Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 27.–29. maí 2014 Fréttir 13 Hagsmunir framar dýravelferð n Tungubogamél 75-falda líkur á sárum n Knapinn ber ábyrgðina D ýraverndarsamband Ís- lands, DÍS, sendi frá sér harðorða ályktun fyrir helgi þar sem Félag hrossa- bænda og Félag tamninga- manna eru sökuð um að vilja frem- ur græða á hrossarækt en stuðla að velferð hrossa. Ályktunin var send út í kjölfar umræðu sem upp kom vegna svokallaðra tungubogaméla eftir fund um velferð hrossa sem haldinn var á Selfossi í byrjun apr- íl. Rannsókn frá árinu 2012 sýnir að líkur á áverkum í munni hrossa 75-faldast með notkun mélanna, en yfirdýralæknir telur notkun þeirra stangast á við lög. Varaformaður Félags tamninga- manna segir talsverða hagsmuni vera í húfi, en sé verið að skaða hesta þá þurfi að endurskoða það. Þá segir formaður Félags hrossa- bænda og einnig fagráðs í hrossa- rækt, að ekki eigi að banna notkun mélanna. Fremur eigi að sýna að hörð reiðmennska sé ekki liðin með því að gefa verri einkunnir og að þannig sé best hugsað um vel- ferð hrossanna. Aðrir hagsmunir en dýravernd Í ályktun DÍS segir: „Á stórmót- um hestamanna hefur verið sýnt fram á skaðsemi tungubogaméla, en við notkun mélanna stigmagn- ast áverkar á kjálkabeini hesta eft- ir því sem á mótin líður. Um er að ræða illa meðferð á hestum. Ný- verið sendi Félag tamningarmanna aftur frá sér ályktun sem send var frá félaginu á árinu 2012. Félag- ið vill enn koma í veg fyrir bann á notkun tungubogaméla, þrátt fyr- ir að ný þekking staðfesti skaðsemi þeirra. Félag hrossabænda hef- ur einnig viljað leyfa mélin áfram. Fjöldi manna hefur viðurværi af góðum árangri sýninga og keppni á hestum og hafa aðrir hagsmun- ir því hér yfirhöndina en dýravel- ferðarsjónarmið. Þótt vilji sé til að láta refsa þeim sem skaði hesta með notkun mélanna, felst einnig í þessari kröfu FT og FH að hesta skuli enn þurfa að meiðast. Slíkt er óverjandi.“ Knapinn ábyrgur fyrir heilbrigði Bjarni Sveinsson, varaformað- ur Félags tamningamanna, seg- ir allt benda til þess að mélin séu skaðsöm. Félagið endursendi frá sér tveggja ára gamla ályktun í kjölfar umræðu sem upp kom um tungubogamél eftir fund um vel- ferð hrossa sem haldinn var á Sel- fossi í byrjun apríl. Í henni er kem- ur fram að það sé knapinn sem sé ávallt ábyrgur fyrir heilbrigði hests- ins og að hross sem skoðast með áverka fyrir keppni eða sýningu fái ekki að taka þátt og að skoðist það með áverka eftir sýningu eða keppni fái það ekki einkunn eða verðlaun. Hins vegar séu boð og bönn ekki til þess fallin að vinna á rótum vand- ans. Þýðir það ekki að líkur séu á því að mélin verði notuð áfram, verði þau ekki bönnuð? „Jú, auðvit- að. Við getum ekki sagt til um hvað hinn almenni hestamaður er að gera þegar hann þjálfar sína hesta. Eitt af meginmarkmiðum FT er að stuðla að góðri tamningu og að vel- ferð hrossa sé höfð í fyrirrúmi. Við stöndum fyrir þessum gildum,“ seg- ir Bjarni. Ná árangri fyrr Hann segir þessi mél gera það að verkum að hægt sé að ná árangri fyrr við tamningu á hestum. „Jafnvel er hægt að fá hærri einkunnir fyr- ir hestinn og þar með hækka verðið á honum. Það eru hagsmunir í húfi og þess vegna er þetta svo viðkvæmt mál. Við hestamenn hljótum samt að spyrja okkur að því, hvort velferð hestsins sé ekki alltaf í fyrirrúmi. Ef við erum að skaða hesta, þá þarf að endurskoða það,“ segir Bjarni jafn- framt. Hann bætir því þó við, að þrátt fyrir að félagið standi við sína yfirlýsingu, sé það að skoða mjög alvarlega tímabundið bann við notkun mélanna á meðan notkun þeirra sé rannsökuð enn frekar. Lík- legt sé að starfshópur verði mynd- aður til að skoða hvaða mél það séu nákvæmlega sem særa, en tungu- bogamél geta verið mismunandi að gerð. Taka þarf á harðri reiðmennsku Formaður Félags hrossabænda, Sveinn Steinarsson, sem jafnframt er formaður fagráðs í hrossarækt, vill ekki að notkun mélanna verði bönnuð. „Eins og staðan er, þá gild- ir það fyrst og