með sjúkdómi sem gerir það að verkum að andlit hans lítur út fyrir að vera að bráðna. Á Indlandi er hann þekktur sem „The Melting Man“, eða hinn bráðnandi maður, vegna hnúða sem hanga á andliti hans. Hann vantar einnig augnatóft og flestar tennur. Þrátt fyrir þennan sjúkdóm hefur hann lagt sig fram við að lifa eðlilegu lífi. Hann hefur verið kvæntur í 32 ár og á fjögur börn. Hann hefur leitað svara við þess­ um sjúkdómi sínum en fjárhagurinn hefur ekki leyft mikla læknisaðstoð. Fyrr í mánuðinum birtust fregn­ ir af því að hann hefði hafnað tæki­ færi á aðgerð sem hefði fært honum nýja ásýnd því hann vildi borga fyrir brúðkaup dóttur sinnar. Túmorsjúkdómur Sjúkdómurinn ber heitið Neuro­ fibromatosis. Arnaldur Indriða­ son nefndi þennan sjúkdóm „túmorsjúkdóm“ í Mýrinni en á Vís­ indavef Háskóla Íslands er þessi sjúkdómur sagður einnig nefndur Recklinghausen­sjúkdómurinn eftir manninum sem fyrstur lýsti honum. Sjúkdómurinn einkennist af æxlis­ vexti en orsökin er stökkbreyting á NF1­geninu sem skráir fyrir pró­ tíninu neurofibramin. Röng virkni þessa gens veldur frumufjölgun að því er fram kemur á Vísindavef Há­ skóla Íslands. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru svokallaðir „kaffiblettir“ og síðan fjöldi æxla sem myndast í taugaslíðr­ um húðtauga. Á Vísindavef Háskóla Íslands eru æxlin sögð góðkynja en eru oftast nær útlitslýti. Ekki tími fyrir nýtt andlit Þetta er sjúkdómurinn sem Mon­ dal glímir við en hann hitti fyrir lýta­ lækninn Ajay Kashyap í apríl síðast­ liðnum sem bauðst til að fjarlægja hnúðana á andliti Mondal og endur­ móta andlit hans. Mondal er þó ekki á því að þetta sé rétti tíminn til að undirgangast slíka aðgerð. Líkt og áður kom fram vonast hann til að geta borgað fyr­ ir brúðkaup dóttur sinnar og fær hann langstærstan hluta af tekjum sínum með því að betla. Hann segist fá rúmlega átta Bandaríkjadali á dag við að betla, eða sem nemur um 960 íslenskum krónum, og óttast hann að þær muni minnka verulega ef vegfarendur vorkenna honum ekki lengur sökum útlitsins. „Ég þarf að kaupa margt. Rúm, skápa, hringi, úr og hjól fyrir brúð­ gumann,“ sagði Mondal. „Það sem ég fæ úr betlinu nægir varla til að fæða fjölskyldu mína. Ég hef þó engin önn­ ur úrræði til að hjálpa dóttur minni. Ég þarf að vera svona áfram. Öryggi fjölskyldu minnar er í forgangi.“ Neitað um skólagöngu Mondal fæddist í fátækt og tækifær­ in af skornum skammti frá fæðingu. Ekki batnaði ástandið þegar sjúk­ dómurinn ágerðist með aldrinum en honum var meinað að sækja skóla vegna útlitsins. Þrátt fyrir þetta lýti fann hann ástina átján ára og á í dag tvo syni og tvær dætur. Erlendir fjöl­ miðlar greina frá því að börnin hans hafi ekki erft sjúkdóminn. Hann ferðast á milli borga þar sem hann betlar og sendir fjöl­ skyldunni afraksturinn. „Ég hef ver­ ið svona frá fæðingu. Ég fæddist fá­ tækur og hafði fá tækifæri. Fólkið í kringum mig kemur vel fram við mig. Því býður þó við mér og líkar ekki við mig. Svona hefur þetta verið í ára­ raðir,“ sagði Mondal meðal annars við breska dagblaðið The Daily Mail. „Ég hef lært að lifa með þessu. Sem dæmi nota ég ekki tannbursta til að bursta í mér tennurnar. Ég nota fingurna enda einungis með fjór­ ar tennur. Fjölskylda mín hefur stutt mig. Þau hafa alltaf sagt mér að þetta sé guðsgjöf og mannfólkið getur ekki forðast slíkar gjafir.“ Sjúkdómurinn sem hann glím­ ir við komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar Frans páfi kyssti Vinicio Riva, 53 ára mann sem þjáist af sama sjúk­ dómi. n birgir@dv.is til að borga brúðkaup dóttur „Ég hef verið svona frá fæðingu „Býður við mér“ Hann segir fólk koma vel fram við sig en kunni þó illa við sig sökum útlits. Páfinn blessar Hér sést páfinn blessa Vinicio Riva en sjúkdómurinn komst í heimsfréttirn- ar eftir að atvikið komst í fréttirnar í fyrra. Afmyndaður Mannan Mondal er afmyndaður vegna sjúkdóms sem nefnist Ne- urofibromatosis. Neitar aðgerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.