Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 27.–29. maí 2014 Sport 31 Af með tjöruna - á með Aktu inn í sumarið á hreinum bíl! Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 n Þrettán reyndir leikmenn sem eru samningslausir n Margir eftirsóttir Feitustu bitarnir í enska Frank Lampard Aldur: 35 ára Síðasta lið: Chelsea Það gæti vel farið svo að þessi frá- bæri miðjumaður fái nýjan samn- ing hjá Lundúnaliðinu. Eins og er er hann á lista yfir leikmenn sem eru samningslausir. Lampard hefur spil- að 429 leiki fyrir Chelsea og skorað 147 mörk. Reynsla hans og hæfileik- ar yrði akkur fyrir næstum hvaða lið sem er í deildinni. samuel eto‘o Aldur: 33 ára Síðasta lið: Chelsea Þótt flest lið myndu vilja hafa Eto‘o í sínum röðum er ekki víst að það sé á allra liða færi að borga honum laun. Eto‘o var á ofurlaunum hjá Anzi, rétt eins og hjá Barcelona. Hann tók á sig nokkra launalækkun til að spila með Chelsea en er líklega ekki til í að taka aðra dýfu í þeim efnum. Eto‘o getur nefnilega enn skorað mörk. steve sidwell Aldur: 31 árs Síðasta lið: Fulham Steve Sidwell er hokinn af reynslu og býsna góður miðjumaður eins og hann hefur oft sýnt. Hann var líklega besti leikmaður Fulham í vetur en félagið féll um deild sem kunnugt er. Miðjumaðurinn knái skoraði 8 mörk í það heila í vetur sem er dágott. Bú- ast má því að Sidwell verði áfram í úrvalsdeildinni en með hvaða félagi er óljóst sem sakir standa. Matthew etherington Aldur: 32 ára Síðasta lið: Stoke City Etherington er kominn af léttasta skeiði og hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Liðið sem fær hann til sín tekur því nokkra áhættu. Leikmaðurinn er þó enn klókur og skeinuhættur sóknarmaður, þegar hann er upp á sitt besta. Sjálfsagt munu nýju liðin í deildinni renna til hans hýru auga. kagisho Dikgacoi Aldur: 29 ára Síðasta lið: Crystal Palace Þessi öflugi Suður-Afríkumaður var mikilvægur hlekkur í spútnikliði Palace í vetur, en alls spilaði hann 27 leiki í vetur. Því miður fyrir hann þá er allt útlit fyrir að hann fái ekki nýj- an samning hjá Tony Pulis og félög- um í Palace. Eflaust gæti Dikgacoi, sem nýtur sín best aftarlega á miðj- unni, nýst mörgum félögum í úrvals- deildinni eða öðrum þokkalegum evrópskum félögum. rio Ferdinand Aldur: 35 ára Síðasta lið: Manchester United Ferdinand átti ekki upp á pallborðið hjá Moyes í vetur og lék bara fjórtán leiki. Hann hafði fram að því verið lykilmaður í meistaraliði Alex Fergu- son, næstum óslitið frá árinu 2002. Hann ætti enn að eiga 1–2 góð ár eft- ir, þótt það sé kannski ekki með einu af toppliðunum. Marouane Chamakh Aldur: 30 ára Síðasta lið: Crystal Palace Miklar vonir voru bundnar við þennan kappa þegar hann gekk í raðir Arsenal 2010. Honum tókst ekki að festa sig í sessi og lék meðal annars sem lánsmaður hjá Crystal Palace í vetur þar sem hann skoraði 6 mörk í 34 leikjum. Nú er Cham- akh samningslaus og ljóst að hann fær ekki áframhaldandi samning hjá Skyttunum. Costel Pantilimon Aldur: 27 ára Síðasta lið: Manchester City Þessi stóri og stæðilegi markvörð- ur náði um stundarsakir að slá sjálf- an Joe Hart úr liði City. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er góð- ur markvörður og líklega tilbúinn í að vera aðalmarkvörður hjá góðum klúbbi. Eftir tvö ár hjá City er hann samningslaus og fær hann ekki nýj- an samning hjá nýbökuðum Eng- landsmeisturum. Gareth barry Aldur: 33 ára Síðasta lið: Manchester City Barry lék í ellefu ár með Aston Villa áður en hann fór til City, þar sem hann lék um 130 leiki. Á nýloknu tímabili lék Barry sem lánsmaður hjá Everton, þar sem hann sló í gegn. Barry er aðeins 33 ára og „feitur“ biti á markaðnum. Villa-menn vilja líklega ólmir fá hann aftur – en líklegt verður að teljast að Everton hafi forgang. John Heitinga Aldur: 30 ára Síðasta lið: Fulham Heitinga er margreyndur landsliðs- maður Hollands en gengi hans hjá félagsliðum hefur ekki verið sérstakt undanfarin ár. Hann samdi við fall- lið Fulham í janúar eftir að hafa spil- að með Everton en því miður tókst honum ekki að forða liðinu frá falli. Öflugur varnarmaður sem gæti ef- laust nýst einhverjum félögum í úr- valsdeildinni. ashley Cole Aldur: 33 ára Síðasta lið: Chelsea Eftir að hafa verið fastamaður í vörn Chelsea frá árinu 2006 er Cole nú kominn yfir hátind ferils síns. Hann lék þó 17 leiki á tímabilinu og sýndi, á lokametrunum, að hann getur enn verið drjúgur. Cole væri frábær liðs- auki fyrir flestöll lið í ensku úrvals- deildinni. Líklega verður slegist um bitann. nicklas bendtner Aldur: 26 ára Síðasta lið: Arsenal Bendtner er frábær framherji þegar sá gállinn er á honum. Undanfar- in ár hafa meiðsli og vandamál utan vallar sett strik í reikninginn hjá Dananum sem fær ekki nýjan samn- ing hjá Arsenal. Það gæti reynst erfitt fyrir Bendtner að finna sér stórt félag en eflaust gætu kraftar hans vel nýst minni félögum. Bendtner er ekki bú- inn að syngja sitt síðasta. Joleon Lescott Aldur: 31 árs Síðasta lið: Manchester City Lescott, sem var keyptur frá Everton fyrir háa fjárhæð 2009, hefur átt erfitt uppdráttar síðastliðið ár, í stjörnum prýddu liði City. Hann lék aðeins átta deildarleiki á tímabilinu og er ör- ugglega á leið burt frá City – og feita launatékkanum. Hann er enn á besta aldri og hefur verið orðaður við Aston Villa og fleiri lið um miðja deild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.