fremst að hestamenn noti hestinn sinn með þeim hætti að hann verði ósár á eftir. Við höfum sagt áður að það er hægt að meiða hestinn með öllum búnaði ef ekki er rétt á haldið. Sé þessi búnaður talinn þess eðlis að hann standist ekki lög og virkni hans sé meiðandi, og það sé refjalaus skoðun yfirdýra- læknis, þá beitir hann sér fyrir banni á honum,“ segir Sveinn. Hann segir að keppnis- og sýningarhaldið hafi í sumum tilfellum verið of krefj- andi og af því hafi leitt of hörð fram- ganga gagnvart hestum. „Það get- ur verið að því þurfi að breyta og slaka á kröfum sem gerðar eru. Ég held að það þurfi fyrst og fremst að taka á harðri og grófri reiðmennsku, meiðandi reiðmennsku, með því að það komi fram í einkunnum,“ segir Sveinn. Sendu áskorun til ráðherra Bæði Dýraverndarsamband Ís- lands og Landssamband hesta- mannafélaga hafa sent áskoranir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra vegna tungubogamélanna. Þar er farið fram á að mélin verði bönnuð svo ekki sé hægt að nota þau í keppnum og kynbótasýning- um, í það minnsta á meðan frek- ari rannsóknir fara fram á búnað- inum. Hagsmunir tengdir árangri hestanna megi ekki vera velferðar- sjónarmiðum varðandi dýr yfir- sterkari. „Það er í öllum skilningi óverjandi að meiða dýr til að ná ár- angri í keppni eða sýningum,“ segir meðal annars í áskorun DÍS. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Tungubogamél Rannsókn sýnir að mélin 75-falda líkur á sárum í munni hrossa. Jollastangir Ein tegund tungubogaméla, sem kölluð er jollastangir.„Við hestamenn hljótum samt að spyrja okkur að því hvort velferð hestsins sé ekki alltaf í fyrirrúmi. Knapar bera ábyrgð Segir í ályktun Félags tamninga- manna um notkun tungu- bogaméls. Nýr formaður stúdentaráðs Ísak Einar Rúnarsson hefur verið kjörinn nýr formaður stúdenta- ráðs. Hann tekur við af Maríu Rut Kristinsdóttur sem hefur gegnt embættinu síðastliðið ár. Ísak er oddviti Vöku sem vann sigur í kosningunum í febrúar en þar hlaut Vaka 19 sæti og Röskva 8. Ísak er 22 ára Garðbæingur en undanfarin tvö ár hefur hann stundað nám við hagfræðideild Háskóla Íslands. Á síðasta ári sat Ísak í stúdentaráði ásamt því að gegna formennsku í Vöku. „Ég tel sóknarfæri felast í hags- munabaráttu stúdenta og mikil- vægt er að ráðið haldi áfram að beita sér af fullu afli í kjaramál- um stúdenta. Þörf er á að byggja upp stöðugra námslánakerfi sem er líkara norrænu kerfunum. Enn fremur er nú kominn tími til þess að byggja upp í Háskóla Íslands eftir sex ára samfelldan niður- skurð. Þá er einnig mikilvægt að kennarar og starfsfólk skólans sé opið fyrir nýjungum og auknum fjölbreytileika í kennsluháttum og starfsemi,” segir Ísak í tilkynningu. Fundur um mengun jarð- hitavirkjana Borgarafundur um brennisteins- vetnismengun frá jarðhitavirkjun- um Orkuveitu Reykjavíkur frem fram í kvöld, þriðjudaginn 27. maí, og hefst kl. 19.30. DV hefur áður greint frá áhrifum meng- unarinnar á loftgæði og lýðheilsu. Það er ljóst að brennisteinsvetnis- mengunin hefur víðtæk áhrif á Hveragerði sem bæjarfélag. „Hvergerðingar verða mjög varir við þessar borholur og virkjan- ir uppi á Hellisheiði. Það er al- gjörlega óásættanlegt að bjóða upp á svona,“ sagði íbúi í Hvera- gerði við DV. Fulltrúar framboða í Reykjavík munu taka þátt í pall- borðsumræðum, en fundarstjóri verður Svavar Halldórsson. Að fundinum standa íbúasamtök úr hverfum í efri byggð Reykjavíkur auk annarra hagsmunasamtaka. Ávarpaði fulltrúa Afríku- sambandsins Utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, flutti á mánudag opnunarávarp á fundi um þróun jarðhita í Aust- ur-Afríku sem haldinn var í Reykjavík. Fundurinn er hluti af samstarfi Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands og Afríku- sambandsins. Lagði Gunnar Bragi áherslu á mikilvægi þess að aðstoða þróunarlönd við jarðhitaleit sem að hans sögn er mikilvægur liður í framþróun og hagsæld. mála í Eþíópíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.