Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1974, Blaðsíða 12
10*
Verzlr.narskýrslur 1972
samkvæmt undantekningu er tollafgreiddur á eldra gengi fram til febrúar-
lolca 1973. — ÞaS segir sig sjálft, að lengi eftir gengisbreytinguna í desem-
ber 1972 eru að koma til landsins vörur, sem greiddar hafa verið á eldra
gengi, en við gerð innflutningsskýrslna er ekki tekið tillit til þess, heldur
er allt, sem talið er innflutt frá og með janúarbyrjun 1973, reiknað á nýju
gengi. Þess skal getið, að verðmæti allra skipa og flugvéla innfluttra
á síðari helmingi árs 1972 — en þau eru öll talin með innflutningi desem-
bermánaðar — er reiknað á því gengi, sem gilti fram að gengisbreyting-
unni.
Útflutningur. Vörur útfluttar í desember 1972 eftir gengisbreytingu
og rciknaður á nýju gengi í útflutningsskjölum voru af Hagstofunni um-
reiknaðar til eldra gengis, svo að allur útflutningur í desember 1972 væri
talinn á einu og sama gengi. En frá og með janúarbyrjun 1973 eru allar
útfluttar vörur reiknaðar á nýju gengi í útflutningsskýrslum — einnig
sjávarafurðir og iðnaðarvörur l'ramleiddar fyrir 1. janúar 1973, sem út-
flytjendur fá greiddar á eldra g'engi samkvæmt ákvæðum í lögum nr.
97/1972.
1 árslok 1972 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri sem
hér segir (í lcr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Slerlingspund i 229,20 230,40
Bandaríkjadollar i 97,60 97,90
Kanadadollar i 98,20 98,70
Dönsk króna 100 1 425,25 1 432,55
Norsk króna 100 1 476,80 1 484,40
Sænsk króna 100 2 056,45 2 066,95
Finuskt mark 100 2 338,95 2 350,95
Franskur nýfranki 100 1 906,30 1 916,10
Belgískur franki 100 220,85 221,95
Svissneskur franki 100 2 594.50 2 607.70
Gyllini 100 3 018,70 3 034,20
Vestur-þýzkt mark 100 3 044,00 3 059,60
Iára 100 16,75 16.83
Austurrískur seliillingur 100 421,35 423,55
Peseti 100 153,60 154,40
Escudo 100 363,10 365,00
Dollargengi var í árslok 1972 12,0% hærra en í árslok 1971 eða sem
svarar gengislækkun krónunnar í desember 1972. En gengi á öðrum
erlendum gjaldeyri hækkaði yfirleitt meira en 12,0% á árinu, þar eð
Bandaríkjadollar — sem íslenzka lcrónan var í föstu verðhlutfalli við —
fór lækkandi gagnvart mörgum myntum. T. d. var gengi svissneslcs franka,
danslcrar krónu, sænskrar krónu og vestur-þýzks marks 16,9%, 15,9%,
15,4% og 14,5% hærra í árslok 1972 en var í árslolt 1971. Hins vegar fór
gengi sterlingspunds gagnvart dollar lækkandi á árinu 1972, og var skráð
gengi þess í árslok aðeins 3,3% hærra en í árslok 1971.
Innflutningstölur verzlunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í ís-
lenzka mynt á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaupgengi.