Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1974, Blaðsíða 9
Verzlunarskýrslur 1972
7
Innflutningstölur verzlunarskýrslna eru afleiöing umreiknings í ís-
lenzka mynt á sölugengi, en útflutningstölur eru aftur á móti miðaðar
við kaupgengi.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar
eru til landsins, er þó öðru vísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær
Hagstofan yfirleitt ekki frá totlyfirvöldunum, heldur beint frá hlutað-
eigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostnaður eða
kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður lieimflutn-
ingskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sein tekið er i verzlunar-
skýrslur. Skipainnflutningurinn befur frá og með árinu 1949 verið tek-
inn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnímánaðar og des-
embermánaðar, nema þegar sérstök ástæða hefur verið til annars, í sam-
liandi við gengisbreytingar. Sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainn-
flutninginn. — í kaflanum urn innftuttar vörur síðar í innganginum er
gerð nánari grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1972. — Útflutt
skip hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kaflanum um
útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu skipa úr
landi 1972.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum lalinn á söiuverði afurða
með umbúðum, fluttra um borð í skip {fob) á þeirri höfn, er þær fyrst
fara frá. Er hér yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytj-
anda. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimil-
að í útflutningsleyfinu, er upphæð þeirra dregin frá, til þess að Iireint fob-
verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem seld er úr landi með cif-skilmálum,
er fundið með þvi að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og trygg-
ingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. — Nettóverðið til útflytjand-
ans er fob-verðið samlivæmt verzlunarskýrslum að frádregnum gjöldum á
útflutningi. I kjölfar gengisbreytingar i nóv. 1968 var útflutningsgjaldi
af sjávarafurðum breytt frá og með ársbyrjun 1969, sjá II. kafla laga nr.
79/1968, um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar
Jvrónu. Gjaldi þessu var enn breylt með bráðabirgðalögum nr. 73 1. júní
1970, með lögum nr. 4 30. marz 1971 og með lögum nr. 17/1972. Visast til
þessara laga. Auk hins almenna útflutningsgjalds á sjávarafurðum, greiða
útflytjendur þeirra gjald af fob-verði í Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins,
þó ekki af afurðum frá hvalveiðum og selveiðum, sbr. lög nr. 77/1972.
Gjald þetta var frá og með 19. febrúar 1969 hækkað úr \y±% í
2%% með lögum nr. 74/1969, um breyting á lögum nr. 77/1962, og enn
frekar i 2%% 1. júní 1970, með bráðabirgðalögum nr. 23/1970. Með lögum
nr. 5 5. apríl 1971 var veitt heimild til að lækka gjald af niðurlögðum og
niðursoðnum sjávarafurðum í Aflatryggingasjóð úr 2,75% i 0,92%. Þessi
heimild var notuð og látin gilda frá 1. júlí 1970. Var gjaldið endurgreitt
til samræmis við það. Þá skal greiða 0,15% af fob-verði sjávarafurða
til ferskfiskeftirlits, sbr. lög nr. 42/1960. Loks er innheimt sérstakt gjald