Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Í myndinni X-Men: First Class frá 2011 vorum við stödd á hinu lit- skrúðuga ári 1962, frú Draper striplaðist um á undirfötunum og Kúbudeilan var í hámarki. Nú erum við komin til 1973, Nixon er orðinn forseti og allir eru klædd- ir eins og hórumangarar. Í þetta sinn eru einnig sögulegir viðburð- ir í bakgrunni, friðarviðræður um Víetnam í París, en á meðan First Class var nokkurs konar Bond- mynd í dulargervi er þessi mynd hrein og tær X-Men. Tvær kynslóðir X-manna Mikið er í lagt, fengnar eru tvær kynslóðir X-Manna og stórleik- ararnir Ian McKellen og Michael Fassbender leika báðir Magneto. Upphafsatriðið er með þeim betri í geiranum, í Moskvu framtíðarinnar geisar stríð á milli manna og stökk- brigða og flestar meginpersónur eru drepnar strax í upphafi mynd- ar. Söguþráðurinn virðist í fyrstu full flókinn fyrir tveggja tíma bíó- mynd, Jarfurinn fer aftur í tímann og inn í eigin líkama til að breyta gangi sögunnar, en þetta tekst án þess að flækja málin um of. Sú besta Sé allt talið með er þetta sjö- unda X-Men-myndin og ein sú besta. Með svo mikla sögu að baki er stöðugt verið að vísa í eldri myndir sem gleður aðdáendur, X-Men-kvikmyndirnar eru orðn- ar eigin heimur utan við blöð- in. Allar persónur fá vel að njóta sín, engin ein er í aðalhlutverki og rósin í hnappagatinu er síðan Pet- er Dinklage úr Game of Thrones í hlutverki skúrksins. Bætt upp fyrir Wolverine En það er auðveldara að byrja of- urhetjumyndir heldur en að enda þær. Það er nánast skylda að leggja ameríska stórborg í rúst en hér er farið varlega í sakirnar og menn láta sér nægja Hvíta húsið og einn íþróttaleikvang. Það er gott að fá Bryan Singer aftur sem leikstjóra, en hann hætti með X-Men á sínum tíma til að gera Superman Returns og hefði líklega betur sleppt því. Hér er bætt upp fyrir Wolverine- mynd síðasta árs og vel það. X-Men eru aftur komnir á rétt ról, en eftir síðustu Superman-mynd fer mað- ur að verða úrkula vonar um að sú persóna muni nokkurn tímann aft- ur hefjast á flug. n Vikublað 27.–29. maí 2014 Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur X-Men: Days of Future Past Leikstjóri: Bryan Singer Aðalhlutverk: Hugh Jackman, James McAvoy og Michael Fassbender Handrit: Simon Kinberg og fleiri Ofurhetjumynd og samsæristryllir Ef maður berst fyrir Bandaríkjastjórn, er maður þá endilega í réttu liði? E f maður berst fyrir Banda- ríkjastjórn, er maður þá endi- lega í réttu liði? Ein fyrsta hetju- myndin til að spyrja þessarar spurningar var Quantum of Solace með James Bond, sem hlaut blendnar viðtökur. Hér tekst betur til. Fyrri hluti myndarinnar er samsærismynd í anda 8. áratugarins, og sjálfur Robert Red- ford, sem þá lék í Three Days of the Condor og All the President‘s Men, er í stóru hlutverki. Þessi blanda af ofurhetjumynd og samsæristrylli heppnast afar vel á þessum tíma stórfelldra njósna NSA. Kafteinninn er fæddur 1918 og tilheyr- ir því sem Bandaríkjamenn kalla „The Greatest Generation,“ sem tókst á við bæði heimskreppu og nasisma og fór með sigur af hólmi. Hvernig myndi hetju þeirrar kynslóðar reiða af í dag, þar sem erfitt er að vera með hreinan skjöld í skítugum heimi. Getum við treyst stjórnvöldum sem vita allt um okkur, og vill sá sem berst fyrir frelsi og réttlæti endilega vera þeim megin? Russo-bræðurnir stóðu á bak við hina frábæru Arrested Development- þætti og standa sig vel hér. Það að fylgj- ast með Kafteininum takast á við nýja tækni og nýja tíma býður upp á húmor sem var fjarverandi í fyrri myndinni og aksjónsenurnar eru líka í hressara lagi. Ef maður heldur að maður þurfi aldrei að sjá annan bílaeltingaleik gerir þessi mynd sitt besta til að telja manni hug- hvarf. Og það er einnig tilbreyting að hinir gullfallegu aðalleikarar ákveða að vera bara vinir. Þetta er afar ferskt innlegg í ofur- hetjugeirann og sem fyrsta stórmynd sumarsins setur hún standard sem maður vonar að aðrar slíkar nái að standa undir. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd Captain America: The Winter Soldier IMDb 8,2 RottenTomatoes 89% Metacritic 70 Leikstjórn: Joe og Anthony Russo Aðalhlutverk: Chris Evans, Scarlett Johan­ sen og Robert Redford Handrit: Christopher Markus og Steven McFreely 136 mínútur Ferskt innlegg Þetta er afar ferskt innlegg í ofurhetjugeir­ ann og sem fyrsta stórmynd sumarsins setur hún standard sem maður vonar að aðrar slíkar nái að standa undir. RAX slær í gegn Í Frakklandi kemur út á næst- unni safn ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche hjá Actes Sud-útgáf- unni. Photo Poche-ritröðin hef- ur komið út síðan árið 1982 og er hugarfóstur Robers Delpire, myndritstjóra og útgefanda. Markmiðið er að hægt sé að nálgast úrval bestu ljósmynda sögunnar í ódýrum útgáfum. „Þeir sem komið hafa út í Photo Poche eru sannarlega í hópi mikilvægustu ljósmyndara sögunnar,“ segir Kristján B. Jónas son, eigandi Crymogeu, um mikilvægi útgáfunnar fyrir ljós- myndun á Íslandi. „Íslendingar hafa hér með opinberlega eign- ast einn af mikilvægustu ljós- myndurum sögunnar. Ragnar er aðeins fjórði Norðurlandabúinn til að fá um sig sérbók í Photo Poche-röðinni á eftir Svíunum Christer Strömholm og Anders Petersen og Finnanum Pentti Sammallathi.“ Leikmynd flutt á milli landa Leikhúsupplifunin, Kraft- birtingarhljómur guðdómsins, verður frumsýnd hinn 28. maí nk. Verkið er sagt vera leikhús án leikara; verk sem drifið er áfram einvörðungu af magnaðri tón- list Kjartans Sveinssonar og sér- stæðum sviðs- og leikmyndum Ragnars Kjartanssonar. Verkið var sett upp í fyrsta sinn í hinu virta Volksbühne-leikhúsi í Berlín í febrúar síðastliðnum og leik- myndin er svo fyrirferðarmikil að heilmikið tilstand hefur verið að flytja hana hingað til lands. n Myndinni er leikstýrt, af Bryan Singer og er framhald af bæði X­Men: The last stand frá árinu 2006 og myndinni frá árinu 2011, X­Men: First Class. n Sögusviðið er lauslega byggt á myndasögu frá 1981 Days of Future Past eftr þá Chris Claremont og John Byrne þar sem flakkað er á milli tveggja tíma og Wolverine er sendur aftur til ársins 1973 til að bjarga mannkyni. n Í myndinni leika Hugh Jackman, James McAvoy, Michael Fassbender, Jennifer Lawrence, Halle Berry, Anna Paquin, Ellen Page, Nicholas Hoult, Shawn Ashmore, Peter Dinklage, Ian McKellen and Patrick Stewart. Handrit skrifa þau: Simon Kinberg, Matthew Vaughn og Jane Goldman. n Tökur hófust í aprílmánuði í fyrra í Mel's Cité du Cinema í Montreal, Canada og þeim lauk í ágústmánuði sama ár. Tökur fóru einnig fram á Ólympíuleikvanginum í Montreal og McGill hásk´lanum. Kvik­ myndin er sú fyrsta af X­men myndunum sem er tekin í þrívídd. n Samkvæmt Calgary Herald er kvik­ myndin sú önnur dýrasta framledd af kvikmyndaverinu 20th Century Fox á eftir myndinni Avatar frá árinu 2009. Nixon og ofurhetjurnar „Sé allt talið með er þetta sjöunda X-Men myndin og ein sú besta n X-Men eru aftur komnir á rétt ról n Bætt upp fyrir Wolverine Góður í hlutverki skúrksins Ein aðal­ stjarna myndarinnar er stjarnan góðkunna úr Game of Thrones, Peter Dinklage. Staðreyndir um X-men Sú önnur dýrasta frá Fox Tveir vinir með tónleika Á morgun, miðvikudaginn 28. maí, munu tónlistarmennirnir Siggi Björns og Pálmi Sigurhjart- ar halda tónleika í félagsheimil- inu Stað á Eyrarbakka. Þeir félagar munu halda nokkra tónleika á næstu vikum en þeir lofa að gömul og ný lög fái að heyrast, auk skemmtilegra sagna, sem eru þó missannar. Einnig gáfu þeir félagar nýlega út diskinn Tveir vinir. Tónleikarnir í Stað hefjast klukkan 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.